Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.2001, Síða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.2001, Síða 13
FIMMTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2001 13 x>v_______________________ Veisla skilningarvitanna Þegar menn nýsast fyrir um það markverðasta sem er að gerast í menningarlífi Kaup- mannahafnarbúa um þessar mundir kemur eitt nafn æði oft til umræðu, nefnilega nafn bandaríska fjöllistamannsins Roberts Wilson. Wilson, sem tæplega þarf að kynna, er höf- undur að uppfærslu á frægu leikriti Búchners, Woyzeck, sem fjallað var um í helgar- blaði DV í byrjun janúar og nú gengur í Betty Nansen-leikhús- inu við nær einróma lof og gríðarlega aðsókn. Þar semur strigabarkinn Tom Waits bæði tónlist og texta. En það er önn- ur uppfærsla eftir Wilson í Kaupmannahöfn sem kannski hefur ekki vakið sömu athygli, þótt hún sæti í rauninni jafn miklum tíðindum. ímyndum okkur Þjóðminja- safnið okkar á sínum endan- lega samastað og að þekktur listamaður, segjum Magnús Pálsson, fengi megniö af því til umráða og frítt aðgengi að öli- um safngripum í því augnamiði að skapa sína eigin myndveröld innan veggja safnsins. Að auki fengi hann að koma þar fyrir eigin mynd- list, ýmislegu drasli af götunni og útvarpa tón- list eftir Megas, óperutónlist og ýmiss konar tilviljunarkenndum hljóðum meðan á uppá- komunni stæði. Þetta er i rauninni það sem Robert Wilson var fenginn til að gera í Listiðnaðarsafni þeirra Dana. Hann fékk að leika sér með sext- án sali safnsins og gjörvaUa safngripina tU að skapa margbrotna innsetningu sem hann nefnir „Anna kom ekki heim þá nótt“ og er ótrúleg blanda af fjölleikahúsi, framúrstefnu- legu leikhúsi og draumveröld Lísu í Undra- landi. Anna andvana Svona róttæk uppstokkun á þekktu safni hefur auðvitað mælst misjafnlega fyrir. TU eru þeir, ekki síst í safnageiranum, sem líta á framkvæmdina sem hrein og klár helgispjöU, þar sem verið sé að misnota safngripi i þágu fremur vafasamrar listrænnar sannfæringar. Svo eru hinir sem halda því fram að tímabundin „afhelgun" safn- gripanna og hins virðulega safna- húss sé af hinu góða, þar sem hún knýi áhorfandann tU að skoða hvort tveggja í nýju ljósi. AUt um það hefur múgur og margmenni sótt „sýninguna". Séu menn yfirleitt reiðubúnir að gefa sig á vald þessari upplif- un, sögxmni um Önnu sem ekki kom heim, með opnum huga og næmum skUningarvitum, verður hrifningin örugglega öðrum tU- finningum yfirsterkari. I upphafi rekst sýningargesturinn á Önnu í eigin persónu, þar sem hún liggur andvana á gólfinu í náttkjóinum sínum og með blóð í munnvikum; með hlutverk hennar fer ung leik- kona. Þaðan er gengið inn í svefn- herbergi Önnu, þar sem er óum- búið rúm og opin dagbók frá 1917, þar sem ung kona segir frá hugar- vUi sínu, þar er sömuleiðis stæk „meðalalykt“. Þaðan heldur mað- ur inn í mikinn borðsal, þar sem standa 34 stólar og postulín frá ýmsum tímum, þar nemur eyraö sömuieiðis hvísl hvar nafn Önnu ber óljóst á góma. í tveimur speglaherbergjum eiga sér síðan stað ýmsar sjónhverfingar með þátttöku gamaUa glermuna og postulínsvasa. Síðan bregður manni í brún að sjá heUmikinn trjá- bol koma beint inn um glugga á samkomusal í rókókóstil þar sem eru borð, stólar, styttur af fuglum og síbylja með söng þeirra Tom Waits og Maríu CaUas; þetta á að tákna „angurværð og útþrá“, svo vitnað sé í Wilson sjálfan. Tilfinningalegur sannieikur Þannig heldur þetta sjónarspil áfram, sal fyrir sal, og meira að segja út fyrir veggi safnsins, þar sem byggð hafa verið sérstök tré- göng eða „völundarhús", uns sjónrænt, hljóð- rænt og tilfinningalegt