Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2001, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2001, Blaðsíða 13
13 FIMMTUDAGUR 25. JANÚAR 2001 DV Menning Skáldsögur tilnefndar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs: Saga og samtíð Ljóö hafa stokkið burt með Bókmenntaverðlaun Noröurlandaráðs undan- farin þrjú ár (Finninn Tua Forsström 1998 og Danirn- ir Pia Tafdrup og Henrik Nordbrandt 1999 og 2000) og það á kannski sinn þátt í því aö í ár er aðeins ein Ijóðabók tilnefnd til veró- launanna, Galbrna rádná (Kaldur félagi) eftir samísku skáldkonuna Rose-Marie Huuva. íslensk- ir Ijóðavinir kannast við Rose-Marie því Einar Bragi skáld kynnti hana hér á landi strax fyrir tutt- ugu árum. Þó er þetta fyrsta bókin sem hún gefur út en Ijóö hennar hafa víöa birst í tímaritum og safn- ritum. Ljóðabókin Galbrna rá- dná segir ákveðna sögu þó að ljóðin standi líka stök. Ljóðmælandi lýsir hér hvemig er að fá alvarlegan sjúkdóm, skelfingunni og sorginni sem því fylgir en einnig sátt og lífsgleði 'mitt í óttanum við dauð- ann. Ljóð hafa verið stór þáttur í samískum bók- menntum undanfarinn áratug en efni af þessu tagi er alveg nýtt þar. Samfélög í mótun Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs verða veitt 2. febrúar nk. og að venju eru tvær bækur lagðar fram frá Svíþjóð, Danmörku, Finnlandi, Noregi og íslandi en ein frá Færeyjum, Græn- landi og samíska málsvæðinu. íslensku bækurn- ar eru að þessu sinni Stúlka með fingur eftir Þór- mmi Valdimarsdóttur sem kom út 1999 og fékk Menningarverðlaun DV í bók- menntum í fyrra, og Sumarið bakvið brekkuna (1997) eftir Jón Kalman Stefánsson. Á vefsetri Norðurlanda- ráðs fást upplýsingar um bækurnar sem unnið er úr hér á eftir. Allar prósabækurnar eru skáldsög- ur nema sú grænlenska sem eiginlega er greinasafn í skálduðum ramma. Hún heitir Allaqqitat (Játningar, 1998) og er eftir Hans Anthon Lynge. Rammasagan hefst 1976 þegar sögumaður fær gamlan skólafélaga í óvænta heimsókn og finnur á sér að hún muni vera sú hinsta. Hann lofar því vininum að lesa Tónlist Þórunn Valdimarsdóttir og Jón Kalman Stefánsson Þau eru tilnefnd af hálfu íslands til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Síðastur íslendinga til að hreppa þau var Einar Már Guðmundsson árið 1995. ýmislegt sem hann hefur skrifað hjá sér í áranna rás og við fylgjumst með lestrinum allt til dags- ins fyrir upphaf heimastjómar á Grænlandi í lok apríl 1979. Viðfangsefnin eru stór - gildi græn- lenskrar menningar og hefða og hvemig vinna megi bug á minnimáttarkenndinni sem ræktuð hefur verið beint og óbeint með þjóðinni síðan landið varð nýlenda. Aðall bókarinnar eru vangaveltur „lesandans" í tvennum skilningi, sögumanns bókarinnar og okkar sem lesum hana, og bókin hefur orðið geysilega vinsæl í heimlandinu. Færeyska skáldsagan er eftir Oddvoru Johan- sen, einn vinsælasta skáldsagnahöfund þjóðar sinnar. Hún heitir í morgin er aft- ur ein dagur (1998) og gerist á fyrri hluta 20. aldar. Þetta er hópsaga í þeim skilningi að við sjáum atburði með augum ýmissa sögupersóna, en í sögumiðju er stórfjölskylda og höfuð hennar, mikilvirkur bátasmiður sem höfundur lýsir af innsæi og faglegri ná- kvæmni. Sagan er því bæði um þróun samfélags og einstaklinginn sem byggir upp af hugsjón. Persónur sögunnar eru ýmist raun- verulegar eða skáldaðar og afdrifaríkir pólitisk- ir atburðir sem varða samskipti Dana og Færey- inga eiga stóran þátt í henni. Feðgar og mæðgur Finnar tilnefna tvær skáldsögur og heitir sú fyrri Vádan av att vara Skrake (Voðinn við að vera Skrake, 2000) og er eftir Kjell Westö. Þetta er ættar- saga og söguleg skáld- saga sem nær yfir mestalla 20. öld en megináhersla er á árin eftir siðari heimsstyrj- öldina. Sá sem miðlar sögunni er Wiktor Juri Skrake en eigin- leg aðalpersóna er fað- ir hans, Werner, litrík- ur