Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2001, Qupperneq 23

Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2001, Qupperneq 23
27 FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 2001 JOV Tilvera Afmælisbarnið Ellen DeGeneres Gamanleikkonan góðkunna, Ellen DeGeneres, fagnar 43 ára afmæli sínu í dag. Ellen fæddist í Lousiana í Texas. Eftir skilnað foreldra fluttist hún með móður sinni til Atlanta og gekk þar inni í hlutverk hinnar síglöðu dóttur sem hressti móður sína við í þunglyndi hennar. Ellen er talin ein fremsta gamanleik- kona Bandaríkjanna og er aðallega þekkt hér á landi fyrir leik sinn i gam- anþáttunum um Ellen sem sýndir voru í íslensku sjónvarpi. Gildir fyrír laugardaginn 27. janúar Vatnsberlnn (20. ian.-l8. febr.); ft k Þér íinnst þér ef til vill ” ekki miða vel í vinn- unni. Þú þarft þó ekki að hafa miklar áhyggj- því að þú munt bráðlega ná miklum árangri. Fiskarnir (19. fehr.-?Q. marsl: KFélagslífið tekur ein- hverjum breytingum. Þú færð óvænt ný og spennandi verkefni til að takast á við. Hrúturlnn rn. mars-19. anriir Þú heyrir óvænta > gagnrýni í þinn garð og átt erfitt með að sætta þig við hana. Ekki láta aðra koma þér úr jafn- vægi. Nautið (20. april-20. maíl: SÞér gengur óvanalega vel að ná til aðila sem venjulega er þér fjar- lægari en þú vildir. Þú frétt í dag. Tvíburarnlr (21. maí-2i. iúní): Það er jákvætt and- ' rúmsloft í kringum þig þessa dagana. Fjöl- skylda kemur mikið við sögu í kvöld. Tviburarnlr (2 Krabbinn (22. iúní-22. iúiít: gEitthvað er að angra þig. Þetta er ekki hent- ugur tími til að gera miklar breytingar. hvíla þig. Liónið (23. iúlí- 22. áeúst): Viðkvæmt mál kemur upp og þú átt á hættu að leiða hugann stöðugt að því þótt þú ættir að einbeita þér að öðru. Mevian (23. áeúst-22. sept.t: Sjálfstraust þitt er með besta móti. Þú þarft á ^^^lfcöryggi að halda 1 ^ r einkamálunum á næst- unni og ættir að fá hjálp frá fjöl- skyldunni. Vogin (23. seot.-23. okt.l: Þú ættir að vera vak- andi fyrir mistökum sem þú og aðrir gera 1 dag svo þau hafi ekki slæm áhrif seinna. Vogin (23. se Sporðdreki (24. okt.-21. nóv.l: Þú þarft að hugsa þig vel um áður en þú tek- pur ákvörðun í mikil- vægu máli. Breytingar í heimilislifinu eru af hinu góða. Bogamaður (22. nóv.-2l. des.l: iVinnan gengur vel í Fdag og þú færð hrós fyrir vel irnnið starf. Kvöldið verður líflegt og þú átt ef til vili von á gestum. Stelngeitin (22. des.-19. ian.l: Þú lendir í miðju deilu- máli og ert í vafa um hvort þú eigir að styðja annan deiluaðilann eða láta þig þetta engu skipta. Gerðu eins og þér finnst réttast. R/ESMR IHIF Notaður bíll DV-MYND VALDIMAR HREIÐARSSON Uti með hundinn! Kjartan Kjartansson verkstjóri skartar húfunni góöu. Viö hliö hans stendur Egill Kristjánsson, formaöur og aflakló á Suöureyri. í baksýn má greina hjónin Ingu Ólafsdóttur, formann menningarmálanefndar ísafjaröarbæjar, og Kristján G. Jóhannsson, útgeröarmann á Isafiröi. Úti að viðra hundinn DV, SUÐUREYRI: Síðastliðið sumar fór valinn hóp- ur starfsfólks fiskiðjunnar íslands- sögu í skemmtifór til Grænlands. Reyndist sú fór