Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.2001, Síða 32
FRETTASKOTIÐ
SÍMINN SEM ALDREI SEFUR
Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt,
hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert
fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV,
greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö
I hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar
er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan
sólarhringinn.
550 5555
FRJÁLST, ÓHÁÐ DAGBLAÐ
MÁNUDAGUR 5. FEBRÚAR 2001
^ Sigmaöur aö starfi.
Landghelgisgæslan:
Sigmenn og spil-
menn sögðu upp
Fjórir af fimm þjálfuðum stýri-
mönnum á björgunarþyrlum Land-
helgisgæslunnar hafa sagt upp störf-
um. Uppsagnirnar taka gildi í lok apr-
íl. Hér er um að ræða stýrimenn sem
oftast gegna hlutverki spilmanna og
sigmanna um borð í þyrlunum. Menn-
imir eru í hópi þeirra 13 af 15 stýri-
mönnum hjá Landhelgisgæslunni sem
hafa sagt upp störfum sínum. Þrír til
fjórir stýrimenn starfa að jafnaði hjá
^ flugrekstrardeild gæslunnar.
Samninganefnd ríkisins sleit samn-
ingaviðræðum við stýrimenn í síð-
ustu viku. Þeir hafa ekki verkfallsrétt
en nú er svo komið að langflestir
þeirra hafa sagt upp. Helsti ásteyt-
ingarsteinninn í samningaviðræðun-
um voru langar vaktir, ekki sist stýri-
manna á þyrlunum, grunnlaun og
endurgjald vegna fjarvista á sjó, að
sögn Guðjóns Petersen, framkvæmda-
stjóra Félags íslenskra skipstjórnar-
manna.
Stýrimenn í þyrlusveitinni hafa
stundum lent á tveggja til þriggja
' • vikna löngum bakvaktatimabilum
sem þýðir að þeir þurfa þá alltaf að
vera reiðubúnir að fara í útköll.
„Þetta er gjaman mikið álag og vinna.
Sumar vaktir eru óheyrilega langar,“
sagði einn stýrimanna í samtali við
DV. Stýrimenn hafa farið fram á að
bakvaktatímabil verði ekki lengri en
ein vika i senn.
Ríkissáttasemjari hefur boðað til
samningafundar á miðvikudag þar
sem rætt verður um laun skipherra
sem eru fjórir hjá Landhelgisgæsl-
unni. -Ótt
Gæði og glæsileiki
smoft
Ctólbaðstofa')
Grensásvegi 7, sími 533 3350.
i.V
Utsala
Rafkaup
Ármúla 24 • sími 585 2800
DV-MYND HARI
Enginn skorinn
Torfi Geirmundsson og Haraldur Davíösson hársnyrtar rökuöu 149 karlmenn á stofu sinni á Laugavegi á laugardag-
inn. Torfi og Haraldur ætluöu sér aö raka 200 karlmenn, en aöeins 149 menn notuöu sér tilboöiö um ókeypis rakst-
ur. Þetta hefur aldrei veriö gert áöur, svo þrátt fyrir skort á mönnum veröa Torfi og Haraldur aö teljast Islandsmeistar-
ar í fjöldarakstri. Þeim fipaöist heldur ekki viö raksturinn og skáru engan mannanna.
Evrópskt nautakjöt:
Nóatún fór
í kálfana
Verslunin Nóatún í JL-húsinu í
Reykjavík selur þessa dagana hol-
lenskt mjólkurkálfakjöt.
Þegar DV hafði samband við versl-
unina i gærkvöldi höfðu starfsmenn
ekki tölur yfir sölu á kjötinu á reiðum
höndum, en heimildir DV herma að
kjötið seljist eins og heitar lummur.
