Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.2001, Blaðsíða 15
14
FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 2001
FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 2001
19
Útgáfufélag: Frjáls fjölmiftlun hf.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: Sveinn R. Eyjólfsson
Framkvœmdastjóri og útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson
Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason
Aósto&arritstjóri: Jónas Haraldsson
Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiðsla, áskrift:
Þverholti 11,105 Rvík, síml: 550 5000
Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aórar deildir: 550 5999
Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafræn útgáfa: Heimasíöa: http://www.skyrr.is/dv/
Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiölunar: http://www.visir.is
Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is
Akureyri: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaöam.: 462 6613, fax: 4611605
Setning og umbrot: Frjáls fjölmiölun hf.
Filmu- og plötugeró: isafoldarprensmiöja hf. Prentun: Árvakur hf.
Áskriftarverö á mánuöi 2050 kr. m. vsk. Lausasöluverö 190 kr. m. vsk., Helgarblaö 280 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til að birta aösent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
DV greiðir ekki viðmælendum fýrir viðtöl viö þá eða fyrir myndbirtingar af þeim.
Nauðsynleg orkunýting
Tími stóru vatnsorkuveranna í Noregi er liðinn, að sögn
Jens Stoltenbergs, forsætisráðherra Noregs. Hann lýsti
þessu yfir í nýársávarpi til þjóðar sinnar. Ráðherrann blés
af þrjár fyrirhugaðar og umdeildar virkjanir í þjóðgarði
sunnan við Bodö í Norður-Noregi. „Ég veit að þetta er
ákvörðun sem á eftir að valda deilum,“ sagði forsætisráð-
herrann, „en ávinningurinn af þessum mannvirkjum er
ekki nógu mikill til að réttlæta óafturkræf náttúruspjöll.“
Áhrifa orða norska forsætisráðherrans gætir ekki aðeins
í heimalandi hans heldur og hér á landi. Náttúruverndar-
sinnar þar og hér fagna orðum hans. í yfirlýsingu Náttúru-
vemdarsamtaka íslands segir að þessi niðurstaða norskra
stjórnvalda hafi óhjákvæmilega áhrif á íslandi því norska
ríkið eigi ríflega 40 prósent hlutafjár í Norsk Hydro. Það
skyti því skökku við ef Norsk Hydro tæki þátt í að valda
óbætanlegum skaða á íslenskri náttúru með byggingu
Kárahnjúkavirkjunar i þágu álvers í eigu Norsk Hydro.
Það kann að vera að afstaða norska forsætisráðherrans
hafi áhrif á áætlanir Norsk Hydro hér á landi. Á það var
raunar bent í frétt í Degi í gær að norska stórfyrirtækið
hefði ekki verið auðvelt í taumi til þessa og því litu íslensk
stjórnvöld fremur til þess að veita stækkun Norðuráls í
Hvalfirði forgang fram yfir virkjanir og álversframkvæmd-
ir á Austurlandi. En það þarf orku í stækkun álversins
ekki síður en i nýtt álver á Austurlandi. Komi til stækkun-
arinnar er fyrirhugað að byggja tvær rennslisvirkjanir í
Þjórsá.
Fara verður með mikilli gát við svo mikla röskun á um-
hverfi sem vatnsaflsvirkjanir eru. Staða okkar er þó önn-
ur en Norðmanna og fráleitt að halda því fram að við get-
um með sama hætti og þeir lýst því yfir að tími vatnsorku-
vera sé liðinn. Rétt er að minnast þess að Norðmenn hafa
virkjað vatnsföll sín af miklum krafti í heila öld og sækja
orku sína að mestu til vatnsorkuvera. Þessum orkuverum
munu þeir viðhalda. Til viðbótar hafa þeir aðra orkugjafa
og geta því leyft sér þá stefnubreytingu sem forsætisráð-
herrann kynnti í áramótaávarpi sínu. Ríkisstjórn Stolten-
bergs hefur á prjónunum byggingu tveggja orkuvera sem
nýta munu jarðgas til orkuframleiðslu.
íslendingar eiga hvorki gas- né oliulindir eins og Norð-
menn. Við verðum því að nýta okkur orkuauðlindir hér á
landi, vatnsorku og jarðvarma. Þær auðlindir verður hins
vegar að nýta af skynsemi og að undangengnum nákvæm-
um rannsóknum og umhverfismati. í ósnortinni náttúru
felast mikil verðmæti. Þau verðmæti þarf að meta og bera
saman við þær fórnir sem þarf að færa samfara orkuöflun
sem sannarlega skilar þjóðinni efnahagslegum ávinningi.
