Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2001, Page 13

Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2001, Page 13
13 FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 2001 DV Danir, Svíar og Norðmenn tilnefna til Norðurlandaráðsverðlauna Hinn frelsandi hlátur í gœr var sagt frá bókunum frá Finnlandi, Fœreyjum, Grœnlandi og samíska málsvœóinu sem tilnefndar eru til Bókmenntaverölauna Norðurlandaráðs. Nú koma stórveldin. Svíar tilnefna tvær skáldsögur og er sú fyrri Lord Nevermore (Aldrei lávarður, 2000) eftir Agnetu Pleijel, þekkt skáld, blaðamann, gagn- rýnanda og verðlaunahöfund. Nýja sagan hennar - með þessum ágæta titli sem vísar i kvæði Poes um Hrafninn - segir frá vinunum Bronislaw og Stanislaw sem fara frá heima- landi sínu Póllandi rétt áður en heimsstyrjöld- in fyrri brýst út. Bronislaw hefur fengið fé til mannfræðirannsókna í Ástralíu og Nýju- Gineu og vinur hans fer með honum upp á æv- intýrið. En það reynir á vinskapinn á ferðalag- inu og leiðir skilja eftir harkalegt rifrildi. Stanislaw fer til Rússlands og verður þekktur listamaður; Bronislaw skrifar sitt vísindarit í fjórum bindum og verður heimsfrægur fyrir. En þeir missa aldrei alveg sambandið þó að þeim væri ekki skapað nema að skilja. Hin sænska bókin er Popularmusik frán Vittula (Dægurtónlist frá Vittula, 2000) eftir Norður-Svíann Mikael Niemi sem hóf feril sinn á ljóðabók með því frumlega nafni Blóðnasir undir hámessunni! Síðan hefur hann skrifað unglingabækur og leikrit og þykir meistari í að laða fram óhugnanlega stemningu. Tilnefnda bókin segir frá drengnum Matta frá bamæsku til unglingsára. Hann elst upp norður í Pajala og hefur aðstæðum hans og umhverfi ekki áður verið lýst í sænskum bókmenntum. Matti gerir ekki alltaf skýran. greinarmun á ímyndun og veruleika og minnir frásögnin oft á stórkarla- legar ýkjusögur, enda beitir höfundur talmáls- stíl og notar mállýsku svæðisins markvisst. Þar hafa menn löngum verið þekktari fyrir að segja sögur en skrifa þær og Mikael segist einmitt byggja á aldagamalli sagnahefð í bók sinni. Ekki mun ósennilegt að Mikael hafi kynnt sér bækur Einars Más, einkum Riddara hringstigans. Sagan um konumorðingjann Norðmenn tefla fram einum þekktasta skáld- sagnahöfundi sínum, Jan Kjærstad, og leggja fram þriðja bindi í þríleik hans um sjónvarps- stjörnuna Jonas Wergeland, Oppdageren (1999). Fyrri bindin heita Forforeren (1993) og Er- obreren (1996) og hafa vakið mikla athygli með- al grannþjóða okkar. í lokabindinu leysir höf- undur gátur fyrri bókanna og gefur Jonasi nýtt líf eftir að hann hefur setið í fangelsi fyrir morð á eiginkonu sinni. Frásögn Jans þykir óvenjuþétt og breið og er litið á þrileikinn sem stórvirki í norskum bókmenntum nú á þús- aldamótum. Telja margir kunnáttumenn um norrænar bókmenntir að hann sé líklegastur sigurvegari í keppninni. Skáldsagan Morgon og kveld (2000) er eftir Jon Fosse sem nú mun vera mest leikna norska Agneta Pleijel frá Svíþjóð. Jan Kjærstad frá Noregi. leikskáldið fyrir utan Henrik Ibsen. Eins og skáldbróðirinn Erlend Loe sem við