Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2000, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2000, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 28. DESEMBER 2000 Viðskipti Umsjón: Viðskiptablaöiö Marel kaupir þýska fyrir- tækið TVM Maschinenbau - kaupverðið er 200 milljónir króna Marel hf. hefur undirritað viljayf- irlýsingu um kaup á þýska fyrir- tækinu TVM Maschinenbau sem er í nágrenni Míinchen. TVM er ungt fyrirtæki í örum vexti sem hefur að- allega þróað, framleitt og selt skurð- arvélar fyrir kjötiðnað. Kaupverðið er 200 milljónir króna en velta TVM í ár er áætluð um 300 milljónir. Fyrirtækið hefur selt rúmlega eitt hundrað kjötskurðarvélar á síðustu tveimur árum, einkum í Þýskalandi og þýskumælandi löndum. Skurðar- vél TVM er sniðin að þörfum lítilla og meðalstórra fyrirtækja í kjöt- vinnslu og styður vel við þá vörulínu sem Marel hefur upp á að bjóða, að því er segir í frétt frá Marel. Velta TVM á árinu 2000 er áætluð um 300 milljónir króna sem er 50% aukning frá árinu 1999. Gert er ráð fyrir að hagnaður þess fyrir fjár- magnskostnað og skatta (EBIT) verði í ár um 10 milljónir króna en hann var um 40 milljónir króna árið 1999. 20 manns starfa hjá TVM í Þýskalandi. Fyrirtækið hefur þegar sótt um nokkur einkaleyfi fyrir framleiðsluvörur sínar. í frétt Marels segir aö tilgangur 1 frétt Marels segir að tilgangur kaupanna sé að auka vöruúrval Marels fyr- Ir kjötiðnað og styrkja þannig frekari sókn fyrirtækisins á erlenda markaði. kaupanna sé að auka vöruúrval Marels fyrir kjötiðnað og styrkja þannig frekari sókn fyrirtækisins á erlenda markaði. Gert er ráð fyrir ýmsum samlegðaráhrifum i kjölfar kaupanna, svo sem aukinni sölu í gegnum núverandi sölukerfi Marels hf., aukinni vinnsluþekkingu Mar- el-samstæðunnar á kjötvinnslu, hraðari aðgangi Marels að þýsku- mælandi mörkuðum í Evrópu, tækniyfirfærslu á milli fyrirtækj- anna í tengslum við vöruþróun og samvinnu við innkaup og fram- leiðslu. Alþjóðlegt markaðskerfi Marels er mjög vel í stakk búið til að taka við sölu á skurðarvélum TVM án verulegs viðbótarkostnaðar og gert er ráð fyrir að samlegðaráhrif af þessum kaupum skili sér strax á ár- inu 2001. Kaupverð TVM er um 200 milljón- ir króna. Thomas Völkl, fram- kvæmdastjóri TVM, mun áfram veita fyrirtækinu forstöðu. Nú er unnið að frágangi samninga er tengjast þessum kaupum og er ráð- gert að þeim verði loíúð um áramót. Gunnar Olsen framkvæmdastjóri Flugþjónustunnar Stjóm Flugþjónustunnar á Kefla- víkurflugvelli hefur ráðiö Gunnar Olsen framkvæmdastjóra félagsins frá 1. janúar 2001. Flugþjónustan á Keflavíkurflugvelli er nýtt dótturfé- lag Flugleiða sem tekur til starfa nú um áramótin. Rekstur félagsins nær til farþega- og flugvélaafgreiðslu á vellinum, fraktafgreiðslu, veitingarekstrar í flugstöð og framleiðslu á flugvéla- mat. Um 460 heilsársstörf eru hjá fé- laginu en á sjöunda hundrað starfs- menn þegar mest er og velta félags- ins verður væntanlega liðlega 2 milljarðar króna á fyrsta starfsár- inu. Gunnar Olsen hóf störf hjá Loft- leiðum 1972 sem sumarafleysinga- maður á Keflavíkurflugvelli á náms- árum sínum. Gunnar hefur siðan starfað sem flugafgreiðslumaður, flokksstjóri í bókhaldsdeild, deildar- stjóri i söludeild fraktdeildar og Ókeypis smáauglýsingar! ►I Gefins -alltaf á miðvikudögum ►I Tapað - fundið -alltaf á þriðjudögum Smáauglýsingar ^ 550 5000 Skoðaðu smáuglýsingarnar á VÍSÍV.