Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.2001, Page 2
2
ÞRIÐJUDAGUR 2. JANÚAR 2001
I>V
Fréttir
Fann hundinn Lóbó eftir margra vikna útilegu:
Leyndist innan um
ruslapoka og spýtur
„Ég var ákveðinn í að gera
eitthvert gagn og fór að leita
ásamt Kolbrúnu Rósu, dóttur
minni, á laugardaginn, þótt ég
sé á hækjunni. Við höföum lesiö
allt um leitina í DV. Við fórum
niður svokallaða Norðlinga-
braut sem liggur frá Suðurlands-
vegi niður að Elliðavatni að
austan. Þarna voru víst þrjátíu
manns búnir að leita og voru
flestir farnir í mat. Við löbbuð-
um um skóginn við sumarbú-
staðina. Við vorum víst búin að
vera þarna í hálfan annan tíma
þegar ég heyrði Kolbrúnu
hvísla, hann er þarna, hann er
þama. Og þarna var hann. Við
ákváðum að hringja i aðmírál-
inn, ég var með símanúmerið
hans upp úr DV á laugardag og
gat komið til skila hvar ég væri,
þótt ég tali nú ekki góða ensku.
Hann kom svo og gekk beint aö
hundinum," sagði Gunnar Vagn
Aðalsteinsson í samtali við DV í
gær.
Á staðnum þar sem hundur-
inn leyndist var fullt af rusla-
pokum, spýtum og drasli og
greinilegt að af hvutta var nokk-
uð dregið eftir meira en mánað-
ar útiveru í óvenjumiklum
kulda. Aðmírállinn kom ásamt
konu sinni og var með harðfisk
með sér. Réðst Lóbó litli að fisk-
inum og gerði honum góð skil,
svo svangur var hann.
„Hann pabbi leiðbeindi mér
að horfa undir trén og ég var að
líta undir tré þegar ég sá Eillt í
einu fjóra fætur, ég var ekki
viss, það voru þarna einhverjir
með hunda. Við þurftum að bíða
svolítið eftir að maðurinn og
konan kæmu.
Maðurinn náði svo hundin-
um. Þau voru óskaplega glöð og
konan alveg faðmaði mig að sér
og grét,“ sagði Kolbrún Rósa, 11
ára nemandi í Smáraskóla,
greinilega með góða sjón, sem
hún staðfestir líka, augnlæknir-
inn var að skoða hana á dögun-
um, segir hún, og hún segist
vera með hundrað prósent sjón.
-JBP
David Architzel aðmíráll:
Besta afmælisgjöf
sem konan gat fengið
ÐV-MYND PJETUR
Fundu hund aðmírálsins
Gunnar Vagn Aöalsteinsson og dóttir hans,
Kolbrún Rósa
„Þetta er besta afmæiisgjöf allt frá Mosfellsbæ að Elliða-
sem konan mín hefði getað vatni og austur yfir Hellis-
fengið, hún átti afmæii á heiöi að talið er.
gamlársdag," sagði David Aðmírállinn segir að hringt
Architzel, aðmíráll á Kefla- hafi verið í sig eftir símanúm-
víkurflugvelli, eftir að þau eri úr DV upp úr hádeginu á
hjón endurheimtu Lóbó, laugardag, feðginin Gunnar
hundinn sinn sem er búinn David og Kolla hafi fundið Lóbó og
að vera á ferli á stóru svæði, Architzel. hringt í sig eftir símanúmer-
inu í DV og þau héldu þegar af stað
úr Reykjavík þar sem þau hjón voru
að matast á matsölustað.
„Lóbó hefst vel við. Magnús dýra-
læknir ráðlagði sérstakt mataræði,
en hann var undrandi á hversu vel
hún var haldin, hún verður alveg
eðlileg og nær bestu heilsu. Það er
út af fyrir sig furðulegt, Lóbó hefur
farið víða um á þessum vikum og
hún fannst 5 mílur frá slysstaðn-
um,“ sagði aðmíráll Architzel.
„Við vorum fegin að ná henni
áður en flugeldarnir fóru af stað,
það hefði hrætt hana óendanlega,“
sagði aðmírállinn og sendi þakkir
öllum þeim fjölmörgu sem aðstoð-
uðu við leitina. -JBP
Maður varð fyr-
ir lögreglubíl
Lögreglubíllinn eftir
áreksturinn.