kynntumst á Bókmenntahátíð sl. haust skrifar Jon í mínímaliskum stíl - hann er maður fárra orða en þau eru þeim mun mikilvægari og þyngri sem þau eru færri. Sagan segir frá Jóhannesi og virðist gerast í sjávarplássi fyrir 30-40 árum eða nokkru siðar en staður og stund skipta ekki meginmáli. Hversdagsleikinn, sem sagt er frá, flyst smám saman upp á goðsögulegt plan og stíllinn er ljóðrænn og músíkalskur. hún sér að raunsæis- forminu á sinn sér- stæða hátt. í Bonsai lesum við um Nínu, uppvöxt hennar og samband við Stefán, kynni þeirra, hjóna- band, skilnað og dauðastríð Stefáns. Kirsten lítur svo á að sjálf manns sé sífelld- um breytingum und- irorpið i nútímanum og þessa upplausn persónuleikans rann- sakar hún af einstöku innsæi í Bonsai. Fleiri konur Eins og getið var um í gær verður til- kynnt um sigur- vegarann 2. febrúar eftir fund dómnefndar. I henni sitja fyrir ís- lands hönd Dagný Kristjánsdóttir og Svein- björn I. Baldvinsson sem hleypur i skarðið fyr- ir Jóhann Hjálmarsson en hann er forfallaður vegna veikinda. í ár eru fleiri konur tilnefndar en karlar, sjö á móti sex, og væri gaman að sjá konu á verðlaunapalli. En ekki er auðvelt að velja úr þessum hópi vandaðra bóka. Tvær stórar konur Dönsku höfundamir eru sjálfsagt kunnastir hér á landi og annar þeirra hefur komið hing- að nokkrum sinnum við mikinn fögnuð. Það er hin stórglæsilega Suzanne Brogger sem vakti fyrst athygli fyrir opinskáar bækur um kvenleg einkamál á blómatíma játninga- bókmenntanna. Bókin hennar, Sejd (2000), er greinasafn frá síðustu tíu árum sem þykir taka vel á samfélagspúlsinum á þessum tímamótum. Skoðanir hennar eru ögrandi og til þess ætlaðar að koma hugarstarfsemi les- andans í gang en ekki svæfa hann í eigin sjálf- umgleði. Stíllinn er heillandi og mettaður húmor og hláturinn sem brýst út við lesturinn gefur manni heita frelsistilfinningu. Suzanne er meðlimur i Dönsku akademíunni. Skáldsagan Bonsai (2000) er eftir dönsku skáldkonuna Kirsten Thorup sem hefur verið talin meðal fremstu rithöfunda heimalandsins undanfarna tvo áratugi. Hún hóf ferilinn á módernum ljóðum en lesendahópur hennar stækkaði til muna þegar hún skipti yfir i breið- ar samtímasögur sem gjarnan snúast um fólk sem á í djúpum persónulegum vanda. Hún er ekki beinlínis raunsæishöfundur heldur leikur Suzanne BrOgger frá Danmörku. Tónlist____________________________________________________ ________________________ Skemmtilegir tónleikar í sofandi djassklúbbi Þegar við fáum erlenda gesti í heimsókn, hvort sem þeir eru djassleikarar eða djassá- hugamenn, undrast þeir oft hve við íslendingar eigum marga góða tónlistarmenn. Við þökkum pent fyrir okkur og bendum á að hér á landi hafi orðið stórkostleg breyting með tilkomu nýrrar kynslóðar tónlistarmanna á undanförn- um árum - ekki síst nýrrar og ferskrar kyn- slóðar djassleikara. Ástæðan er einföld: Fleiri tónlistarskólar, betri tónlistarkennarar og fjöl- breyttari tónlistarmenntun í boði. Hér verður að nefna Tónlistarskóla FÍH sérstaklega án þess að á aðra sé hallað. Þess vegna er það dálítið gremjulegt