Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.2001, Blaðsíða 23
27
FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 2001
DV Tilvera
p -íiísip
Konunglegt
afmæli
Juan Carlos
Alfonso Victor
Maria De Bor-
bón Y Borbón,
konungur Spán-
ar, fæddist í
Rómaborg á |>
þessum degi
árið 1938. Juan
Carlos var
krýndur konungur 22. nóvember
1975, aðeins tveimur dögum eftir
andlát Frankós. Hann er kvæntur
Sofiu, prinsessu af Grikklandi.
i viuuiamii \/.
$
stöðu pina é
Gildir fyrir laugardaginn 6. janúar
Vatnsberlnn (20. ian.-18. febr.>:
I Þú gerir einhverjum
greiða sem átti alls
ekki von á slíku. Þetta
veldur skemmtilegri
uppákomu sem þú átt eftir að
minnast í nokkurn tima.
Rskarnlr (19. febr.-20. mars):
Vinir þinir skipuleggja
Ihelgarferð og mikil
samstaða ríkir meðal
hópsins. Félagslifið
tekur mikið af tima þinum en
þeim tíma er vel varið.
Hrúturlnn (21. mars-19. aprill: 4j& .
Þú kynnist einhverjum
nýjum á næstunni og
það veitir þér ný tæki-
færi í einkalífinu. Þú
ættir aðlhuga breytingar í félags-
lífinu.
Nautið (20. anríl-?0. maíl:
Þú færð að heyra
gagnrýni varðandi það
hvemig þú verð tíma
þíniun. Þér finnst þú
háia mikið að gera en sumum
finnst þeir vera vanræktir.
Tvíburarnlr (21. maí-21. iúní):
Þú færð fréttir sem þú
'átt eftir að vera mjög
hugsandi yfir. Þú verð-
ur að vega og meta
i áður en þú hefst nokk-
uð að.
Krabbinn (22. iúní-22. iúií):
Þú færð einhverja ósk
| þína uppfyllta. Verið
getur að gamall draum-
_____ ur sé loksins að rætast.
Þetta veldur þér mikilli gleði en
jafnframt nokkmri undrun.
Llónlð (23. iúit- 22. áeúst):
Vinabönd styrkjast á
næstunni. Þú finnur
fyrir stuðningi við
áform þin en jafnframt
er ætlast til þess af þér að þú sýn-
ir öðrum áhuga og stuðning.
Mevian (23. ágúst-22. sept.l:
Vinnan gengur fyrir
þessa dagana enda
mikið um að vera.
^ r Þetta kemur niður á
heimilislífinu og kann að valda
smávægilegum deilum.
Vogin (23. sept.-23. okt.l:
J Vertu hreinskilinn og
heiðarlegxu- í samskipt-
Vum við aðra. Óheiðar-
r f leiki borgar sig aldrei
og kemur mönnum í koll. Kvöldið
verður fjörugt.
Sporðdreki (24, okt.-21. nóv.i:
Þú kynnist manneskju
m\\ sem á eftir að hafa
. Y\ V>djúpstæð áhrif á þig.
y Rómantíkin liggur i
loftinu og þú ert afar ánægður
með gang mála.
Bogamaður (22, nóv.-21. des.):
LDagurinn verður frem-
rur viðburðasnauður en
kvöldið verður hins
vegar fjörugt og þú
skemmtir þér vel í góðra vina
hópi.
Stelngeltin (22. des.-19. ian.);
Ekki eyða timanum í
alltof mikla skipulagn-
ingu. Þú veist hvað þú
þarft að gera og ættir
að koma þér strax að efninu. Dag-
urinn verðru ánægjulegur.
Slást um lúxus-
villu í London
Madonna og Kryddpían
Victoria Beckham hafa lengi
slegist um efstu sætin á vin-
sældalistunum. Nú slást þær
um 1,5 milljarða króna lúx-
usvillu í London ef marka má
frásagnir erlendra slúður-
blaða.
Söngkonurnar eru svo sem
ekki í neinum húsnæðisvand-
ræðum. Victoria á íbúð í
Cheshire og 400 milljóna
króna herragarð í Hert-
fordshire með eiginmanni
sínum, knattspyrnukappan-
um David Beckham.
Madonna á íbúð í New York
og hún leigir stórt hús í
mesta tískuhverfi London,
Notting Hill.
En húsið sem nú er til sölu
er allt annað. Wantage House
er einnig í Notting Hill. Það
er gult, -þriggja hæða hús frá
18. öld með 22 herbergjum,
þar af 7 svefnherbergjum,
bókasafni og risastórri stofu.
Madonna
Slæst viö Victoriu Kryddpíu um lúxusvillu í
Notting Hill.
Umhverfis húsið er einn af fal-
legustu görðunum í London.
Hátt limgerði kemur í veg fyr-
ir að sjáist inn í garðinn.
Nú býr Pamela Harlech í
húsinu. Hún er ekkja Davids
Harlechs sem var sendiherra í
Bandaríkjunum. David var
vinur Kennedys forseta og í
sextugsafmæli hans voru með-
al annarra Jackie Onassis og
Margrét prinsessa. Þegar
Díana prinsessa vildi komast
úr sviðsljósinu bjó hún stund-
um í Wantage House.