Maður varð
fyrir lögreglu-
bíl á Miklu-
braut um það
leyti sem ára-
mótafagnaður-
inn náði há-
marki. Að sögn sjónarvotts var lög-
reglubílnum ekið mjög hratt í aust-
urátt án allra viðvörunarljósa og
sírena. Maðurinn var ásamt öðrum
manni að ganga yfir götuna þar sem
ekki er gangbraut. Lenti hann á
vélarhlíf og framrúðu lögreglubílsins
og þeyttist af henni á götuna. Lög-
reglumaðurinn var einn í bílnum en
að sögn sjónarvotts aðstoðuðu tveir
læknar hann úr nærliggjandi húsum
og hlúðu að manninum þar til sjúkra-
liðar fluttu hann á brott. Hann marg-
brotnaði, bæði á höndum og fótum,
en er ekki talinn í lífshættu. -ES
Ritstjóraskipti:
DVJYIYND KK
Arlegt sjósund lögreglumanna
Þeir voru vaskir, lögregluþjónarnir sem stungu sér til sunds í gömlu Reykjavíkurhöfninni við Ægisgarö / gærdag. Sjó-
sundféiag lögreglunnar stendur fyrir sundinu á hverju ári og syntu laganna veröir 100 metra í ísköldum sjónum. Á
myndinni eru, frá vinstri taliö: Arnþór Davíösson, Jón Otti Gíslason, Ingibjörg Siguröardóttir, Skúli Þorvaldsson og
Kristinn Einarsson.
Þrír fyrir einn
Leigubílalausir í frosti nýársdagsmorguns:
Tugir grimuklæddra vega-
lausir í miðborginni
Þrír menn hafa
verið ráðnir í stað
Matthíasar Jo-
hannessens sem
lét af störfum sem
ritstjóri Morgun-
blaðsins um ára-
mótin. Björn Vign-
ir Sigurpálsson
verður fréttarit-
stjóri en þeir Ólaf-
ur Stephensen og
Karl Blöndal aðstoðarritstjórar. Að-
alritstjóri veröur Styrmir Gunnars-
son.
Björn Vignir og Karl Blöndal eru
þegar teknir til starfa enda á staðn-
um þegar eftir kröftum þeirra var
kallaö en Ólafur Stephensen er for-
stöðumaður stefnumótunar- og sam-
skiptasviðs Samtaka atvinnulífsins.
Áður var hann upplýsinga- og kynn-
ingarstjóri Landsímans. Ólafur mun
hefja störf sem aöstoöarrritstjóri
Morgunblaösins innan tíðar. -EIR
Um fjögur hundruð manns, ungt
og áberandi fólk á ýmsum sviðum
íslensks þjóðlífs, fagnaði nýju ári,
sumir nýrri öld, í hinu gamla hús-
næði Borgarbókasafnsins, Esju-
bergi við Þingholtsstræti, á
nýársnótt. Það var að frumkvæði
Guðjóns Guðjónssonar í Oz, frum-
kvöðuls frumkvöðlaseturs í þessu
fallega húsi, að fimm hundruð
manns var boðið á grímuball. Vegg-
ir voru málaöir í fjörlegum litum og
húsið nýtt í þetta eina skipti til
skemmtanahalds en fram undan er
innrétting þess.
Gestir urðu að mæta grímu-
klæddir og leggja til 3 þúsund krón-
ur á mann til styrktar Frumkvöðla-
setrinu, auk þess sem hver og einn
átti að mæta með flösku af sterku
sem innlegg á barinn. Margir borg-
uðu betur til að styrkja setrið.
Dansinn stóð fram undir morgun
og var sagt að aldrei hefði annað
eins fjör verið í Esjubergi. Dansinn
var um síðir stöðvaður. Þá tók viö
leigubílahark, sem stóð langt fram á
nýársmorguninn hjá mörgum. Um
70 leigubílar áttu að vera til reiöu í
Þingholtsstræti og á Grundarstíg
fyrir dansfólkið sem dansaöi eftir
tónlist skífuþeytara. Sú ráðstöfun
klikkaði illilega enda almennur
skortur um alla borg á leigubílum.
