Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2001, Qupperneq 5

Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2001, Qupperneq 5
FÖSTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2001 x>v 5 Fréttir Skemmdarvargar skemma hús í Vogunum: Lögreglan á vettvangi Húseigandinn ræðir við rannsóknar- lögreglumenn úr Keflavík sem komu til að líta á verksummerki. DV-MYND HARI í Vogunum. Hafi m.a. áður verið skemmdir hjá honum bílar. Segist hann m.a. hafa rætt við skólayfir- völd og foreldra um málið við litlar undirtektir. Honum þykir furðulegt að nágrannar skuli ekki hafa orðið varir við hávaða meðan skemmdar- verkin stóðu yfir, en húsið stendur skammt frá skólanum í Vogum. Skildu meintir pörupiltar eftir sig fótspor um allt hús, en þeir sporuðu þar út málningu sem skvett var að mestu utandyra. Lögreglan i Keflavík segir að þarna sé um hreint skemmdarverk að ræða. Flest bendi til að þarna hafi verið krakkar á ferð sem framið hafi verknaðinn af einhverj- um óvitahætti. Rannsóknarlög- reglumaður sem blaðið ræddi við sagðist ekki kannast við að meira væri um óknytti eða skemmdarverk unglinga í Vogunum en i öðrum sveitarfélögum. Það hafi t.d. ekki komið á þeirra borð kærur eða at- hugasemdir vegna skipulagðra óald- arflokka í plássinu. -HKr. Hafa hreinlega geng- iö berserksgang - segir eigandinn og er þreyttur á endurteknum árásum íbúðarhúsið Garðhús í Vogum á Vatnsleysuströnd er stórskemmt eftir heimsókn skemmdarvarga um eða eftir helgina. Eigandinn, Páll Kristjánsson sem búsettur er á Blönduósi, kom akandi suður og fékk lögregluna í Keflavík í lið með sér í gær til að skoða verksum- merki, en aðkoman var ljót. „Menn hafa hreinlega gengið ber- serksgang i húsinu og þar er allt brotið og bramlað auk þess sem reynt var að kveikja í því,“ sagði Páll í samtali við DV. „Ég var ný- lega búinn að standsetja húsið sem er tvílyft timburhús og hafði aug- lýst það til sölu. Það er illa tryggt og tjónið er þvi verulegt. Þá hef ég ver- ið þarna með fombila sem ég hef verið að gera upp og þeir hafa verið meira og minna eyðilagðir.“ Tómstundafulltrúi í Vogunum hringdi í Pál og lét hann vita um skemmdarverkin. Fór Páll ásamt lögreglumönnum í Keflavík að hús- inu í gærmorgun og sagði hann að- komuna ófagra. Búið var að brjóta rúður i húsinu, eyðileggja innan- stokksmuni, og brenna ljósmyndir, teikningar og skyssur að myndverk- um auk annarra persónulegra muna Páls. Hafa skemmdarvargar lagt eld að þessum munum á gólfi í kjallara hússins en slökkt í áður en eldurinn náði að læsa sig i trégólf þar yfir. Þá voru timbursvalir utan á húsinu hreinlega rifnar af að sögn Páls og því Ijóst að mikið hefur gengið á. Omurleg aökoma Páll Kristjánsson skoðar eyðilegginguna á húsi sínu í gærmorgun. Páll er eins og áður sagði búsett- ur á Blönduósi og hefur hús hans í Vogunum að mestu staðið autt að undanförnu. Hann grunar helst þrjá pilta í Vogunum um verknaðinn, en hann segir þetta ekki vera i fyrsta skiptið sem unglingahópur hafi lagt til atlögu að eigum hans og annarra „Þessir helvítis draugar semja aldrei þótt þeir fengju til þess 100 ár,“ segir Aðalsteinn Helgason, út- gerðarmaður og skipstjóri á neta- bátnum Hring GK frá Hafnarfirði, um