Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2000, Blaðsíða 8
8
FIMMTUDAGUR 28. DESEMBER 2000
Útlönd
Al Gore
Taliö aö Gore og demókratar hafi
hagnast á ógiidingunni.
Fleiri atkvæði
svartra ógild
Allt að því eitt af hverjum sex at-
kvæðum sem greidd voru í hverfum
svartra í Chicago í bandarísku for-
setakosningunum 7. nóvember sl.
voru dæmd ógild á meðan öll at-
kvæði í sumum úthverfum í sömu
borg voru látin gilda við talningu.
Frá þessu greindi Washington Post
á miðvikudag.
The Post byggir niðurstöðuna á
eigin athugun. Samkvæmt henni
var hlutfall atkvæða úr hverfum
svartra sem ekki voru talin með
hæst í Illinois. Segir blaðið að skýr-
inguna sé hugsanlega að finna í þvi
að kosningaseðlarnir voru óvenju-
lega langir og flóknir auk þess sem
merkingum var ábótavant. Telur
blaðið að Gore hafi hagnast á þessu.
Nautakjötsát
snarminnkar
Eftirspurn eftir þýsku nautakjöti
hefur minnkað um 80 prósent á
skömmum tíma vegna frétta að und-
anfornu um að kýr þar í landi hafi
smitast af kúariðu. Þetta kemur
fram í skoðanakönnun sem DPA-
fréttastofan hefur látið gera.
„Ástandið er mjög alvarlegt," seg-
ir Bernard Meyer, yfirmaður í stór-
um kjötmarkaði í Bremen. Að hans
sögn hafa flestir þeir sem á annað
borð kaupa kjöt skipt yfir í fugla- og
svínakjöt og aðrar tegundir af kjöti,
Karl-Heinz Funke, landbúnaðar-
ráðherra Þýskalands, segir rétt að
rannsaka hvort kúariða hafi borist í
sauðfé ef sannanir liggi á annað
borð fyrir. Ekki hefur enn verið
tekin ákvörðun í málinu.
I glugga Hvíta hússins
Hillary og Bill eru enn í Hvíta húsinu
en þaöan þurfa þau aö flytja í
næsta mánuöi.
Hillary og Bill í
húsleit um jjólin
Á meðan milljónir Bandarikja-
manna eru önnum kafnir við að
skipta jólagjöfum sem þeir vilja
ekki eiga leita bandarísku forseta-
hjónin að húsi í Washington. Hill-
ary og Bill Clinton voru nær búin
að undirrita samning um kaup á
húsi um jólin. Samkomulag náðist
hins vegar ekki um verð og því var
hætt við. Hafa forsetahjónin sést
undanfarna daga í finum hverfum í
Washington, eins og Cleveland
Park, Georgetown, Foxhall og
Kalorama, við húsaskoðun.
DV
Fyrirhugaðar friðarviðræður ísraela og Palestínumanna:
Barak fer ekki til
Egyptalands í dag
Enn var óljóst í morgun hvort
leiðtogar Palestínumanna og ísraela
myndu setjast að samningaborðinu
í Egyptalandi til að reyna að binda
enda á rúmlega hálfrar aldar átök
þjóðanna. Þá var ekki víst hvort for-
sætisráðherra ísraels, Ehud Barak,
og Yasser Arafat, forseti Palestínu,
myndu hittast augliti til auglits ef
til fundarins kæmi.
Israelar hafa að meginefninu til
samþykkt tillögur Bills Clintons,
Bandaríkjaforseta, sem miða að því
að leiða friðarferlið til lykta. Tillög-
urnar um skiptingu Jerúsalem og
herteknu svæðanna eru í öllum
dráttum þær sömu og þegar leiðtog-
arnir hittust í Camp David að und-
irlagi Clintons. Þrátt fyrir samn-
ingsvilja ísraela hafa Palestínu-
menn tekið fálega í tillögur Clint-
ons.
Um sjöleytið í morgun staðfesti
talsmaður Ehuds Barak að forsætis-
ráðherrann myndi ekki halda til
Ehud Barak
Hefur aö hluta til gengist viö
tillögum Clintons.
viðræðnanna í Egytalandi í dag.
Hugsanlegt er þó að Arafat og Barak
ræðist við í síma en Hoshni
Mubarak, forseti Egyptalands, hefur
boðist til að leiða sáttargjörðir leið-
toganna. Ráðherrar í ríkisstjóm
Baraks áttu fund saman í gær þar
sem tillögur Clintons voru ræddar.
Tíu ráðherranna voru samþykkir
þeim en tveir voru á móti og tveir
kusu að sitja hjá. Samkvæmt heim-
ildum var hermálaráðherra, Shaul
Mofax, annar af þeim sem mót-
mæltu tillögunum. Nefndi ráðherr-
ann sérstaklega að að öryggismál í
Jórdandal á Vesturbakkanum væra
ekki nægilega tryggð og að ísraelska
hernum væri gert að hörfa of fljótt.
Palestínumenn hafa einnig mót-
mælt ýmsum liðum í tillögunum.
Segja þeir m.a. áhyggjuefni að ísra-
elar munu eftir sem áður halda allt
að 10 prósentum landsvæðis á Vest-
urbakkanum og hluta A-Jerúsalem.
I djörfum dansi
Dans er ríkur þáttur á hinni árlegu kjötkveöjuhátíö í San Jose á Kosta Ríku. Þúsundir karla og kvenna dönsuðu
comparsa á götum borgarinnar í gær.