„Þarna var fólk sem hefur lagt
Frumkvöðlasetrinu lið, það fæddist
sú hugmynd að þessi hópur mættist
um áramótin, hann er orðinn stór
sá hópur," sagði Guðjón í gær.
Framkvæmdir við að koma hús-
inu í sama horf og við byggingu
þess 1916 hefjast í næstu viku og
eiga að klárast á næstu mánuðum.
Ekki var vitað í gær hver bar sig-
ur úr býtum og fékk verðlaun fyrir
frumlegasta búninginn en sagan
sagði að tveir Oz-menn hefðu farið
til New York til að krækja í góða
búninga. Sú saga mun að hluta til
vera röng, þeir voru í jólainnkaup-
um. -JBP
Matthías
Johannessen.
Garðar maður ársins
Hlustendur Rás-
ar 2 völdu Garðar
Sverrisson, fram-
kvæmdastjóra Ör-
yrkjabandalagsins,
mann ársins 2000 í
árlegri símakosn-
ingu. í öðru sæti
var sunddrottning-
in Kristín Rós Hákonardóttir og í
þriðja sæti var Vala Flosadóttir
stangarstökkvari.
Ný rannsókn á sjálfsvígum
Samkvæmt nýrri íslenskri rann-
sókn koma ávana- og fíkniefni
og/eða etanól við sögu í um helm-
ingi þeirra 134 sjálfsvíga sem komu
til réttarfræðilegra og réttarefna-
fræðilegra rannsókna hér á landi á
árunum 1995 til 1999. Langflestir
höfðu svipt sig líf með hengingu.
Dagur greindi frá.
Annað lengsta verkfallið
Verkfall fram-
haldsskólakennara
er annað lengsta
verkfall íslandssög-
unnar eftir því sem
næst verður komist
en það hefur nú
staðið yfir í 57
daga. Það lengsta
var 1913 þegar verkamenn, sem
unnu við hafnargerð í Reykjavík,
fóru í verkfall sem stóð í 61 dag.
Stöð 2 greindi frá.
Sendiherra í Mósambík
Utanríkisráðuneytið hefur skipað
Björn Dagbjartsson, framkvæmda-
stjóra Þróunarsamvinnustofnunar Is-
lands, sendiherra íslands í Mósam-
bik. Hann mun verða fyrsti sendi-
herra íslands í Afríku sem hefur að-
setur í Afríkuríki. Mbl. greindi frá.
Upplifðu tvenn aldamót
26 Islendingar voru 100 ára eða
eldri í byrjun desember, samkvæmt
upplýsingum frá Hagstofu íslands.
Þetta fólk lifði önnur aldamót sín í
fyrrakvöld og hefur því komið við
sögu á þremur öldum. RÚV greindi
frá.
Með fraktflug til Evrópu
Flugfélagið Bláflug hefur í hyggju
að hefja fraktflug til Evrópu þann 12.
mars næstkomandi og hafa um 100
umsóknir borist um átta stöður flug-
manna sem fyrirtækið auglýst ný-
lega, Nota á þotu af gerðinni Boeing
737-300 í flugið. Mbl. greindi frá.
Selja hlut sinn í Landsafli
Islenskir aðalverktakar hf. seldu í
fyrradag hluta af eignarhlut sínum í
dótturfélagi sínu, fasteignafélaginu
Landsafli hf. Viðskipti þessi fela í
sér að meðeigandi ÍAV hf. í félag-
inu, Landsbankinn-Fjárfesting hf„
eykur hlut sinn í Landsafli hf. úr
20% í 25,5%.
Davíð vill breytingar
Davið Oddsson
forsætisráðherra
lýsti því yfír í út-
varpsfréttum um
helgina að hann
vildi breyta lögum
um Hæstarétt i kjöl-
far dómsins i máli
Öryrkjabandalags-
ins gegn Tryggingastofnun. Hann
telur að styrkja þurfi Hæstarétt til
að koma megi í veg fyrir „slys“ á
borð við dóminn í fyrrgreindu máli.
Slysið liggur í því, að hans mati, að
þrír dómarar af fimm skuli geta
kveðið upp dóm sem hefur jafn af-
drifaríkar afleiðingar.