Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2000, Page 4
4
FIMMTUDAGUR 28. DESEMBER 2000
Fréttir
DV
Á annað þúsund jólapakka komst ekki til skila fyrir jól:
Islandspóstur er ekki mat-
vælaflutningafyrirtæki
- segir forstjóri íslandspósts
Mikið álag um jólin
Nokkrir af þeim rúmlega 1000 bögglum sem ekki komust til skila fyrir jól inni-
héldu matvæli og lyktuöu illa þegar starfsmenn póstflokkunarstöðvarinnar
komu til starfa í morgun. Forstjóri íslandspósts taldi aö aö miklu leyti til heföi
veriö hægt aö komast hjá seinkuninni meö því að hafa opiö á Þorláksmessu.
Sérstakan búnað og leyfi þarf til
þess að dreifa mat sem geymast skal í
kæli eða frysti og hefúr íslandspóstur
hvorugt.
„íslandspóstur
er ekki í því að
dreifa kældum
matvælum, við
bjóðum ekki upp á
þá þjónustu. Þaö
er hins vegar ára-
tugahefö fyrir því
að fólk sendi jóla-
góðgæti sín á milli
með póstinum,"
sagði Einar Þor-
steinsson, forstjóri
íslandspósts. DV skýrði frá því í gær
að fyrirtækið náði ekki að koma á ann-
að þúsund böggla til viðskiptavina
sinna fyrir jólin og innihéldu sumir
matvæli á borð við rjúpur og hangi-
kjöt.
„Ég á ekki von á því að það verði
einhver eftirmál því eins og íslands-
póstur lýsir yfir var hann ekki meðvit-
aður um þessi matvæli," sagði Rögn-
valdur Ingólfsson, sviðsstjóri matvæla-
eftirlits Heilbrigðiseftirlits Reykjavík-
urborgar.
Þeir pakkar sem lyktuðu eins og
matur eða voru merktir sem matvæli
voru teknir til hliðar á Þorláksmessu
og komust um 3000 pakkar til sinna
eigenda þann daginn. Nokkrir mat-
vælapakkar sem ekki voru merktir
sérstaklega sluppu fram hjá starfs-
mönnum íslandspósts og sátu því í
hlýjunni á pósthúsum og póstflokkun-
arstöðinni yfir jólin. Þegar haft var
samband við eigendur þeirra í gær-
morgun báðu nokkrir um að pökkun-
um yrði fargað því þeir voru sumir
famir að lykta illa.
„Við höfum hnykkt á því við ís-
landspóst að hann hafi ekki leyfi til
matvælaflutninga," sagði Rögnvaldur.
íslandspóstur skoðar hins vegar al-
mennt ekki í pakka fólks svo það er
sendandinn sem ber ábyrgð á matvæl-
unum.
Rögnvaldur bætti þvi við að auðvelt
er að finna fyrirtæki sem sérhæfa sig í
flutningi matvæla innanlands, bæði
landleiðina og með flugi. Þar er fylgst
með hitastigi varanna og eru til dæm-
is lyf flutt á þann hátt.
Bréfadreifing gekk vel
í samtali við DV í gær sagði Einar
helstu blórabögglana í seinni dreifingu
jólapakkanna vera fjölda böggla yfir
jólin, seina póstlagningu landsmanna
og lokun pósthúsanna á Þorláksmessu.
„í ljósi reynslu fyrri ára, þar sem
hafði verið mjög litið að gera á Þor-
láksmessu, og þeirrar starfsmanna-
vænu stefnu að reyna að gefa starfs-
fólkinu örlítið meiri jól, ákváðum við
að hafa lokað á Þorláksmessu. En eftir
á að hyggja er nokkuð ljóst að það
voru mistök, kannski stærstu mistök-
in,“ sagði Einar. Auk 50.000 til 70.000
böggla var á fjórðu milljón jólakorta
dreift fyrir jólin. Bréfadreifingin gekk
mjög vel í ár og þakkaði Einar það
góðu skipulagi og undirbúningi. Á
annað þúsund bögglar komst ekki til
skila fyrir jólin og er það svipaður
fjöldi og önnur jól.
„Væntingar til okkar í bögglunum
voru meiri en við náðum að standa
undir, sem er leitt. í heildina tekið
gekk dreifmgin samt mjög vel, þótt það
sé engin huggun fyrir þá sem ekki
fengu jólapakkann sinn,“ sagði Einar.
„Fólk áttaði sig ekki á því að síðasti
skiladagur fyrir böggla fyrir jól var 16.
desember,“ sagði Óskar Öm Jónsson,
framleiðslustjóri tslandspósts.