ÍS deildarstjóri þjónustudeildar Flug- leiða. Árið 1986 fór Gunnar til starfa í Bandaríkjunum sem svæðisstöðv- arstjóri Flugleiða í Bandaríkjunum, með aðsetur í New York, en tók síð- an við stöðu markaðs- og sölustjóra Flugleiða fyrir miðríki Bandaríkj- anna og Kanada með aðsetur í Chicago. Gunnar flutti aftur til Is- lands 1989 og tók þá við stöðu stöðv- arstjóra Flugleiða á Keflavíkurflug- velli og siðar stöðu forstöðumanns stöðvareksturs Flugleiða með aðset- ur á Keflavíkurflugvelli. Síðastliðin tvö ár hefur Gunnar gegnt stöðu for- stöðumanns afkomueiningar Flug- leiða sem ber ábyrgð á allri farþega- og flugþjónustu félagsins á Keflavík- urflugvelli. Gunnar er giftur Sól- veigu Þorsteinsdóttur og eiga þau flögur böm. Dímon gerir mikilvægan dreifingarsamning Dímon hugbúnaðarhús hefur gert dreifingarsamning við Tantau Software Inc„ alþjóðlegt hugbúnað- arfyrirtæki með höfuðstöðvar í Austin í Texas. Tantau, sem er leið- andi í framleiðslu hugbúnaðar fyrir þráðlaus viðskipti á fjármálamark- aði, mun nota Waporizer 2.0-hug- búnaðinn frá Dímon í þeim sam- skiptalausnum sem fyrirtækið býð- ur upp á. Fram kemur í frétt frá Dímoni hugbúnaðarhúsi að samningurinn við Tantau er til tveggja ára og fel- ur í sér tekjutryggingu auk leyfis- gjalda fyrir hverja sölu. Með Waporizer 2.0 eykst sveigjan- leiki fyrir Tantau við framsetningu gagna yfir á þráðlaust Internet. „Waporizer-hugbúnaðurinn gerir viðskiptavinum okkar mögulegt að bæta þráðlausri rás við internet- kerfi sín með mjög lítilli fyrirhöfn," segir Peter Klante, yfírmaður mark- aðsdeildar Tantau. „Afleiðingin verður sú að fyrirtækin ná fljótt að fóta sig í heimi þráðlausra viðskipta og geta byggt upp öflugt þráðlaust sölukerfi." Waporizer 2.0-hugbúnaðurinn þýðir á skjótan, hagkvæman og ein- faldan hátt á milli mismunandi gagnalýsingarmála eins og WML, XML og HTML og varpar vefsíðum, gagnagrunnum og fleiri gögnum yfir á þráðlaus tæki, WAP-síma, i- mode-síma og lófatölvur. IW*MiWI»MWWi HEILDARVIÐSKIPTI 1520 m.kr. Hlutabréf 610 m.kr. : Spariskírteini 513 m.kr. MEST VIÐSKIPTI 0 Össur 169 m.kr. 0 Islandsbanki-FBA 57 m.kr. 0 Pharmaco 51 m.kr. MESTA HÆKKUN 0 Grandi 10,7% 0 íslenska járnblendifélagið 10,0% Q Frjálsi prfestingarbankinn 9,7% MESTA LÆKKUN 0 Talenta-Hátækni 5,3% 0 Nýherji 3,4% 0 Opin kerfi 1,9% I ÚRVALSVÍSITALAN 1281 stlg - Breyting O 0,58 % BMW bíður eflir fjármagni frá Rover BMW, þýski bílaframleiðandinn sem lét frá sér Rover fyrr á þessu ári, býst við því að Rover endur- greiði fyrirtækinu 500 milljónir punda þegar fyrirtækið fer að skila hagnaði. Bílframleiðandinn, sem heitir núna MG Rover, vonast til að geta skilað hagnaði 2002. Ef og þegar Rover fer að skila hagnaði er talið að greiðslunum muni verða dreift á nokkur ár og munu þær hefjast 2004. Fyrirtækið segir að það sé nú þegar farið að skila aukinni veltu og er búið að skera niður kostnað um 500 milljónir punda. Smásala í Bandaríkjunum með minna móti Helstu smásölukeðjur Bandaríkj- anna segja að sala í desember sé nokkuð undir áætlunum og að sölu- kippur síðustu dagana fyrir jól nái ekki að vinna upp rólega tíð framan af desember. Tvær af stærstu smásölukeðjum Bandaríkjanna, Walmart og Federated Department Stores, sem á verslanakeðjurnar Macy’s og Bloomingdale’s, hafa gefiö út til- kynningar þess efnis að jólasalan standi ekki undir áætlunum. Staðan er svipuð hjá flestum öðrum helstu smásölukeðjum í Bandaríkjunum. ! GENGH) ÍgSHS 28.12.2000 kl. 9.1 KAUP SALA BÍDollar 84,440 84,880 £35 Pund 126,020 126,660 il*llKan. dollar 55,810 56,160 HiSDönsk kr. 10,5180 10,5760 HRNofSk kr 9,5070 9,5590 CSsænskkr. 8,8570 8,9050 Fl. mark 13,2046 13,2839 H Fra. franki 11,9689 12,0408 Ij_; Belg. franki 1,9462 1,9579 EJ Sviss. franki 51,3600 51,6400 EjS Holl. gyllini 35,6267 35,8408 ^Þýskt maik 40,1420 40,3832 i;j tt. lira 0,04055 0,04079 [jfclAust. sch. 5,7056 5,7399 IC1 1 Port. escudo 0,3916 0,3940 1-».- ISoA. peseti 0,4719 0,4747 ;1 • jjap. yen 0,73750 0,74190 j lírskt pund 99,688 100,287 SDR 110,0500 110,7100 ^ECU 78,5109 78,9827

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.