Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.2001, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.2001, Blaðsíða 26
42 MÁNUDAGUR 5. FEBRÚAR 2001 DV Ættfræði Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson :ima 90 ára______________________________ Valdimar Jónsson, Hjallaseli 55, Reykjavík. 85 ára______________________________ Helga Jónsdóttir, Skúlagötu 40, Reykjavík. Sveinbjörg Sveínsdóttir, Bleiksárhlíö 56, Eskifirði. Þorbjörg Jónsdóttir, Jökulgrunni 20, Reykjavík. 75 ára______________________________ Guðbjörg Jónsdóttir, Langholtsvegi 134, Reykjavík. Kristján Ásgeirsson, Fjaröarvegi 3, Þórshöfn. 60 ára______________________________ Anna María Einarsdóttir, Borgarholtsbraut 70, Kópavogi. 50 ára______________________________ Agnes Björk Magnúsdóttir, Hlíöarvegi 11, Hvammstanga. Albina Balani Ligan, Rauöarárstíg 11, Reykjavík. Cathy Ann Josephson, Ytri-Hlíö 2, Vopnafirði. Elín Einarsdóttir, Brekkubraut 17, Akranesi. Hanna Lilja Guöleifsdóttir, Sörlaskjóli 44, Reykjavík. Hreggviöur Norödahl, Álfhólsvegi 93, Kópavogi. Jón Helgason, Kambahrauni 12, Hveragerði. Lilja Guömundsdóttir, Reykjavíkurvegi 48, Reykjavík. María Evangeline Bjarnason, Brúarlandi, Akureyri. Óla Björg Magnúsdóttir, Botnahlíö 13, Seyöisfiröi. Sigurður U. Kristjánsson, Birkihvammi 3, Kópavogi. 40 ára______________________________ Einar Eyiand, Kotárgerði 12, Akureyri. Ema Noröfjörö Ólafsdóttir, Hólabraut 5, Hafnarfirði. Ingimar Jónsson, Marargrund 13, Garðabæ. ísleifur Helgi Waage, Fjallalínd 13, Kópavogi. Magnús Baldursson, Engjavegi 18, Selfossi. Sævar Kristmundsson, Langholtsvegi 51, Reykjavík. Þorbergur Arnar Einarsson, Gilsbakka, Kópaskeri. ---------T-------------------------- jjrval góður ferðafélagi - til fróðleiks og skemmtunar á ferðalagi eða bara heima í sófa Persónuleg, alhliöa útfararþjónusta. Sverrir Olsen Sverrir Elnarsson útfararstjóri útfararstjóri Útfararstofa íslands Su&jrhlfö35 • Slmi 581 3300 allan sólarhringinn. v/v/w.utfararstofa.ehf.is/ Alexander H. Jóhannsson, fyrrv. lóöaskrárritari, Steinagerði 17, lést á hjartadeild Landspítalans í Fossvogi fimmtud. 1.2. Ámi B. Jónasson tæknifræöingur, Þorragötu 9, Reykjavík, lést aöfaranótt föstud. 26.1. á Vífilsstaðaspítala. Útförin hefur fariö fram í kyrrþey aö ósk hins látna. Leila S. Stefánsson lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli aö kvöldi fimmtud. 1.2. John Wheeler verkfræðingur varö bráökvaddur á heimili sínu, Meza, Arizona, fimmtud. 