Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2001, Page 13

Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2001, Page 13
13 FÖSTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2001 DV Ekki er óliklegt að hljóðfæraleikarar Sin- fóníuhljómsveitar Is- lands þurfi að huga nokkuð að viðhaldi hljóðfæra sinna eftir tónleikana í gær- kvöldi. Tréblásarar munu þurfa að fara að tálga með ærnu erfiði ný blöð, strengjaleik- arar jafnvel skipta um hár í boga sínum og sjálfsagt þarf að taka húðirnar í ketiltromm- unum í endurhæfingu. Blása þarf rakann úr lúðrunum sem ekki gafst tækifæri til á tón- leikunum og athuga slegla og önnur áhöld eftir baminginn. Þeir voru nefnilega alveg óhræddir við að þenja hljómsveitina tónsmið- imir þrír sem áttu verk þarna. Þessir tónleikar voru tilefni tilhlökk- unar síðan í haust hjá mörgum og er undir- rituð þar á meðal. Efn- isskráin svo djörf og ekkert farið að slá í verkin sem stóð til að flytja. James Macmillan, hinn skoski, við stjórnvölinn í eigin verki, Charles Ives, hinn bandaríski, ótrúlega skemmtilega ólikur samtíma sínum og enn þá mjög sérstæður og svo nýtt íslenskt verk. Þetta gat ekki verið betra. ' —p; Tónlist Og þetta varð jafn fjölbreytt og spennandi og nokkur hefði getað þorað að vona. Tónleikam- ir hófust á hinu ameríska tónverki frá upphafi síðustu aldar. Það hversu lengi verk Charles Ives voru látin liggja í skúffunni er eitt af þeim menningarslysum sem ætti að kenna okkur að vera opnari og varkárari í dómum, en líka for- vitnari. Þrír staðir á Nýja-Englandi eftir Ives er magnað verk og þá ekki síst miðkaflinn, Putnam’s Camp. Til er greinargóð lýsing frá hendi höfundar á því hvað er að gerast i til dæmis þeim kafla og illskiljanlegt af hverju rýmið í prógrammi var ekki nýtt betur en raun bar vitni. Hljómsveitarstjóri og einleikari á æfingu Flutningur var mjög góður og líklegt aö sprotinn í höfundar höndum hafi skipt töluveröu máli. Hljómsveitarstjórinn, James Macmillan, hélt fullfast í taumana og gerði allt of mikið tO þess að koma reglu á verkið. Hið skipulagða kaos Ives með öllum sínum töfrum fékk einfaldað yfir- bragð vegna þess hve stjómandinn lagði ríka áherslu á að draga fram og undirstrika skOjan- legri hliðar hverrar hendingar. í stað þess hefði hann mátt skapa meira jafnvægi mOli atburða i tónlistinni og draga þannig fram fjölbreytnina í línum og hryn. Síðari hluti annars kafla var þó betri að þessu leyti, kjarkurinn orðinn meiri. í höfundar höndum Þriðja sinfónía Johns Speight var flutt með tO- þrifum. Hún er samin undir lok nýliðinnar aldar en á svipuðum slóðum og Ives samdi sín verk. Þetta hljómar alveg sérlega vel unnið verk og vel skrifað fyrir hljómsveit. Formhugmyndin sem sögð er byggjast á nokkurs konar tímaflakki mOli fyrri og síðari hluta verksins kom ekki iOa út. Það hefði styrkt verkið ef tjáningarríkara tónefni hefði tengt saman skylda hluta, litur samhljómsins sinni dugir ekki einn og sér. Línurnar sem flétt- aðar voru spunnust keimlíkar áfram, marg- ar góðar en engar ágengar. HeOdarsvipur- inn var sannfærandi þó ekki tækist að afhjúpa raunverulegt innihald verksins. Sellókonsert James MacmOlan var síðastur á dagskrá tónleika Sin- fóníuhljómsveitar ís- lands og lék einleik Raphael Wallfisch, enskur hljóðfæraleikari sem frumflutti verkið í Skotlandi árið 1997. Það kemur engum á óvart sem heyrði um árið Játningar Isabel Gowdie leikið hér, hversu mikla spennu og þrýsting MacmOlan get- ur fléttað inn í tónlist sína. Hvort hann