Nýting vatnsafls hér á landi er eðlileg en um leið verð-
ur að taka tillit til náttúru landsins. Stjórnvöld ættu jafn-
framt að huga að öðrum leiðum til orkuöflunar. Þar er
hægt að taka Dani til fyrirmyndar. Þeir nýta sér orku sem
nóg er af hér á landi, vindorku. Nýjar tölur sýna að 13 pró-
sent orkunotkunar Dana fást með vindorku. Á síðasta ári
fékkst þessi orka með 6 þúsund vindmyllum og áætlað er
að í lok þessa árs fullnægi myllurnar 15 prósent orkuþarf-
ar Dana.
Öflugar vindmyllur, líkt og í Danmörku, eru mikil búbót
þótt ekki séu þær gallalausar fremur en aðrir orkugjafar.
Þeim fylgir hljóð- og sjónmengun. Hins vegar verður ekki
litið fram hjá því að þróuð samfélög nútímans eru orku-
frek. Orkunnar verður að afla en með tilhlýðilegri aðgæslu
og virðingu fyrir náttúrunni.
Jónas Haraldsson
I>V
Áhafnir skipa og stöðugildi
- opið bréf til samgönguráðherra
Hr. Sturla Böðvars-
son samgönguráðherra.
í Morgunblaðinu
fimmtudaginn 28. des-
ember er viðtal við þig
vegna frumvarps sem
þú lagðir fram á Alþingi
skömmu fyrir jól um
„Áhafnir skipa“. Með
þessu frumvarpi er lagt
til að lögð verði niður á
milli 350 og 400 stöðu-
gildi vélstjóra á fiski-
skipaflotanum af 1137
stöðugildum m.v. skipa-
skrá 1. desember 2000 eða á bilinu
30%-35% þeirra.
Orðrétt úr viðtalinu
í viðtalinu er orðrétt eftir þér haft:
„Sturla Böðvarsson samgönguráð-
herra segir að verið sé að horfa til
þess aö miklar breytingar hafi orðið
á vélbúnaði skipa, meðal annars með
aukinni sjálfvirkni." - Og annars
staðar í viðtalinu kemur orðrétt
fram: „Hann segir að vissulega séu
skiptar skoðanir um áhrif fækkunar
vélstjóra og stýrimanna. Það sé hins
vegar faglegt mat ráðuneytisins
og sérfræðinga sem það hafi
leitað til, meðal annars hjá Sigl-
ingastofnun, að ekki dragi úr
öryggi sjómanna þótt vélstjór-
um fækki á tilteknum gerðum
skipa."
Og enn segir í viðtalinu: „Það
er fjarri lagi að eingöngu sé
byggt á tillögum útvegsmanna.“
Óskað eftir rökstuðningi
Ef við byrjum á tækninýjung-
unum þá verður fækkunin mest
á skipum með aðalvél -750 kw
en í þeim flota eru 374 skip. Þar af
eru 60% skipanna eldri en 25 ára.
Hvað varðar álit sérfræðinga bæði
innan og utan ráðuneytisins þá
óskaði undirritaður margoft eftir því
í nefndarstarfmu að Jónatan Sveins-
son hrl., einn nefndarmanna, sem
upplýsti að hann bæri ábyrgð á til-
lögum til fækkunar vélstjóra, að
hann rökstyddi þær m.a. með áliti
sérfræðinga en fékk þau svör að hon-
um bæri ekki skylda til þess. Það er
því ákaflega ánægjulegt að slík sér-
fræðiúttekt skuli liggja fyrir.
„Með þessu frumvarpi er lagt til að lögð verði niður á
milli 350 og 400 stöðugildi vélstjóra á fiskiskipaflotan-
um af 1137 stöðugildum m.v. skipaskrá 1. desember
2000 eða á bilinu 30%-35% þeirra.“
Hvað varðar það að hér séu á ferð-
inni tillögur LÍÚ að stærstum hluta
þá er rétt að geta þess að nefndar-
mönnum gafst kostur á að setja fram
athugasemdir við nefndarálitið. Vél-
stjórafélag íslands setti fram fjöl-
margar athugasemdir en LÍÚ ekki
eina einustu. Segir það nú ekki allt
sem segja þarf um hverjum þessar
breytingar eru þóknanlegar?
Faglegt mat ráðuneytisins?
