Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.2001, Blaðsíða 6
6
MÁNUDAGUR 5. FEBRÚAR 2001
!DV
Fréttir
Línur skýrast varðandi varaformannsframboð í Framsóknarflokki:
Guðni í framboð
- helmingur þingflokksins gælir við varaformennskuna
Guðni Ágústsson landbúnöarráð-
herra mun samkvæmt óyggjandi
heimildum DV gefa kost á sér til
varaformennsku í Framsóknar-
flokknum. Aðeins Ólafur Öm Har-
aldsson, alþingismaður Framsókn-
arflokks i Reykjavík, hefur gefið út
að hann bjóði sig fram til varafor-
mennsku í flokknum á landsþingi í
mars en þess er beðið að Guðni gefi
yfirlýsingu.
Aðrir þingmenn flokksins bíða
átekta. Þeir sem helst eru nefndir í
varaformannsslag auk Ólafs og
Guðna landbúnaðarráðherra eru
Kristinn H. Gunnarsson þingflokks-
formaður, Jónína Bjartmars, for-
maður heilbrigðisnefndar, Hjálmar
Ámason og Siv Friðleifsdóttir um-
hverfisráðherra. Innan Framsókn-
arflokks hefur verið nokkur vilji til
að stilla upp konu við hliö for-
mannsins. Lengi vel var talið að
Valgerður Sverrisdóttir viðskipta-
ráðherra myndi gefa kost á sér en
hún gaf það frá sér á frægum þing-
flokksfundi í fyrrasumar eins og DV
greindi frá á sínum tíma. Hjálmar
Árnason alþingismaður hefur
einnig verið orðaður við framboö.
„Ég met stöðuna í ljósi hvatningar
og flokkslegra hagsmuna," sagði
Hjálmar í gærkvöld. Hann sagði
ákvörðun Guðna ekki skipta neinu í
því sambandi en þeir munu verða í
sama kjördæmi í næstu kosningum.
Reynir Traustason
Merkir svsði
Það er skoðun margra að ákvörð-
un Ólafs Amar snúist ekki síst um
það aö Jónína Bjartmars hefur ekki
gefið frá sér möguieikann á fram-
boði. Jónína var varaþingmaður
Alfreö . Guðni
Þorsteinsson Ágústsson
Enginn áhugi. Tekur slaginn.
Jónína Olafur Orn
Bjartmars Haraldsson
íhugar framboö. Merkir sér
............. svæöi.
ÓMs áður en Finnur fór í Seðla-
bankann og með framboði er talið
að Ólafur vilji hafa línur skýrar á
því að hann sé oddviti flokksins.
Hann sé með framboði sínu að
merkja sér svæði. Ólíklegt er talið
að Ólafur Örn nái kjöri og jafnframt
er ólíklegt að Jónína nái kjöri fari
hún í framboð. Hún þótti að vísu
standa sig einstaklega vel í öryrkja-
málinu en hefur ekki það bakland
sem nauðsynlegt er. Kenningar eru
uppi innan flokksins um aö Halldór
Ásgrímsson formaður sé hlynntur
því að Jónína verði varaformaður
en Halldór hefur opinberlega ekkert
gefið upp um afstöðu sína í þeim
efnum. Sjálf segist Jónína enn ekki
hafa ákveðiö sig og framboð Ólafs
Amar hafi ekki áhrif á ákvörðun
hennar.
Kristinn hugsi
Sömuleiðis eru líkur á því að
Kristinn H. Gunnarsson, alþingis-
maður og formaður stjómar
Hjálmar
Árnason
Framboö hugs-
anlegt.
Gunnarsson
íhugar framboö.
Siv
Friölelfsdóttir
Fall yröi þung-
bært.
Valgeröur Sverr-
isdóttir
Ekki í framboð.
Byggðastofnunar, taki slaginn. „Ég
er að velta þessu máli fyrir mér í al-
vöru,“ sagði Kristinn í samtali við
DV í gær. Hann þvertók fyrir að
hafa þegar tekið ákvörðun um fram-
boð. „Þetta skýrist á næstunni,"
sagði Kristinn sem kominn er í
miklar álnir innan Framsóknar-
flokksins og hefur sterka stöðu sem
þingflokksformaður og stjómarfor-
maður Byggðastofnunar. Guðni
Ágústsson landbúnaðarráðherra og
Kristinn róa á svipuð mið hvað fylgi
varðar enda báðir landsbyggðar-
menn.
