Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.2001, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.2001, Síða 10
10 Hagsýni FIMMTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2001 DV i i■ V \ t Jólareikningar kreditkortanna komnir: Hvað kostar að greiðsludreifa? - ódýrara en að greiða dráttarvexti Að eiga til hnífs og skeiðar Margir sjá fram á blankheit út mánuöinn þurfi þeir aö greiöa jóiaóráösíuna í einu lagi. Því er griþiö til þess ráös aö dreifa greiöslunum. Nú um mánaðamótin er komið að því að greiða jólaúttektirnar á kreditkortin sem, án efa, eru himin- háar hjá sumum. Margir gleymdu sér i jólaösinni og notuðu kredit- kortin sín í óðaönn án þess að hugsa nokkru sinni um að einhvern tímann kæmi að skuldadögunum. En nú eru þeir dagar komnir og töluverður fjöldi fólks uppgötvar að það á erfitt með að greiða reikning- ana sína i einu lagi. Því er gripið til þess ráðs að dreifa greiðslunum yfir lengra tímabil til að eiga fyrir öðr- um útgjöldum mánaðarins. En það kostar sitt, ekki síst núna þegar vextir eru háir í þjóðfélaginu. Hjá Visa fengust þær upplýsingar að vaxtaprósentan á greiðsludreif- ingunni, eða fjölgreiðslum, væri ákveðin í hverjum banka um sig en ekki af fyrirtækinu sjálfu. Þegar hringt var í bankana kom í ljós að prósentan er misjöfn auk þess sem hver banki getur verið meö fleiri en eina vaxtaprósentu í gangi, t.d. eru vextir á eðalkortum frá Spron 18,5% á meðan þeir sem eru með almenn kort greiða 22,5% vexti. Auk þess getur lagst ofan á þetta fastur kostn- aður sem er mismunandi eftir bönk- um, en yfirleitt er um að ræða 150 kr. fyrir hvern mánuð sem dreifing- in stendur yfir. Þeir sem þurfa að dreifa greiðslum af Visa- korti þurfa að hringja í þann banka sem gefur kortið út og sækja um greiðsludreif- ingu. Europay, sem gefur út Eurokort- in, er með 21,5% vexti á fjölgreiðsl- um. Auk þess er tekið 190 kr. gjald fyrir hvern mánuð sem greiðslu- dreifingin varir. Hjá Europay feng- ust þær upplýsingar að febrúar væri sá mánuður sem hvað flestir nýttu sér þennan kost og nú þegar hefur fólk sem á í erfiðleikum með reikningana sína töluvert hringt. En þeir sem eru með Eurokort hringja beint í fyrirtækið til að fá greiðsludreifingu. Skárra en vanskil Þrátt fyrir þessa háu vexti borgar sig frekar að greiðsludreifa heldur en að láta kortaúttektina fara í van- skil því ef það gerist falla á hana dráttarvextir sem eru enn hærri en fjölgreiðsluvextirnir, eða um 24%. Tekið skal fram að vextir á greiðsludreifingu eru breytilegir og taka mið af vöxtum Seðlabanka ís- lands hverju sinni. í töflunni hér á síðunni má sjá nokkur dæmi um hvað það kostar að setja eftirstöðv- ar kreditkortareiknings á fjöl- greiðslur, í þrjá og sex mánuði. Hér er miðað við að búið sé að greiða þann hluta sem krafist er því ekki er hægt að dreifa allri upphæðinni. Meginreglan er sú að sé greiðslum dreift í 6 mánuði þarf að greiða einn sjötta af upphæðinni strax og einn tólfta hluta sé greiðsludreift í 12 mánuði. Þetta eru eingöngu dæmi því eins og áður sagði er vaxtapró- sentan og kostnaðurinn mismun- andi eftir því hvaða banki gefur kortin út