Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.2001, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.2001, Page 14
14 Menning Krásir að hætti Samkomuhússins Þekking á Snigla- veislu Ólafs Jóhanns Ólafssonar er allsend- is ónauðsynleg þeim sem ætla að sjá leik- gerð sögunnar hjá Leikfélagi Akureyrar (eða í Iðnó síðar meir) enda leikverkið sjálfstætt listaverk eins og vera ber. Hins vegar er auðvelt að skilja hvers vegna Sigurði Hróarssyni, sem er höfundur leik- gerðarinnar ásamt ðlafi Jóhanni, fannst sagan sviðsvæn því hún gerist öll á einni kvöldstund á heimili aðalpersónunnar Gils Thordersen stórkaup- manns. Ársíjórðungs- lega heldur hann sjálfum sér dýrindis veislu en kvöldið sem leikurinn gerist bank- ar ókunnur gestur upp á. Gils býður honum að njóta krásanna með sér og áhorfendur fá smátt og smátt upplýs- ingar sem benda til þess aö eitthvað í fortíð- inni tengi þessa tvo menn. Væntanlegum áhorfendum er látið eftir að komast að því hver sú tenging er enda lítiö gaman að ráð- gátum sem eru leystar fyrir mann. Þótt leikgerð Sniglaveislunnar byggi í grundvallaratriðum á sögunni er ýmsu hnik- að til og breytt og nánast undantekningar- laust til hagsbóta. Sagan er ekki bundin í tíma en í leikritinu eru atriði sem vísa beint í samtímann (sbr. Bónus-pokann og tal um folsuð málverk) og staðsetja verkið betur i ís- lensku samfélagi. Helsta breytingin felst í sögulokunum sem eru nokkuð opin til túlk- Sviösmynd úr Sniglaveislunni Gestur og gestgjafi eru andstæöur en hvor um sig varpar Ijósi á persónueinkenni hins. unar í skáldsögunni en afdráttarlausari í leikritinu. Leiklíst Uppfærsla á Sniglaveislunni stendur og fellur með leikaranum sem velst í aðalhlut- verkið, og túlkun Gunnars Eyjólfssonar sannar aö hann getur enn á sig blómum bætt. Hroki og fordómar Gils, kvensemin og frekjugangurinn, allt komst þetta jafn vel til skila í blæbrigðaríkum leik Gunnars sem einnig kom ótta hans við fortíðina og þar með sannleikann auðveldlega yfir til áhorf- enda. Nálægðin við áhorfendur er mikil í Samkomuhúsinu og því njóta skemmtileg og ijölbreytt svipbrigði Gunnars sín sérlega vel. Sigurþór Albert Heim- isson er í hlutverki gests- ins Arnar og gefur mót- leikara sínum ekkert eft- ir. Luralegi og hlédrægi grunnskólakennarinn sem dáist opinmynntur að dýrgripunum á heim- ili Gils er alger andstæða gestgjafans en hvor um sig varpar skýrara ljósi á persónueinkenni hins. Sigurþór vann vel úr hlutverkinu eins og endranær og furðulegt að þessi prýðisleikari skuli aldrei hafa hlotið náð fyr- ir augum stjómenda stofnanaleikhúsanna í höfuðborginni. Sunna Borg og Hrefna Hallgrímsdóttir eru í litl- um hlutverkum sem bjóða ekki upp á mikil tilþrif í túlkun, en per- sónurnar eru dregnar skýrum dráttum og Sunna sýndi skemmti- lega takta sem nöldur- gjama ráðskonan. Sigurður Sigurjónsson eflist með hverri upp- setningu. Hann undir- strikar kómískari hliðar verkanna sem hann leik- stýrir en eins og Snigla- veislan sannar er það vinna hans með leikurun- um sem skiptir sköpum. Sigurður hefur ein- vala lið sér til fulltingis við þessa uppfærslu og er öll umgjörð afar vel heppnuð. Snigla- veislan boðar engan stóra sannleik um lifiö og tilgang þess en sýningin er hin ágætasta skemmtun sem jafnframt segir okkur heil- mikið um misjafnt eðli mannskepnunnar. Halldóra Friðjónsdóttir Leikfélag Akureyrar og Leikfélag islands sýna í Samkomuhúsinu á Akureyri Sniglaveisluna eftir Ólaf Jóhann Ólafsson. Leikgerö: Siguröur Hróarsson og Ólafur Jóhann Ólafsson. Lýsing: Halldór Örn Ósk- arsson. Tónlist: