Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2001, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2001, Page 12
Íshokkí nýtur sívaxandi vinsælda hérlendis: Hraðinn sem heillar mest - segja bræöurnir Jónas Breki og Sturla Snær í Skautahöllinni í Laugar- dal æfa strákar á öllum aldri íshokkí og stelpur sýna þessari íþrótt auk- inn áhuga. Tvö félög hafa aðstöðu í höllinni - Björninn og Skautafélag Reykjavíkur. Æfingar hinna ýmsu flokka standa jafnan yfir frá klukkan sex á morgnana og lýkur ekki fyrr en á miðnætti. „Það sem einkennir íshokkíið öðru fremur er hraðinn og hann gerir að sama skapi íþróttina skemmtilegri en aðrar; það á bæði við um leikmennina og þá sem horfa á,“ segir landsliðmaðurinn og íshokkíþjálfarinn Jónas Breki Magnússon. Hann var nýbúinn að stýra æfingu 4. flokks þar sem yngri bróðir hans, Sturla Snær, 13 ára, er einn af leikmönnunum. Jónas Breki, sem var kjörinn ís- hokkímaður áranna 1999 og 2000, er búinn að æfa íshokkí stift í ára- tug. „Ég var tíu ára þegar ég fór á mína fyrstu æfingu. Þá hafði ég verið í ýmsum íþróttum en það þurfti ekki nema eina íshokkíæf- ingu til að ég heillaðist algjörlega. Síðan hefur íshokkíið verið númer eitt,“ segir Jónas og bætir við að aðstæður til æfinga hafi ekki verið beysnar fyrstu árin. „Við vorum náttúrlega utandyra fyrstu sjö árin sem ég æfði. Það reyndi stundum á þegar veörið var okkur erfitt. Þetta var hins vegar svo gaman að mér •»datt aldrei í hug að hætta en það var að sjálfsögðu algjör bylting þegar höllin var yfirbyggð," segir Jónas. Sturla Snær byrjaði að æfa fimm ára og hefur nú stundað íþróttina í átta ár. Hann vílar ekki fyrir sér að mæta á allt að sex æf- ingar á viku. „Það er ótrúlega gaman að spila íshokki. Mér finnst hraðinn mest heillandi og einnig tæknin og styrkleikinn sem hver leikmaður þarf að búa yfir. Þaö er alltaf gaman að mæta á æfingu," segir Sturla Snær. „Það er alltaf „aksjón“ í ís- Jónas Bn hokkíinu og leikmönnum leyfist að gera miklu meira en í öðrum knattíþróttum. Þetta er hraðasta hópiþrótt heims og leikmenn verða að vera í góðu líkamlegu formi. Það er til dæmis sagt að lík- amsþjálfun íshokkíleikmanns sé margfóld á við til dæmis knatt- spymumenn enda þurfum við að stunda miklar þrek- og úthaldsæf- ingar. Mér finnst það hins vegar segja sitt um hversu skemmtileg þessi íþrótt er að yngri strákarnir taka glaðir þátt í þeim æfingum; allt til að fá að spila á svellinu," segir Jónas. Stóra óhugamálið Mikill fjöldi pilta æfir íshokkí með Birninum en auk þess eru Tilbúnir í slaginn i og Sturla Snær á ísnum í Skautahöilinni starfrækt tvö önnur skautafélög - Skautafélag Reykjavikur og Skautafélag Akureyrar. Liðin keppa sín í milli auk þess sem landsliðið í íshokkí hefur verið að gera það gott. Þeir sem standa sig vel í íshokkíinu eiga þess kost að fara utan og leika með erlendum liðum. „Ég spilaði í Elite-keppn- inni í Svíþjóð í fyrra. Það var stór- skemmtilegt og ég lærði mikið af því. Mér var boðið að vera annan vetur en við erum komin með svo frábæran rússneskan þjálfara hérna að ég ákvað að vera heima. Nú stendur mér tO boða að fara til Bandaríkjanna og leika með há- skólaliði. Ég á eftir að ákvéða hvert ég fer en valið stendur lík- lega á milli fjögurra skóla," segir DV-mynd Hari í Laugardai. Jónas. Hann er aðeins tvítugur á þvi framtíðina fyrir sér en að hans sögn eru íshokkímenn oft upp á sitt besta um 25 ára aldur og þeir bestu geta leikið langt fram eftir aldri. Hjá Sturlu Snæ kemur heldur ekkert annað til greina en að halda áfram. „Ég ætla að halda áfram og gæti vel hugsað mér að leika í Bandaríkjunum þegar þar að kemur," segir Sturla Snær. Aðspurðir hvort þeir bræður hafi einhver önnur áhugamál segja þeir lítinn tíma fyrir slíkt. „Íshokkíið er stóra áhugamálið og fyrir utan námið er ekki mikill tími fyrir annað,“ segir Sturla Snær Magnússom -aþ Skíðabogar og box naíísíw 535 9000 Reykjavík • Hafnarfirði • Keflavík • Akureyri • Egilsstöðum • Höfn Ljos og kastarar i urvali h«m« SkídarÆ R i O G V E' o U N KANNAO Það er mjög fljótlegt og þægilegt að nálgast upp- lýsingar um skíðafærið og veðurútlit á skíðasvæðun- um í nágrenni höfuðborg- arinnar. Aðeins þarf að hringja í eitt símanúmer 570 7711 til að fá upplýs- ingar um öll svæðin, þ.e. Bláfjöll, Skálafell og Hengilssvæðið ásamt upplýsingum um skíðalyft- ur innan borgarmarkanna. Nú eru liðin þrjú ár síðan fyrst var farið af stað með skíðasímann og hafa skíðaáhugamenn verið mjög duglegir að nýta sér hann. Enn eru þó fjöl- margir sem ekki vita af þessari þjónustu og eru þeir hvattir til að klippa út símanúmeralistann hér fyrir neðan, þannig að hann sé til taks næst þeg- ar „óbyggðirnar kalla". Skíðasvæðin á lands- byggðinni hafa einnig sím- svara með upplýsingum um skíðafæri 'og veður. Til þess að auðvelda fólki að leggja númerin á minnið þá byrja þau öll eins, þ.e. 878... Á skíðum Þaö er bæöi fljótlegt og auðvelt að kanna hvernig skíöafæri og veöurútlit er á flestum skíðastöö- um landsins. Skíðasíminn er 570 771 1 Akureyri - Hlíðarfjall: 878 1515 (safjörður - Tungudalur: 878 1011 Fjarðarbyggð - Odds- skarð: 878 1474 Sauðárkrókur - Tindastóll: 878 3043 Dalvík - Böggvisstaðafjall: 878 1606 Seyðisfjörður - Stafdalur Fjarðarheiði: 878 1160 Ólafsfjörður - Tindaöxl: 878 1977 Húsavík - Skálamelur: 464 1873 Brettakvöld ófram Brettakvöldin í Skálafelli voru nýjung sem bryddað var upp á í fyrra og féll í mjög góðan jarðveg. Þau fara af stað aftur um leið og nægur snjór verður í Skálafelli. Gaman er að vita til þess að unglingar geti valið holla og vímu- lausa afþreyingu í stað þess að slæpast í mið- bænum á föstudags- kvöldi. 28

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.