Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.2001, Blaðsíða 2
2
____________________________________________MÁNUDAGUR 5. FEBRÚAR 2001
Fréttir x>V
Arne Aarhus á meðal 53 áhættustökkvara í sjónvarpsturninum í Kuala Lumpur:
Íslands-Norðmaður fram
af 421 metra háum turni
DV-MYNÐIR ADRENALÍN
Arne í fallhlífarstökki í París
Hann er nú í heimsferö þar sem áhersla er lögö á áhættustökk.
Íslands-Norðmaðurinn Ame Aar-
hus var einn af 53 áhættustökkvur-
um sem fóru fram af sjónvarpsturn-
inum í Kuala Lumpur í Malasíu fyr-
ir helgina. Turninn er 421 metra hár
og er hann fjórða hæsta mannvirki
jarðar.
Stjómvöld í Malasíu heimiluðu
stökkvurunum að fara fram af
turninum. Þeir þurftu því ekki að
líta um öxl til að varast lögregluna,
eins og komist var að orði í sjón-
varpsfrétt CNN um atburðinn.
CNN tók viðtal við Arne en einnig
dagblöð og tímarit. I tölvupósti
sem hann sendi til íslands kvaðst
hann undrandi á þeim móttökum
og athygli sem hann fékk í
Malasiu, m.a. hefði hann haft mik-
ið að gera við að gefa eiginhandar-
421 metrar niöur
Frásögn netútgáfu CNN af stökkinu
þar sem Arne Aarhus fór fram af
sjónvarpsturninum í Kuala Lumpur
fyrir helgina.
áritanir. Hann sagði einn
stökkvaranna hafa rekist utan í
bygginguna en það hefði þó ekki
endað með skelfingu.
„Hann er í rauninni alveg sér-
stakt fyrirbæri hann Arne. Hann er
á gráum svæðum og er til dæmis að
stökkva fram af lágum byggingum
sem fáum dettur í hug,“ sagði Stein-
grímur Dúi Másson, umsjónarmað-
ur þáttarins Adrenalín á Skjá 1.
Stökkið í Kuala Lumpur verður að
likindum sýnt í þætti hans. 27
Bandarikjamenn, 7 Ástralir, 5
Malasíumenn, 3 Kanadamenn, 2
Bretar, og einn frá íslandi, Noregi,
Nýja-Sjálandi og Sviss stukku fram
af turninum.
Ame Aarhus komst í alþjóðlegar
fréttir á síðasta ári þegar hann
varð fyrsti maðurinn til að stökkva
fram af Millenium-parísarhjólinu 1
London. Hann stökk einnig fram af
Skakka tuminum í Pisa á Ítalíu.
Arne er nú í heimsferð sem hófst í
Rússlandi í nóvember en síöan fór
hann til Rómar og varð þá fyrstur
manna til að stökkva fram af
Colosseum byggingunni. Hann hélt
síðan til Brasilíu, þaðan til Chile
Arne í Pisa
Hann fór fram af Skakka turninum.
og er nú í Malasíu en mun svo m.a.
fara til Nýja-Sjálands og förin end-
ar í Bandaríkjunum í vor.
Ame Aarhus, sem á islenska
móður, er búsettur í Noregi og
byggir afkomu sína m.a. á því að
selja myndir og kvikmyndir af
stökkum sínum til fjölmiðla. -Ótt
Séra Hjálmar Jónsson í hempuna á ný:
Þingmenn geta þjónað Guði
- segir stjórnmálamadurinn sem saknaði kirkjunnar
„Ég gat ekki hugsað mér að
brenna inni í pólitíkinni," sagði
séra Hjálmar Jónsson, fyrrverandi
þingmaður Sjálfstæðisflokks í Norð-
urlandskjördæmi vestra, skömmu
eftir innsetningu sína í embætti
dómkirkjuprests í gær.
Séra Hjálmar er hættur afskipt-
um af stjórnmálum og ætlar að
helga sig prestsstarfinu.
„Ég er að snúa aftur í mitt köllun-
arstarf eftir 10 ágæt ár í pólitíkinni.
Aðdragandinn hefur verið langur og
ég hef hugsað málið siðastliðið ár.
Ég var farinn að finna fyrir því að
ég fjarlægðist kirkjuna og það vildi
ég ekki að gerðist. Stjórnmálin eru
að breytast með nýrri kjördæma-
skipan og það opnaði mér kjörið
tækifæri til að skipta yfir í prests-
starfið aftur. Ég hverf sáttur frá
þingmennsku," segir Hjálmar, sem
var prestur á Sauðárkróki áður en
hann sneri sé að stjómmálum.
Stjórnmálin innantóm
Hjálmar segir stjórnmálin innan-
tóm á köflum en síst erfiðari en
prestsstarfið.
„Þetta eru að því leytinu lík störf
að þau snúast bæði um að þjónusta
fólkið í landinu. Andlegur og ver-
aldlegur hagur fer oft saman og þar
mætast þessi tvö störf. Ég tel prests-
starfíð hins vegar vera meira gef-
andi. Mér finnst satt að segja að þar
sé meiri tilgangur. Pólitíkin er
stundum svolítið innantóm. Ég er
ekki að flýja af hólmi og er ekki að
fara í auðveldara starf. Það fylgir
því síst minni erill og umfang að
vera prestur en stjórnmálamaöur,"
segir hann.
