Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.2001, Page 7
MÁNUDAGUR 5. FEBRÚAR 2001
DV
7
Fréttir
Útgerðarmaður við komu nýs Mumma til Suðureyrar:
Höfðar til sam-
visku stjórn-
málamanna
DV, SUDUREYRI:_____________________
„Það eru blikur á lofti og byggðin
í hættu ef núverandi kerfi verður
lagt af. Það þýddi helmings- skerð-
ingu á afla byggðarlaganna hér.
Menn hljóta að gefast upp þegar svo
er komið. Hins vegar vil ég og fjöl-
skylda mín hvergi annars staðar
búa og það er stjórnarskrárbundinn
réttur manna að afla sér lífsfram-
Táknrænt
Guömundur Skarphéðinsson, formaö-
ur Invest, afhendir Valgeiri Þorvalds-
syni hvatningarverölaunin, verðlauna-
grip sem geröur er af Grétu Jóseps-
dóttur, iistakonu á Hvammstanga,
kertastjaka í stuölabergslíkani meö
ígreyptu landakorti, og skírskotar eink-
ar vel til viöfangsefnis Valgeirs og
stuölabergsins sem svo áberandi er
við ströndina á Hofsósi.
Hvatningarverðlaun:
færis og velja sér búsetu," sagði
Guðmundur Karvel Pálsson á Suð-
ureyri í viðtali við fréttamann DV
um helgina en hann hefur fengið
nýjan bát afhentan, Mumma ÍS 535
sem er á þorskaflahámarki. Guð-
mundur Karvel höfðar til samvisku
stjórnmálamanna hvað varðar hag
smábátaútgerðar.
Báturinn er af gerðinni Perla 900
og er smíðaður í Bátasmiðju Guð-
geirs á Akranesi. Nafn bátsins er
Mummi ÍS 535. Báturinn er 5,9
brúttólestir, mesta lengd er 9 metr-
ar, breidd 3,2 metrar. Báturinn er
búinn 400 hestafla Iveco-vél og eru
öfl tæki í brúnni af Simrad-gerð.
Mesti ganghraði er 22 sjómílur. Á
siglingu frá Akranesi og heim lenti
báturinn í brælu og reyndist hið
besta sjóskip. Mummi er nýsmíði
nr. 2 og leggst framtíðin vel í báta-
smiðinn Guðgeir Svavarsson, sem
þegar hefur lagt kjölinn að nýrri
Perlu 900. Hönnun bátsins er að
ýmsu leyti nýstárleg, fyrst og fremst
hvað varðar mikið lestarrými, en
hægt er að koma fyrir sex 660 lítra
fiskikörum i lest, en það er liður í
bættri meðferð á flski. Einnig er
afar gott rými í stýrishúsi og lúkar.
Þessi bátur kemur í stað Glettings
ÍS 525 sem var settur í úreldingu og
seldur til Færeyja. -VH
2490
SUÐURÉY.RI
IVECO aifu
DV-MYND VALDIMAR HREIÐARSSON
Nýr bátur en blikur á lofti
Súgfirðingar gera út smábáta en blikur eru á lofti og óttast menn að núverandi kerfi veriö lagt af. Hér eru þeir Guð-
geir Svavarsson, bátasmiöur frá Akranesi, og útgeröarmaöurinn Guömundur Karvel Pálsson á innfelldu myndinni en á
stærri myndinni myndarlegur Mummi ÍS.
12 milljónir í Flugu ehf.
DV, SKAGAFIRÐI:_______________________
Sveitarstjórn sveitarfélagsins
Skagafjarðar hefur samþykkt að
gerast hluthafi í Flugu ehf. en það
félag er að byggja reiöhöll á Sauðá-
króki. Hlutur sveitarfélagsins verð-
ur 12 milljónir króna. Einnig mun
sveitarfélagið taka þátt í gerð vegar
og bílastæðis að reiðhöllinni og er
áætlaður kostnaður við það 2,5
millj. Þá mun sveitarfélagið taka
þátt í rekstri reiðhallarinnar næstu
fjögur ár með greiðslu sem nemur
1,5 millj. króna á ári en fær í stað-
inn 400 klukkustundir til afnota í
húsinu á ári. Að sögn sveitarstjór-
ans, Snorra Björns Sigurðssonar, er
áætlað að verja þeim tímum til
margvíslegrar íþrótta- og æskulýðs-
starfsemi.
