Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.2001, Side 8
8
MÁNUDAGUR 5. FEBRÚAR 2001
Fréttir
Lambakjöt með úreltum flokkunarmiða í verslun á Suðurlandi:
Hræðilegt að sjá þetta
borið fyrir neytendur
- sagði Fjóla Runólfsdóttir, bóndi í Skarði, á fundi með landbúnaðarráðherra
DV, SELFOSSI:_________
„Eg var svo hissa þegar ég sá þetta í
kjötborði í búðinni hjá okkur í Rangár-
vallasýslu í dag að ég ákvað að kaupa
pokarm og sýna hann héma. Þetta er
kjöt sem við bændur viljum alls ekki
að sjáist í verslunum. Þetta er mjög lé-
legt kjöt, það em allir bitar skrokksins
í þessu, skankamir og aðrir bitar sem
varla teljast vera hundamatur. Mér
fmnst hræðilegt að sjá þetta því að
þetta eiga neytendur, fólkið í landinu
okkar, að kaupa en þetta er það sem
við bændur viljum ekki selja þeim, og
það er hræðilegt að sjá þetta borið á
borð fyrir fólk,“ sagði Fjóla Runólfs-
dóttir, bóndi í Skarði í Landsveit. Hún
mætti á fund landbúnaðarráðherra á
Þingborg með hálfan lambsskrokk frá
Sláturfélagi Suðurlands sem hún
keypti fyrr um daginn í verslun í
Rangárþingi.
Hálfi skrokkurinn vó 4,4 kiló, svo að
heildarfallþungi lambsins hefur verið
innan við 9 kíló. „Að svona vara skuli
vera á boðstólum hefur afskaplega nei-
kvæð áhrif á okkar framleiðslu, okkar
góða lambakjöt. Neytendur hljóta oft
og tíðum að koma fokreiðir til baka í
verslanir og skila svona löguðu, þá er
náttúrlega misjafnt hvemig verslunin
bregst við. Fær viðskiptavinurinn nýtt
kjöt eða slæm svör frá versluninni sem
verður til þess að sá neytandi kaupir
ekki okkar vöm aftur,“ sagði Fjóla.
Hún sagðist helst ekki vilja nefiia nein-
ar tölur um það verð sem bóndinn fái
fyrir svona vöm. „Ég get þó sagt það
án ábyrgöar að í mesta lagi fengi ég
um 190 krónur fyrir kílóið," sagði
Ejóla en kílóverðið á pokanum er 559
krónur.
Kjötskrokkurinn sem Fjóla var með
á fundinum var merktur haustslátrun
2000 DLA, hvað þýðir sú merking og er
hún réttmæt miðað við vömna í pok-
anum? „Nei, þessi flokkur DIA er
flokkur sem er ekki til í dag. 1998 var
byrjaö að flokka eftir allt öðm kerfi.
Besti flokkurinn er E, næst kemur U
og R og síðan fleiri. Þetta er flokkunin
í dag, þess vegna skil ég ekki að í okk-
ar hámenntaða þjóðfélagi skuli DIA
vera seldur í dag því sá flokkur er alls
ekki til og hefur ekki verið til frá 1997.
Þessi skrokkur er heldur ekki DIA
skrokkur, heldur eitthvað miklu lé-
legra, það skil ég heldur ekki,“ sagði
Fjóla Runólfsdóttir. -NH
Dlfl BESTU Sf'flup
fiF HttOSTSLttTRifin 2000
é§:fi'aso2.c5o/ W
Vörusvlk?
Miöinn á pokanum segir allt annaö til um Innihaldiö en þaö kerfi sem kjöt er
flokkaö eftir í dag.
DV-MYNDIR NJÖRÐUR HELGASON
Sýnir afurðirnar
Fjóla Runólfsdöttir sýnir landbúnaöarráöherra lambsskrokkinn sem hún var með á fundinum.
Fjölmennur bændafundur á Þingborg og skiptar skoðanir um innflutning norskra fósturvísa:
Ráðherra fari aftur undir feldinn
- og hafi með sér Ara Teitsson, Þórólf Sveinsson og yfirdýralækni
DV-MYND NjÖRÐUR HELGASON
Fjölmennt og góðmennt
Sunnlenskir bændur mættu vel til fundar meö Guöna Ágústssyni. Hér er
sunnlenski ráöherrann á fundinum og bergir á vatnsglasi sínu.