1.2. Níræður Ragnar Jóhannsson fyrrv. skipstjóri og kaupmaður Ragnar Jóhannsson, fyrrv. skip- stjóri og kaupmaður, Lönguhlíð 15, Reykjavík, er níræður í dag. Starfsferill Ragnar fæddist í Bolungarvík en ólst upp á ísafirði. Hann fór ungur til sjós, stundaði sjómennsku á bát- um frá ísafirði og lauk prófum frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1932. Ragnar var skipstjóri á bátunum Huganum og Gróttu frá ísafirði á stríðsárunum og til 1947. Þá tók hann við og varð skipstjóri á einum nýsköpunartogaranum, ísborginni frá ísafirði. Ragnar var skipstjóri á ísborg- inni til 1953 er hann lét af sjó- mennsku og kom í land af heilsu- farsástæðum. Ragnar og fjölskylda hans fluttu þá til Reykjavíkur. Þar varð hann eigandi raftækjaverslunarinnar Lampans við Laugaveg sem hann og kona hans starfræktu til ársins 1982. Þá lét hann af störfum og sett- ist i helgan stein. Fjölskylda Ragnar kvæntist 6.12. 1941 Ástu Finnsdóttur, f. 10.9. 1919, húsmóður og verlunarmanni við raftækja- verslunina Lampann. Foreldrar hennar voru Finnur Jónsson, f. 28.9. 1894, d. 30.12. 1951, framkvæmda- stjóri, forseti Alþýðusambands Vest- fjarða, alþm. og ráðherra, og k.h., Auður Sigurgeirsdóttir, f. 2.4. 1888, d. 20.6. 1935, húsmóðir. Sonur Ragnars og Ástu er Bragi Ragnarsson, f. 5.3.1942, starfsmaður Eimskipafélags Islands, búsettur í Reykjavík, kvæntur Jónínu Gissur- ardóttur og eru böm Braga Valgerð- ur, f. 7.8. 1965, Ragnar, f. 1.4. 1966, Haukur Þór, f. 5.5. 1969, Hörður Örn, f. 5.5. 1969, Finnur Tjörfi, f. 28.9. 1977, og Bryndís Ásta, f. 18.8. 1978. Systkini Ragnars: Unnur Jó- hannsdóttir, f. 16.6. 1912, d. 5.5. 1979, búsett í Reykjavík; Aðalsteinn Jó- hannsson, f. 6.8. 1913, d. 12.6. 1998, tæknifræðingur og kaupmaður í Reykjavík; Guðrún Þórdís Jóhanns- dóttir, f. 27.8. 1914, d. 11.1. 1990, hús- móðir í Reykjavík; Sigurlaug Krist- ín Jóhannsdóttir, f. 17.1. 1917, hús- móðir í Reykjavík; Jóhann Jóhanns- son, f. 8.8. 1919, kennari á Seyðis- firði. Foreldrar Ragnars voru Jóhann Jónsson Eyfirðingur, f. 26.4. 1877, d. 20.10. 1959, útgerðarmaður og kaup- maður í Bolungarvík og á ísafirði, og k.h., Salome Gísladóttir, f. 27.11. 1886, d. 17.4. 1920, húsmóöir. Ætt Meðal bræðra Jóhanns voru Þor- steinn og Jón Eyfirðingar. Jóhann var sonur Jóns, b. á Hofi í Svarfað- ardal, bróður Snjólaugar Guðrúnar, móður Jóhanns Sigurjónssonar skálds og Jóhannesar Baldvins, óð- alsb. á Laxamýri, afa Benedikts Ámasonar leikstjóra, föður Einars tónlistarmanns. Snjólaug Guðrún var einnig móðir Snjólaugar, móður Sigurjóns Sigurðssonar, fyrrv. lög- reglustjóra, föður Jóhanns, forstjóra Hafrannsóknastofnunar. Systir Sig- urjóns lögreglustjóra var Ingibjörg, móðir Magnúsar Magnússonar, rit- höfundar og fyrrv. dagskrárgerða- manns hjá BBC og fyrrv. rektors Edinborgarháskóla, foður rithöf- undanna og dagskrárgerðarmann- anna, Sallýjar og Þorbjargar. Jón á Hofi var sonur Þorvalds, b. á Kross- um, Gunnlaugssonar, ættfoður Krossaættar, Þorvaldssonar. Móðir Jóns á Hofi var Snjólaug Baldvins- dóttir, pr. á Upsum, Þorsteinssonar og Filippíu Erlendsdóttur. Móðir Jó- hanns Eyflrðings var Anna Jóns- dóttir, læknis í