Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.2001, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.2001, Blaðsíða 13
MÁNUDAGUR 5. FEBRÚAR 2001 I>V Fréttir 13 DV-MYND JÚLÍA IMSLAND. Undirritun Siv Friðleifsdóttir umhverfisráöherra og Albert Eymundsson bæjarstjóri undirrita aðalskipulag fyrir Sveitarfélagið Hornafjörð Aðalskipulag Hornafjarðar til 20 ára samþykkt: Ýmis ágreiningur til lykta leiddur DV, HORNAFIRÐI:_____________________ Bæjarstjórn Hornafjaröar hefur samþykkt og gengið frá aðalskipu- lagi til næstu 20 ára í Sveitarfélag- inu Hornafirði. Nokkur ágrein- ingsatriði voru um þetta framtíð- arskipulag og þá einkum breyting- ar á vegarstæöum, en að sögn Helga M. Pálssonar verkfræðings náðist með málamiðlun samkomu- lag um þessi atriði. Meðal þeirra atriða sem mest voru til umræðu í aðalskipulaginu var Hverfisvernd, þar sem eru ákvæði um verndun sérkenna eldri byggðar eða annara menn- ingarsögulegra minja, náttúru- minja eða trjágróðurs án þess að um lögformlega friðun sé að ræða, einnig breytingu á núverandi vegarstæði þjóðvegar eitt í sveitar- félaginu. Mestur var ágreiningur um nýtt brúar- og vegarstæöi yfir Hornafjarðarfljót en stefnt er að því að nýr vegur komi frá Tjörn á Mýrum og beina línu í Hafnames og er það 10 km stytting á núver- andi akstursleið. Ibúðabyggð verður stækkuð á Leirusvæðinu og ný byggð verður norðan vatnstanka og að Ægis- síðu, áætlað fyrir 450 íbúðir. „Þetta er fyrsta aðalskipulagið sem unnið er í samræmi við ný lög og eina skipulagið, eftir því sem ég best veit, sem nær yfir heila sýslu og jafn stórt svæði og þetta,“ sagði Albert Eymundsson bæjarstjóri við undirritun aðalskipulagsins. Albert sagði að gerð aðalskipulags- ins hefði verið mikið verk og tíma- frekt þar sem allt hefði verið unn- ið frá grunni og öll áhersla lögð á að vanda verkið sem best, og þó aö þetta sé gert til 20 ára þarf slíkt skipulag að vera í stöðugri endur- skoðun. -Júlía Imsland útSQlan er hafin i.OsO.OOO- 750.000- í febrúar og mars Lotus TexStyle pappírsdúkar 50 metrar, 8 litir. Lotus veisluservéttur 40x40 cm 150 stk. í pakka, 13 litir. Lowboy kerti í qleri, 70 klst. brennsíutími, 6 litir. Tilboð Réttarhálsi 2*110 Reykjavík • Sími 520 6666 • Bréfasími 520 6665 • sala@rv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.