Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.2001, Page 25
29
Fyrrum og núverandi snillingar,
Wonder Boys, sem frumsýnd
verður á morgun í Sambíóunum
og Nýja bíói Akureyri, er nýjasta
kvikmynd Curtis Hansons og
fyrsta kvikmynd hans frá því
hann leikstýrði hinni rómuðu L.A.
Confidental. Wonder Boys fékk
mjög góðar viðtökur hjá gagn-
rýnendum en einhverra hluta
vegna var aðsókn lítil í Bandaríkj-
unum og furðuðu margir sig á því
þar sem myndin hefur alla burði
til þess að fá góða aðsókn. Þetta
kom aðstandendum myndarinnar
svo mikið á óvart að þeir gerðu til-
raun til að endurdreifa henni í lok
síðasta árs, en allt kom fyrir ekki.
Aðalpersóna myndarinnar er
Grady Tripp (Michael Douglas),
prófessor á sextugsaldri, sem fyrir
sjö árum skrifaði skáldsögu sem
sló í gegn og er talin ein besta
bandaríska skáldsagan. Síðan hef-
ur hann varla komið staf á blað.
Þegar myndin hefst er hann ekki
aðeins með áhyggjur af ókláraðri
skáldsögu, ‘heldur einnig eigin-
konu sem búin er að fá meira en
nóg af honum, ófrískri ástkonu,
myrtu gæludýri, óútreiknan-
legum nemanda og stolnum
bíl. Svo segja má að Tripp
hafi nóg á sinni könnu. Ekki
minnkar það áhyggjurnar
að í deiglunni er bók-
menntahátíð þar sem þessi
fyrrum snillingur á að vera
eitt aðalnúmerið. Það fer svo
að þessi hátið verður að einni
martröð fyrir hann, aðallega
vegna þess að hann er í sam-
fylgd James Leer (Tobey
Maguire) sem er hæfileika-
mesti nemandi Tripps og verð-
andi snillingur á sviði skáld-
skapar. Það sem Tripp gerir sér
ekki grein fyrir i fyrstu er að Leer
er ótrúlega slyngur lygari og þvæl-
ir með lygum sínum prófessorinn í
alls konar vandræði sem svo leiða
til þess að Tripp fer í sjálfskönn-
un.
Auk þeirra Michaels Douglas og
Tobey Maguire leika stór hlutverk
í Wonder Boys Frances McDorm-
and, Robert Downey jr., Katie
Holmes, Rip Torn og Richard
Thomas. Handritið skrifaði Steve
Cloves eftir skáldsögu Michaels
Chabon, en þetta er önnur skáld-
saga hans sem kom út árið 1995 og
hefur fengið ýmsar viðurkenning-
ar.
Curtis Hanson var ljósmyndari
hjá kvikmyndatímariti áður en
hann hóf eigin skriftir og leik-
stjórn. Árið 1978 skrifaði hann
handritið fyrir kanadísku verð-
launamyndina The Silent Partner.
1982 skrifaði hann handrit ásamt
Samuel Fuller, White Dog, sem
Fuller leikstýrði og einu ári síðar
skrifaði hann Never Cry Wolf
ásamt fleirum. 1987 leikstýrði
hann sinni fyrstu
kvikmynd, The
Bedroom
Window, saka-
málamynd með
Steve Gutten-
berg og Isabelle
Hupert.
kjölfar-
ið
komu
tveir
Professor-
inn
Michael Dou-
glas í hlut-
I verki Grady
Tripp sem hef-
ur ekki fengið
bók útgefna í
mörg ár.
spennutryllar sem fengu mjög góð-
ar viðtökur, Bad Influence með
Rob Lowe og James Spader og The
Hand That Rocks the Cradle með
Rebecca DeMornay. Sú mynd
naut mikilla vinsælda. 1994 sendi
hann svo frá sér enn
einn tryllinn, The River
Wild, með Meryl Streep
og Kevin Bacon og var sú
mynd með meiri ævin-
týrablæ en fyrri myndir
hans. L.A. Confidental*
kom næst og setti Han-
son í hóp þeirra leik-
stjóra sem hvað mest
mega sín í Hollywood.
Var myndin verðlaunuð
í bak og fyrir. Wonder Boys er
fyrsta mynd Hansons sem er á
gamansömum nótum.
-HK
Nemandinn
Tobey Maguire teikur nemanda
Tripp, James Leer, sem er ekki
bara efnilegastur nemendanna
heldur óforbetraniegur lygari.
Bítlar skemmta sér
George, John, Ringo og Paui hvíla sig í tveimur barnavögnum.
FIMMTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2001
DV
LJnl.liiiJill
Crouching Tiger, Hidden Oragon
r Frábær kvikmynd. Það er
eins og listin hafl loksins ratað aftur
heim í hölleikahúsið. Maður situr í
sætinu sinu og er borinn gegnum æv-
intýrið, undrandi og þakklátur eins og
bam. En myndin er líka svolítið skrýt-
iti. Leikaramir em allir með sama
íbyggna svipinn og bera fram textann
eins og þeir séu að lesa hann af blaði.
Og ömgglega á einhverri mállýsku sem
þeim er ekki eiginleg. En við héma
uppi á íslandi segjum bravó og tökum
það sem hluta af ævintýrinu. -GSE
Saving Grace
jckrk Saving Grace er fyndin og
skemmtileg mynd allt fram í lokin þeg-
ar endirinn verður að rútinu sem ailt
of oft er notuð. Leikur er frábær.
