Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2001, Blaðsíða 12
12
FIMMTUDAGUR 25. JANÚAR 2001
Skoðun
DV
Spurning dagsins
Borðarðu mikið af
skyndibitafæði?
Isak Einarsson nemi:
Já, þónokkuö. Aöallega MacDonald’s
og mikiö á Stjörnutorginu
í Kringlunni.
Sigurður Bragason nemi:
Jé, mjög mikiö. Nánast daglega
boröa ég Subway eöa MacDonald's.
Karl Tutó nemi:
Já, kannski 3svar í viku boröa ég
hamborgara og tilheyrandi.
Jóhann Ari Lárusson nemi:
Mjög mikiö, nánast daglega. Aöal-
lega þá pitsur og hamborgara.
Viðar Orn Tulinius nemi:
Já, verulega mikiö, aöallega
kjúklinga og hamborgara.
Aðalsteinn Eymundsson nemi:
Nei, ekkert svakalega. Kannski á
svona 2 vikna fresti fæ ég mér þá
helst hamborgara.
Dagfari
H I
ÍS S 8 ii
Menntaskólinn í Reykjavík
„Erfitt að ná góöum prófum. “
Afleiðingar kenn-
araverkfallsins
- striki slegið yfir námsefni
Skóiasystur í MR
sendu þennan pistil:
Við sitjum hér saman, nokkrar
skólasystur í Menntaskólanum i
Reykjavik (MR), og erum óskaplega
sárar. Við getum ekki talað um þau
sárindi okkar nema við örfáa í skól-
anum af því að aðrir eru á móti
þeim skoðunum okkar. - Því vildum
við senda þær til birtingar í DV.
Þannig er að þeir sem eru á móti
skoðunum okkar litu ekki í bók í
kennaraverkfallinu. Við bjuggum
okkur hins vegar af kostgæfni undir
jólapróf, hvort sem þau yrðu tekin í
desember eða í janúar. Sárindi okk-
ar stafa af því að nú á að taka próf í
nokkrum greinum úr hluta náms-
efnis sem upphaflega var fyrirhugað
en slá strikí yfir afganginn og byrja
á vorannamámsefni. - Það skal tek-
„Við skiljum ekki að betra
sé að kunna það námsefni
sem við tekur en það sem
við erum búnar að búa
okkur undir próf í. - Við
vorum blekktar og hefðum
frekar átt að vinna okkur
inn peninga í verkfallinu. “
ið fram að örfáir kennarar höfðu
ekki gert grein fyrir því efni til jóla-
prófs svo að við áætluðum það.
Við vorum öll hvött til að lesa í
verkfallinu og búa okkur undir
próf. Núna stöndum við jafnfætis
þeim sem ekkert lásu. Við emm
ósáttar við að ekki skuli vera unn-
ið meira með námsefni til jólaprófs,
í stað þess að byrja á nýju. Við
skiljum ekki að betra sé að kunna
það námsefni sem við tekur en það
sem við erum búnar að búa okkur
undir próf í. - Við vorum blekktar
og hefðum frekar átt að vinna okk-
ur inn peninga í verkfallinu.
Það má reyndar nefna fleira
óréttlæti. - Það er óskaplega erfitt
að ná góðum, hvað þá frábærum,
árangri í Menntaskólanum í
Reykjavík. Við sem náum prófum
ættum þó að íhuga að falla í ein-
hverjum greinum því aö endur-
tökuprófm eru svo miklu léttari en
aðalprófm. Sá sem fær 3-4 á aðal-
prófi fer létt með að fá 7 á endur-
tökuprófi og stendur því oft uppi
með betri einkunn en sumir sem
aldrei falla.
Tilgangslaust og glórulaust ofbeldi
Vitnl
skrifar:
Ég var á gangi upp Laugaveginri
um fimmleytið í gærmorgun, þ.e. á
sunnudagsmorgni, á leiðinni heim til
mín. Þegar ég var að koma að
skemmtistaðnum á Laugavegi 22
voru fáir í biðröð þar fyrir utan,
fremst var frekar vel klæddur grá-
hærður maður, par upp við húsvegg-
inn og svo voru tveir dyraverðir í
dyragættinni.
Skyndilega, eiginlega um leið og
ég lít á þetta fólk, rífur annar dyra-
vörðurinn upp hurðina, stekkur á
manninn og kýlir hann í götuna.