-ÖÞ
Kjarkur og
áræði sem
vekur athygii
DV, SAUÐÁRKRÓKI:
Iðnþróunarfélag Norðurlands vestra
afhenti á dögunum hvatningarverð-
launin i annað sinn. Að þessu sinni
hlaut þau Valgeir Þorvaldsson fyrir
uppbyggingu Vesturfarasetursins á
Hofsósi. Þykir hann hafa sýnt mikinn
kjark og áræði sem vakið hefúr athygli
landsmanna sem og afkomenda íslend-
inga í Norður-Ameríku, eins og Guð-
mundur Skarphéðinsson, formaður
stjórnar INVEST, komst að orði þegar
hann afhenti Valgeiri viðurkenning-
una.
Guðmimdur Skarphéðinsson sagði í
ávarpi sínu að Valgeir hefði lagt upp
með viðskiptahugmynd sem ætti sér
enga hliðstæðu i íslensku samfélagi og
hefði mikla menningarlega sérstöðu.
„Uppbygging Vesturfarasetursins hef-
ur tekist mjög vel, aðsókn að setrinu
eykst ár frá ári. íslendingadagurinn,
sem haldinn er um verslunarmanna-
helgar, hefúr unnið sér sess sem hátið
bæði íslendinga og fólks af íslensku
bergi í Norður-Ameríku. Á síðasta
sumri var opnuð sýning um fór íslend-
inga til Utah í húsi sem opnað var í
júlí sl. og hlaut nafhið Frændgarður.
Auk þess að reka Vesturfarasetrið er
fjölskylda Valgeirs með veitinga- og
gistirekstur á Hofsósi og að Vatni, og
til viðbótar eiga þau og reka íslensku
fánasaumastofuna. Með starfi sínu
hafa Valgeir og fjölskylda hans komið
Hofsósi á landakortið ef svo má segja,“
sagði Guðmundur.
Valgeir flutti stutt þakkarávarp þar
sem hann þakkaði þá vegsemd sem
þessi viðurkenning væri. Valgeir
þakkaði þann hlýhug sem hann skynj-
aði frá Invest og óskaði starfsemi þess
góðs á ókomnum árum. Valgeir sagði
að vissulega væri fullur vilji hjá sér og
sinu samstarfsfólki að halda áfram
uppbyggingu Vesturfarasetursins og
rækta það hlutverk sem setrið og starf-
semi þess gegndi.
Það eru fimm ár síðan uppbygging
Vesturfarasetursins hófst og með ólík-
indum það frumheijastarf sem þar hef-
ur verið unnið. Valgeir og hans fólk
hefur fullan hug á þvi að halda upp-
byggingunni áfram á þessu ári. -ÞÁ
••af hverju að láta jeppling duga
þegar þú færð alvöru JEPPA á
sama eða enn betra verði?
GRANU
l/ITARA
Berðu saman getu, aksturseiginleika,
búnað, þægindi og rekstrartiagkvæmni
jepplinga við það sem þú færð í Suzuki
Grand Vitara: grindarbyggðum jeppa
með tengjanlegt framhjóladrif og hátt
og lágt drif um millikassa.
3 dyrafrá 1.840.000 kr.
5 dyrafrá 2.190.000 kr.
fuíi m
frameIMI
4MlSS
Byggður á grind
SUZUKl GRAIMD VITARA
Á meöal nýs búnaðar eru ABS-hemlar með rafeindastýrðri hemlajöfnun (EBD), rafhitaðir
útispeglar,
ðnir
og tvístillt samlæsing. Hægt er að stilla hæð ökumannssætis
og stuðning við mjóbak auk þess sem fótarými aftursæta hefur verið aukið.
$ SUZUKI
—~t//A---- -
SUZUKIBÍLAR HF
Skeifunni 17. Sími 568 51 00.
www.suzukibilar.is
Hátt og lágt drif
SUZUKI SÖLUUMB0Ð: Hafnarfjörður: Guðvarður Elíasson, Grænukinn 20, simi 555 15 50. Akranes: Ólafur G. Ólafsson, Garðabraut 2, sími 431 28 00. Borgarnes: Bílasala
Vesturlands, slmi 437 15 77. Isafjörður: Bílagarður ehf., Grænagarði, slmi 456 30 95. Hvammstangi: Blla- og búvélasalan, Melavegi 17, simi 451 22 30. Sauðárkrókur: Bila-
og búvélasalan, Borgarröst 5, simi 453 66 70. Akureyri: BSA hf., Laufásgötu 9, slmi 462 63 00. Egilsstaðir: Bilasala Austurlands, Fagradalsbraut 21, sími 471 30 05.