yfirvofandi sjómannannaverk- fall í næsta mánuði. Aðalsteinn vísar þarna til forystu sjómanna og útgerðarmanna sem staðið hafa í illindum um árabil. „Það er ábyrgðarhluti hvernig þessir menn haga sér. Þetta snýst allt meira og minna um öfund og vanþekkingu. Ég hef boðið Sævari Gunnarssyni, forseta Sjómannasam- bandsins, að koma um borð til mín til að spjalla við karlana og kynna sér kjör þeirra. Hann hefur ekki verið maður til að mæta,“ segir Að- alsteinn. Hann segist vera því algjörlega andvígur að samið verði um að skilj aá milli útgerðar og vinnslu í landi. „Veiðar og vinnsla verð að fá að vera eitt þar sem slíkt er fyrir hendi og menn borga skikkanlegt fiskverð til sjómanna,“ segir hann. Hann segir sjómenn á bátunum almennt hafa það mjög gott og þvi ástæðulaust að stefna þeim í verk- fall. Þá sé jafnframt viðbúið að verk- fall um hábjargræðistímann yrði aðeins til þess að útgerðir einyrkj- anna færu á hausinn. Verkfallstím- inn sé valinn með það fyrir augum að útgerðir loðnuskipa skaðist ekki. „Að fara í verk- fall 15. mars er að- eins til þess fallið að gera út af við smærri útgerðimar. Þá verður ánægju- legt fyrir sjómanna- forystuna að þurfa ekki að semja við aðra en stórútgerð- ina. Þetta er sá tími ársins sem við get- um helst bjargað okkur,“ segir Aðal- steinn sem vill að sáttasemjari ríkis- ins grípi þegar til aðgerða til að fyrir- byggja átök. „Það eina sem þessir forystu- menn sjómanna og útgerðar gera er að stunda skítkast í fjölmiðlum. Sáttasemjari gerði best í því að loka þá inni og svelta svo þeir hunskist til að semja. Þetta ástand er óþol- andi og sýnir okkur hjá smærri út- gerðunum að við eigum enga sam- leið með LÍÚ,“ segir Aðalsteinn, skipstjóri á Hring GK. -rt Verkfallsvofan Flestir búast viö því að verkfall verði á fiskiskipaflotanum um miðjan mars. Vélsleðahelgi á Ólafsfirði Um helgina verður allt á fullu fyr- ir vélsleðamenn á Ólafsfirði. Gerð verður Snocrossbraut við Ytriár-dal og þar ætla að mæta allir helstu vélsleðaökumenn landsins sem keppa munu i vetur. Þarna verða því frumreyndir margir af nýju keppnissleðunum og einnig munu margir nýir ökumenn koma til að reyna sig. Allar upplýsingar verða á staðnum um Snocrosskeppni vetrar- ins og nýjustu fréttir af erlendum keppnum og keppendum. Einnig verður farin vélsleðaferð með leið- sögumanni fyrir þá sem vilja aðeins njóta útsýnisins og ferðast um svæðið í kringum Ólafsfjörð. -NG Útgeröarmaöur um yfirvofandi sjómannaverkfall: Þessir draugar semja aldrei - þótt þeir fengju hundrað ár Grafarholt: Fyrstu húsin eru fokheld Fyrstu húsin í Grafarholti, nýjasta hverfi borgarinnar, eru nú fokheld og hafa sum þeirra þegar verið afhent væntanlegum íbúum. Að sögn Þórðar Bogasonar, yfir- verkfræðings á Borgarskipulagi, munu fyrstu íbúarnir væntanlega flytja inn í vor eða sumar. Hann segir að það sé hins vegar ómögu- legt á þessari stundu að segja til um hvenær hverfið verði fullklárað. Þegar er farið að huga að skólamál- um í hverfmu þvi gert er ráð fyrir að fjöldi barna muni sækja skóla þar í haust. -MA Grafarholtlft Fyrstu húsin í Grafarholti er orðin fokheld og íbúarnir því væntanlegir meö vorinu DV-MYND E.ÖL.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.