Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2001, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2001, Qupperneq 14
14 FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 2001 FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 2001 19 Útgáfufélag: Frjáls fjölmiölun hf. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aóstoðarritstjórí: Jónas Haraldsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvík, síml: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíöa: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiölunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is Akureyri: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaöam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: Frjáls fjölmiölun hf. Filmu- og plötugerð: Isafoldarprensmiöja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverð á mánuöi 2050 kr. m. vsk. Lausasöluverð 190 kr. m. vsk., Helgarblaö 280 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiöir ekki viðmælendum fyrir viðtöl viö þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Reyklaust andrúmsloft Eitt algengasta nýársheit flölda manna er að hætta tó- baksreykingum. Sumum tekst það, öðrum ekki. Allir gera sér grein fyrir þeirri hættu sem fylgir reykingum og tengslum þeirra við sjúkdóma, ýmis krabbamein, hjarta- og æðasjúkdóma, öndunarsjúkdóma og fleiri auk þeirrar hættu sem ófæddum börnum er búin vegna reykinga mæðra á meðgöngutíma. Því er það fagnaðarefni ef sýnilegur árangur næst í bar- áttunni gegn reykingum. í liðinni viku var frétt í DV þar sem greint var frá niðurstöðum þriggja kannana sem PricewaterhouseCoopers framkvæmdi fyrir Tóbaksvarn- arnefnd. Þar kom fram að daglegar reykingar hér á landi hafa ekki áður mælst minni en á nýliðnu ári eða 25 pró- sent í aldurshópnum 18 til 69 ára. Athyglisvert er einnig að reykingar karla mældust meiri en kvenna á liðnu ári en frá árinu 1997 hafa konur haft vinninginn. Fróðlegt er að sjá hvernig reykingamenn skiptast eftir atvinnugreinum en það var kannað sérstaklega. Þar sést að þeir sem starfa við sjávarútveg reykja mest, þá þeir sem starfa við verslun og aðra þjónustu. í kjölfarið fylgja þeir sem starfa við iðnað, þá starfsmenn í opinberri þjón- ustu en langfæstir reykingamenn eru í hópi þeirra sem vinna við landbúnað. Þeir sem tóbaksvörnum sinna vita því hvert þeir eiga helst að beina áróðri sínum. Réttur þeirra sem ekki reykja hefur aukist en betur má ef duga skal. Því horfir til bóta stjómarfrumvarp sem lagt var fram í haust til breytinga á tóbaksvarnalögum. Mark- mið þess er að draga úr reykingum meðal fullorðinna, barna og unglinga. í fyrstu grein frumvarpsins er réttur fólks til reyklauss andrúmslofts viðurkenndur og sérstak- lega kveðið á um rétt barna. Þá er til viðbótar algeru reyk- ingabanni öll önnur tóbaksneysla bönnuð í grunnskólum, leikskólum og húsakynnum og samkomum sem einkum eru fyrir ungmenni. í frumvarpinu er hnykkt á, með breyttu orðalagi, meg- inreglu gildandi laga um bann við reykingum þar sem al- menningur sækir sér afgreiðslu eða þjónustu. Bannið nær til hvers kyns menningar-, íþrótta- og tómstundahúsa og veitingahúsa sem almenningur á kost á að sækja, svo sem sýninga og safna auk almennra funda og samkoma. Und- anþáguákvæði heimilar reykingar á afmörkuðum svæð- um á veitinga- og skemmtistöðum með skilyrði um að loft- ræsting sé fullnægjandi. Þá skulu hótel og gististaðir vera með reyklaus gistiherbergi. Mikflvægt ákvæði er einnig að staðfest er skylda vinnuveitenda til þess að sjá til þess að starfsfólk