er undir mahlerískum áhrifum þegar hann notar klisjur á sérkenni- legan hátt eða hvort hann í samræmi við hugmyndir Hindemiths er að nálgast hlustendur sína með þessu er erfitt að segja til um. En kunnuglegt efni er lygilega oft notað eins og til dæmis innskot fyrir mannfjöld- ann sem fylgist með þegar Kristur er settur á krossinn. Trúarleg tOvísun frelsar ekki tónskáld- ið frá grundvaOarkröfum tónlistarinnar um sam- hengi og framvindu. Macmillan tekst að halda skýrt utan um kaleidóskópískt hugmyndaflæðið en hverfur svo inn á mun innhverfara tjáningar- svið þar sem fram fer nánast eintal sálar. Verk- ið er djarft, sækir furðulega margt í margtuggn- ar hugmyndir en er líka alveg sérlega hrífandi. Flutningur bæði einleikara og hljómsveitar var mjög góður og líklegt að sprotinn í höfundar höndum hafi skipt töluverðu máli. Sigfríður Bjömsdóttir Sinfóníuhljómsveit Islands lék i Háskólabíói 8.2. 2001; Sinfóníu nr. 3 eftir John Speight, Three Places in New England eftir Charles Ives og Sellókonsert eftir James MacMillan. Einleikari Raphael Wallfisch. Stjórnandi James MacMillan. DV-MYND HARI Beðið síðan í ha Tónlist Fjör og fágun Martial Nardeau og Guörún S. Birgisdóttir Samspiliö vargott og túlkunin heilsteypt og eölileg. Flautuleikararnir og hjónin Guðrún S. Birgis- dóttir og Martial Nardeau héldu tónleika á vegum Myrkra músikdaga i Salnum á miðvikudagskvöld. Efnisskráin var helguð norrænni flaututónlist eftir tónskáld fædd á árunum 1930-1960 en verkin voru að því er sagði í kynningu samin 1980 og síðar. Tónleikamir hófust þó á verki eftir ungverska tón- skáldið Miklos Maros sem hefur verið búsettur í Sví- þjóð í 30 ár. Verk hans, Cinguettio per due flauti, er vandað og afar áheyrfiegt. Stöðugt flæði, sífelld hreyf- ing og dýnamik verksins var heillandi í flutningi þeirra Guðrúnar og Marti- als sem léku það af þeirri nostursemi og nákvæma samspOi sem það krefst. Daninn Ib Nörholm átti næsta verk, Immanens fyr- ir einleiksflautu, sem Martial lék. Þar var líkt og tækjust á tvö ólík öfl og voru andstæðunum gerð góð skil i meðforum Marti- als sem sýndi og sannaði á þessum tónleikum, sem löngum fyrr, að hann er flautuleikari í hæsta gæða- flokki. Það var ekki síst í verkinu þar á eftir, Solo III eftir Finnann Kalevi Aho, sem snOli hans fékk notið sín. Þar reynir mjög á hæfni flytjandans vegna skemmtOegrar notkunar tónskáldsins á kvarttónum en verkið var samið fyrir norræna flautuleikara- keppni árið 1990. Ekki virtist það þó vefjast fyr- ir Martial sem lék verkið frábærlega og lýsti spOamennska hans af yfírvegun og fágun. Hann náði upp magnaðri stemningu í salnum með flutningi sinum á þessu einkar áhuga- verða verki. Depart for acting flutist and tape eftir Rolf Wallin var skemmtilega flutt af Guðrúnu og góð tilbreyting. Verkið byggist ekki síst upp á því sjónræna og minnir á gjörning eða uppá- komu þar sem flytjandinn gengur inn með ferðatösku, setur saman hljóðfæri sitt og hefst svo handa við að leika tónlist af nótum sem staðsettar eru á gólfinu, eitt blaö fyrir hvern þeirra átta stóla sem á sviðinu eru, við undirleik allskyns umhverfishljóða af segul- bandi. Þetta gekk fullkomlega upp. Svíta fyrir tvær flautur eftir Öysten Sevaag var sennOega hefðbundasta verkið á tónleik- unum enda segist tónskáldið hafa frekar gam- aldags stO. Ekki ætla ég að finna að því enda verkið hið ágætasta og þægilegt áheyrnar; sérstaklega varð ég hrifin af þriðja þætti þess, Vivace energico, sem var einkar við- kunnanlegur svona við