athafnamaður. Wiktor vill gjarnan skilja fóður sinn og skáldsagan verður í heild eins konar rann- sókn á veröld karl- mannsins, tilflnninga- rík, dramatísk og fyndin. Hin finnska sagan er Kiltin yön lahjat (Gjaflr fyrir góða nótt, 1998) eftir Mari Mörö, sem ræðst á lágstemmdan hátt á stór vandamál: at- vinnuleysi, alkóhólisma, eiturlyfjaneyslu og van- rækslu foreldra á bömum. Sögumenn eru þrír, Siia sem er sex ára og grannar hennar, smá- krimmarnir Pöyhönen og Viiki. Siia er í senn opinskár og óáreiðanlegur sögumað- ur. Lesandi fylgist til dæmis með því án tortryggni þegar hún fær lán- aða ryksugu til að þrífa eftir sig, en þegar grannamir tala um það sín á milli að það sé vond lykt af stelp- unni og hún sé sennilega alvarlega vannærð hættir honum að lítast á blikuna. Mamma Siiu vinnur á næt- urklúbbi og á litla orku afgangs handa barninu sínu; þó vinnur hún smám saman samúð lesandans. Gjaf- irnar í bókartitlinum eru ótal litlu pakkamir sem Siia fær þegar hún þarf að vera ein heima á næturnar. Stíll bókarinnar fær sérstakt hrós; hver sögumaður talar eðlilega við lesandann á sínu eigin máli og eink- um er talsmáti Siiu og Viiki skemmtilegur. Svíar, Danir og Norðmenn koma svo á morgun. Umsjón: Silja A&alsteinsdóttir Viltu vita meira? Meðal námskeiða á næstunni hjá Endurmenntunarstofnun má nefna Trú og töfra - guði og goðsagnir sem hefst 5. febrúar. Þar fjallar Haraldur Ólafsson mannfræðingur (á mynd) um trúar- brögðin frá sjónar- hóli mannfræðinnar. 6. febrúar verður haldið námskeið í samstarfi við Þjóðminjasafn Islands um sögu íslenskrar ljósmyndunar. Brugðið verður upp ljósmyndum sem teknar voru á 19. og 20. öld og fjallað um merk- ustu ljósmyndara okkar. Kennarar eru Inga Lára Baldvinsdóttir og ívar Brynj- ólfsson. 15. febrúar hefst námskeiðið Grannar í vestri - um sagnaheim og menningu Grænlendinga sem haldið er í samstarfi við grænlensk-íslenska félagið Kalak. Þar verður fjallað um sögu búsetu á Grænlandi, sagnaheim og list Inúíta, verkmenningu þeirra og lífshætti. Þá verður Grænlandi lýst í máli og mynd- um og sérstaklega fjallað um norrænar byggðir. Á námskeiðinu Fornislenska, sem Haraldur Bernharðsson málfræðingur frá Harvardháskóla kennir, verður fjallaö um ætt og uppruna íslenskunnar og skyldar tungur og skýrt frá því hvernig íslenska tengist öðrum málum, t.d. tokkarisku og sanskrít. Það hefst 15. febíúar. Þessi fjögur kvöldnámskeið á menn- ingarsviði eru öllum opin og er ekki krafist sérstakrar kunnáttu eða undir- búnings. Frekari upplýsingar eru á vef- setrinu www.endurmenntun.is. Safngripum skilað • • Orlagastef Mozarts Sagt hefur verið um upphafshendingu fimmtu sinfóníu Beethovens að þar séu örlögin að berja á dyr tónskáldsins. Ekki ósvipuð stefbrot heyrast í ýmsum tónsmíðum eftir aðra höfunda, og hafa sum- ir velt vöngum yfir því hvort þar séu örlögin líka að berja að dyrum. í verkum Beethovens kemur keimlik hending víða fyrir, og þar sem örlögin eru þegar búin að dúkka upp í fimmtu sinfóníunni má gera sér í hugarlund að í hinum verkunum sé eitt- hvað annað að banka. Eða þá að örlögin séu bara alltaf eitthvað að berja. Svona geta hugleiðingar um merkingu tónlistar orðið kjánalegar, og eru í raun alger óþarfi. Tónlist- in tekur við þegar venjulegt tungumál þrýtur, og þó að hendingar og stefbrot geti táknað hugtök eða sögupersónur er sjálft tónverkið sem úr þeim verð- ur yfirleitt um eitthvað miklu meira. Enda sagði skáldið Victor Hugo að tónlistin væri um eitthvað sem ekki væri hægt að koma orðum að en heldur ekki hægt að þegja yfir. í efnisskrá tónleika á vegum Kammermús- íkklúbbsins síðastliðið sunnudagskvöld mátti lesa að upphafi g-moll kvartetts Mozarts (K. 478) hefði veriö líkt við örlagastefið í fimmtu sinfóníu Beet- hovens. Það hjálpaði manni engan veginn til að skynja inntak tónlistarinnar, sem er svo fógur og