í framhaldi af þessum orðum þín-
um óskast upplýst:
1) Hvaða nýja tækni er það ná-
kvæmlega sem er forsenda þess að
hægt sé nú að fækka vélstjórum
fiskiskipa um 30-35%?
2) Þú talar um að þessi ákvörðun
byggi á faglegu mati ráðuneytisins
og sérfræðinga sem leitað hafi verið
til m.a. hjá Siglingastofnun íslands.
framhaldinu óskar undirritaður eftir
því, fyrir hönd Vélstjórafélags ís-
lands, að fá að sjá þetta faglega mat,
sem hefur .þær afleiðingar að vél-
stjórum fiskiskipa fækkar um
30-35%.
Helgi Laxdal
íslenska og enska
Oft er látið sem íslensk tunga sé
ern kerling og ekkert ami að henni.
Þó er beint að henni ýmislegum
skeytum, leynt og ljóst. Til dæmis
sagt sem svo, að tunga þessi flækist
fyrir þeim ábata sem hafa má af al-
þjóðavæðingu og sé hún alltof dýr í
rekstri nú á dögum þegar arðsemis-
krafan ríkir ein. Og geti menn að
minnsta kosti gengið í rétta átt- með
því að kenna sem mest á ensku í há-
skólum landsins og sjálfsagt að byrja
þá á viðskiptafræðum.
Ótti viö vitleysur
Önnur skeyti sem sýnast mein-
lausari birtast í kvörtunum um að
íslenska sé of erfið í notkun. Eða
gerð of erfið með kröfum um
málvernd og málvöndun. Af-
leiðingin sé sú að vaxandi
fjöldi íslendinga þori varla að
nota mál sitt „af ótta við að
segja eitthvað vitlaust" og „fá
á baukinn fyrir“ eins og seg-
ir í fróðlegum Morgun-
blaðspistli eftir Kristján G.
Arngrímsson (17.12.). Það sé
svo ekki nema eðlilegt að í
ótta við hina „ópinberu
tungumálslögreglu" leiti
menn á náðir enskrar tungu,
enda gildi um hana allt aðrar um-
gengnisreglur: „Það er eins og mað-
ur megi gera hvað sem er við hana,
það verður enginn vondur og les yfir
manni með flngurinn á
lofti.“
Þetta er misskilningur.
Vitanlega sýnist enskan
auðvelt mál og þeir sem
nota hana eiga ekki á
hættu að gera jafn margar
villur og þeir sem tala
beygingamál á borð við ís-
lensku og rússnesku. En
þótt auðveldara muni að
ná lágmarksfærni í ensku
en mörgum öðrum tung-
um, þá kvarta enskumæl-
andi ekki minna en við yfir lélegu
valdi mikils fjölda fólks á móður-
máli. Málfræði er einfaldari í ensku
en íslensku en stafsetning mun erfið-
ari pg orðaforðinn bæði mikill og lítt
gagiisær mörgum, því hann kemur
úr öllum áttum.
Nú síðast sé ég sárar kvartanir frá
breskum fyrirtækjum um að starfs-
menn þeirra sé svo vanir því að
„gera hvað sem er“ við enska tungu
í tölvupósti og spjalli að þeir geti
ekki komið frá sér óbjagaðri setn-
ingu til viðskiptavina sem þeir eru í
tölvusambandi við. Beri fyrirtækin
svo mikið tjón af (bjöguð enska vek-
ur vantrú á varningi og þjónustu), að
þau telja það borga sig að leigja
„tungumálslögreglu", það er að segja
stranga kennara til aö taka starfslið-
ið í endurhæfingu í málfræði og rétt-
ritun. Og af því Bush yngri hefur
verið mikið í fréttum að undanfornu,
þá er ekki úr vegi að minna á það, að
bandarískum pistlahöfundum þykir
illt að verðandi forseti skuli hafa úr
litlum orðaforða að spila, bera einatt
rangt fram orð sem hann skilur illa,
hrasa um setningafræðina og fara
rangt með tíðir sagna.
Málvöndun allsstaðar
Nei - málvöndunarkröfur eru alls-
staðar hafðar uppi. Ekki aðeins hjá
þeim sem eiga í vök að verjast fyrir
enskuáhrifum eins og íslendingar,
Danir, Þjóðverjar og Rússar heldur og
meðal enskumælandi þjóða sjálfra.