fyrstu heyrn. Leikur Guðrúnar og Martials var líka hinn prýðileg- asti, samspilið gott og túlkunin heilsteypt og eðlileg. Guðrún lék síðan tvö verk fyrir einleiks- flautu, Disegno per flauto eftir Anders Elias- son, sem hann samdi fyrir Manuelu Wiesler, og Luftkasteller - Til den drömmende fra de drömmende eftir Per Nörgaard. Bæði voru vel flutt, leikurinn vel mótaður og túlkunin sterk og framfærð af sannfæringu í því fyrra og mjúk áferðin og fíngerð blæbrigðin sérlega falleg í því síðara. Laconisme de l’aile eftir Kaju Saariaho var lokaverk tónleikanna og listilega leikið af Martial með aðstoð tækninnar og Ríkharðs H. Friðrikssonar. í sameiningu göldruðu þeir fram flotta effekta sem þó aldrei voru effekt- anna vegna en gerðu það að verkum að i hug- anum situr eftir eftirminnilegur flutningur sem var góður endir á vel heppnuðum tón- leikum. Arndís Björk Ásgeirsdóttir ___________Menning Umsjón: Silja Aðaisteinsdóttir Eyðibýli Á morgun kl. 16 verður opnuð sýn- ingin Eyðibýli í Ljósmyndasafni Reykjavíkur, Grófarhúsi, Tryggvagötu 15. Þetta er samsýning ljósmyndar- anna Nökkva Elíassonar og Brians Sweeney og samanstendur af á fjórða tug ljósmynda af eyðibýlum víðsvegar um land. Eyðibýli Nökkva eru svart/hvít, flarræn og drungaleg en eyðibýli Brians eru í lit og sýnast því nær okkur i tíma, virðast jafnvel hafa verið yfirgefln af ábúendum í flýti skömmu áður en ljósmyndin var tekin. Nökkvi hefur haldið uppi öflugri vefsíðu sem hefur vakið mikla athygli um allan heim, m.a. birti New York Times grein um hana. Slóðin er www.islandia.is/~nokkvi. Sýningin er opin alla virka daga frá 10-16 og um helgar frá 13-17 og stend- ur til 1. mars 2001. Einleikur á píanó Á sunnudags- kvöldið kl. 20 held- ur Helga Bryndís Magnúsdóttir pí- anóleikari einleiks- tónleika í Salnum í TíbrárrÖðinn}. Þar leikur hún Ariettu með 12 tilbrigðum í Es-Dúr og Sónötu í F-Dúr eftir Franz Joseph Haydn, Pavane og Jeux d’eau eftir Maurice Ravel, Cappriccio op. 76 nr.2, Intermezzo op. 116 nr. 6, Intermezzo op. 118 nr. 2 og Intermezzo op. 118 nr. 6 eftir Johannes Brahms og Paganini etýðu í E-Dúr „Arpeggio", Sonnetto 104 del Petrarca og Gnomenr- eigen eftir Franz Liszt. Óbærilegur léttleiki Leggið við hlustir á morg- un kl, 14.30 þeg- ar Brynhildur Guðjónsdóttir flytur boðskap Ausu Steinberg á Rás 1. Ausa er lítil stúlka, ein- hverf og fár- sjúk, og í verk- inu segir hún undan og ofan af ævi sinni og áhugamálum. Leikritið er eftir Lee Hall en byggt á dagbókum stúlkunnar og gerði allt vitlaust þegar það var flutt fyrst í BBC árið 1997. Það hefur síðan verið flutt þar átta sinnum og vekur at- hygli í hvert sinn fyrir makalausa tján- ingu á tilveru þessarar persónu. Jón Viðar Jónsson þýðir verkið en leikstjóri er Inga Bjarnason. Á sunnudaginn kl. 14 verður svo frumfluttur fléttuþátturinn Völuspá í umsjón Jóns Halls Stefánssonar þar sem ýmsar persónur í nútímanum ganga á vit völvunnar. Frumsamin tónlist er eftir Hauk Tómasson og Jó- hann Jóhannsson. Blásaratónleikar Þriðju tónleikamir á Myrkum mús- íkdögum verða annað kvöld, laugar- dagskvöld, kl 20 í Langholtskirkju. Þar stýrir Kjartan Óskarsson Blásarasveit Reykjavíkur sem flytur átta verk eftir íslensk tónskáld og eru tvö þeirra frumflutt, Preludio Sinfonico eftir Pál Pampichler Pálsson og Moto Perpetuo eftir Einar Jónsson (sem er fæddur 1970). Önnur tónskáld sem leikið verð- ur eftir eru Þórarinn Jónsson, Tryggvi M. Baldvinsson og Oliver Kentish.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.