njóti réttar tfl að vinna í reyklausu umhverfi. Hertar reglur um reykingar og stöðugur áróður um óhoHustu þeirra, ekki síst gagnvart ungu fólki, skHa ár- angri. Hugarfarsbreyting næst aðeins með mikiHi vinnu. Fylgja verður fast eftir þeim árangri sem hefur náðst og ofangreindar tölur um minni reykingar sýna. Náist árang- ur meðal unga fólksins er hálfur sigur unninn. Nemendur í Verslunarskóla íslands hafa tfl dæmis áttað sig á því að ekki er fínt að reykja. Aðeins 3,5 prósent pflta og 6 prósent stúlkna í 3. bekk skólans reykja samkvæmt könnun sem skólalæknirinn hefur látið gera. Ástandið hefur batnað mjög síðustu ár í skólanum en fyrir tæpum áratug reyktu 15 prósent pflta og 20 prósent stúlkna í Verslunarskólan- um. Haft hefur verið eftir skólalækninum að þetta megi meðal annars þakka markvissri forvarnarstefnu en reyk- ingar eru óheimflar innan veggja skólans og á lóð hans. Jónas Haraldsson Skoðun Topplaus umhverfisráðherra íslendingar eru við- kvæmir fyrir ummælum út- lendinga, bregðast oft illa við gagnrýni erlendis frá en eru fljótir að ofmetnast ef lof er annars vegar. Þetta hefur komið berlega í ljós þegar umhverfismál eru á dagskrá. Fyrir fáeinum árum lentum við næstum á botni í alþjóðlegum saman- burði á þessu sviði og bár- ust ótíðindin hingað frá Suður-Ameríku. Þá var rok- ið upp til handa og fóta hér heima, niðurstaðan sögð - misvísandi mælingar Hjörleífur Guttormsson fyrrv. rébherra og alþm. byggð á misskilningi og krafist leiðréttinga. Mig minnir orkukostnaður í flsk- veiðum með olíu hafi átt að villa prófdómurum sýn. Á dögunum birtist önnur og hag- stæðari einkunnagjöf í tímaritinu Newsweek. Þá ritaði umhverfisráð- herra íslands að bragði sjálfshóls- grein undir fyrirsögninni „Island í topp tíu“ [Mbl. 9. jan. 2001] rétt eins og hlutur íslenskra stjórnvalda hefði skilað okkur á verðlaunapall. Sann- leikurinn er sá að lítið mark er tak- andi á samanburði sem þessum, sem oftar en ekki er byggður á vanþekkingu eða gloppótt- um upplýsingum. Það er auðvitað íslendinga sjálfra að meta sína stöðu, og helst að gera það hlutlægt og bæta úr þar sem upplýsing- ar eru ótraustar. Tilefnislaust sjálfshól Auðvitað væri gleðilegt ef innstæða væri fyrir sjálfs- hóli umhverflsráðherra en djúpt þarf að grafa til finna þann sjóð. Ekki vantar fóg- ur orð og fyrirheit en það eru efndir og aðgerðir sem eru mælikvarðinn. Ef litið er á alþjóðavettvanginn kem- ur tvennt í ljós. Ráðherann hefur verið duglegur að hafa uppi mótmæli og réttmætar kröfur þar sem það kostar lítið en þegar íslendingar eiga að taka til í eigin garði samkvæmt alþjóöasamþykktum er annað uppi á teningnum. Mótmælt hefur verið kröftuglega mengun hafsins frá Sellafield og Dounreay og haft uppi lofsvert frum- kvæði til að fá fram bann við losun þrávirkra efna. í þessum efnum „Hér hins vegar afhendir topptíuráðherrann stóriðjuráðherr- anum forrœði sitt og fjöregg og eftirleikurinn er þar með ráð- inn baráttulaust. Meðal annarra orða: Mættum við frekar biðja um aðgerðir hér heima til vemdar íslenskri náttúru en blómvendi og verðlaun erlendis frá. - Siv Friðleifsdóttir um- hverfisráðh. og Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra. erum við að heita má flekklaus. En þegar kemur að baráttunni við lofts- lagsbreytingar af mannavöldum og losun gróðurhúslofttegunda er annað uppi. ísland sem losar jafnmikið á mann og meðaltalið í Evrópusam- bandinu heimtar opið hús þegar öðr- um er ætlað að skera niður. Svipuðu máli gegnir um hinn Ríó- samninginn um verndun lífræðilegr- ar fjölbreytni og