Þær eru auðvitað fegnar því að mál
þeirra er mikið notað í alþjóðlegum
samskiptum - en hafa áhyggjur af því
um leið. Brátt nota fleiri ensku sem
„annað tungumál" en þeir sem eiga
ensku að móðurmáli og þessu fylgir
margur vandi - því ört breiðist út fá-
tækleg og einfólduð tölvuenska sem
ef til vill þokar með tíð og tíma út í
horn þeirri ensku sem merkar bækur
hafa verið skrifaðar á.
Gleymum því ekki heldur, að á
Englandi sjálfu hefur landsfólkið lengi
verið klofið í hópa eftir málfari og tök-
um á máli. Annarsvegar fara þeir sem
hafa hlotið drjúga menntun, hinsvegar
þeir sem látnir voru eiga sig, máttu
svo sannarlega tala eins og þeim sýnd-
ist, enda fátækir erfiðismenn flestir.
Nú kvarta menn ekki aðeins yfir
því að landsmenn skilji ekki hver
annan - heldur og að þeir sem aldrei
voru settir undir málaga og málvönd-
un séu svo illa máli farnir og óskrif-
andi að þeir geti ekki tekið þátt í nú-
tíma samfélagi. Við höfum með mál-
vöndunarstappi unnið gegn slíkri
þróun á liðnum áratugum og náð
ekki ómerkilegum árangri - ef því
bauki er hætt í þægindaskyni eru all-
ir verr settir en áöur.
Árni Bergmann
„Þeir sem aldrei eru undir málaga settir lenda utan
garðs í fleiri skilningi en einum...“
Gullfiska-
menning
„Nútímamað-
urinn ver sig fyr-
ir fjölmiðlum, sí-
vaxandi upplýs-
ingaflæði, með
þvi að koma sér
upp eins konar
gullfiskaminni
þar sem allt kem-
ur og fer nánast
á ljóshraða.
Menn sjá og heyra einhver reiðinnar
býsn á hverjum degi en fátt og jafnvel
ekkert situr eftir þegar upp er staðið.
Ein afleiðingin gæti orðið sú að menn
vilji síður axla ábyrgð langtímasjón-
armiða ... Mín kynslóð breytti heim-
inum meira en hún gerði sér nokkra
grein fyrir. Það er enginn vafi á því
að þriðja árþúsundið fær erfitt verk-
efni að ráða bót á gullfiskasjónarmið-
um fortíðarinnar."
Gunnar Dal heimspekingur.
I Degi 4. janúar.
Gamaldags
atvinnugreinar
„Það fór hrollur um þjóðarsálina
þegar svo virtist sem markaðir okkar
á fiskimjöli og lýsi væru i hættu.
Hvers vegna? Varla ætti öllum þess-
um þúsundum sem vinna við fram-
antaldar og hliðstæðar greinar að
verða skotaskuld úr því að vinna upp
tekjutapið af þessum gamaldags at-
vinnugreinum, sem að mestu byggjast
upp á nokkrum körlum og sjómönn-
um á einhverjum krummavíkum á
landsbyggðinni. Og aftur er spurt: Er
lífið þá kannski enn þá saltfiskur?
Þórir N. Kjartansson framkvstj., Vík í
Mýrdal. í Mbl. 4. janúar.
Med og á móti
Ríkidæmi íslenskrar náttúru
Með hagsmuni
þjóðarinnar og
ríkidæmi ís-
lenskrar náttúru í
huga höfum við
engar forsendur til að byggja
risastíflur. Norski forsætis-
ráðherrann veit, eins og
margir vel upplýstir stjórn-
málamenn út um heim, að páli Ólafsson nýja tíma og þekkingu.
risavirkjanir eru vistfræðileg jarofræöingur Eflum menntun og hugvit
spellvirki. ————— j stað þess að pissa í skó
Virkjanakostir Landsvirkjunar framtíðarbarna landsins meö því að
bjóða aðeins upp á geigvænleg lands- halda áfram að virkja í blindni og til-
spjöll. Þeir munu rýra gildi íslenskr- litsleysi!
ar náttúru og framtíð lands og þjóð-
ar verulega - ekki aðeins fyrir þá
sem vilja eiga baklandið án mann-
Guðmiindiir
virkja heldur ná skaðleg
áhrif uppistöðulóna í sjó
fram og geta rýrt möguleika
sjávarútvegs þegar fram líða
stundir.
Björt framtíð íslendinga
byggir ekki á fleiri risavirkj-
unum á öræfum heldur nýj-
um hugsunarhætti í takti við
rkjanakosti á hálendinu?