að hér á höfuðborgarsvæðinu sé ekki hægt að reka almennilegan djassklúbb. Þeir á Akureyri með sitt ágæta djassfélag hafa skotið okkur hér fyrir sunnan ref fyrir rass, jafnvel þó að við leggjum saman samkomur Múlans, Jazzvakningar og Jazzhátíðar í Reykjavík til samanburðar. Vegna þess hve Tónlistarskóli FÍH hefur vanrækt skyldur sínar við nemendur á síðasta ári, svo og við nýútskrifaða nemendur, með því að gefa þeim ekki kost á að halda sína eigin tónleika í húsakynnum skólans, er nú svo kom- ið að nemendur FÍH-skólans flykkjast í Múlann með tónleika sina. Þá hefur Múlinn ekki fund- ið lausn á launamálum sínum þannig að áhugi atvinnumanna á því að koma fram með æfða og skipulagða tónleika í Múlanum hefur dvín- að. Eftir eru þá „efnilegir nemendur", „áhuga- mannahljómsveitir" og ,jammarar“! Þar af leiðandi hefur aðsókn að Múlanum verið sáralítil undanfarið. Að vísu má nefna einstakar undantekningar, en ef á heildina er litið er djassklúbbur okkar Reykvíkinga, Múl- inn, í mikilli tilvistarkreppu. Lærdómsríkir tónleikar Á sunnudaginn var komu góðir gestir í Múl- ann. Tveir afbragðs djassleikarar frá Svíþjóð, sem hér hafa dvalið um hríð við kennslu í FÍH- skólanum. Efalaust hafa einhverjir álitið að hér væri beint framhald af „nemendatónleik- um“, nú væru það bara kennararnir sem hefðu tekið við, þvi tónleikarnir voru illa sóttir. Því miður. Sérstaklega vegna þess að gestir kvölds- ins, þeir Göran Klinghagen (gtr) og Terje Sund- by (trm), sýndu og sönnuðu að þeir eru athygl- isverðir djassleikarar. Tónleikarnir voru mjög góðir, eins og tónleikar Múlans eiga að vera. Sennilega hefði verið lærdómsríkt fyrir stjórn Múlans að mæta og kynnast því hvernig gott djasskvöld fer fram. Gitarleikarinn Göran Klinghagen er einn af framvörðum sænskra djassleikara. Margir muna eftir leik hans með einni af bestu djass- grúppum Svíþjóðar á níunda áratugnum, hljómsveit bassaleikarans Lasse Danielson, Time Again sem átti góða spretti sem má m.a. heyra á geisladiski frá 1985, New Hands. Kling- hagen sýndi vandaðan og vel uppbyggðan leik í Múlanum. Hann lék fjölbreyttar fléttur, sem á köflum minntu á Terje Rypdal áður en hann lenti í klónum á Jan Garbarek! Einhvers stað- ar heyrðist líka frábær tilvitnun í rokkfléttur Jimi Hendrix. Trommuleikarinn Terje Sundby er ekki eins þekktur og Klinghagen. Leikur hans var mjög „músíkalskur" og hnitmiðaður. Samleikur hans með gítarnum og ekki síður með bassan- um var sannfærandi. Með þeim sænsku lék bassaleikarinn Gunnar Hrafnsson sem var heldur betur í flnu formi. Hann virtist vera vel innstilltur á tónlist Klinghagens og gerði hlutverki kontrabassans góð skil. Ég hef sjaldan heyrt Gurínar njóta sín jafnvel. Ólafur Stephensen ___________________Menning Umsjón: Silja Aðalsteinsdóttir Dagsöngvar um frið Á sunnudaginn kl. 17 stendur Listvinafélag Hall- grímskirkju fyrir dagskrá i kirkjunni undir yfir- skriftinni Dagsöngvar um frið. Þar verður frumflutt samnefnt tónverk eftir Jón Hlöðver Áskelsson tónskáld við texta eftir Böðvar Guðmunds- son skáld. Verkið er skrifað fyrir sópran, tenór, kór