Klaufabrekknakoti í Svarfarðardal, Halldórssonar, b. á Syðra-Hvarfi, Ingjaldssonar. Móðir Jóns var Arnfríður Jónsdóttir úr Bárðardal. Móðir Önnu var Þórdís Bjamadóttir. Móðir Ragnars, Salóme, var dótt- ir Gísla Sveins, b. í Ármúla í Naut- eyrarhreppi við ísafjaröardjúp, Gíslasonar og Sigurveigar Hjalta- dóttur. Sextugur Ástvaldur Valtýsson vélstjóri í Vestmannaeyjum Fertug Guðbjörg Halldóra Ólafsdóttir leiðbeincmdi við leikskóla Ástvaldur Valtýsson, vélstjóri og framkvæmda- stjóri, Hrauntúni 37, Vest- mannaeyjum, er sextugur i dag. Starfsferill Ástvaldur fæddist í Vestmannaeyjum og ólst þar upp. Hann var þar í bama- og gagnfræðaskóla i Eyjum og lauk vélskólaprófi þar. Ástvaldur stundaði lengi sjó- mennsku sem vélstjóri bæði á bát- um annarra og sínum eigin, s.s. Árntý VE 115. Eftir að hann kvænt- ist var hann búsettur í Keflavík um árabil. Þau hjónin fluttu síðan til Vestmannaeyja 1972 og hafa verið þar búsett síðan. Ástvaldur stundaði sjómennsku í Keflavík og starfaði þar m.a. á véla- verkstæði. Hann stofnaði fiskverk- unina Kinn í Vestmannaeyjum, ásamt fjölskyldu sinni, 1987, og hafa þau starfrækt hana síðan. Fjölskylda Ástvaldur kvæntist 6.6.1964 Hall- dóru Sigurðardóttur f. 21.7. 1945, húsmóður. Foreldrar hennar voru Sigurður Sumarliðason f. 28.7. 1913, d. 1996, og María Magnúsdóttir f. 20.5. 1909, d. 1993. Dætur Ástvalds og Hall- dóm eru Stefanía, f. 28.2. 1964, skrifstofumaður í Vestmannaeyjum, gift Guðbirni Ármannssyni og eiga þau þrjú böm; Ásta María, f. 28.10. 1966, starfrækir veisluþjónustu í Vestmannaeyjum, ásamt manni sínum, gift Grími Þór Gíslasyni og eiga þau þrjú börn; Una Sigrún, f. 6.3. 1972, starfsmaður við veisluþjónustu og hjá Kinn í Vestmannaeyjum, gift Magnúsi Frey Valssyni og eiga þau tvö börn. Systkini Ástvalds: Helga, f. 1928, Jóhanna, f. 1930, búsett í Garðabæ; óskírð, f. 1931, dó í frumbernsku; Ása, f. 1939, dó ung; Vilborg, f. 1936, dó ung; Sveinn, f. 1937, búsettur í Hafnarfiröi; Guðbrandur, f. 1939, bú- settur í Njarðvík; Auðberg Óli, f. 1944, nú látinn; Kristín f. 1946, bú- sett í Vestmannaeyjum; Jón, f. 1948, búsettur í Vestmannaeyjum; Sigríð- ur f. 1949, nú látin; Óskar f. 1951, í Vestmannaeyjum. Uppeldissystir Ástvalds er Ásta María, f. 1947, búsett í Eyjum. Foreldrar Ástvalds voru Valtýr Brandsson f. 3.6. 1901, d. 1976, og Ásta Sigrún Guðjónsdóttir f. 5.9. 1905, d. 1999. Guðbjörg Halldóra Ólafsdóttir, leiðbeinandi á leikskólanum Efsta- hjalla Kópavogi og nemi í Háskólanum á Ákureyri, Efstahjalla 25, Kópavogi, er fertug í dag. Starfsferill Guðbjörg fæddist í Stykkishólmi og ólst þar upp. Hún lauk grunnskólanámi í Stykkishólmi 1977, var dagmóðir í Kópavogi 1982-94 og hefur unnið á leikskólanum Efstahjalla frá 1994. Þá er hún í fjarnámi í leikskóla- fræðum við HA. Guðbjörg hefur set- ið í stjórn Starfsmannafélags Kópa- vogs undanfarið ár. Fjölskylda Guðbjörg giftist 20.11. 