Mörg svæöi áhugaverö til orkuvinnslu
Nei, því fer
fjarri. Við erum í
dag að skoða á
hvem hátt við eig-
um að nýta þá
kosti sem vænlegir og hag-
kvæmir eru og bera þá saman
innbyrðis, einkum með tilliti
til umhverfisáhrifa þeirra.
Hér á ég við vinnu við
rammaáætlun vegna nýrra
vatnsafls- og jarðhitavirkjana.
Sú vinna er í fullum gangi og er
áformað að fyrsta hluta hennar verði
lokið í árslok. Þau svæði sem era
áhugaverð til frekari orkuvinnslu er
m.a.: Þjórsár- og Tungnaársvæði, en
þar eigum við eftir að virkja tölu-
verða orku ennþá. A vatna-
sviði Skaftár og Hverfisfljóts
er um verulega orku að ræða
sem litið hefúr verið rannsök-
uð enn sem komið er. Al-
kunna er að á hálendi Austur-
lands er hægt að virkja 25 -
30% af vatnsorku landsins að
því að talið er. Loks má nefha
miðhálendið upp af Skagafirði
og Skjálfandafljót, en þar er
að finna verulega vatnsorku
sem verið er að rannsaka.
Loks ber að nefna allnokkur há-
hitasvæði á miðhálendinu sem lítið
hafa verið rannsökuð, t.d. Torfajök-
ulssvæðið og háhitasvæði á Norð-
austurlandi.
Valgeröur
Sverrisdóttir
iOnaOarréöherra
Mikil umræöa hefur veriö um virkjanir á hálendinu aö undanförnu. Ymsir telja aö ekki megi ganga lengra en þegar hefur veriö gert og aö nú sé kominn
tími til aö taka náttúruvernd fram yfir virkjanir.
Von á betri tíð
„Ég á von á
betri tíð í ár ...
Lægra gengi
krónunnar mun
færa mörgum
fyrirtækjum
meiri tekjur,
lægra oliuverð
mun skila sér í
lægri kostnaði
og gera má ráð
fyrir vaxtalækkun þegar líða tekur á
árið. Ýmsir óvissuþættir eru þó enn
fyrir hendi, eins og þróun verðbólgu
og endurskoðun kjarasamninga í
febrúar. Ef sex mánaða uppgjörin
staðfesta að fyrirtækin séu að ná
betri tökum á umhverfinu getum við
vænst þess að markaðurinn taki viö
sér með haustinu."
Edda Rós Karlsdóttir hjá Veröbréfum
Búnabarbankans. í Viöskiptablaöinu
4. janúar.
Skoðun
Ríkisbankarnir
- stjórnarandstaðan stjórni öðrum þeirra
Ríkisstjórninni tókst ekki
að afnema alla frjálsa sam-
keppni milli bankanna. Þetta
átti að gera fyrir jól með því
að sameina Búnaðarbanka
og Landsbanka. Samkeppnis-
ráð tók í taumana og sagði
slíka sameiningu brot á sam-
keppnislögum. Þetta gengi
líka á móti öllum reglum um
frjálsa samkeppni. Hugsa
yrði um viðskiptamenn
bankanna og svo væri til
neytendavemd.
Svo lýðræðislegur sem
þessi úrskurður er þá var honum
tekið illa af ýmsum aðilum. Einn
ráðherra talaði niður til samkeppn-
isráðs í hádegisútvarpi næsta dag.
Við seljum Búnaðarbanka og Lands-
banka næsta vor. Þannig skiptir
þessi úrskurður samkeppnisráðs
engu máli. Þeir mega eiga sig með
sinn úrskurð. Einnig mótmælti aðal-
bankastjóri Landsbankans úrskurði
samkeppnisráðs i viðtali við blaðið
„Dagur". Ekki var annað að heyra á
formanni Viðskiptanefndar Alþingis
í sjónvarpi en hann væri á svipaðri
skoðun. Alþingi hefði ákveðið sig á
bak við tjöldin í þessu máli. Það tæki
varla að ræða málið frekar. Öðrum
kæmi þetta ekki við. - En er þetta
svona einfalt?
Lagasafnið gieymdist
Almennir borgarar og starfandi
lögfræðingar bæði dómarar og lög-
menn byrja á að fletta upp í Laga-
safninu ef þeir vilja vita hvað eru lög
í landinu. Þetta gerði ríkisstjórnin
ekki áður en hún ákvað einhliða að
sameina Búnaðarbanka og Lands-
banka fyrir jól. Ef ríkisstjómin hefði
lesið sitt eigið Lagasafn og lög um
samkeppnisráð þá hefði hún séð að
fyrirætlanir hennar voru brot á
þeim lögum og farið aðra leið.