Hilmar Örn Hilmarsson. Leikmynd og búningar: Elín Edda Árnadóttir. Leikstjórn: Sig- uröur Sigurjónsson. Myndlist Dægurmálverk Evrópska frásagnarmálverkið er fyrir- bæri sem fræðimenn utan Frakklands (og e.t.v. Þýskalands) virðast ekki taka ýkja al- varlega. Maður leitar án árangurs að upp- lýsingum um það í helstu yfirlitsritum bandarískra og breskra listfræðinga um þróun nútímalistarinnar og grípur í tómt. í bókum Sams Hunter, Roberts Hughes og annarra listfræðinga sem undirritaður fletti upp í er ekki minnst einu orði á helstu „stjörnur" þessarar hreyfingar: Adami, Monory, Télemaque, Rancillac eða Erró. Hins vegar fá jafnvel minni spámenn bresku popplistarinnar, t.a.m. Peter Blake, ævinlega einhvers konar umgetningu. Nú má vera að þetta sé helber yfirgangur enskumælandi menningarþjóða. Meira að segja hafa virtir franskir listfræðingar á borð við Serge Guilbaut fært fyrir því rök að Bandaríkjamenn hafi í rauninni hirt af Frökkum frumkvæðið í myndlistinni með bellibrögðum; útnefnt New York til nýrrar höfuðborgar nútímalista án þess að eiga fyr- ir því menningarlega innistæðu. Of dýru verðl keypt? Þessir sömu listfræðingar, t.d. Catherine Millet, hafa gert frásagnarmálverkinu ágæt skil, sýnt fram á tilurð þess í andófsmettuð- um listhreyfingum eftirstriðsáranna, t.d. síðsúrrealisma og uppákomum (sjá Erró), lýst skilmerkilega nánum tengslum þess við hræringar í kaldastríðsspólitíkinni og tilraunum frásagnarmálara til að verða virkir þátttakendur - sannleiksleitendur - í þjóðfélags- og menningarumræðunni. Að þessu leyti róa þessir listamenn sannarlega á önnur mið en samtímamenn þeirra, hin- ir kaldhæðnu bresku og bandarísku popp- arar, sem létu sér dægurmálapólitík í léttu rúmi liggja. Út af fyrir sig má alveg gangast inn á þessa umfjöllun franskra listfræðinga. En hin virka pólitík og samtímagreining frá- sagnarmálaranna er kannski of dýru verði keypt, því hún úreldist býsna íljótt. Popp- listin hefur vinninginn að þvi leyti að hún fjallar um ýmis grundvallaratriði listar og ímyndariðnaðarins sem sérhver kynslóð verður að gera upp við sig. Listsagnfræðilegt gildi frásagnarmálverks- ins er vissulega ótvírætt. Hins vegar hefur helstu talsmönnum hreyfingarinnar ekki tekist að sannfæra undirritaðan um varan- legt listrænt gildi hennar. Ekki heldur þeim sem settu saman sýninguna sem stendur yfir í Hafnarhúsinu þessa dagana. Rýrnun í hafi Kannski er ekki alfariö við þá sjálfa að sakast heldur húsnæðið og þá rýrnun á sýningunni sem virðist hafa átt sér stað á leiöinni frá Frakklandi og Bergen. Hið upprunalega „best of‘ úrval sem stofnað var til og stutt með vandaðri bók/sýning- arskrá (hetjulega þýddri af Gunnari J. Ámasyni) samanstendur nú af einungis 25 málverkum, þ. á m. allmörgum vel þekkt- um verkum úr Erró-safninu hér. I úrvalið vantar flestar þær myndir sem hæst ber í sögu franska frásagnarmálverks- ins, en eftir standa nokkrar af leiðinlegri myndum þeirra Monory og Adami. Verkin eftir Klasen á sýningunni segja heldur ekki þeim sem þetta skrifar að hann sé mark- veröari listamaður en ýmsir þeir sem ekki hljóta náð fyrir augum skipuleggjenda, segjum Aillaud, Arroyo, Recalcati, Voss eða Stampfli. í ljósi þessara agnúa, og fyrri gallaðra list- sendinga frá Bergen, hljóta forsvarsmenn Listasafns Reykjavíkur að gera upp við sig hvort þeir ættu ekki að leita sér samstarfsað- ila annars staðar í heiminum. Þó er kannski óþarfi að fara alla leið til Suður-Afríku. Aðalsteinn Ingólfsson Listasafn Reykjavíkur Hafnarhús: Frásagnarmálverk- iö. Sýningin stendur til 21. mars og er