Séra Hjálmar og fjölskylda hans
hafa saknað prestsstarfsins síðustu
ár.
„Fjölskyldan hefur veitt mér full-
an stuðning i þessu máli og börnin
DV-MYND EINAR J.
Hverfur frá þingmennsku
Fjölmenni var í Dómkirkjunni í Reykjavík í gærdag þegar séra Hjálmar Jónsson, fyrrverandi alþingismaöur, var settur í
embætti dómkirkjuþrests. Vel fór á meö herra Karli Sigurþjörnssyni biskupi og Hjálmari eftir athöfnina.
mín höfðu það á orði að við værum
prestsfjölskylda og ættum að vera
það. Á Kristnitökuhátíðinni í sumar
saknaði ég þess að vera ekki að
messa og gerði mér grein fyrir því
að ég vildi ekki hverfa frá kirkj-
unni. Það er ekki síður verk að
vinna á því sviðinu en i stjórnmál-
unum og ég tel mig gefa mest af mér
sem prestur,“ segir hann.
Hjálmar segist ekki hafa lagt
Biblíuna á hilluna þó hann hafi far-
ið í pólitík.
„Menn geta þjónað Guði sínum
þótt þeir séu ekki að messa. Það
skiptir ekki máli við hvað menn
starfa, þeir eru með Guði ef þeir
standa sig vel. Þingmenn líka,“ seg-
ir séra Hjálmar Jónsson, fyrrver-
andi stjórnmálamaður.
-jtr
Björk veröiaunuð
Björk fékk verð-
laun fyrir bestan
leik konu í aðal-
hlutverki fyrir
kvikmyndina
Dancer in the
Dark þegar dönsku
kvikmyndaverð-
launin voru afhent
í Kaupmannahöfn í gærkvöldi. Þá
fékk hún verðlaun fyrir bestu
kvikmyndatónlistina, en hún deil-
ir verðlaununum með Mark Gell.
Fiskvinnsla í bobba
Forsvarsmenn Starfsgreinasam-
bandsins ætla á fund ríkisstjórn-
arinnar í næstu viku og gera
henni grein fyrir slæmu atvinnu-
ástandi í fiskvinnslu. Undanfarið
hefur fiskvinnslufólki víða á land-
inu verið sagt upp störfum. Starfs-
greinasambandið mun funda
vegna þessa og í kjölfar þess verð-
ur gengið á fund ráðherra. Ríkis-
sjónvarpið greindi frá.
Mýflugur vaknaðar
Bílstjóra sem ók vestur Mýrar 1
gær brá nokkuð þegar hann ók í
gegnum mýflugnager og fannst
honum helst sem komið væri há-
sumar. Auk þess sem mýflugurn-
ar eru vaknaðar til lífsins hefur
skarfurinn sést skríða upp á sker-
in á Breiðafirði, en þaö gerist
sjaldnast fyrr en í apríl. RÚV
greindi frá.
Samdráttur í bílasölu
Sala á nýjum bílum dróst sam-
an um tæplega 42 prósent í nýliön-
um janúarmánuði miðað við sama
mánuð á síðasta ári. Um 645 nýjar
bifreiðar seldust nú en voru 1105 í
janúar í fyrra. Mbl. sagði frá.
Versta fyrirkomulagið
Norskur laga-
prófessor í alþjóða-
rétti sagði í sam-
tali við RÚV að
EES samningur-
inn sé stjórnskip-
unarlegur óskapn-
aður og það sé út
frá lýðræðislegu
og stjórnarskrárlegu sjónarmiði
versta hugsanlega fyrirkomulagið
að þjóðir taki upp löggjöf sem þær
hafa ekkert haft með að semja.
Kostnaður 870 þúsund
Kostnaður ríkisins vegna starfs-
hóps sem settur var á fót til að
fara yfir svokallaðan örykjadóm
Hæstaréttar, nemur 870 þúsund
krónum.
Þetta eru 10% allra viðbótar-
greiðslna sem inntar voru af
hendi til öryrkja um mánaðarmót-
in, en þær námu 8,1 miljón til 676
manns. Sjónvarpið greindi frá.
Á laugardag
voru niðurstöður
kunngerðar í póst-
atkvæðagreiðslu
um nýgerða kjara-
samninga Rafiðn-
arðarsambands ís-
lands við Lands-
virkjun og Xand-
símann h/f. Samningarnir voru
samþykktir með afgerandi hætti.
Eldur í bíl
Slökkviliðið á höfuðborgar-
svæðinu var kallað að logandi bif-
reið við Nóatún í Rofabæ i Reykja-
vik á laugardagskvöldið. Þegar
slökkviliðið bar að garði var bíll-
inn alelda. Enginn slasaðist við at-
vikið en bíllinn er ónýtur eftir log-
ana. Grunur leikur á að um
íkveikju hafi verið að ræða og
rannsakar lögreglan i Reykjavík
nú upptök eldsins. -jtr/SMK
Samþykkt