Siv þögui
Siv Friðleifsdóttir umhverfis-
ráðherra féll í varaformannsslag
við Finn Ingólfsson á síðasta
landsfundi. Það varð henni nokk-
urt pólltískt áfaU. Nú mun Siv enn
vera að hugsa um framboö. I
stuðningsmannahópi hennar eru
skiptar skoðanir á því hvort hún
eigi að stíga það skref. Hluti
stuðningsmanna hennar leggst
gegn því á þeim forsendum að það
yrði henni gífurlegt póHtískt áfall
að falla öðru sinni í varafor-
mannsslag. Hún fengi á sig stimp-
H sem endast myndi það sem eftir
lifði af stjórnamálaferlinum. Aðr-
ir telja henni vera sigurinn vísan
og því ekkert að óttast. Siv gaf
sjálf ekkert út á þessar vangavelt-
ur þegar DV ræddi við hana í gær.
„Ég gef engar yfirlýsingar að svo
stöddu," sagði Siv sem var að und-
irbúa sig fyrir kjördæmisþing.
Ljóst er að helmingur þing-
flokks Framsóknarflokksins gælir
við varaformennskuna. Aðeins
ísólfur Gylfi Pálmason alþingis-
maður, Ingibjörg Pálmadóttir heH-
brigðisráðherra, Páll Pétursson fé-
lagsmálaráðherra og Jón Krist-
jánsson alþingismaður hafa ekki
verið orðuð við varaformennsku.
Alfreð áhugalaus
Á meðal þeirra sem nefndir
hafa verið tH sögu er Alfreð Þor-
steinsson borgarfulltrúi sem á sín-
um tima gaf í DV ádrátt um að
hugsanlega tæki hann slaginn. Al-
freð er I dag fráhverfur framboði.
„Ég hef engan áhuga á varafor-
mennsku," segir Alfreð og bætti
við: „Ég hef engar væntingar eða
óskir í þá veru.“
Eins og staðan er í dag verður
að telja Guðna langlíklegastan til
að hreppa hnossið; taki hann slag-
inn. DV náði ekki sambandi við
Guðna Ágússson landbúnðarráð-
herra í gær vegna málsins. Víst er
að hann mun mæta harðri sam-
keppni Sivjar Friðleifsdóttur,
Kristins H. Gunnarssonar og Jón-
ínu Bjartmars leggi þau í landbún-
aðarráðherrann á annað borö. Það
styrkir stöðu Guðna að hann þyk-
ir komast vel frá erfiðum málum í
ráðuneyti sínu svo sem norsku
fósturvísunum og innflutningi á
írsku nautakjöti. Þaö er mat
margra viðmælenda DV að leið
hans á varaformannnstólinn sé
því nokkuð greið.
Krakkakot, nýr leikskóli í Hornafirði:
72 pláss útrýma biðlistanum
DV, HORNAFIRÐI:
Snæfríöur leik-
skólastjóri
Ánægö meö
aöstööuna í
Krakkakoti.
Nýr leikskóli,
Krakkakot, var tek-
inn i notkun á Höfn
nýlega. Nýi skólinn
er ætlaður fjögurra
og fimm ára börn-
um og er þar pláss
fyrir 72 börn sem
skipt er í tvær
deHdir. Langir
biðlistar hafa verið
eftir leikskólaplássi
en með tilkomu
þessa nýja leikskóla
eru þeir úr sögunni, a.m.k. í bili.
Fyrir voru leikskólamir Löngu-
hólar og Óli Prik sem nú verða fyrir
yngri bömin niður í eins og hálfs
árs. Snæfríður Svavarsdóttir er leik-
skólastjóri i Krakkakoti og er hún
Krakkakot
Myndarleg bygging þar sem ungir Hornfiröingar munu fá sína fyrstu menntun.
DV-MYNDIR JÚLÍA IMSIAND
Leiraö í Krakkakoti
Börnin hafa gaman af aö leira en í sumar, þegar sól hækkar á lofti, munu
þau fást viö ræktun á lífrænum garöávöxtum.
mjög ánægð með aUa aðstöðu í nýja
skólanum. „Við fáum stórt útivistar-
svæði hér við skólann og það æflum
við að nýta okkur vel og vera með
matjurtagaröa þar sem bömin taka
þátt í lífrænni ræktun," segir Snæ-
fríður. „Við fáum tunnu fyrir lífræn-
an úrgang og ætlum að fá bömin til
að taka þátt í að flokka það sem
henda þarf og koma því í tunnuna.