DV, SELFOSSI:________________________
Sunnlenskir bændur fjölmenntu á
fúnd landbúnaðarráðherra um fram-
tíðarhorfur i íslenskum landbúnaði á
Þingborg fyrir helgi. Miklar umræður
urðu á fundinum um landbúnaðarmál.
Fyrirferðarmest var umræðan um inn-
flutning norskra fósturvísa ásamt
írsku nautalundunum. Fundarmenn
vora ekki á sama máli um hvert ætti
að stefna í máli innflutnings norskra
fósturvísa til kyn- og endurbóta á ís-
lenska kúastofninum.
Menn bera saman ólíka hluti
Guðmundur Lámsson sagði að
menn fæm út í einfóldun á hlutunum
og væm að bera saman ólíka hluti þeg-
ar farið væri að tala um írskar nauta-
lundir og norska fósturvísa í sömu
andránni. „Þetta em alls óskyldir hlut-
ir og það má ekki blanda þeim saman
i umræðunni," sagði Guðmundur.
Bergur Pálsson sagði það sögufólsun
að halda því fram að íslenska kúakyn-
ið væri hreint kúakyn - landnámskyn.
Margbúið væri að flytja inn erlendis
frá dýr til kynbóta í gegnum tíðina. Á
síðustu öld hefði það þó verið bannað
en vitað væri að kálfar hafi verið flutt-
ir inn fram undir síðustu aldamót
(1900). Bergur sagði að það hefði verið
athyglisvert að þegar mál írsku nauta-
lundanna kom fram á sjónarsviðið hafi
jafnvel kratar farið að standa vörð um
íslenskan landbúnað, það væri vel.
Bergur sagði það sína skoðun að yfir-
dýralæknir hefði klúðrað lundamálinu
og hefði átt að segja af sér i kjölfarið.
Sem dæmi um viðbrögð annarra þjóða
við kúariðufaraldrinum, þá hefðu
Frakkar strax lokað á innflutning á
bresku nautakjöti þegar ljóst var að
hjá Bretum væri komin upp kúariða.
Bergur sagði að lokum að það eina
sem hægt væri að finna sameiginlegt
með írskum lundum og norskum fóst-
urvísum væri að hvort tveggja væri út-
lent og kæmi til landsins með flugvél-
um. Menn væra að efast um innflutn-
ing á fósturvísum á kolröngum for-
sendum
Banvænn bfti að
gleypa helminn
Valdemar Bjamason sagði að þrýsti-
hópar hefðu farið fram á innflutning á
fósturvísum þrátt fyrir andstöðu ís-
lenskra bænda. Hann sagði að nær
væri að huga að því sem við höfum í
stað þess að ætla að gleypa heiminn,
það gæti verið banvænn biti.
Sigurjón Hjartarson sagði að það
væri siðferðileg skylda landbúnaðar-
ráðherra gagnvart bændum og neyt-
endum að draga til baka ákvörðun
sína í innflutningsmálinu. Hann sagð-
ist vona að ekki þyrfti að koma til hall-
arbyltingar í Landssambandi kúa-
bænda til að menn opni augun fyrir al-
vöm málsins. Siguijón sagði að breið
andstaða væri meðal kúabænda við
innflutningi norskra fósturvisa. Um
80% þeirra sem afstöðu hefðu tekið á
þeim svæðum sem búið væri að gera
skoðanakönnun væm andsnúin inn-
flutningi.
Geir Ágústsson hvatti landbúnaðar-
ráðherra til að leggjast að nýju undir
feldinn, þangað skyldi hann hafa með
sér Ara Teitsson, Þórólf Sveinsson og
yfirdýralækni. Þar ættu þeir félagar að
hugsa málið að nýju í sameiningu.
Guðni Ágústsson sagði í fundarlok
að þessi svo mjög fjölmenni fundur
hefði verið málefnalegur, menn hafi
sagt sína meiningu og ljóst sé af hon-
um að við eigum sterka íslenska bænd-
ur sem vilji sækja fram fyrir sína stétt.
Guðni sagði að á næstunni kæmu full-
trúar bændasamtakanna saman. Hjá
kúabændum og bændasamtökunum
myndu menn taka til umræðu málefni
sín og ræða varðandi þeirra mál inn-
flutning fósturvísa og fleira. „Það verð-
ur að sjá til hvað kemur út úr þvi,“
sagði Guöni Ágústsson. -NH