Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.2001, Page 25
ÞRIÐJUDAGUR 2. JANÚAR 2001
DV
45
Tilvera
Áramótahlaup
í miðbænum
Þrátt fyrir hörkufrost tók
fjöldi fólks á öllum aldri þátt í
hinu árlega gamlársdagshlaupi
ÍR sem fór fram á gamlársdag.
Hlaupið hófst við Ráðhús
Reykjavíkur og var hlaupið um
nærliggjandi götur. Sumir
skildu hlaupabúningana eftir heim og
mættu í staðinn í jakkafótum með hin
fínustu höfuðufót í tilefni dagsins.
Hlaupaklúbburinn
Félagarnir í hlaupa-
klúbbnum Fjölni í Graf-
arvogi voru aö sjálf-
sögöu mættir til aö
taka þátt í hlaupinu.
Einnig mátti sjá spræka jólasveina á
hlaupum og þeir gáfú líka öilum glaðn-
ing áður en lagt var af stað. -MA
Sprækir jólasveinar
Jólasveinar úr Esjunni skelltu sér í bæinn til að taka þátt
í hlaupinu og voru greinilega komnir í form eftir allar
bæjarferöinar fyrir jólin.
Lagt af staó
Menn biöu óþreyjufullir viö byrjunarlín-
una og óskuöu hver öörum góös geng-
is áöur en lagt var af staö.
Allir fengu
sælgæti
Jólasveinninn
kom auövitaö
meö pokann
sinn og gaf
öllum sæl-
gætismola fyr-
ir hlaupiö.
DV-MYNDIK LJ
Teygt á
Menn teygöu vel á fyrir hlaupiö og notuöu þaö sem hendi
var næst viö æfingarnar.
DV-MYND DANÍEL V. ÖLAFSSON
Götur þeirra Bresasona
Skúli Lýösson, bygginga- og skipulagsfulltrúi Akraness, ásamt Rannveigu Benediktsdóttur, verðlaunahöfundi gatna-
nafna í Flatahverfi, sem hún nefnir í höfuöiö á landnámsmönnum.
Flatahverfi á Akranesi:
Göturnar fá nöfn
landnámsmanna
DV, AKRANESI:_____________________
Landnámsmenn Akraness frá ár-
inu 880, þeir Þormóður og Ketill
Bresasynir, fá nöfn sín á nýjar göt-
ur í svokölluðu Flatahverfi. Fyrir
nokkru gekkst byggingarnefnd
Akraneskaupstaðar fyrir sam-
keppni um nafn á götur í hinu nýja
hverfi sem byrjað er að skipuleggja.
Alls bárust 32 tillögur með alls 759
nöfnum. Rannveig Benediktsdóttir
varð sigursæl og fékk 25 þúsund
krónur í verðlaun fyrir vikið. Með-
al nafna Rannveigar á hringaksturs-
götur eru Bresaflöt, Ketilsflöt og
Þormóðsflöt. Þeir Þormóður og Ket-
ill Bresasynir voru fæddir á írlandi
en af norskum ættum. Þeir námu
allt Akranes og nágrenni litlu eftir
880.
Mikið hefur verið byggt af íbúð-
um á Akranesi á þessu ári, að sögn
Skúla Lýðssonar bygginga- og
skipulagsfulltrúa. Það lætur nærri
að það hafi verið byrjað að byggja
50 íbúðir á 35 lóðum þar af 22 íbúð-
ir í fjölbýlishúsi. Hverfið sem skipu-
lagt var síðast, Ásahverfi með 21
lóð, verður fullbyggt næsta sumar
og nú er verið að skipuleggja nýtt
hverfi, Flatahverfi, með 500-550
íbúðum í 18 klösum. Til að byrja
með verður klasi 3-4 skipulagður en
í þeim klösum verða 53 íbúðir.
Þó nokkur aukning er í byggingu
húsa á Akranesi miðað við siðasta
ár og árin á undan. Nú eins og í
fyrra er byggt á lóðunum en áður
fyrr var lóðunum úthlutað og ekki
byggt á þeim og leyfunum skilað.
-DVÓ
-entjA
"I H-VF'
I
\
BÓNUSVIDE0
Tveir fyrir einn
Kr. 449