Áhersla verður lögð á útivist og
hreyfingu og, sem sagt, viö ætlum að
tfleinka okkur sem aUra heUsusam-
legast lífemi hér í Krakkakoti.“
Krakkakot er að Víkurbraut 28,
við hliðina á húsum þar sem ein-
göngu eldri borgarar búa.
-Júlía Imsland
Sandkorn
___________Ö rnsjón:
Gyifi Kristjánsson
netfang: sandkorn@ff.ls
Feimið stórskáld
Stórskáldið
Gyrðir EUasson,
sem hlaut íslensku
bókmenntaverð-
launin í flokki fag-
urbókmennta,
vakti nokkra at-
hygli við verð-
launaafhending-
una á Bessastöð-
um. Skáldið er afar feimið og dag-
skrárgerðarmaður Rásar 2, sem
hugðist ræða við Gyrði að afhending-
unni lokinni, sagði að skáldið hefði
fólnað þegar það var beðið um viðtal
og treysti sér ekki í slík stórræði.
Guðmundur PáU Ólafsson, sem
hlaut verðlaunin í flokki fræðirita, er
hins vegar greinUega ekki jafn mikið
tfl baka og lét sig hafa það að raula
og blístra fyrir fina fólkið á Bessa-
stöðum í sínu þakkarávarpi.
Ég elska...
Viðtöl við
íþróttamenn fyrir
og eftir kappleiki
era yfirleitt á einn
veg: Fyrir leikina
segjast þeir vera
bjartsýnir og ætla
að berjast til sig-
urs og að þeim jg;
loknum koma svo
afsakanirnar í löngum bunum hafi
væntingamar ekki gengið eftir. Þetta
var oftast hlutskipti handboltamanna
okkar á heimsmeistaramótinu í
handbolta og sagði t.d. Ólafur Stef-
ánsson fyrir leikinn við Júgóslavíu
að ekkert kæmi tU greina annað en
sigur. En hann sagði fleira og kom á
óvart. Hann horfði í linsu upptöku-
vélar Sjónvarpsins og sagðist elska
fjölskyldu sína. Hingað til hafa
bandarískir íþróttamenn verið einir
um slikar yfirlýsingar í sjónvarpsvið-
tölum en hver veit nema þama hafi
Ólafur gefið tóninn fyrir það sem
koma skal. Og þá bæta menn vænt-
anlega við, eins og þeir bandarísku
gera jafnan, að þeir elski land sitt,
forseta og fána.
Kristján heitur?
Vangaveltur eru
hafhar um það
hverjir muni leiða
lista Sjálfstæðis-
flokksins í hinu
nýja norðaustur-
kjördæmi í kosn-
[ ingunum 2003.
Halldór Blöndal,
oddviti flokksins á
Norðurlandi eystra, segir engan bU-
bug á sér að finna en það hefur vak-
ið athygli að nafn Kristjáns Þórs
JúUussonar, hins ástsæla bæjar-
stjóra á Akureyri, heyrist mjög oft
nefnt varðandi leiðtoga norðaustur-
lista Sjálfstæðisflokksins. Reyndar
hefur nafn hans verið nefnt vegna
fomstukreppu flokksins í höfuðborg-
inni en Kristján hefur yfirleitt glott
vegna þeirra vangaveltna og neitað.
Nú setur hann hins vegar upp
„pókerandlit" þegar hann er spurð-
ur hvort hann æfli í pólitík á lands-
vísu og leiða norðausturlistann og
svarar ákveðinn að hætti stórpóli-
tíkusa - sem sagt engu.
Hvað gerir hann?
Handboltaáhuga-
menn bíöa nú
spenntir eftir því
hvort handboltafor-
ustan muni endur-
ráða Þorbjörn
Jensson landsliðs-
þjálfara þegar I
samningur hans |
rennur út í sum-
ar. Margir vilja breytingar eftir
slakt gengi landsliðsins síðan 1997
en þá náði Þorbjöm síðast árangri
með landsliðið. í hópi þeirra sem
hafa talað hátt um að skipta þurfi
Þorbirni út af er stórþjálfarinn
Viggó Sigurðsson sem segir lands-
liðið vera lélegt og skipulagslaust
undir stjórn Þorbjörns og að breyt-
ingar séu nauðsynlegar. Undir þetta
hafa tekið menn eins og Þorbergur
Aðalsteinsson, fyrrum landsliðs-
þjálfari, og Sigurður Sveinsson,
fyrrverandi landsliðsmaður.