Hljótt hefur verið um fyrir-
hugaða sölu á lúxusvillunni.
Nágrannarnir hafa ekki einu
sinni vitað af henni. Gert er
ráð fyrir að húsið muni kosta
að minnsta kosti 1,5 miUjarða.
Þó svo að eignir Victoriu séu
metnar á tæpa 4 milljarða ís-
lenskra króna er það ekkert á
við auðæfi Madonnu. Hún er
sögð eiga eignir upp á 20 millj-
arða króna.
Kate Hudson
giftist rokkara
Bandaríska leikkonan Kate Hud-
son hefur bæst í hóp stallsystra
sinna sem vita ekkert æðislegra en
að giftast rokkara. Hin 21 árs Kate,
sem er dóttir hinnar þekktu
gamanleikkonu Goldie Hawn, gekk
að eiga hinn 34 ára Chris Robinson
á gamlársdag. Robinson er aðal-
söngvari rokksveitarinnar Black
Crowes og algjör loðinlubbi. Hjóna-
vígslan fór fram á búgarði móður
brúðarinnar og stjúpa nærri Aspen
í Kólóradó. Stjúpinn er enginn ann-,
ar en stórleikarinn Kurt Russell.
Sjötíu gestir voru í veislunni á
gamlárskvöld en að sögn var fátt
um fræga þar á meðal.
Tom Hanks alltaf jafnvinsæll
Leikarinn Tom Hanks hefur ótrúlegt aödráttarafl ef marka má allan fjöldann
sem flykktist til aö sjá nýjustu myndina hans yfir hátíöarnar. Myndin heitir
Cast Away og reyndist vinsælust allra mynda um liöna helgi.
Jón Arnar íþrótta-
maður Skagafjarðar
DV, SKAGAFIRÐI:_______ _____________
Jón Amar Magnússon var kjör-
inn íþróttamaður Ungmennasam-
Jón Arnar Magnússon
Vinsæll íþróttamaöur.
bands Skagafjarðar árið 2000. Úr-
slit í kjörinu voru kunngerð í
kaffisamsæti í félagsheimilinu
Ljósheimum 30. desember jafn-
framt því sem viðurkenningar
vom afhentar.
Auk þess að vera íþróttamaður
UMSS var Jón Arnar bæði kjör-
inn frjálsíþrótta- og íþróttamaður
Ungmennafélagsins Tindastóls á
Sauðárkróki á nýliðnu ári.
Annar í kjörinu hjá UMSS varð
Guðmundur Ingvi Einarsson
golfari og Þórarinn Eymundsson
hestaíþróttamaður varð í þriðja
sæti. Aðrir sem hlutu útnefningar
í kjöri íþróttamanns Skagafjarðar
vora Theódór Karlsson og Þórunn
Erlingsdóttir fyrir frjálsíþróttir,
Eysteinn P. Lárusson fyrir knatt-
spymu, Aðalheiður B. Steinsdótt-
ir fyrir íþróttir fatlaöra, Svavar
Birgisson fyrir körfuknattleik og
Egill Þórarinsson og Bjami Jónas-
son fyrir hestaíþróttir.
-ÖÞ
Boðið hlutverk í
Vinum
Fyrirsætunni og leikkonunni Liz
Hurley hefur verið boðið hlutverk í
sápuóperunni Vinum. Sagt er að Liz
hafi töfrað leikarann Matthew
Perry við tökur á myndinni
Servicing Sarah sem þau leika bæði
í. Góður vinur Liz hefur tjáð breska
blaðinu Sun að hún hafi sagt Matt-
hew frá því að hún væri dyggur að-
dáandi sjónvarpsmyndaflokksins.
Nú reynir Perry að fá framleiðend-
ur til þess að skrifa hlutverk í þátta-
röðinni fyrir Liz Hurley. Perry hef-
ur áður boðið vinum sínum hlut-
verk í Vinum, þar á meðal Bruce
Willis.
Nýtt á Islandí!
Y'midbaWeu:
Námskeið byrja 14. janúar.
Kennslustaður: Sundhöll Reykjavíkur.
Kennari: Rosemary Kajioka.
Innritun og upplýsingar í síma 562 5591 á kvöldfn.
v -
JAPISS
RISAEÐLUTOLVULEIKUR
Andri Þór Sigurðarson Ásrún Björk Hauksdóttir Fálkahöfða 4 Holtsbúð 8 270 Mosfellsbæ 210 Garðabæ 16932 10646
DISNEY PRINT STUDIO J
Sigrún Jóhannsdóttir Amar Vilhjálmsson Brynja Ragnarsdóttir Óskar Elías Sigurðsson Bryndís Rún Hafliðadóttir Hávallagötu 93 Selvogsgrunni 20 Miðholti 11 Hásteinsvegi 60 Seljahlíð 74 101 Reykjavík 104 Reykjavík 270 Mosfellsbæ 900 Vestmannaeyjum 600 Akureyri 12363 15417 13270 5950 16093