Bjargað eftir 16 daga
dvöl í bíl í snjóskafli
Bandaríkjamaöurinn Thomas
Truett var í 16 sólarhringa í bíl sín-
um í snjóskafli á skógarvegi í Or-
egon í Bandaríkjunum áður en
hjálp barst á Þorláksmessu. Hann
komst lífs af með því að borða sæl-
gæti og snjó, að sögn lögreglu. Þeg-
ar Truett fannst var hann kalinn á
höndum og fótum og hafði orðið fyr-
ir miklu vökvatapi.
Truett, sem var tæknimaður við
flugstöð hersins í Ellsworth í Suður-
Dakota, hafði gerst liðhlaupi 3. des-
ember síðastliðinn og lagt af stað í
bíl sínum í suðurátt og síðan í vest-
ur. „Hann átti við persónuleg
vandamál að glíma sem urðu hon-
um ofviða.
Hann er frá Flórída og langaöi til
að sjá vesturströndina," sagði lög-
reglan.
Þann 7. desember festi Truett 18
ára gamla Mazdabifreið sína á timb-
urflutningavegi í þjóðgarði i Or-
egon. Truett hafðist við í skóginum
í fjóra daga og hélt á sér hita með
því að kveikja elda með sígarettu-
kveikjaranum sínum. Þegar kveikj-
arinn virkaði ekki lengur hélt Tru-
ett kyrru fyrir í bílnum og nærðist
á á vatni, apelsínusafa og svolitlu
kexi. Þegar bylur kom og bíll Tru-
etts fór á kaf í snjó skrifaði hann
foreldrum sínum kveðjubréf. Snjó-
dýptin var þá 1,4 metrar í skógin-
um. Á fimmtudaginn í síðustu viku
heyrði Truett skyndilega í vélsleð-
um. Hann fleygði bakpokanum sín-
um út í örvæntingu og öðrum hlut-
um í þeirri von að hann fyndist.
Enginn varð þó var við neitt.
Daginn eftir kom annar hópur
framhjá og einhver sá bakpokann í
snjónum. Þegar farið var að grafa
fundu menn bílinn í snjóskafli og
örvæntingarfullan eiganda bílsins.
Samkvæmt lögreglunni eru
mannaferðir á þessum slóðum mjög
sjaldgæfar. „Hefðu þeir ekki fundið
hann hefði billinn ekki komið í
dagsljósið fyrr en í vor,“ sagði lög-
reglan.
Þó svo að Truett hafi veriö bjarg-
að er vandræðum hans ekki lokið.
Hann verður nú fluttur aftur til
Suður-Dakota þar sem hann á yfir
höfði sér kæru vegna liðhlaups.
Grunur um brögð
Fyrrverandi for-
seti Perú, Alverto
Fujimori, segir í
grein í japönsku
blaði i gær að
fregnir af flótta
njósnaforingjans
Montessinos til
Kosta Ríku kunni
að vera bragð til
villa um fyrir lögreglu svo að leit að
honum verði ekki jafn víðtæk.
Hellir Jóhannesar skírara
Fornleifafræðingar í Jórdaníu
hafa fundið helli sem þeir telja að
hafi verið vetrardvalarstaður Jó-
hannesar skírara. Hauskúpa fannst
í hellinum.
Rafmagnsskortur í Serbíu
Rafmagn er nú skammtað í
Serbíu vegna orkukreppunnar í
landinu.
VIII handtaka Milosevic
Þó svo að Kostunica Júgóslavíu-
forseti segi ýmis mál meira að-
kallandi en handtöku Slobodans
Milosevics, fyrrverandi forseta, seg-
ir aðstoðarforsætisráðherra Serbíu,
Nebojsa Covic, vonast til að harð-
stjórinn og eiginkona hans verði
gripin sem fyrst.
Gripnir vegna ráns
Sex menn hafa verið handteknir
vegna ráns á peningaflutningabíla í
París á annan í jólum. Lögreglan
fann bæði fé og vopn við handtöku
mannanna.
Beið í 2 ár eftir brúðinni
Helmut Kohl,
fyrrverandi Þýska-
landskanslari, hélt
nýlega til Tyrk-
lands til að biðja
um hönd tilvonandi
tengdadóttur sinn-
ar. Sonur Kohls,
Peter, hafði beðið
eftir þessari ferð í
tvö ár. Hann hefur í 10 ár búið með
tyrkneskri stúlku. Þau hittust í
Bandaríkjunum þar sem þau voru
við nám en búa nú I London. Þau
gátu hins vegar ekki trúlofað sig
fyrr en faðir brúðgumans heföi
heimsótt föður brúðarinnar tilvon-
andi til að skipuleggja hjónabands-
málin.
Havel styður fréttamenn
Vaclav Havel,
forseti Tékk-
lands, lýsti í gær
yfir stuðningi
við fréttamenn
tékkneska sjón-
varpsins sem
mótmæla ráðn-
ingu nýs fram-
kvæmdastjóra
sem þeir segja pólitíska.
Áfram í fangelsi
Dómari í París hafnaði í gær
beiðni um að láta son Mitterrands,
fyrrverandi Frakklandsforseta,
lausan úr gæsluvarðhaldi. Sonur-
inn, Jean-Christophe, situr inni
vegna meintrar ólöglegrar vopna-
sölu til Angóla.
Víða vetrarhörkur
Hundruð þúsunda íbúa
suðurríkja Bandarikjanna urðu
rafmagnslausir um jólin vegna
snjókomu. I Bretlandi eru einnig
miklar vetrarhörkur.