Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2001, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2001, Page 6
Alexander Kárason vélsleöakappi á leið í keppni í B a n d a rí kj u n u m : Alexander Kárason Alexander sést hér meö öörum af tveimur sleöum sem hann er meö í Bandaríkjunum. Besti vélsleðakappi okkar íslend- inga til nokkurra ára, Alexander Kárason frá Akureyri, fer á morgun til Bandaríkjanna þar sem hann tekur þátt í einu stærsta snjókrossmóti sem haldið er árlega. Það eru þrjátíu og tveir keppendur, bestu sleðamenn heimsins, sem hafa unnið sér rétt til að taka þátt í mótinu og er Alexander eini Evrópubúinn. Til að lýsa þessu fyrir okkur var Aleander fenginn í viðtal og fyrst spurður um mótið í Bandaríkjunum: „Mótið heitir Winter X-Games og er þar keppt í svokölluðum jaðariþrótt- um. Ég tek þátt í snjókrossinu en auk þess er meðal annars keppt í mótor- krossi, snjóbretti og fleiri greinum. Þessir leikar hafa verið í gangi í mörg ár og verða sífellt vinsælli um leið og íþróttirnar sem keppt er í verða vin- sælli. Þetta er til að mynda stærsta keppni heims 1 snjókrossi. Keppnin er haldin í Vermont og er haldin fyrstu helgina í febrúar. Til að komast inn í þessa keppni þarf maður að vera bú- inn að standa sig vel á alþjóðlegum mótum og er ég búinn að fara tvisvar sinnum tU Bandaríkjanna til að keppa og öðlaðist þar keppnisrétt. Ég flutti sleðann minn út og þar er hann og verður sleði númer tvö hjá mér, því ég er að fá í hendumar nýjan sleða, sem er enn fullkomnari, sá sleði verð- ur mér samferða út. Mun ég reynslu- keyra hann í einu móti áður en til al- vörunnar kemur.“ Alexander veit lítið um möguleika sína á mótinu: „Ég mun reyna aö gera mitt besta, en þetta em engir aukvis- ar sem ég er að keppa við. Ég er eini áhugamaöurinn, allir aðrir eru at- vinnumenn. Ég kem svo heim með báða sleðana og tek tU við að keppa í mótunum hér heima. Það að fá að keppa í þessu móti er mikiU heiður fyrir mig og þýðir að maður er kom- inn í hóp þeirra bestu, svo það er eins gott að standa sig. Þetta er gifurlega dýrt og vU ég nota tækifærið og þakka Flugleiðum fyrir mikla og góða að- stoð.“ Alexander er með sex ára reynslu að baki sem keppnismaður á vélsleða: „Þetta er ekki langur tími en búinn að vera viðburðaríkur. Ég var Islandsmeistari aUt fram tU síð- asta árs þegar ég tapaði titlunum vegna slyss sem ég varð fyrir í keppni. Ég var stopp við stökkpall þegar einn keppandi kom og fór stuðarinn í bakið á mér og sprungu rifbein. Þótt ég væri ekki lengi á spítala hafði þetta áhrif á getu mína í næstu mótum. Leið mín hefur einnig legið á tvö Evrópumeistara- mót og stefnan er tekin á að keppa meira erlendis og ef tækifæri gefst tU þá væri gaman að prófa atvinnu- mennskuna.“ Á ferðum sínum tU Bandarikj- anna hefur Alexander kynnt ísland sem snjósleðaland: „Ég hóf snemma á mínum ferli að vinna að kynning- armálum fyrir vélsleðaíþróttina og hef stofnað vefsíðu í þeim tilgangi og verið að taka á móti erlendum blaðamönnum og sjónvarpsfólki. Um síðustu helgi voru hjá mér breskir sjónvarpsmenn. Komu þeirra hingað tU landsins bar brátt að. Þetta er þáttur um jaðariþróttir sem sýndur er í einum fjörutíu lönd- um. Þeir höfðu rambað inn á heima- síðuna mína og voru ekkert að tvínóna við hlutina, tilkynntu komu sína og komu fyrst til mín norður en eru núna fyrir sunnan. Meira er í gangi í sambandi við sjónvarpsmál og er annað teymi væntanlegt siðar í vetur.“ -HK Fullkomnasti sleða-hjálmurinn á markaðn NY SENDING Opnan/egur Jet mask gríma /nnbyggt só/g/er Tvöfa/t g/er VERSLUN Vegmú/a 2 S: 588 9747 Dansað á ísnum StClkur í Skautafélagi Reykjavíkur í samhæföum dansi. Nýtt á íslandi: Samhæfður skautadans Samhæfður skautadans er íþróttagrein sem nýverið er farið að æfa á íslandi á vegum Skautafélags Reykjavíkur og verður fyrsta mótið haldið 17. febrúar. Samhæfður skautadans (synchronized skating eða synchro) er grein innan skauta- íþróttarinnar sem er um þessar mundir í örum vexti um allan heim. Ólíkt því sem gerist í listhlaupi á skautum og ísdansi þá er samtímis heilt lið á skatum á svellinu. í hverju liði eru 12-20 manns sem rennir sér á skautum við tónlist að eigin vali og mynda með mismun- andi skiptingum hvert mynstrið á fætur öðru. Reynd lið sem búa yfir mikill samhæfmgu geta náö upp geysileg- um hraða og skipt svo snilldarlega á miUi mynstra að áhorfendur skilja vart hvernig skiptingin átti sér stað. Vinsældir „synchro" hafa aukist gríðarlega á undanförnum árum og er ekki að undra þar sem um er að ræða í senn fallega, skemmtilega og spennandi íþróttagrein. ísmolarnir (Ice Cubes) eru eldra (senior) lið Skautafélags Reykjavík- ur í samhæfðum skautadansi. Liðið hefur æft saman til keppni frá því í janúar 1998 og náð góðum árangri á þessum stutta tíma. í janúar 1999 tók liðið í fyrsta sinn þátt í alþjóðlegu móti sem hald- ið var í London. Stúlkurnar sem kepptu á mótinu fóru heim reynsl- unni ríkari og sáttar við sitt því þær þóttu hafa sýnt mjög góða til- burði miðað við stuttan æfmgatíma. í apríl 2000 kepptu þær svo í Louvi- er í Frakklandi. Þetta var frumraun í senior-flokki og því gott veganesti fyrir framtíðaráform liðsins. 22

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.