Maðurinn var ekkert að gera, stóð
þarna bara með hendur í vösum og
þetta gerðist mjög snöggt. Hann
kastaðist í götuna, dyravörðurinn
„Skyndilega, eiginlega um
leið og ég lít á þetta fólk,
rífur annar dyravörðurinn
upp hurðina, stekkur á
manninn og kýlir hann í
götuna. Maðurinn var ekk-
ert að gera, stóð þama bara
með hendur í vösum og
þetta gerðist mjög snöggt. “
stökk að honum og fór að sparka í
hann liggjandi þangað til hann
komst á fætur. Þá hljóp dyravörður-
inn aftur í spretti upp í dyragáttina
til félaga síns og þar stungu þeir út
hausunum eins og rottur úr holu og
horfðu á manninn. Maðurinn horfði
á móti og vissi greinilega ekki hvað
var að gerast. Svo hristi hann haus-
inn og gekk burt.
Mér varð hryllilega illa við. Þetta
ofbeldi var bæði glórulaust og gjör-
samlega ástæðulaust og það var mjög
óhugnanlegt að horfa á þetta. Dyra-
vörðurinn hefði getað ráðist á mig
eða þig þess vegna. Það var eins og
hann væri fá einhvers konar útrás
eða væri á einhverju.
Ég vil segja við manninn sem varð
fyrir þessu að ef hann vill gera eitt-
hvað í málinu - þá hefur hann vitni.
Mér fmnst að fólk eigi að segja frá því
ef það sér ofbeldisverk eins og þetta
og ég ítreka að maðurinn gerði ekki
nokkurn skapaðan hlut sem hefði get-
að gefið tilefni til barsmiðanna.
* • ‘ ' - ' - .
Gísli er orðinn stór
Dagfari horfði með athygli á Golden Globe-
verðlaunahátíöina þó að hann væri óvinnufær
daginn eftir fyrir sakir þreytu. Honum fannst
Gísli Marteinn Baldursson standa sig vel í að
lýsa atburðum þó að hann ætti í nokkrum erf-
iðleikum með að þola grunnhyggnina í þeim
kvensniftum sem kölluðu spumingar í átt að
stjörnunum á leið inn í hátíðarsalinn. „Þær
rnæðgur" Joan Rivers og dóttir hennar töluðu
aðeins um kjóla og skart og hrósuðu öllum
fyrir það hvað þeir litu vel út og væru mjóir.
Pirraður fréttamaðurinn sagði aftur og aftur:
„Ja, það er ekki dýptin í spurningum Joan
Rivers“ og klæjaði augljóslega sjálfan í fingur-
gómana að spyrja kvikmyndastjörnurnar um
sitthvað um tilgang lífsins og hvernig mætti
koma í veg fyrir jarðarstríð og hungur.
Yfirborðskennd og ýkt viðbrögð stjarnanna
við verðlaunum fóru líka í taugamar á Gísla
Marteini. Þegar Sarah Jessica Parker brast í
móðursýkislegan grát og vældi þakkir til allra
sem hún mundi eftir í geðshræringunni sagði
hann: „Jahéma! En hver veit nema hún meini
þetta allt saman!“ Robert Downey jr. kallaði
Gísli „tukthúsliminn" og þegar heiðursverð-
launahafinn A1 Pacino hélt ræöu, sem þótti sæta
tíöindum vegna þess hve leikarinn tjáir sig alla
Dagfari getur ekki annað en dregið þá
ályktun að Gísli Marteinn hafi á ein-
hvem hátt villst inn í það starf að lýsa
Golden Globe-hátíðinni fyrir óenskumæl-
andi íslendingum. Hann hefur haldið að
hátíðin snerist um eitthvað allt annað en
stjömumar og glamúrinn.
jafna lítið í fjölmiðlum, fannst fréttamannin-
um ræðan of löng en margt sem Pacino sagði
„alveg ágætt“.
Dagfari getur ekki annað en dregið þá
ályktun að Gísli Marteinn hafi á einhvern
hátt villst inn í það starf að lýsa Golden Glo-
be-hátiðinni fyrir óenskumælandi Islending-
um. Hann hefur haldið að hátiðin snerist um
eitthvað allt annað en stjömurnar og glamúr-
inn, eitthvað miklu gáfulegra og dýpra. Þegar
hann uppgötvaði að hann var flæktur í net
amerískrar lágmenningar brást hann við með
því að hafa allt á hormrni sér.
Gísli Marteinn hefur hin síðari ár þótt lið-
tækur í því að lýsa Evróvisjónkeppninni en á
þessu ári má búast við að kveði við annan og
þroskaðri tón. Amerísk lágmenning, evrópsk
lágmenning - hvort tveggja er eitur í beinum
alvarlegra fjölmiðlamanna og það veit Gísli
mætavel.
Á fyrra ári var ósæmilega talað um æsku
Kastljóssfréttamannanna Gísla Marteins og
Rögnu Söru og meira að segja gert grín að þeim
í áramótaskaupinu. En nú em breyttir tímar:
Gísli er orðinn stór og Ragna Sara farin að
heiman. _ n .