opin dagk- lega kl. 11-18 og til kl. 19 á fimmtudögum. ____________MÁNUDAGUR 5. FEBRÚAR 2001 ____________________________DV Umsjón: Silja Aöalsteinsdóttrr Raunveruleiki og hönnun Hekia Dögg Jónsdóttir, myndlistarmaður og kennari við Listaháskóla íslands, heldur fyrirlest- ur í Opna listaháskólanum Laugarnesvegi 91 í dag kl. 12.30 í stofu 024. Fyrirlesturinn ber nafnið „Raunveruleiki" og þar fjaiiar Hekla um verk sín og viðfangsefni.. Á miðvikudaginn kl. 12.30 verður fyrirlestur um hönnun í sal 113 í Skipholti 1. Flytjendur eru Evelynn Smith og Meriel Scott, skoskir hönnuöir sem reka fyrirtækið Precious McBane í London þar sem þær eru búsettar. Þær eru um þessar mundir gestakennarar við hönnunardeild LHÍ. Barnabókakaffi Böm og bækur og SÍUNG standa fyrir bókakaffi á Súfistanum Laugavegi 18 annað kvöld kl. 20. Katrín Jakobsdóttir, gagn- rýnandi DV (á mynd), og Bryndis Loftsdóttir verslun- arstjóri líta yfir barnabóka- útgáfuna og íhuga framboðið, strauma og stefnur í barna- bókum og svara spurning- unni „Fara íslenskar barna- bækur batnandi?" Aðal- steinn Ásberg Sigurðsson rithöfundur flytur pistil og hefur frjálsar hendur. Kaffivélin verður í gangi á milli erinda. Fyrirlestrar um Hörð Listaháskóli íslands hefur fengið listfræðingana Hall- dór Björn Runólfsson og Að- alstein Ingólfsson til þess að flytja tvo fyrirlestra um Hörð Ágústsson, myndlistarmann og fyrrverandi skólastjóra Myndlista-og handíðaskóla íslands. Þeir verða fluttir í húsnæði skólans að Laugar- nesvegi 91, sal 024, fimmtu- dagana 8. og 15. febrúar kl. 20. Eftir fyrirlestrana verða kaffiveitingar og Hörður Ágústsson svarar fyrirspum- um ásamt fyrirlesurum. í fyrri fyrirlestrinum núna á fimmtudaginn flallar Hall- dór Björn um myndlist Harð- ar en i þeim síðari, þann 15. febrúar, fjallar Aðalsteinn um grafíska hönnun hans. Þarftu að láta þína heyrast? Námskeið í raddbeitingu fyrir alla sem vilja uppgötva fleiri hliðar á rödd sinni og auka blæ- brigði hennar og úthald verður haldið í Leiklist- ardeiid LHÍ, Sölvhólsgötu 13, og hefst í dag kl. 18. Tengsl öndunar, líkama og raddar verða könnuð með öndunaræfingum, textavinnu og spuna. Unn- ið verður með röddina út frá hverjum einstaklingi og hans persónulegu þörfum. Námskeiðið hentar vel þeim sem atvinnu sinnar vegna þurfa mikið að beita röddinni. Kennari er Þórey Sigþórsdóttir leikkona. 19. febrúar hefst námskeið í spuna á sama stað með það að markmiði að þátttakendur fái beina reynslu af fyrirbærinu og styrki með því sköpun- argleði sína og lífsleikni. Hinn skapandi hugur er rannsakaður með spunaæfingum og leikjum, hug- kyrrð og hamagangi. Þátttakendur mæta til leiks og aflt getur gerst! Kennari er Harpa Arnardóttir. Auga, skynjun, heimild I hádeginu á morgun heldur Sigurjón Baldur Hafsteinsson mannfræðingur fyrirlestur á hádeg- isfundi Sagnfræðingafélagsins. Fyrirlesturinn nefnist „Auga, skynjun og heimild" og hefst kl. 12.05 í Norræna húsinu. Allir velkomnir. Höfundarverk Þórbergs Á miðvikudagskvöldið hefst námskeið um höfundar- verk Þórbergs Þórðarsonar og sérstöðu hans í íslenskum bókmenntum hjá Endur- menntunarstofnun HÍ. Sér- stök áhersla verður lögð á ný- breytnina sem fólst í verkum Þórbergs og hvemig hann um- skapaði og breytti viðteknum bókmenntaformum. Umsjón- armaður og aðalkennari er Soflla Auður Birgisdótt- ir bókmenntafræðingur en aðrir fyrirlesarar eru Ástráður Eysteinsson og Dagný Kristjánsdóttir, Pétur Gunnarsson rithöfundur og Helgi M. Sigurðs- son, deildarstjóri á Árbæjarsafni. rödd

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.