ísland staðfesti 1994. Þar stendur ijallkonan slypp og nak- in, því að ekkert marktækt hefur verið aðhafst til að hrinda ákvæðum hans í framkvæmd hér innanlands. Iðnaðarráðherra í innsta kamesi Afdrifaríkast af öllu er það sem Erfið vörn Sérkennilegur sjónvarpsþáttur á dögunum um tamningar hrossa dró úr skúmaskotum hugans ýmsa þanka um uppeldi barna. í þessum þætti margítrekuðu greinilega færir þjálfarar hrossa mikilvægi þess að gefa skýr skilaboð og láta það aldrei' vefjast fyrir hestinum hver réði ferð- inni. Þó svo að ótamin hross og ungt fólk eigi fátt sameiginlegt þá eru þarna sannindi á ferð sem eiga er- indi til allra sem reyna að hafa áhrif á böm í uppvexti þeirra. Því miður er þar ekki eingöngu um velviljuð öfl að ræða. Það er tog- ast á um hugmyndaheim barna og mikil vinna fólgin í því að reyna að spoma við óæskilegum áhrifum á þessu viðkvæmasta mótunarskeiði mannsins. En vömin verður erfið og fylgir hér dæmi. SMS - til hvers? Hún lagði við eyrun. I gegnum þusið í sjónvarpinu greindi hún tón sem hún þekkti. Hennar biðu skila- boð í nýja vasasímanum. Hún svipti af sér teppinu og stökk fram að ná í símann. Enginn annar í fjölskyld- unni virtist taka eftir þessu hljóði, en henni fannst gaman að fá skila- boð. Hún þekkti númerið sem sent „Hún vissi meira að segja að einelti í hennar skóla hafði tekið á sig þessa nýju mynd og ófétin sem stund- uðu slíkt sendu lítilmögnum hótanir um ofbeldi eftir skóla inn á símana þeirra. Þeir krœfustu voru með leyninúmer og erfitt að rekja hvaðan ógeðið kom. “ Með og á móti Menningin á sér kristnar rætur var úr, þetta var dóttir vinafólks þeirra og ágæt vinkona hennar. Skilaboðin voru svona: Viltu vita af hverju ég er alltaf að horfa á þig? Það er af því að ég er að leita að merkimiða sem segir - Auli dauðans! Hún las þetta aftur og var illa brugðið. Hún hafði jú heyrt um að sumir yrðu fyrir því að fá leiðinleg skilaboð i símana sína en það hafði aldrei komið fyrir hana. Hún vissi meira að segja að einelti í hennar skóla hafði tekið á sig þessa nýju mynd og ófétin sem stunduðu slíkt sendu lítilmögnum hótanir um of- beldi eftir skóla inn á símana þeirra. Þeir kræfustu voru með leyninúmer og erfitt að rekja hvaðan ógeðið kom. En hvað gat hins vegar rekið þessa stelpu sem hún kunni svo ágætlega við til að senda svona viðbjóðsleg skilaboð? Og þar sem hún sat slegin og velti vöngum yflr þessu kom móðir henn- ar inn. í stuttu máli þá æxlaðist það þannig að móðirin sá skilaboðin og varð öskureið. Hún lét ekki þar við sitja heldur sendi stúlkunni skilaboð sömu boðleið og benti henni á að ræða þetta mál við foreldra sína. Árekstrar hugmyndanna Þegar fjölskyldurnar hittust næst til að hafa það nú virkilega notalegt saman varð hins vegar raunin önn- ur. Ræddir þú þetta við foreldra þína, góða mín? spurði móðirin stúlku vinafólksins. Já - og veistu hvað - þau voru mér hjartanlega sammála að þið mæðgur væruð bara HSH Sigfríður Björnsdóttir tónlistarkennari alvarlega húmorslausar og ég skil ekki af hverju þú ert yfirleitt að tala um þetta. Móðirin horfði forviða á stúlkuna. Svo labbaði hún aftur til stofu og sagði yfir þá sem þar sátu: Er það rétt sem dóttir ykkar segir - að þið hafði lagt blessun ykkar yfir skilaboð af því tagi sem hún sendi dóttur minni á dögunum. Æ góða - ætlar þú nú að fara að gera mál úr þessu? Hvað er þetta með ykkur? Horfið þið aldrei á - og svo nefndi pabbinn ein- hvern aulahúmorsþáttinn á ein- hverri stöðinni. Ef þessi illkvittnislegi dónaskapur er talinn fyndinn hér þá höfum við kannski lítið hér