Eins og kunnugt er fjarlægði Nóa-
tún að eigin frumkvæði írskar nauta-
lundir úr kjötborði sínu fyrr í vetur
eftir að mikil umræða um Creutzfeldt-
Jakob-sjúkdóminn gaus upp hérlendis
sem og annars staðar í Evrópu.-SMK
.. Reykjavík:
Olvuð skytta
Lögreglan í Reykjavík handtók
karlmann vopnaðan haglabyssu í
Bakkahverfl Breiðholtsins um hálf-
fjögurleytið aðfaranótt sunnudags-
ins. Lögreglunni barst tilkynning um
að maðurinn hefði skotið tveimur til
þremur skotum upp í loftið. Þegar
lögregluna bar að garði var maður-
inn enn með byssuna í höndum og
var hann, að sögn lögreglunnar, mjög
ölvaður. Maðurinn var fluttur í
fangageymslur lögreglunnar þar sem
hann var látinn sofa úr sér. -SMK
Howard Krúger er
hættur við Valhöll
- Jón Ragnarsson segir tilboðiö útrunnið en vinni áfram við að leysa vafaatriði
inu þegar fresturinn var að renna út,
þrátt fyrir að lausu endarnir væru
ekki frágengnir. Það kom því Krúger
talsvert á óvart, samkvæmt upplýs-
ingum DV, að Jón skyldi undirrita til-
boðið enda lá það skýrt fyrir að hann
yrði að ganga frá umræddum skilyrð-
um.
Kruger er nú orðinn afhuga kaup-
um á Hótel Valhöll og farinn að snúa
sér að öðru enda hefur honum fimdist
mikil óvissa ríkja um ýmis atriði
varðandi eignina. Tilboð hans í Hótel
ValhöU var fyrst lagt fram í vor i
nafni fjárfestingarfyrirtækis í
Mónakó. Það var endumýjað í lok síð-
asta árs og þá í nafni Krugers sjálfs.
„TUboðið er rannið út en ég reyni
áfram að vinna í þessum málum ef
einhver hefði áhuga á að kaupa eign-
ina þegar þar að kemur,“ sagði Jón
Ragnarsson i gærkvöld.
-Ótt
Bretinn Howard Kruger hefur hætt
við áform um að kaupa Hótel ValhöU,
a.m.k. á meðan forsendur fyrir
kaupunum eru ðbreyttar. Ástæðan er
sú að ekki reyndist unnt að uppfyUa
þau skilyrði sem hann setti seljandan-
um, Jóni Ragnarssyni, um að leysa
ákveðin vafaatriði um eignina. Jón
sagði í samtali við DV að tilboðið sé
runnið út en hann muni áfram reyna
að vinna að því að greiða úr málum
sem snerta lóðarréttindi og þinglýstan
hluta ríkisins í eigninni, þ.e. ef vera
skyldi að annar hefði áhuga á að
kaupa VaUiöU.
Kruger hafði einnig óskað eftir því
að fyrir lægi að unnt yrði að gera
breytingar á eigninni. Hann lagði til-
boð fram sem síðan fékkst framlengt á
meðan Jón var að leita leiða við að
leysa þau skUyrði sem sett voru í tU-
boðinu sem hljóðaði upp á um 460
miUjónir króna. Jón tók siðan tiiboð-
DV-MYND INGÓ
Tiiboðið er útrunnið
„En ég reyni áfram aö vinna í þessum málum," segirJón Ragnarsson.
Alfreð Þorsteinsson, borgarfulltrúi R-listans:
Flugvöllurinn á að vera kyrr
- vestur-austurbrautina út í Skerjafjörð
„Það er mín skoðun að
halda eigi flugvellinum í
Reykjavík en vinna jafn-
framt verulegt landsvæði
undir byggingarlóðir,"
segir Alfreð Þorsteins-
son, borgarfulltrúi
Reykjavíkurlistans og
fulltrúi Framsóknar-
ílokksins í borgarstjórn.
Miklar deilur eru nú um
það hvar innanlandsflug
Alfreð
Þorsteinsson.
eigi að vera i framtíðinni en
Reykvíkingar kjósa um mál-
ið um miðjan mánuðinn. Um
helgina var haldinn fundur
um flugvöllinn þar sem
stofnuð voru borgarasamtök
gegn flugvelli í Vatnsmýr-
inni. Helgi Hjörvar, forseti
borgarstjórnar, hefur lýst
þeirri skoðun sinni að færa
eigi flugvöllinn og skiptar
skoðanir eru innan borgar-
Gegn flugvelli
Um helgina voru stofnuö borgara-
samtök gegn flugvelli í Vatnsmýrinni.
stjómar um málið.
Alfreð segir það sitt mat að
sætta eigi ólík sjónarmið með því
að hnika flugvellinum til og færa
austur-vesturbrautina út í Skerja-
fjörðinn.
„Þannig fengist dýrmætt bygg-
ingarland fyrir þúsundir íbúa. Nið-
urstaðan yrði sú að landsbyggðar-
fólkið yrði sátt og landvinningar
fengjust að auki,“ segir Alfreð.
-rt