V&QX&fi.
Slettur í ríkisútvarpi
Gísli Magnússon skrifar:
Umræða er í
gangi um íslensku-
kennslu í skólum,
átak í íslensku-
kennslu fyrir út-
lendinga, ásókn
enskunnar og til-
hneigingu íslend-
inga til að sletta. í
Kolbrún Hall- sjálfu Ríkisútvarp-
dorsdottir alþm. jnu er mijýö um ag
SieWr pmof en fólk ^ erlendum
er ekki ein á bati. , ... . ,
_______ orðum, ekki sist
þekktar persónur sem ættu að vita og
þekkja betur afleiðingamar. Þannig
var í útvarpsþætti þriðjud. 16. þ.m.
rætt við Kolbrúnu Halldórsdóttur,
leikkonu og alþm. Þetta var skemmti-
legt viðtal og fjörugt. En mér blöskr-
aði hvernig þingkonan sletti í bak og
fyrir (margendurtók t.d. orðið „di-
alouge“ í stað samtals, „good Guy“
o.fl. í þessum dúr. Hún er ekki sú
eina. í Ríkisútvarpinu gerast menn æ
frekari til fjörsins og fara létt með
sletturnar. Þetta dregur úr trú
margra á að við höfum nokkurt afl til
að halda íslenskmmi í framtíðinni.
Leiftrandi lesendasíða
Kristján Gunnarsson skrifar:
Fyrir kemur að maður les skemmti-
lega pistla í íslensku dagblöðunum.
Það kemur þó fyrir í þeim öllum þrem-
ur. En ég set mig þó ekki úr færi að
fletta upp á lesendasíðu DV og Dag-
fara, nánast hvern útkomudag. Og í
blaðinu í dag (þriðjud. 23. jan.) er þar
nokkur gullkom að finna að venju. t.d.
um „Reykjavíkurflugvöll til ísafjarðar"
(auðvitað hrein útópía) um afhjúpun
Samfylkingarformannsins o.fl. Áuk
þess var á síðunni Dagfari að venju, og
hann ekki af verri endanum. Ein sam-
felld íronía um „Imbufallið", bróður-
inn „ísálf‘ og „eikina" Össur sem
haggaðist ekki... Þessi siða í DV er oft
leiftrandi, ýmist sprenghlægileg eða
full af tímabærri þjóðfélagsgagnrýni -
og oftast góðri blöndu af hvoru tveggja.
Hlutabréf, vafasöm fjárfesting
Valda mörgum hugarvíli.
Hlutabréfafárið
Oddur hringdi:
Það er ekki ofsagt af óhemjuhættin-
um í okkur þegar kemur að að sjá
hugsanlegan gróða í sólbjörtum hill-
ingum, líkt og þegar hlutabréfafárið
fór af stað. Tökum hlutabréfakaupin i
deCode-ævintýrinu. Menn eru sagðir
hafa veðsett eignir til að kaupa sem
mest. Og nú titra margir vegna hugar-
víls um að allt sé tapað sem þó er ekk-
ert vist enn sem komiö er. En furðu-
legast er þó að sumir eru farnir að
kenna ríkisstjóminni og forsætisráð-
herra um að þeir keyptu hlutabréf, því
allt hafi verið útmálað með bjartsýnni
hætti en nú er raunin. En er hægt að
kenna nokkrum nema sjálfum sér um
hvað hann eyðir í fjármununum?
Klofið forsetavald
Vilhjálmur Alfreðsson skrifar:
Ef að líkum lætur mun Alþingi
samþykkja tillögu rikisstjómarinnar
varðandi öryrkjamálið svonefnda (og
verður e.t.v. búið þegar þetta birtist).
Fari svo hefur forsetavaldið á íslandi
klofnað á þann hátt að forsætisráð-
herra ásamt forseta Alþingis em sett-
ir upp á móti forseta hæstaréttar.
Þetta myndi vera nýmæli hér á landi,
að ég hygg. Og gangi þetta eftir hefur
friðurinn verið roílnn og ólög tekin
til að við að eyða þjóðfélaginu. - Guð
hjálpi okkur þá! (Endurbirt vegna
mistaka í uppsetningu).
Lesendur geta hringt allan sólarhring-
inn í síma: 550 5035.
Eða sent tölvupóst á netfangiö:
gra@ff.is
Eða sent bréf til: Lesendasíða DV,
Þverholti 11, 105 ReyKjavík.
Lesendur eru hvattir til að senda mynd
af sér til birtingar með bréfunum á
sama póstfang.