að gera. Þau luku borðhaldinu en kvöddu fljótlega, leið og reið. Aldrei, undir nokkrum kringumstæðum, vildu þau að böm- in þeirra fengju þau skilaboð frá þeim að dónaskapur eins og þessi væri i lagi. Mörgum hefur sennilega verið lengi sorglega ljóst að margt af því sem ungu fólki býðst af afþrey- ingarefni er óverjandi. Illkvittnin, háðið og grófur talsmátinn er illur til eftirbreytni og greinilega ekki sjálfgefið að börn né heldur jafnvel foreldrar þeirra skilji það. Ef framkoma eða talsmáti ung- menna vekur furðu okkar þá væri því kannski rétt að athuga það efni sem þau verja tíma sínum í að kynn- ast og ekki ólíklegt að mörgum þætti við nánari athugun kominn tími til að snúast til vamar eins og móðirin gerði í sögunni. En víst er að það verður ekki auðvelt. Sigfríður Bjömsdóttir j „Ég tel það tví- mælalaust. 1 fyrsta ! lagi vegna þess að vestræn menning og þar af leiðandi íslensk menning á sér rætur i kristinni trú, kristnum hugs- unarhætti og kristnum sið- gæðisviðhorfum. Þannig að af menningarlegum ástæðum einum er þetta réttlætanlegt. í öðru lagi eru meira en 90% ís- lendinga skráð í kristin sam- félög af einhverju tagi og eru Sigöurður Pálsson sóknarprestur í Hallgríms- kirkjupresta- kalli það rök til viðbótar. Hins vegar er það bæði sjálfsagt og nauðsynlegt að ræða um önnur trúarbrögð í nútímaþjóðfélagi eins og námskrá fyrir gmnnskóla gerir ráð fyrir og fylgt er í skólum með kennslu í grein sem heitir „kristinfræði, sið- fræði og fræðsla um önnur trúarbrögð." Þess má líka geta að með nýrri námskrá 1999 var vegur annarra trú- arbragða aukinn umtalsvert þannig að það er hægt að segja aö hér á landi ríki trú- arbragðafrelsi en þó ekki endilega trúarbragðajafnrétti." i réttlœtanleg í trúfrjálsu landi? Kennsla er ekki trúboðun „Það er ekkert að ■ ýýkristnikennslu sem slikri, ef hún er fP kennd í jafnvægi við aðrar helstu trú- arskoðanir. Öllum er mikilvægt að þekkja eigin sögu og kristni er stór þáttur í sögu þjóðarinn- ar. En kennsla og trúboðun er ekki það sama. Kennsla á alltaf að vera eins hlutlaus og hægt er og að bera fram kennisetningar Bibh- unnar sem óumdeilanlegan sannleika á heima í kirkjum landsins en ekki skól- um. Skólar eru greiddir af skattborgur- um og hinn almenni borgari hefur ekk- Magnús Orn Gylfason. ert val um það hvort bamið hans stundar nám sitt í þessum skólum eða ekki. Það er þvi frekar leiðinlegt, miðað við að við búum við trúfrelsi, að ríkið sé að hampa einni trú á kostnað annarrar, eða trúleysis. Það er hvers einstaklings að ákveða hvaða trú er fylgt. Það þarf kannski ekki að koma á óvart að þetta mál hafi ekki valdið meiri óánægju hingaö til, Islendingar hafa ver- ið einsleitir í fleiru en bara genasamsetn- ingu í gegnum tiðina. En með aukinni flölbreytni í trúarlífi þjóðarinnar kemur að því að fólk verði óánægt.“ allir sjá og ekkert fikjublað fær dulið, að umhverfisráðherra hefur hleypt iðnaðarráðherranum inn í sin helgustu vé. Stóriðjumálin eru það svið sem afdrifaríkast er fyrir nátt- úru landsins um langa framtíð. í þeim efnum er verið að móta ákvarð- anir og undirbúa skref sem ekki verða aftur tekin. Þar gegnir um- hverfisráðherra lykilhlutverki sem vörslumaður landsins og veldur hver á heldur, meðal annars í mati á um- hverfisáhrifum framkvæmda. List- inn er vægast sagt dapurlegur og alltaf að lengjast. Dæmalausast af öllu er þegar rík- isstjórnin þykist ætla að fara að vanda sig og setur upp svonefnda Rammaáætlun. Fyrirmyndin er sótt til Noregs þar sem umhverfisráðu- neytið í Ósló heldur um stjóra. Hér hins