og hvort þau séu frá Visa eða Euro. í Landsbankanum eru 20,85% vextir nema á gullkortum Vörðufé- laga þar sem þeir eru 19,35% og kostnaður við hvem mánuð í greiðsludreifingu er 150 kr. Hjá SPRON eru vextir af almennum kortum 22,05%, af gullkortum 20,5% og af eðalkortum 18,5% og fastur kostnaður nemur 150 kr. á mánuði. í íslandsbanka er enginn fastur kostnaður og sama vaxtaprósenta af öllum kortum, eða 21,5%. Búnaðar- bankinn er meðl50 kr. færslugjald í hverjum mánuði sem greiðsludreif- ingin stendur yfir og 20,85% vexti og skiptir þá ekki máli um hvernig kort er að ræða. Eins og áður sagði eru öll Eurokort með 21,5% vexti og mánaðargjaldið er 190 kr. -ÓSB * •l’i 1 skipti Kort, fjöldi skipta/kr 1 skipti meö korti Opnunartími, vetur Opnunartími, sumar Aldur’> Reykjavík 150 25/2500 100 10-12 og 13-15:30 9-12 og 13-16:30 2-6 ára Hafnarfjöröur ÍOO 25/2000 80 13-16 9-12 og 13:30-16:30 2-6 ára Kópavogur ÍOO 20/1500 75 13-16 10-12 og 13:30-16.30 2-6 ára Garöabær 50 10/450 45 9-12 og 13-17 9-12 og 13-17 2-6 ára Mosfellsbær 100 ÍO/IOOO ÍOO 13-16 9-12 og 13-16 2-6ára4> Akureyri 200 25/200011 160 13-16 13-16 2-7 ára Selfoss 160 30/3900 130 13-16 13-16 2-6 ára Keflavík ÍOO 3) 13-16 13-17 2-6 ára 1) Sé keypt afsláttarkort þarf tvo m/ða í hvert skipti 2) Börn aö tveggja og hálfs árs aldri geta eingöngu dvallst í einn og hálfan tíma á dag oggreiöa fyrir þaö hálft gjald eöa 80 kr. 3) Veittur er systklnaafsláttur, annaö barn grelölr 75 kr og þriöja barn 60 kr. 4) Mlöaö vlö 6 ára afmælisdag 5) Flestlr gæsluvellir taka börn yngrl en tveggja ára í aölögun. Tilboð verslana Tilboöin gilda á meöan blrgöir endast. j Q Fotalda-innralæri 792 kr. kg Q Folaldasnitsel 389 kr. kg Q Folaldagúllas 359 kr. kg Q Folaldahakk ^ 119 kr. kg Q Ýsubitar 598 kr. kg Q Kotasæla, 500 g 194 kr. 0 Frigg Þvol m/bursta, 500 ml 103 kr. j Q Frigg handsápa m/dælu 127 kr. Q Frigg Maraþon, 1,5 kg, 431 kr. 0 Frigg Glltra, 1 kg 199 kr. Þín verslun Tilboöin gilda tll 7. febrúar. \ 0 Lambanaggar, 370 g 349 kr. Q Steiktar kjötbollur, 350 g 229 kr. Q Cheerios, 425 g 259 kr. Q Cocoa Puffs, 553 g 339 kr. Q Mexíkó grýta 159 kr. Q McCain Superfries, 1 kg 249 kr. Q McCain Garlic fíngers 369 kr. Q Q © 10-11 Tilboöin gilda til 5. febrúar. Q SS pylsur, 1 kg+teiknimynd 999 kr. Q SS helgarst., grísahnakki 999 kr. kg Q Nestle Fitness morgunkorn 219 kr. £ Burtons Homeblest 119 kr. Q Burtons Toffíe pops 129 kr. 0 Tuma brauö, 1/1 129 kr. Q Kjörís vanillustangir, 8 stk. 279 kr. Q Kjörís gulir klakar, 8 stk. 279 kr. Q Kjörís grænlr klakar, 8 stk. 279 kr. © Helgartilboö. Q Buitoni spaghetti stutt, 500 g 59 kr. Q Lambalæri, sneitt, frosiö 899 kr. kg Q MS ab mjólk, 1/11 129 kr. Q Cadbury Bunny Rabbits 79 kr. Q Appelsínur 99 kr. kg Q Cul epli 99 kr. Q Knorr Ökonimisúpur, 7 teg. 149 kr. Q Knorr pastaréttir, 6 teg. 189 kr. Q Knorr boiiasúpur, 8 teg. 79 kr. 0 Chicken Tonight, 500 g, 259 kr. Tilboöin gllda til 4. febrúar. Q Lambalæri, frosiö 998 kr. Kg Q Lambahryggur, frosinn 998 kr. Kg Q Kjörís, vanilluheimaís, 11 319 kr. 0 Kjörís, súkkulaöihelmaís, 1 / 319 kr. Q Kjörís, lakkrísheimaís, 11 319 kr. Q Kjörís, jaröarb.heimaís, 11 319 kr. Q Kjörís, súkkulaöiheimats, 2 / 535 kr. Q Kjörís, vanillu heimaís, 21 535 kr. Q Epll, Jonagold 128 kr. © Fjaröarkau Tllboöin gilda til 3. febrúar. 