háleit að ekki er hægt að lýsa henni með orðum. Hins vegar er hægt að fjalla um flutninginn, því það veltur á honum en ekki útskýringum á blaði hvort maður fái að njóta snilldar Mozarts. Helst til glannalegt Gerrit Schuil píanóleikari, Guðný Guðmunds- Gerrit Schuil píanóleik- Guðný Guómundsdóttir ari. fióluleikari. Gunnar Kvaran selló- leikari. Helga Þórarinsdóttir víóluleikari. dóttir fiðluleikari, Gunnar Kvaran sellóleikari og Helga Þórarinsdóttir víóluleikari spiluðu kvartettinn eftir Mozart og var hægi þátturinn bestur, yflrvegaður og syngjandi og alveg eins og hann átti að vera. Ekki eins góður var fyrsti kafl- inn, þar voru vitlausar nótur óþægilega margar og skemmdi það heildaráhrifin. Einnig var sið- asti þátturinn helst til glannalegur, a.m.k. var ekki alltaf hreint leikið. Hins vegar voru hröð tónahlaupin í fyrsta og siðasta kafla oftast skýr og jöfn, og samhljómur hljóðfæranna góður. Enn fremur var túlkunin klárlega i anda Mozarts, hendingarnar fagurlega mótaðar og dramatískar andstæður skýrar, án þess að þar væri nokkru ofaukið. Skilaði tónlistin sér því ágætlega til áheyrenda, þrátt fyrir hnökra hér og þar. Síðara atriðið á efnisskránni var eitt magnað- asta kammerverk sem samið hefur verið, píanó- kvartett í g-moll opus 25 eftir Brahms. Þar er andagiftin óþrjótandi, laglínumar svo innblásn- ar og fallegar að það er engu líkt. Verkið er í fjór- um þáttum og var það prýðilega flutt af fjór- menningunum. Allar meginhugmyndir tón- skáldsins komu vel í ljós og var samspilið í góðu jafnvægi. Helst mátti fmna að öðrum þættinum, sem að mati undirritaðs var nokkuð hraður. Kaflinn einkennist af nostalgískri dulúð, sem kemur ekki nægilega vel fram ef hljóðfæraleik- ararnir láta gamminn geisa, enda ber þátturinn yfirskriftina Allegro ma non troppo, hratt en ekki um of. Að öðru leyti var túlkunin afar áhrifarik, fyrsti kafli kvartettsins var t.d. svo snilldarlega spilaður að hrein dásemd var, og bara það gerði þessa tónleika einkar ánægjulega. Jónas Sen Gaman er að geta þess úr því hér fyrir ofan er kynnt námskeið um grænlenska menn- ingu að um þessar mundir eru Danir að skila síðustu græn- lensku safngripunum sem tilgreindir voru í samningum þjóðanna þegar Grænlendingar fengu heimastjórn 1979. Þá fékk safnið í Nuuk titilinn Þjóðminjasafn Grænlands, en fram að því og allt frá miðri 19. öld báru Danir ábyrgð á fomleifauppgrefti í Grænlandi og varð- veislu gripa. Þeir gripir sem skilað er voru valdir af nefnd Dana og Grænlendinga, og hefur sú vinna staðið frá 1984. 35.000 gripum af 130.000 verður skilað þannig að danska þjóðminjasafnið getur enn sett upp marktækar sýningar á grænlenskum minjum. Af þessu tilefni stendur nú yflr sýn- ingin Utimut - retur - return í Nationalmuseet i Kaupmannahöfn. Uppruni íslendinga Á laugardaginn kl. 10-16 verður hald- ið námskeið um uppruna íslendinga hjá Endurmenntunarstofnun HÍ. Það er haldið í samstarfi við íslenska erfða- greiningu og ætlað lærðum og leikum. Nýjar upplýsingar hafa komið fram um arfgerðir landnámsfólks og mann- erfðafræðin opnar nýja möguleika í rannsóknum á sögu og fornleifum. Því er nærtækt að spyrja hvort niðurstöður nýrra rannsókna á uppruna íslendinga breyti einhverju um söguskilning okk- ar og sjálfsmynd og hvernig þeim beri saman við niðurstöður rannsókna í öðrum fræðigreinum. Fjallað verður um hvernig erfðarannsóknir hafa varp- að ljósi á útbreiðslu mannkyns, um menningarsögulegar heimildir um upp- runann, vitnisburð fornleifafræðinnar, notkun þjóðarhugtaksins og ættfræði- grúsk íslendinga. Fyrirlesarar eru Agn- ar Helgason, Gísli Sigurðsson, Orri Vé- steinsson, Árni Björnsson, Sólveig Ólafsdóttir og Gunnar Karlsson. Frekari upplýsingar má fá á vefsíð- unni www.endurmenntun.is og þar er einnig hægt að skrá sig á námskeið- ið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.