1982 Þor- varði Einarssyni, f. 21.11. 1957, veggf.- og dúklagningameistara. Hann er sonur Einars Þorvarðar- sonar, veggf.- og dúklagningameist- ara í Reykjavík, og Ingibjargar Sig- valdadóttur verslunarmanns sem lést 1990. Seinni kona Einars er Guöbjörg Benjamínsdóttir. Böm Guðbjargar og Þorvarðs eru Elin María Þorvarðardóttir, f. 27.7. 1978, verslunarmaður; Einar Þor- varðarson, f. 12.5. 1982, nemi í Iðn- skólanum í Reykjavík, en unnusta hans er Rebekka Ingadóttir, nemi í MH; Emilía Ólöf Þorvarðar- dóttir, f. 8.11. 1988, nemi. Dóttir Þorvarðar frá því áður er Margrét Unnur. Systkini Guðbjargar eru Sævar Berg Ólafsson, f. 22.2. 1959, bátsmaður á Skagaströnd, kvæntur Hjálmfríði Guðjónsdóttur kennara og eiga þau tvo syni; Ægir Þór Ólafsson, f. 7.10. 1965, vélstjóri í Stykkishólmi, kvæntur Eydísi B. Eyþórsdóttir hárgreiðslumeistara og eiga þau þrjú börn; María Bryn- dís Ólafsdóttir, f. 12.4. 1967, starfs- maður hjá Þórsnesi í Stykkishólmi, gift Ásgeiri Guðmundssyni háseta og eiga þau þrjú börn. Foreldrar Guðbjargar: Ólafur Þórir Sighvatsson, f. 30.5. 1929, fyrrv. skipstjóri og nú starfsmaður hjá Sæferðum í Stykkishólmi, og k.h., Ýr Viggósdóttir, f. 7.4. 1934, húsmóðir. Foreldrar Ólafs voru Sighvatur Einarsson, b. á Tóftum við Stokks- eyri, og Guðbjörg Halldóra Brynj- ólfsdóttir. Foreldrar Ýrar voru Viggó Bjamason, sjómaður í Stykkis- hólmi, og Maria Þórðardóttir. Morkir íslendingar Jón Auðuns dómprófastur fæddist á ísa- firði 5. febrúar 1905. Foreldrar hans voru Jón Auðunn Jónsson, framkvæmda- stjóri og alþm. á ísafirði, og k.h., Mar- grét Guðrún Jónsdóttir, pr. á Stað á Reykjanesi, Jónssonar. Bróðir Margrét- ar var Magnús, pr. á Stað. Systir Jóns dómprófasts var Auður Auðuns alþm. en hún var fyrsta konan í embætti borgarstjóra í Reykjavík og jafnframt fyrsta íslenska konan sem varð ráð- herra. Jón lauk stúdentsprófi í Reykjavík 1924, guðfræðiprófi viö Háskóla íslands 1929 og stundaði framhaldsnám í saman- burðarguðfræði og helgisiðafræði í Marburg og í París. Jón var kosinn forstöðumaður Fríkirkju- safnaðarins í Hafnarfirði 1930, var jafn- framt forstöðumaður Frjálslynda safnað- arins í Reykjavik frá 1941, var skipaður prestur við Dómkirkjuna í Reykjavík 1945, var skipaður dómprófastur í Reykjavíkurprófastsdæmi 1951 og gegndi þeim embættum til 1973 er hann lét af störfum af heilsufarsástæð- um. Þá var hann forstöðumaður Lista- safns Einars Jónssonar frá 1970. Jón var frjálslyndur í guðfræðilegum efnum. Hann var einlægur spiritisti og forseti Sálarrannsóknarfélags íslands 1939-1963. Þá gegndi hann ýmsum öðrum trúnaðarstörfum, sat m.a. i Barnaverndar- ráði og Safnarðarráði Reykjavíkur. Jón Auöuns Allt til alls ►I 550 5000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.