Brenda Blethyn er slík yfirburðaleik-
kona að það þarf mikið til að skyggja á
hana en í heild er gott jafnvægi í
leiknum og mesti hláturinn kemur frá
kostulegum persónum í litlum hlut-
verkum. -HK
ikingut ickk
Góð kvikmynd sem byggist á þjóð-
sagna- og ævintýrahefð. Myndin fjallar
um grænlenskan dreng sem rekur á ís-
landsstrendur í vetrarhörkum. Aðall
myndarinnar er, líkt og í góðum ævin-
týrum, bamsleg einlægni sem skilar
sér til áhorfenda. Mest áhersla er lögð
á samband Bóasar og Ikínguts og þar
mæðir mikið á hinum ungu leikurum,
Hjalta Rúnari Jónssyni og Hans Tittus
Nakinen. Drengimir ná upp sérlega
góðum og einlægum samleik. Góð fjöl-
skylduskemmtun. -HK
Snatch
r Snatch er hröð og góð skemmt-
un með sterkum höfundareinkennum
Guy Ritchie. Hún er samt þegar að er
gáð frekar innantóm. Stíll Ritchies ger-
ir út á hraða, stutt samtöl, ofbeldi og
margar persónur sem fá að mestu leyti
jafn mikið pláss í myndinni. Þetta
tekst honum af snilld og skipuleggur
hann kaos sitt af stakri snilld og má
greinilega ekki vera að því að kafa
ofan í þunnan söguþráðinn. -HK
Unbreakabie
kk Unbreakable er næstum eins og
The Sixth Sense. Hún er myrk og hæg
en ekki eins ógnvekjandi og fyrirrenn-
arinn. Andblærinn gefur til kynna
hnignun fremur en ógn. Henni tekst
hins vegar að halla um ævintýralegt
efni á raunsæjan hátt; áhorfandinn
trúir henni. Stóri gallinn er hins vegar
endirinn. Tilraun sem er nánast móðg-
un við áhorfendur. -GSE
The 6th Day
kk Þegar Schwarzenegger á í hlut er
oftast mikill hasar og læti og það vant-
ar ekki hasarinn í The 6th Day. Mynd-
in hefur það samt framyfir hefðbund-
inn hasar að vera með áhugaverðan
söguþráð og kemur á óvart stefnu-
breyting sem verður þegar líða fer að
lokum. Því miður hefiir verið of mikið
gert út á hæfileika Schwarzeneggers
sem ekki liggja í töluðu máli á kostnað
sögunnar svo myndin nær aldrei
þeirri reisn sem hæfir sögunni. -HK
myndinni og einnig fengu bræðumir
Óskarinn fyrir besta frumsamda hand-
rit. Coen-bræðumir leita til heimahag-
anna í Minnesota að efniviði í þetta
skiptið og leika sér með séreinkenni
íbúanna og má þar nefna sænskættað-
an hreiminn.
Tlie Big Lebowski
The Big Lebowski var meðal annars
tilnefnd til verðlauna á alþjóðlegu kvik-
myndahátiðinni í Berlín og Evrópsku
kvikmyndaverðlaunanna. Það er Jeff
Bridges sem leikur titilhlutverkið.
0 Brother, Where Art Thou
Þrír samhlekkjaðir fangar strjúka
úr fangavist með það fyrir augum að
nálgast þýfi sem einn þeirra hefur falið
heima hjá sér. Handritið er lauslega
byggt á Ódysseifskviðu Hómers og
Ódysseifurinn Everett og félagar hans
þurfa líkt og fyrirmyndin að kljást við
ýmsar hindranir til þess að ná mark-
miði sinu. Þess má geta að George
Clooney fékk nýlega Golden Globe
verðlaun fyrir leik sinni i myndinni.
Tilverat
Wonder Boys:
Fargo
Steve Buscemi í hiutverki at-
vinnumorðingjans.
A Hard Day’s Night:
Dagur í lífi Bítlanna
Regnboginn frumsýnir á morgun
klassíska meistaraverkið A Hard
Day’s Night með hinum einu og
sönnu Bítlum. Þetta er 35 ára af-
mælisútgáfa myndarinnar og af því
tilefni hefur hún verið endurhljóð-
blönduð og filman hreinsuð til að
tryggja sem best hljóð og myndgæði.
John , Ringo, Paul og George hafa
aldrei verið betri og fara á kostum í
myndinni. Þessi frábæra mynd hef-
ur ekki verið í kvikmyndahúsum
síðan í Tónabíói fyrir mörgum
árum og því tilvalið fyrir alla Bitla-
aðdáendur að sjá loksins myndina
við bestu hugsanleg skilyrði í bestu
gæðum á hvíta tjaldinu. Myndin er
uppfull af uppákomum Bítlanna,
húmorinn er aldrei langt undan og
hin frægu lög kappanna sem allir
þekkja eru sígild gullkorn sem eru
ómissandi fyrir alla Bítlaaðdáend-
ur, unga sem gamla.
Myndin var mikill plús fyrir Bítlana,
sem þóttu sanna í myndinni að það var
meira spunnið í þá heldur en almenn-
ingur hafði gert sér grein fyrir. Einnig
var myndin mikill sigur fyrir leikstjór-
ann Richard Lester sem þðtti takast að
gera „öðruvísi" kvikmynd um popp-
stjömur. Myndin, sem byggð er upp
eins og heimildamynd, segir frá degi í
lífi Bítlanna. Mikil leikgleði einkennir
Bítlana sem enn voru varla búnir að
gera sér grein fyrir því hvað frægir þeir
voru. Þess má geta að Richard Lester
leikstýrði einnig næstu kvikmynd Bítl-
anna, Help, sem þótti einnig góð þó ekki
væri hún í sama gæðaflokki og A Hard
Day’s Night. Mesti munurinn á mynd-
unum er sjálfsagt sá að A Hard Day’s
Night er í svarthvítu en Help í lit.