vegar afhendir topptiuráðherr- ann stóriðjuráðherranum forræði sitt og Qöregg og eftirleikurinn er þar með ráðinn baráttulaust. Meðal annarra orða: Mættum við frekar biðja um aðgerðir hér heima til verndar íslenskri náttúru en blóm- vendi og verðlaun erlendis frá. Hjörleifur Guttormsson Kristnlfræösla í skólum Islands hefur viögengist frá því skipulögö kennsla hófst á Islandi. Þaö er hins vegar mat sumra aö þaö aö hampa einum trúar- brögöum fram yfir önnur fari illa saman viö þá staöreynd að trúfrelsi ríki á íslandi. Flugið til Keflavíkur „Nýr flugvöllur sem ætti að ná sama öryggi og Keflavíkurflugvöllur myndi kosta tugi millj- arða króna í byggingu og milljarða í rekstri á ári hverju. Augljóslega er hagkvæmast og ör- uggast að flytja miðstöð innanlands- flugsins til Keflavíkurflugvallar. Hann er eini flugvöllur landsins sem stenst strangar kröfur um afkastagetu og ör- yggi, raunar margrómaður og marg- verðlaunaður fyrir öryggi sem íslend- ingar annast. Sá flutningur svarar í framtíðinni þörfum flugsamgangna inn- anlands og þess fólks sem notar þær.“ Árni Ragnar Árnason alþm. í Mbl. 25. janúar. Niðurgreiðsla „Friðrik Þór Friðriksson, kvikmyndaframleiðandi íslands, átti samtal við þáttarstjórnanda Skotsilfurs um helgina ... Skemmst er frá því að segja að Friðrik Þór fór þegar í upp- hafi fógrum orðum um umhverfi kvik- myndaframleiðenda hér á landi og taldi aðstæður allar hinar bestu. Náðst hefðu góðir ^«ýÞjóðviliinn „samnmgar L...fJuufuJul11 I um drjúgar greiðslur úr Kvikmynda- sjóði (249,9 milljónir króna í ár) og þar að auki fengist 12% endurgreiðsla frá ríkinu ... Þessi „endurgreiðsla" ætti raunar frekar að heita niðurgreiðsla, því hún felur i sér að ríkið niðurgreið- ir kvikmyndagerð um þessi 12% ... Friðrik Þór Friðriksson verður enn sáttari ef skattgreiðendur eru látnir greiða honum enn meira fé. Hann á líklega um 280.000 skoðanabræður á landinu - þeir myndu allir þiggja meira fé úr ríkissjóði." Úr Vef-Þjóðviljanum 24. janúar. Engin uppbygging? „Það töldu flestir að það færi fram eðlileg uppbygging á frystihúsi ísfélagsins fyrir það trygingafé sem lægi fyr- ir, og þvi kemur þessi ákvörðun mjög á óvart," segir bæjar- stjóri Vestmannaeyja um þá ákvörðun ísfélags Vestmannaeyja að hætta við að reisa frystihús fyrir bolfiskvinnslu. - „Bolfiskvinnslan var rekin með'tapi, en í dag er þetta farið að gefa pening sem og saltfiskvinnslan. Við munum ræða við framkvæmdastjóra Isfélagsins og fulltrúa verkalýðsfélagsins þótt engar lausnir liggi fyrir ... Eyjamenn eru með mikinn kvóta miðað við íbúatölu og við verðum að vinna að því að ná meiri fiski hingað til vinnslu, og verðum að treysta á fleiri en þá stóru.“ Guöjón Hjörleifsson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, I Degi 25. janúar. Þegar ríkisstjórnin setti hraðamet Það var á árinu 1984 að ég fór sem formaður Félags matvörukaupmanna á fund Alberts Guðmundssonar fjármálaráðherra ásamt Jó- hannesi Jónssyni, þáver- andi formanni Félags kjöt- verslana. Með í fór voru Magnús E. Finnsson, fram- kvæmdastjóri Kaupmanna- samtaka íslands, og Jón Birgir Pétursson, ritstjóri Verslunartíðinda, mál- gagns samtakanna. Þvert nei ríkisstjórnar Erindið til ráðherra í þetta sinn var að hann beitti sér fyrir því að leyfi fengist til þess að selja matarvín í matvöru- verslunum. í texta undir mynd i Verslunartiðindum í ársbyrjun 1984 segir: „Ríkisstjórnin setti hraðamet í afgreiðslu máls á dögunum. Félög matvörukaupmanna og kjötkaup- manna fóru fram á það við fjármála- ráðherra að hann beitti sér fyrir því að leyfi fengist til að selja matarvín ýmis í verslunum. Sögðu kaupmenn- irnir að stór hluti neytenda teldi slikt sjálfsagðan hlut, auk þess sem þeir sögðu ljóst að hér gæti verið um að ræða stórfelldan sparnað í dreifingarkostnaði fyrir hið op- inbera. Ráðherra tók ekki illa í málaleitanina - en daginn eftir var málið afgreitt á ríkistjórnar- fundi og fékk snarlega neitun!