Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2001, Blaðsíða 15
14
19
Útgáfufélag: Frjáls fjölmiðlun hf.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: Sveinn R. Eyjólfsson
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson
Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason
Aðstoðarritstjóri: Jónas Maraldsson
Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift:
Þverholti 11,105 Rvík, sími: 550 5000
Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999
Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/
Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiölunar: http://www.visir.is
Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is
Akurcyri: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605
Setning og umbrot: Frjáls fjölmiölun hf.
Plötugerð: ísafoldarprensmiöja hf. Prentun: Árvakur hf.
Áskriftarverð á mánuði 2050 kr. m. vsk. Lausasöluverð 190 kr. m. vsk., Helgarblaö 280 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eöa fyrir myndbirtingar af þeim.
Olíubirgðastöð í þéttbýli
Umhverfisslysið sem varð í fyrradag, er þúsundir lítra af
svartoliu runnu úr olíutanki við Hólmaslóð á Granda, er
áminning og verður til þess að menn huga að staðsetningu
og öryggismálum þessarar helstu olíubirgðastöðvar lands-
ins. Þar búa menn við gamlan arf en augljóst er að olíu-
birgðastöð yrði ekki valinn þessi staður í dag, í miðborg
Reykjavíkur.
Betur fór en á horfðist er fyrir mannleg mistök runnu allt
aö fimm þúsund lítrar af svartolíu úr einum tanki Skelj-
ungs. Steyptir veggir eru kringum tankinn og virðist mest-
ur hluti olíunnar hafa farið í jarðvegsþró sem er við hann.
Svartolían er seigfljótandi og því náði hún ekki að renna út
í sjó. Þá virðist lítið af olíunni hafa farið í holræsi borgar-
innar. Starfsmenn Skeljungs, Reykjavíkurhafnar og Heil-
brigðiseftirlits Reykjavikur hafa unnið við hreinsun svæð-
isins frá því að óhappið varð en ljóst er að skipta verður um
jarðveg og farga hinum mengaða.
Stórri olíubirgðastöð eins og í Örfirisey fylgir mengunar-
og brunahætta. Því verður að gera miklar kröfur til alls frá-
gangs og varnarkerfa. Oliulekinn nú er ekki hinn fyrsti og
því er eðlilegt að spurt sé hvort varúðarráðstafanir séu
nægar. Vissulega var tekið á málinu af festu nú og fulltrú-
ar olíufélagsins, Reykjavíkurhafnar og Heilbrigðiseftirlits-
ins funduðu í gær. Þá snúa öryggismál olíubirgðastöðvar-
innar ekki síður að slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu.
Slökkviliðsstjórinn í Reykjavík segir að stöðinni fylgi
brunahætta en ekki sprengihætta. Áhættan sé ásættanleg
en það sé pólitísk ákvörðun hve mikla áhættu menn vilji
taka.
Staðsetning birgðastöðvarinnar er vandamál. Áður hefur
komið fram hörð gagnrýni á mikla flutninga þotueldsneytis
frá Örfirisey til Keflavíkurflugvallar. Það er augljóslega var-
hugavert að aka drekum, hlöðnum eldsneyti, gegnum þétt-
býlasta svæði landsins í stað þess að hafa birgðastöð fyrir
það nær flugvellinum og um leið fjær þéttbýli. Slökkviliðs-
stjórinn hefur raunar meiri áhyggjur af akstri olíubíla frá
stöðinni gegnum borgina en af birgðastöðinni. Þeir flutning-
ar eru að vísu bein afleiðing staðsetningar hennar.
Hrannar B. Arnarsson, borgarfulltrúi og formaður um-
hverfis- og heilbrigðisnefndar Reykjavíkur, sagði staðsetn-
ingu birgðastöðvarinnar slæma í viðtali í gær og Júlíus Víf-
ill Ingvarsson borgarfulltrúi tók í sama streng og sagði slys
sem þessi vera martröð. Þetta er stóralvarlegt, sagði Júlíus
Vífill, og vekur upp spurningar um geymslu á öðru elds-
neyti þarna á svæðinu og akstur með það gegnum borgina.
Hrannar tók dýpra í árinni og sagði olíuleka þama aftur og
aftur óþolandi. Greinilegt væri að öryggismálin þyrfti að
taka til gagngerrar endurskoðunar. Ef ekki yrði að skoða
staðsetninguna upp á nýtt og tankarnir yröu að fara.