áreitið er orðið svo mikið að áhorfandinn þarf að taka sér hlé. Þarna eru „töfraskápar" með munum frá ýms- um tímum og gægjugöt á veggjum þar sem hægt er að gaumgæfa enn meiri undur og stór- merki. Einhvers konar ris verður í þessari margbrotnu frásögn í næstsíðasta sal, þar sem ægir saman glæsUegum húsgögnum frá klass- íska tímabilinu og ýmiss konar plastdrasli; þar vill höfundur skapa „tímaleysi" . Loks stígur áhorfandinn inn í síðasta her- bergið, þar sem eru fyrir virðuleg Borgundar- hólmsklukka, hraukar af glerbrotum, undar- leg birta og einn stakur kvenmannsskór frá 1917. Þar er hringnum lokað, Anna - eða mynd af henni í fullri stærð - liggur við út- ganginn, þar sem ramma lykt af rotnuðum laufum leggur fyrir vit manni. í viðtölum forðast Robert WUson að útskýra hvað þetta eigi allt að fyrirstUla, segir einfald- lega að tU sé tilfinningalegur sannleikur sem aldrei verði „skýrður". Þeir sem staddir eru í Kaupmannahöfn og fá ekki miða á uppfærslu WUsons á Woyzeck ættu fyrir alla muni að gera sér ferð upp á Bredgade 68, þar sem þessi veisla aUra skUningavitanna verður haldin tU 15. febrúar. Aðalsteinn Ingólfsson Síöan bregöur manni í brún aö sjá heilmikinn trjábol koma beint inn um gtugga á samkomusal t rókókóstíl ... Tónlist Skáld í New York Georgie Fame var vart orðinn tvítugur á sjö- unda áratugnum er hann stjórnaði hljómsveit sinni, The Blue Flames, með glæsibrag og átti lög á vinsældalistum í Englandi, Getaway, Yeh Yeh, Sunny og The BaUad of Bonnie and Clyde. Hann var um tíma söngvari í stórsveit Count Basies og hefur verið eftirsóttur djasssöngvari æ siðan þrátt fyrir að hafa ekki alveg sagt skil- ið við blús og rytmablús. Hann hefur t.d. unnið mikið með Van Morrison hin síðari ár. Á hverju ári eða því sem næst er boðið upp á tón- leikaröð með Georgie Fame í Ronnie Scott’s djassklúbbnum í London. Heyra má úrval af tveimur slíkum konsertum á tveggja diska albúminu Name Droppin’ & Walking Wounded, Live at Ronnie Scott’s (Go Jazz, 1998). Einnig má í leiðinni benda á prýðilegan blús- og bræð- ingsdisk, Cool Cat Blues (Go Jazz 1991). Nýjasti diskur Georgie Fame, Poet in New York, ber nafn með rentu. Aðeins tvö laganna eru þó eftir hann sjálfan svo að titillinn á frem- ur við tónskáldið en textaskáldið. Eitt af því sem maðurinn hefur gert nokkuð af í gegnum tíðina er að yrkja texta við djasslög sem fram að því höfðu einvörðungu verið leikin en ekki sungin. Á þessari plötu eru það þrjú lög eftir Tadd Dameron sem hafa fengið texta. Ekki er alveg um frumflutning á þessum textum að ræða því að tveir þeirra birtust fyrst á nokk- urra ára gamalli, afbragðsgóðri stórsveitarplötu norska píanistans Pers Husbys en á henni sungu þau saman, Karen Krogh og Fame. Ann- að sem setur skáldið í titli plötunnar i sam- hengi er vokalísán svonefnda sem - í djasstón- list að minnsta kosti - hefur þá merkingu að skáldið gerir texta við einleikskafla, gamla og nýja, og syngur síðan sólóin. Jon Hendricks er líklega þekktastur þeirra sem lagt hafa þessa kúnst fyrir sig en Fame er ekki nýgræðingur á því sviði heldur. Vokalísan er sem sé einkenni þessa disks og kemur fyrir i nánast öllum lög- unum, hinum nýju, frumsömdu og eldri verk- unum, en þau eru, að Dameron-lögunum und- anskildum, But Not for Me, sem fær alveg frá- bæra meðhöndlun, Doodlin’, Symphony Sid, Do It the Hard Way, Girl Talk þar sem Ben Sidran hjálpar til við sönginn, It Could Happen to You og Lush Life. Fame lætur sér nægja að syngja og er hamm- ond-orgelið víðs fjarri að þessu sinni. Kvartett- inn sem undir leikur skipa saxafónleikarinn Bob Malach sem m.a. á