íslandspóstur byrjaði að aka með
böggla hebn til fólks í janúar síðast-
liðnum og sagði Einar viðskiptavini al-
mennt séð vera mjög ánægða með það
fyrirkomulag.
Islandspóstur ætlar að bæta fólki að
einhverju leyti skemmdar matvömr,
þótt hann beri strangt til tekið ekki
ábyrgð á skemmdunum. -SMK
Einar Þorsteins-
son, forstjóri
íslandspósts.
Frádráttur vegna hlutabréfakaupa:
Allt að 160 þúsund hjá hjónum
- skilyrði að eiga bréfin yfir fimm áramót
Skattalegt hagræði vegna hlutafjár-
kaupa getur verið umtalsvert, eða allt
aö 160 þúsund krónur hjá hjónum. Um
þetta vom samþykkt lög á Alþingi í
desember 1998 þar sem gerð var vem-
leg breyting á frádrætti vegna fjárfest-
ingar í atvinnurekstri.
Frádráttur, þ.e. lækkun á tekju-
skattsstofni, er veittur vegna kaupa á
hlutabréfum í innlendum félögum sem
ríkisskattstjóri hefur staðfest eða
skráð em á Verðbréfaþingi íslands.
Sama gOdir um kaup á samvinnu-
hlutabréfum og stofnfjárbréfum í
Örtröö í bönkum
Fjöldi fólks kaupir nú hlutabréf til aö
nýta sér skattaafslátt.
sparisjóðum sem hlotið hafa staðfest-
ingu ríkisskattstjóra. Frá kaupverði
bréfa sem keypt vom á árinu dregst
söluverð allra seldra hlutabréfa á ár-
inu. Frádrátturinn getur numið 60% af
verði keyptra hlutabréfa umfram verð
seldra hlutabréfa á árinu en þó aldrei
hærri fjárhæð en kr. 80.000 hjá einstak-
lingi og kr. 160.000 hjá hjónum.
Ekki er heimilt að millifæra ónýttan
frádrátt til næsta árs sé fjárfest um-
fram hámark á árinu. Til lækkunar á
kaupverði kemur ekki neikvæður mis-
munur frá fyrri árum og neikvæður
mismunur vegna seldra hlutabréfa á
árinu flyst ekki á milli ára.
Þá er skilyrði til frádráttar að eignar-
haldstimi hlutabréfanna sé yfir fimm
áramót og að árlega sé gerð grein fyrir
þeim á skattframtali. Séu bréfm seld
innan framangreindra tímamarka fær-
ist nýttur frádráttur til tekna á söluári
viðkomandi hlutabréfa. Hægt er að
komast hjá slikri tekjuskráningu með
því að kaupa aftur hlutabréf á sama ári
og eigi siðar en 30 dögum eftir söluna,
þá a.m.k. fyrir sömu fjárhæð og sölu-
verð hinna seldu hlutabréfa. -HKr.
DV-MYND VALDIMAR HREIÐARSSON
Fín veiöi
Hér kemur Stekkjarvíkin aö með
góöan afla eftir bræluna. Þaö er
Guömundur Elíasson sem vinnur viö
aö skipa upp afla þeirra félaganna.
Góður afli
loks þá gaf
PV, SUÐUREYRI:
Guðmundur Elíasson, sem hefur
gert út héðan bátinn Stekkjarvík í
nokkur ár, festi nýlega kaup á nýjum
bát sem hefúr fengið sama nafn. Er hér
um að ræða bát af Signus-gerð, smíð-
aðan i Englandi, 6 rúmlestir að stærð.
Er hann búinn 350 hestafla Cummins-
vél. Báturinn hefúr reynst í alla staði
vel. Auk Guðmundar formanns er
Bessi Kristinsson háseti á bátnum.
Báta- og kvótasalan er með umboð á Is-
landi fyrir Signus-báta. Verð bátsins
var 15 milljónir króna. Islandssaga hf.
á Suðureyri á hlut í bátnum. Ekki hef-
ur gefið vel á sjó undanfamar vikur en
aðeins er að rætast úr nú nýverið.