og orgel og eru flytjendur Hlín Pétursdóttir sópran, Guðlaugur Viktorsson tenór, Schola cantorum og Kári Þormar orgelleikari. Stjórnandi er Hörður Áskels- son. í tengslum við frumflutninginn verða fluttar stuttar frásagnir af stríðsátökum í samtímanum, sagðar af íslenskum frétta- mönnum og fólki sem sjálft hefur upplifað nálægð við stríð. Mozart í hádeginu Kl. 12 á hádegi á morg- un verða Mozart-tónleikar á Kjarvalsstöðum í tilefni af fæðingardegi tónskálds- ins. Flutt verða óbókvar- tettinn, flautukvartett í D- dúr, sönglög og aríur. Flytjendur eru Kristján Þ. Stephensen, Áshildur Har- aldsdóttir, Laufey Sigurðardóttir, Þórunn Ósk Marinósdóttir og Richard Talkowsky ásamt Sigrúnu Hjálmtýsdóttur og Önnu Guðnýju Guðmundsdóttur. Veitingastofa safnsins verður opin eftir tónleikana. Norræn einkenni Á morgun kl. 14 ætlar Nanna Hermans- son, fyrrverandi borgarminjavörður Reykjavíkur og Stokkhólms, að halda fyrir- lesturinn „Sjást norræn einkenni í Stokk- hólmi?“ i fundarsal Norræna hússins. Þar segir hún frá norrænu samstarfi í gegnum tíðina og hvernig það birtist í götumynd Stokkhólmsborgar, m.a. í goðastyttum, höggmyndum og byggingum. Nefna má að stytta Sigurðar Guðmundssonar „Sjáan“ stendur þar á góðum stað. Nanna Hermansson hefur nú umsjón með norrænu menningarsamstarfi í Stokk- hólmi. Allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis. Múmínsnáðinn og halastjarnan Á sunnudaginn kl. 14 hefjast að nýju kvikmyndasýningar fyrir börn í Norræna húsinu. Fyrsta myndin kemur frá Finn- landi og heitir Múmínsnáðinn og hala- stjarnan. Sýningin tekur rúma klukku- stund og er ókeypis aðgangur. Næsta kvikmyndasýning verður sunnu- daginn 25. febrúar og þá verður sýnd mynd gerð eftir sögunni um Lottu í Ólátagötu eft- ir Astrid Lindgren. Barnasöngvar Margrét Bóasdóttir sópran og Miklós Dalmay píanóleikari halda tón- leika í Salnum í Kópavogi á mánudagskvöldið kl. 20 undir yfirskriftinni „Söngvar frá sjónarhóli barna". Þá flytja þau ís- lenska og erlenda ljóða- söngva sem allir Qalla um börn eða eru lagðir börnum í munn, m.a. „Lög handa litlu fólki“ eftir Þorkel Sigurbjörnsson, „Barnalög í gamni og alvöru" eftir Elínu Gunnlaugsdóttur, „I hate music" eftir Le- onard Bernstein, „Barnaherbergið" eftir Modest Mussorgsky og einnig verða frum- flutt tvö lög Elínar við ljóð Jóns úr Vör. Picasso og konurnar í Listaklúbbi Leikhús- kjallarans á mánudags- kvöldið verður fjallað um málarann Picasso og kon- urnar í list hans en Þjóð- leikhúsið sýnir nú sem kunnugt er leikritið Ást- konur Picassos. Á dag- skránni fjallar Auður Ólafsdóttir listfræðingur um list Picassos og Sæunn Kjartansdóttir sálgreinir listamanninn. Loks leika Mar- grét Guðmundsdóttir, Helga E. Jónsdóttir, Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, Ragnheiður Steindórsdóttir, Guðrún S. Gísladóttir og Anna Kristín Arngrímsdóttir brot úr Ást- konum Picassos og segja frá leikhúsvinn- unni ásamt leikstjóranum Hlín Agnarsdótt- ur. Dagskráin hefst kl. 20.30 en húsið verður opnað kl. 19:30.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.