1 kg SS pylsur+pc leikur 1198 kr. Ferskur kjúkiingur 449 kr. kg Fersk. kjúkl. læri+leggur 499 kr. kg Lamba-lærissneiö II fí. 698 kr. kg Rauövíns-lambalæri 898 kr. kg Nautafílle 1198 kr. kg Gulrætur 288 kr. kg Orville örbylgjupopp *6 259 kr. Hraðbúðir ESSO Tilboöin gilda til 28. febrúar. 0 Toppur, biár, 1/2 I 99 kr. Q Toppur, Lemon, 1/2 I 99 kr. Q Húsavíkurjógúrt, 1/21, 109 kr. Q Vlctory V brenni 79 kr. Q Nóa Tromp, 20 g 25 kr. Q Góu Risahraun, 54g 49 kr. Q Hraunbitar, stórir, 220 g 185 kr. Q Stáihitabrúsi 1895 kr. Q Snertiljós, fjöinota fyrir rafhl. 495 kr. 0 Kassalímrhald. m/límb.rúlla 985 kr. Nettó Tilboöin gilda á meöan birgöir endast. Q Ralston Coco kúlur, 390 g 99 kr. Q KEA nautahakk, 8-10% 699 kr. kg Q KEA nautagúllas 1129 kr. kg Q KEA piparsteik, meyrnuöl329 kr. kg Q KEA hvítlauks piparsteikl329 kr. kg Q Rana ferskt totell. m/svepp. 278 kr. Q Heinz bak. baunir, 4*415 g 199 kr. Q Dr. Oetker pizzur, 350 g 299 kr. Q © Oft koma upp ágreiningsefni - þegar margir búa saman. Nýtt vandamál í blokk: Á húsfélag að borga fyrir túlk? - er nýbúar koma á húsfund Þjónustu- auglýsingar ►I550 5000 í vetur flutti nýbúafjölskylda í blokk á höfuðborgarsvæðinu og er ekki nema gott eitt um það að segja. íbúarnir, sem fyrir voru, segja þetta ágætisfólk en þó sé hængur á. Fólk- ið talar enga íslensku og mjög litla ensku. Af þessum sökum er nær ómögulegt að kynna fólkinu hús- reglur og annað slíkt. Því er ljóst að á húsfundum verður að vera túlkur en spurningin er: Hver á að borga? íbúum blokkarinnar hefur verið sagt að húsfélagið eigi að greiða fyr- ir túlkaþjónustuna en hún er dýr og eru þeir ósáttir með það. Sigurður Helgi Guöjónsson Sigurður Helgi Guðjónsson hjá Húseigendafélaginu segir að þar sem húsið er á íslandi og íbúar þess íslenskir þurfi sá sem ekki skilji is- lensku sjálfur að afla sér stað- göngumanns eða túlks. „Þetta er svipað og ef fatl- aður maður flyt- ur í blokkina og þarf á hjólastóla- lyftu að halda. Hann á ekki kröfu á því að húsfélagið kosti slíka lyftu. Ef menn eru einhvern veginn öðruvisi, hvort sem þeir eru fatlað- ir, útlendir eða eitthvað annað, er það þeirra mál en ekki hinna sem í húsinu búa. Það er ekki hægt að velta þessu yfir á nágrannana," seg- ir Sigurður Helgi. Hann segir svona mál skyld svokölluðum grenndar- sjónarmiðum og grenndarreglum sem setja fasteignaeigendum skorð- ur með tilliti til þeirra sem búa í næsta nágrenni. í þeim felst að menn mega gera það sem þeim hentar á sinni eign fari það ekki út fyrir eðlileg mörk. „Á t.d. sá sem er með einhverja sérstaka viðkvæmni, eða sérþarfir, kröfu á því að aðrir taki tillit til þess? Hér verður að leggja einhvers konar „normal" at- riði til grundvallar. Sem dæmi má nefna að í mörgum fjölbýlishúsum býr fólk sem vinnur næturvinnu og vill sofa á daginn. Það á ekki kröfu ááð allir aðrir í húsinu lagi sitt dag- lega líf að þeirra þörfum." segir Sig- urður Helgi. -ÓSB

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.