Það er slæmt til afspumar og ekki
góð fyrirmynd ef ríkisstjómin sjálf
viröir ekki lög landsins. Það er ekki
betra, og raunar enn verra þegar rík-
isstjórnin lætur sér ekki segjast. Eft-
ir úrskurðinn var talað niður til
Samkeppnisráðs. Með slíkum um-
mælum lýsa menn í raun og veru
yfir að þeir séu sjálfir hafnir yfir lög
og rétt í lýðræðisríki. Er þá ekki
kominn tími á það að kjósa aftur
fljótt til Alþingis? Þá gætu nýir aðil-
ar tekið viö stjóm landsins. Þjóðar-
innar vegna væru það vonandi al-
þingismenn og ráðherrar sem virtu
lýöræðið í orði og verki.
Bankasamkeppni vantar
í dag höfum við 20% eða hærri út-
lánsvexti t.d. á krítarkort-
unum. Hér voru mestalla
síðustu öld þrír ríkisbank-
ar í Austurstræti. Það
voru: Búnaðarbanki,
Landsbanki og Útvegs-
banki. Margir bankastjór-
ar þeirra voru virtir leið-
togar þjóðarinnar. Áður
en Ásgeir Ásgeirsson varð
bankastjóri við Útvegs-
bankann hafði hann verið
alþingisforseti og forsætis-
ráðherra. Svo var hann að
lokum kjörinn forseti lýð-
veldisins íslands. Hann er aðeins
tekinn sem dæmi en margir virtir
ágætismenn hafa verið og eru banka-
stjórar við þessa banka.
Mestan hluta síðustu aldar var
reynt að gæta þess að ríkisstjórn og
stjórnarandstaðan hefðu nokkuð að
jöfnu fulltrúa í stjórnum ríkisbank-
anna. Það má kalla það bankalýð-
ræði að vilja láta alla hópa hafa áhrif
og nota ekki meirihlutavaldið í lýð-
ræðisríki. Sem betur fer voru flestir
leiðtogar þessarar þjóðar lýðræðis-
sinnaðir á síðustu öld og sýndu það í
verki.
Almenningur mætti hugleiða það
að 20% útlánsvextir voru bannaðir
sem okur mestan hluta síðustu ald-
ar. Til voru: Lög um bann við okri,
dráttarvexti o.fl. Þau settu útláns-
vöxtum hámark. Við förum að vísu
ekki aftur í það far en vextir mættu
vera lægri en 20%. Á svæði evrunn-
ar f Vestur-Evrópu eru í dag svona '
almennt helmingi lægri vextir en
hér á landi. Samt virðist V-Evrópa
komast vel af. Þar er ekki ein sála
með peningaviti til sem léti sér detta
í hug að taka Island sér til fyrir-
myndar og hækka vexti um 100% og
hafa þá 20%.
Tillaga um virka samkeppni.
Taka mætti upp það fyrirkomulag
að ríkisstjórnin setti sína fulltrúa
t.d. f stjórn Landsbanka. Aftur á
móti væru allir fulltrúar ríkisins í
stjórn Búnaðarbanka frá stjórnar-
andstöðu. Þá gæfist stjórnarandstöö-
unni kostur á í raun að framkvæma
tillögur sínar og hugmyndir.
Með þessu væri gerð tilraun til
frjálsrar samkeppni í bankamálum.
Horfið væri alfarið frá þeirri hugsun
einræðis og einokunar sem kom
fram hjá ríkisstjórninni með tilraun
hennar til að sameina Búnaðar-
banka og Landsbanka með valdi,
þrátt fyrir lög sem bönnuðu slíkt.
Með þessum skrifum er lagt til að
menn noti frjálsa samkeppni og hafi
hag af henni. í framhaldi af því yrði
meira lýðræði á íslandi. Og efnahag-
ur venjulegs fólks myndi batna.
Lúðvík Gizurarson
„Á svœði evrunnar í Vestur-Evrópu eru i dag svona al-
mennt helmingi lœgri vextir en hér á landi. Samt virðist
V-Evrópa komast vel af. Þar er ekki ein sála með peninga- %
viti til sem léti sér detta í hug að taka ísland sér til fyrir-
myndar og hækka vexti um 100% og hafa þá 20%.“
: