Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2001, Qupperneq 10
Þau voru á skíöum á Sauðárkróki síðastiiðinn laugardag, Páll Pálsson, Margrét
Yngvadóttir, María Lóa Friðjónsdóttir og Ingibjörg Jósafatsdóttir.
Viggó Jónsson á Sauðárkróki:
Viljum kom-
ast í lyftu
upp á topp
Skíðaíþróttin blómstrar á Sauð-
árkróki með tilkomu skíðasvæðis-
ins í Tindastóli sem opnað var 5.
febrúar á liðnu ári og verður brátt
haldið upp á ársafmæli svæðisins.
Frá 20. nóvember eru opnunardag-
amir orðnir 29 talsins og Viggó
Jónsson, umsjónarmaður skíða-
svæðins, segir aðsóknina hafa ver-
ið góða, en á svæðinu er 1200
metra löng lyfta og þykir Tinda-
stólssvæðið mjög fjölskylduvænt.
Mjög gott rennslissvæði fyrir börn
er neðst í brekkunni og þar er
hægt að kenna þeim yngstu fyrstu
sporin í íþróttinni. Það sem af er
hausti hafa þó brettakrakkarnir
sett mestan svip á svæðið, en eins
og annars staðar eru það brettin
sem eru í tísku hjá unga fólkinu í
dag.
Og nú er búið að koma fyrir
flóðljósum á möstmm lyftunnar,
þannig að brekkan er upplýst og
einnig tveggja kílómetra göngu-
braut á svæðinu. Þannig að nú
getur fólk farið að koma eftir
vinnu á daginn og renna sér og
ganga. „Við vonumst til að þetta
komi til með að auka aðsóknina
enn frekar. Við ætlum að byrja
með síðdegisopnun á miðvikudög-
um og fóstudögum, frá 14-18, og
sjá svo til með framhaldið. Viö
erum smám saman að byggja upp
svæðið. Tókum í haust í notkun
skemmu fyrir tæki og búnað og
draumurinn er síðan að koma upp
gistiaðstöðu og rýmri húsakynn-
um til veitinga og að sjálfsögðu að
bæta við 700 metra lyftu svo við
komumst alveg upp á fjallstopp-
inn. Það er okkar æðsta takmark,
en þetta svæði býður upp á geysi-
lega möguleika og er hrein para-
dís. Hér er líka mjög veðursælt,
enda eru þeir ekki margir dagarn-
ir sem við höfum þurft að hafa
lokað vegna veðurs bæði síðasta
vetur og nú,“ segir Viggó Jónsson.
Þá má geta þess að komin er
upp myndavél og veðurstöð á
skiðasvæðinu í Tindastóli, þannig
að skíðafólkið þarf nú bara að fara
inn á heimasíðu Tindastóls, www:
krokur.is/umft, og velja þar skíða-
deild og þá sést hvernig aðstæður
eru á svæðinu hverju sinni.
-ÞÁ
Vantar |)ig lilla og
moðfærilega talstöð <•
skíðin, í VGÍðlferðina,
vinnuna eða á
vélsleðann?
Þá eru Euro-Wave
talstöðvarnar lausnini
SOOrnW soncfistyrkur,
drægi ’>-8 km. Ejöldi
aukahluta, svo som
hljóðnemi og hofuðtól
rfkkert loyfisgjald, tveii
litir og þyngd aðoins
124 gr.
Kr. 11.900 stgr.
í sambandi
við
veturinn...
O
R.SIGMUNDSSON
Umboðsmenn um nllt land - Fæst i helslu útivistnrverslunum
Vetrardagskráin í Mývatnssveit:
Iskross, dorg, píslar-
ganga og golfmót á ís
- er meðal fjölmarga viðburða vetrarins
Hrikaleg náttúrufegurð
Um páskana verður boðið upp á fjölbreytta dagskrá fyrir alla fjölskylduna.
Það er mikið um að vera í Mý-
vatnssveit í vetur og fólk getur val-
ið á milli skemmtilegra gönguferða,
vélsleðamóts og dorgveiði, svo eitt-
hvað sé nefnt. Hér að neðan er getið
nokkurra viðburða sem eru fram
undan í sveitinni en frekari upplýs-
ingar er að finna á www.myvatn.is
Vélsleðamót
Mótið er haldið árlega aðra helg-
ina í mars. Keppni hefst á föstudegi
með Garmin GPS-fjallaralli sem er
byggt upp sem ratleikur þar sem
menn fara á milli GPS-punkta eða
lengdar- og stefnu-leggja. Keppnin
er liðakeppni og eru fjórir sleða-
menn í hverju liði. Um miðjan dag
er síðan keppt í samhliða brautar-
keppni þar sem tveir og tveir aka
samhliða braut í kappi hvor við
annan og um tíma. Keppnin endar
með útsláttarformi þegar tímatöku
lýkur. Um kvöldið er síðan opnun-
arhátíð með kynningu á mótinu,
keppendum og ákveðinni vöru fyrir
vélsleðamenn. Laugardagur hefst
með morgunmat og síðan ísspyrnu
á vélsleöum. Þar verða öflugustu
sleðar landsins og heyja mikla
keppni. Eftir hádegishlé hefst snjó-
kross-mót á sleðunum. Þar koma
saman allir alvilltustu ökumenn
landsins og eigast við í sömu braut
allt upp í 18 kappar í einu. Keppt er
í þremur riðlum: vanir, óvanir og
old boys.
Iskross á
mótorhjólum
Þrjár keppnir eru ár hvert og eru
þær sérstæð mótaröð. Sú fyrsta er í
byrjun desember, önnur með
vélsleðamóti og sú þriðja er fyrstu
helgina í apríl. Fyrstu tvö mótin eru
undanmót fyrir það þriöja og liðir í
öðrum uppákomum. í hverju móti
eru eknar 5 umferðir og 5 hringir í
hverri umferð. Allir eru ræstir á
sömu ráslínu og aka sama hringinn
sem er byggður upp á kröppum og
aflíðandi beygjum ásamt stuttum og
löngum beinum köflum. Þriðja mót-
ið er hins vegar byggt upp sem há-
tið vélhjólamanna. Gleðin hefst með
setningu mótsins á föstudagskvöldi
með kynningu keppenda og vid-
eosýningu frá mótorhjólakeppnum.
Laugardagurinn hefst síðan með
spyrnu um morguninn - sá sneggsti
vinnur. Að loknu hádegishléi verða
hjólin svo ræst og hringirnir eknir
en núna verða eknir 10 hringir í
fimmtu umferðinni. Að keppni lok-
inni verður stökksýning og síðan
lokahóf þar sem verðlaun eru veitt,
skemmtiatriði, hlaðið borð af
veislumat og síðan dansleikur fram
eftir nóttu.
Dorgveiðimót
Mótið er haldið annan í páskum
og er liður i páskadvöl í Mývatns-
sveit Keppni hefst kl. 10 að morgni
annars í páskum og fara menn þá á
þau svæði sem í vali eru og bora sér
vök og dorga fram eftir degi með
von um góða veiði. Tekið verður há-
degishlé og bomar saman bækur
veiðimanna og að þvi loknu verður
haldið áfram að veiða tii kl. 17. Um
kvöldið verður síðan verðlaunaaf-
hending yfir mývetnskum mat og
skemmtiatriði á eftir.
Píslagangan
Gangan verður haldin föstudag-
inn langa og er einnig liður í páska-
dvöl í Mývatnssveit. Gangan hefst
kl. 10 við Hótel Reynihlíð og er
gengið rangsælis kringum Mývatn
með viðkomu í messu á Skútustöð-
um og kakói í Seli - Hótel Mývatni.
Göngunni fylgir rúta til að menn
geti hvílt sig og geymt fót.
Golfmót á ís
Mótið er haldið laugardaginn fyr-
ir páska og er einnig liður í páska-
dvöl í Mývatnssveit. Þetta einkenni-
lega mót er nýjung og fyrst um sinn
verður einungis 6 holu völlur og eru
brautirnar afmarkaðar á ísnum og
síðan boraðar holur í ísinn. Leiknir
verða 3 hringir og eftir forgjafar-
formi. Um kvöldið verður síðan
verðlaunaafhending og möguleiki á
léttum snúningi á dansgólfinu.
Gönguferð í fögru umhverfi Mývatnssveitarinnar
Hver viöburðurinn rekur annan í vetrardagskrá Mývetninga; svo sem vélsleðamót, þrjá keppnir í ískrossi,
dorgveiöimót oggolfmót á ís, svo eitthvað sé nefnt.