Guðmundur var á sjó á mánudag og
veiddi vel, milli 5 og 6 tonn af góðum
þorski. Lætur hann mjög vel af bátn-
um og leggst framtíðin vel í hann ef að-
stæður í samfélaginu breytast ekki því
meir. Hér á Suðureyri hefúr útgerð
smábáta löngum verið með miklum
blóma. Stutt er á gjöful mið og hafnar-
aðstaða með ágætum. Þar að auki hef-
ur stöðugt verið unnið að því aö bæta
aðra aðstöðu í landi. -JBP/Valdimar
DV býður í bíó
DV býður áskrifendum sínum tvo
miða á verði eins á jólamyndina Ikíngut
ef þeir kaupa miðana á Netinu. Kvik-
myndin Ikingut, sem hefur fengið góða
dóma hjá kvikmyndagagnrýnendum
DV, er eftir Gísla Snæ Erlingsson og er
gefin út á vegum Kvikmyndasam-
steypunnar. DV mun selja 1000 miða á
háífvirði. -SMK
Veöríö í kvold
-9V
6/ '
% > |r
Léttskýjaft á landinu
Hægviöri og víöast léttskýjað en vaxandi
noröanátt meö éljum á annesjum noröan til í
kvöld. Áfram veröur frost um allt land.
Sólargani'ur ng sjávarföll
REYKJAVIK AKUREYRI
Sólarlag i kvöld 15.37 14.54
Sólarupprás á morgun Síödegisflóö 11.21 20.13 11.36 00.46
Árdegisflóö á morgun 08.31 01.04
Skýdngar á veðurtábmun. >*--.VINDÁTT 10°<—HITI ^ -10° XVINDSTYRKUR VcDncr í mtrtrum á wkúndu 1 HEIDSKÍRT
LÉTTSKÝJAD íD HÁLF- SKYJAÐ SKÝJAÐ i'O ALSKÝJAÐ
RIGNING Q' SKÚRIR SLYDDA i ; SNJÓKOMA
ÉUAGANGUR V ÞRUMU- VEÐUR _u I T SKAF- RENNINGUR W>KA
F»rt um alla helstu þjóðvegi
Samkvæmt upplýsingum
Vegagerðarinnar eru allir helstu
þjóövegir landsins færir, en víöa er
hálka, einkum á heiöum á norðanveröu
landinu.
Talsvert frost um land allt
Norölæg átt, B-13 m/s og snjókoma eöa él noröan til á morgun en
hægari og úrkomulítið sunnan til. Áfram veröur talsvert frost um land allt.
Lau^ar 'thigur Surinud m ManurJi
Vindur: (
8-13 m/,\
Hiti-l' «1-8°
Vindur:
8—13 nv»
Hi«-1° «1-8°
Vindun (
8—13 nv's \
Hiti -1° til -8°
Nor&an og nor&austan,
ví&a 8-13 m/s. Snjókoma
e&a él norðan- og austan-
lands en annars skýjaft
me& köflum. Talsvert frost,
elnkum nor&anlands.
Norðan og nor&austan,
vífta 8-13 m/s. Snjókoma
e&a él nor&an- og austan-
lands en annars skýjaö
me& köflum. Talsvert frost,
elnkum nor&anlands.
Nor&an og nor&austan,
vi&a 8-13 m/s. Snjókoma
e&a él norftan- og
austanlands en annars
skýjaft meö köflum.
Talsvert frost.
| Veöríð W. 6
AKUREYRI Léttskýjaö -ii
BERGSSTAÐIR BOLUNGARVÍK léttskýjað -4
EGILSSTAÐIR -10
KIRKJUBÆJARKL. léttskýjaö -3
KEFLAVÍK léttskýjaö -7
RAUFARHÖFN alskýjaö -4
REYKJAVÍK heiöskírt -8
STÓRHÖFÐI heiöskírt -1
BERGEN heiöskírt -5
HELSINKI snjókoma -4
KAUPMANNAHÖFN rigning 2
ÓSLÓ hálfskýjað -4
STOKKHÓLMUR þokumóöa -1
ÞÓRSHÖFN haglél 3
ÞRÁNDHEIMUR léttskýjaö -13
ALGARVE skýjaö 14
AMSTERDAM þokumóöa -1
BARCELONA heiöskírt 8
BERLÍN þokumóöa 0
CHICAGO snjókoma -13
DUBLIN alskýjaö -1
HAUFAX skafrenningur -5
FRANKFURT rigning 3
HAMBORG súld 1
JAN MAYEN -6
LONDON snjókoma 0
LÚXEMBORG alskýjaö 0
MALLORCA hálfskýjaö 12
MONTREAL alskýjað -15
NARSSARSSUAQ heiöskírt -9
NEWYORK skýjað -2
ORLANDO alskýjaö 16
PARÍS skýjaö 2
VÍN rigning 2
WASHINGTON alskýjaö -2
WINNIPEG alskýjaö -17
HÚYtfo Étl»1W > Í'fÁ! 1.' IH11I rr.v-Ti