viðburðarík og eftir- minnileg í senn. Margir úr hópnum keyptu sér forláta húfur þar ytra, sem heimamenn höfðu gert úr ist kallaður hér á Suðureyri að hundaskinni. Þegar heim var komið og kólna tók i veðri að liðnu góðu sumri tóku margir hundaskinns- húfueigendur höfuðfötin góðu upp úr pússi sínu og spókuðu sig með þau um plássið. Er sá siður nú ým- „viðra hundinn" eða að „fara út að ganga með hundinn." Þykir þetta holl og heilsusamleg hreyfmg og ylj- ar húfan góða á göngunni. -VH Selmasongs tilnefnd til Brit-verðlaunanna Árleg Brit-verðlaun verða afhent 26. janúar, en tilnefningar eru í ýmsum flokkum svo sem besta breska hljómsveitin, besti breski tónlistarmaðurinn og -konan, besta myndbandið og fleira. Lagið Selma- songs úr myndinni Dancer in The Dark sem Björk Guðmundsdóttir lék í og Lars Von Trier leikstýrði er tilnefnt í flokki besta tónbandsins úr kvikmynd. Önnur tónbönd sem tilnefnd eru úr kvikmyndunum eru úr American Beauty, Billy Elliot, Shaft, The Beach og Virgin Suicides. Talið er fullvíst að tónband Bjark- ar vinni Brit-verðlaunin 1 þessum flokki. Björk Guðmundsdóttir hefur áður unnið til verðlauna á Brit- verðlaunahátíðinni, hún var kjörin besta alþjððlega söngkonan árið 1994,1996 og 1998. Á síðasta ári vann tónbandið úr kvikmyndinni Notting Hill og árið þar áður tónbandið úr kvikmyndinni Titanic. Þá fékk lagið ‘I’ve Seen It All’ verðlaun síðastlið- inn sunnudag á Annual Golden Satellites Awards fyrir besta lagið í kvikmynd en það er úr kvikmynd- inni Dancer in The Dark og samið af Björk en Sjón og Lars Von Trier sömdu textann. -DVÓ Gaman i sirkus Systkinin Albert prins og Stefanía prinsessa af Mónakó skemmtu sér konunglega á alþjóölegri sirkushátíö í furstadæmi þeirra á dögunum. Eiginkonan vill lögskilnað Eiginkona leikarans Roberts Downeys Jr. hefur sótt um skilnað sex árum eftir að hjónin skildu að borði og sæng. Hún krefst jafn- framt forræði yfir eina barni þeirra hjóna, syninum Indio sem er sjö ára gamall. Deborah Falconer giftist Downey 1992 en skildi við hann að borði og sæng fjórum árum seinna. Downe, sem fékk Golden Globe-verðlaun fyrir gestahlutverk í Alley McBeal, kemur bráðum fyrir rétt. Hann er ákærður fyrir að hafa haft flkni- efni í fórum sínum. Til sölu Audi A4 turbo, nýskráður 10/99. Sjálfskiptur, 16“ álfelgur, sóllúga, fjarstýrðar samlæsingar, geislapilari, loftkæling, leðurinnrétting, hiti í sætum o.fl. Ekinn aðeins 7000 km! Skipti á ódýrari bíl möguleg. Til sýnis hjá Bilahöllinni hf., Verð kr. 2.490.000. Bíldshöfða 5. -------------------------www.raesir.is Ástfangin af dansara Jennifer Lopez hefur sagt skilið við kærastann sinn, Puff Daddy. Hún hitti dansara að nafni Chris við tökur á myndbandi og nú er ástin sögð blómstra á milli þeirra. Jennifer Lopez, sem er orðin 30 ára, vill víst samt halda skilnaðin- um við Puff Daddy leyndum, að því er erlendir fjölmiðlar greina frá. Hún reynir nefnilega að sýna honum stuðning í réttarhöldunum yfir honum í New York. Vinir parsins segja að ástarsambandi þeirra hafi lokið fyrir tveimur mánuðum. ■4

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.