“ Þetta rifjast upp nú þegar frum- varp til laga um að opnað verði fyrir smásöluverslun með áfenga drykki I almennum mat- vöruverslunum er komið fram á Alþingi. Þingmennimir segja í grein- argerð „að öll þróun islensks samfélags á síðustu áratugum bendi til þess að núverandi fyr- irkomulag með áfengi sé orðið tímaskekkja. Aukin krafa við- skiptavina um þjónustu hafi leitt til þess að einokun ríkisins á smásöluverslun með áfengi þjóni ekki lengur nema að mjög litlu leyti þeim tilgangi að tak- marka aðgang viðskiptavina að áfengi.“ Olafur Björnsson fyrrv. form Félags matvörukaupmanna og stjórnarmaöur í Kaupmapnasamtökum íslarids andvígur því að áfengi hvers konar sé selt í mat- vöruverslunum. Þar kemur ýmislegt til. Útsölum ÁTVR hefur fjölgað mjög, þær voru að mig minnir þrjár á þessum tima i Reykjavfk, og þar er allt áfengi til sölu, ekki bara léttvín og bjór. Þessar útsöl- ur legðust niður ef léttvín og bjór færi í matvörubúðir. Þá yrði miklu erfiðara fyrir fólk að ná sér í sterkara áfengi, einkum úti á landi, en víðast hvar er komin út- sala frá ÁTVR í kaupstöðum “““■ og þorpum. Það yrði aftur- fór. ÁTVR rekur i dag 9 eða 10 útsöl- ur á Reykjavíkursvæðinu. Þar er full- orðið fólk við afgreiðslu, fólk sem veit mikið um vín. Það er gaman að koma inn í þessar búðir og njóta þjónust- unnar og fá upplýsingar um vöruna. Hvað varðar matvöruverslanir á Reykjavíkursvæðinu þá er alveg út í hött að áfengi sé selt í þeim. Af- greiðslu hefur hrakað mjög í þessum búðum allflestum hin seinni ár. Við afgreiðslu er ekki sjáanlegt annað fólk en einn til tveir unglingar sem sitja við kassann, eftir útliti að dæma ekki mikið eldri en 13-14 ára. Annað fólk er ekki sjáanlegt og búð- in algerlega eftirlitslaus. - Ekki er ég viss um að foreldrum þessara barna og unglinga finnist það í lagi að bömin þeirra séu allt í einu farin að afgreiða áfengi. Vilhjálmur Egilsson, alþingismað- ur og framkvæmdastjóri Verslunar- ráðsins, sagði í viðtali á RÚV að kaupmenn yrðu sjálfir að leysa þau vandamál sem upp kæmu. Það er auðvitað rétt. En það eru ekki nokkrar aðstæður í versluninni hér til að takast á við þetta og hafa jafn- vel aldrei verið, nema þá i allra stærstu búðunum, Þetta á ekki að leyfa Það er alveg sama hvernig á þetta er litið, þetta á ekki að leyfa. Og í þessu sambandi finnst mér sérkenni- legt að hjúkrunarfræðingur skuli vera einn af flutningsmönnum frum- varpsins. Sá rökstuðningur er notað- ur að þetta sé leyfilegt úti í hinum siðmenntaða heimi. Það má vera. En er það endilega til hagsbóta fyrir þau þjóðfélög? Eru ekki t.d. í Danmörku vandamál vegna þess hversu auðvelt er að nálgast bjórinn? Ólafur Björnsson Afengið á heima hjá ATVR Rökin sem við Jóhannes lögð- um fyrir Albert Guðmundsson eiga ekki við lengur. Kannski áttu þau aldrei við, svona eftir á að hyggja. í dag er ég algerlega „Rökin sem við Jóhannes lögðum fyrir Albert Guðmundsson eiga ekki við lengur. Kannski áttu þau aldrei við, svona eftir á að hyggja. I dag er ég algerlega andvígur því að áfengi hvers konar sé selt í matvöruverslunum. “ - í fjármálaráðu- neytinu með Albert Guðmundssyni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.