nokkra skemmtilega dúettsólóa með söngvaranum, píanóleikarinn David Hazeltine, bassaleikarinn Peter Was- hington og trommarinn Louis Hayes. Leikur þeirra og söngur foringjans er í toppklassa. Upptakan er með klassísku sniöi líkt og músík- in. Allt tekið upp í einu, söngurinn ásamt hljóð- færunum, og útkoman með skemmtilegustu djassplötum sem undirritaður hefur lengi heyrt. Ingvi Þór Kormáksson Georgie Fame - Poet in New York. Go Jazz, 2000. ___________Menning Umsjón: Silja Aðalsteinsdóttir Heimskór æskunnar í sumar mun Heimskór æskunnar hitt- ast í Venesúela 19. júli og æfa í Merida í tvær vikur. Síðan verður kórinn á tón- leikaferðalagi í Venesúela, Flórída og Lou- isiana í aðrar tvær vikur. Þeir sem vilja taka þátt í þessu ævintýri ættu að búa sig vel undir inntökuprófið í kórinn sem þreytt verður 24. febrúar. Nánari upplýs- ingar fást hjá Þorgerði Ingólfsdóttur kór- stjóra. Heimskór æskunnar var stofnaður 1989 og hefur starfað einn mánuð á hverju sumri á ólíkum stöðum í heiminum. Kór- félagar eru 96 talsins á aldrinum 17 til 26 ára og eru valdir úr hópi þúsunda um- sækjenda hvaðanæva úr heiminum. Þeir þurfa að hafa mjög góða kunnáttu í nótna- lestri og raddbeitingu og reynslu af kór- söng og kórstarfi. Vesturferdir Rithöfundarnir Böðv- ar Guðmundsson og Guðjón Arngrímsson, sem þekktir eru fyrir frábærar bækur sínar um Ameríkufara, eru meðal fyrirlesara á nýju kvöldnámskeiði hjá End- urmenntunarstofhun Háskólans um Vestur- heimsferðir íslendinga í lok 19. aldar og fram undir fyrri heimsstyrjöld. Á nám- skeiðinu, sem hefst 7. febrúar, verður lögð áhersla á að skoða sjálfsmynd og hug- myndir Vestur-íslendinga og íslendinga um sögu vesturfara og horft til þess hvemig af- komendum landnem- anna reiddi af, til dæmis á bókmenntasviðinu. Aðdragandi þess að 15-20 þúsund íslending- ar fluttust vestur um háf verður skoðaður og kynnt segulbandasafn með vestur-íslenskum munnmælasögum. Þá verður sagt frá sendibréfum og öðrum heimildum, svo sem dagbókum, fjallað um daglegt líf, landnám og fyrstu árin vestra og greint frá öílugri bókmennta-, blaða- og timaritaútgáfu. Sérstaklega verður fjallað um höfuðskáld Vestur-íslendinga, Stephan G. Stephansson. Umsjón með námskeiðinu hefur Gisli Sigurðsson, íslenskufræðingur á Árna- stofnun. Fyrirlesarar auk hinna ' ofan- nefndu eru sagnfræðingarnir Helgi Skúli Kjartansson, Davíð Ólafsson, Sigurður Gylfi Magnússon og Vigfús Geirdal, bók- menntafræðingarnir Viðar Hreinsson og Guðrún Björk Guðsteinsdóttir og Anne Brydon, mannfræðingur frá Wilfrid Lauri- er-háskólanum í Waterloo. Námskeiðinu lýkur með heimsókn á Vesturfarasetrið á Hofsósi. Trúarhættir sjómanna Séra Jóhanna Ingibjörg Sigmarsdóttir heldur fyrirlestur í kvöld kl. 20.30 í Sjó- minjasafni íslands, Vesturgötu 8 í Hafnar- firði, í boði Rannsóknarseturs í sjávarút- vegssögu og Sjóminjasafnsins. Fyrirlestur- inn kallar hún „Hafdjúpin eru í hendi þinni - Um trúarhætti íslenskra sjó- rnanna". Aðgangur er ókeypis og allir vel- komnir. Kvikmyndahátíð Kvikmyndahátíðin í Berlín hefst á miðviku- daginn kemur, 7. feb., ef þið eruð á lausu, og opn- unarmyndin er dýrasta evrópska leikna kvik- myndin sem framleidd hefur verið. Hún heitir Enemy of the Gates, er eftir Frakkann Jean-Jacques Annaud (sem líka gerði Nafn rósarinnar, sællar minn- ingar) og kostaði litla sjö milljarða ísl. kr. Hún verður frumsýnd á hátíðinni enda var hún tekin í Þýskalandi og Þjóðverjar lögðu megnið af peningunum í hana. Með- al leikara eru Jude Law, Ed Harris, Rachel Weisz, Joseph Fiennes og Bob Hoskins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.