Ýtrustu öryggiskröfur verður að gera végna birgðastöðv-
arinnar en umhverfisslysið nú er hvatning til þess að full-
trúar borgarinnar og nefnda hennar, hafnarinnar, slökkvi-
liðs, umhverfisyfirvalda, olíufélaganna og annarra sem hlut
eiga að máli komi saman. Yfirfara þarf öll öryggismál og
mengunarvarnir en um leið að líta á málið til lengri fram-
tíðar með færslu birgðastöðvarinnar í huga. Þar kemur
Helguvík fyrst upp í hugann, enda er þar fyrir oliuhöfn,
fjarri þéttbýli.
Hætta fylgir eldsneyti hvar sem það er, eins og slökkvi-
liðsstjóri tekur fram í blaðinu í dag. Hann bendir hins veg-
ar á að staðsetningunni ráði stjórnmálamennimir. Það er
þeirra að líta til heppilegra framtíðarlausna.
Jónas Haraldsson
FÖSTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2001
FÖSTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2001
I>V
Skoðun
102 Reykiavík
Nafnið á nýstofnuðum
baráttusamtökum gegn
flugvelli í Vatnsmýrinni
lýsir betur en mörg orð
hver er kjarni þess stóra
deilumáls sem loks nú er
að ná almannaathygli eftir
rúmlega tveggja ára stífar
umræður í fjölmiðlum.
Deilan snýst um land en
ekki flug. Reykvíkingar
eru áreiðanlega flestir
sammála um nauðsyn flug-
samgangna innanlands, en
þeir geta af landfræðileg-
um ástæðum, skipulagsástæðum,
ekki lengur lagt hjartað úr borginni
undir miðstöð þeirra samgangna.
Tvenns konar stríðsminjar
Einu sinni byggðist lítið þorp. Það
gerðist á svæði sem til hægðarauka
gengur undir nafninu 101 Reykjavík.
Þorpið óx i kaupstað með eðlilegum
hætti framan af, en svo kom stríð og
hemám sem útheimti herflugvöll.
Honum var valinn staður í útjaðri
byggðarinnar upp af prýðilegu lægi
sjóflugvéla í Skerjafirði. Það var ekki
óeðlilegt á sínum tíma.
En svo lauk þessu stríði, en her-
Steinunn
Jóhannesdóttir
rithöfundur
náminu ekki, og miðstöð her-
liðsins var flutt úr höfuðstaðn-
um á Miðnesheiði. Þar byggðu
Bandaríkjamenn nýjan her-
flugvöll, í því skyni að tryggja
varnir íslands og NATO og í
stað leigu fyrir landið fengu
íslendingar að nýta Völlinn
sem miðstöð flugsamgangna
við útlönd. í Reykjavík urðu
eftir tvenns lags striðsminjar,
braggar í nokkrum bragga-
hverfum, sem leystu bráðan
_____ húsnæðisvanda borgar með
fæðingarhríðir, og flugvöllur-
inn í Vatnsmýrinni.
Hverfið sem hvarf
Ef ekki hefði verið þetta stríð hefði
Vatnsmýrin byggst um líkt leyti og
Melarnir, Háskólahverfið og Hlíðam-
ar og hefði núna póstnúmerið 102
Reykjavík. 102 Reykjavík er ekki til
nema sem minning um hverfið sem
hvarf. Hverfið sem hvarf undir flug-
völl. Hverflð sem hlaupið er yflr,
þegar borginni er skipt niður í póst-
númer. 102 Reykjavík er týndi hlekk-
urinn í borgarþróuninni.
Fyrir þessu eru augu unga fólks-
ins sem byggja mun borgina að opn-
„Það miðborgarkríli sem enn tórir virðist í augum at-
vinnulífsins eiga svo litla framtíðarmöguleika að ekki
einu sinni flugfélögin og ferðaskrifstofumar treysta sér
til þess að halda þar úti einni skrifstofu. “
ast. Það vill endurreisn Reykjavíkur.
Það vill hverfið sem hvarf aftur i
byggð. 102 Reykjavík er til vitnis um
drauminn um heila samvaxna borg,
borg sem er læknuð af síðusári sínu.
í stjórn samtakanna er einungis ungt
fólk að undanskilinni Guðrúnu Ög-
mundsdóttur þingkonu og fyrrum
borgarfulltrúa í Reykjavík. Hún
stendur á fimmtugu og við sem erum
um fimmtugt erum foreldrar þeirra
borgarbarna sem eru að móta sitt
fullorðinslíf og velja sér búsetu.
Miðborgarkríli
Ef þessu unga fólki væri boðið að
Þrátt fyrir allt sem segja mætti og
segja þyrfti um Ariel Sharon eru fjöl-
miðlar miklu hljóðlátari en við
mætti búast. I fyrsta lagi hefur hann
augljóslega yflrburðafylgi eins og er
og í öðru lagi er ljóst að Barak, fyrir-
rennari hans, beitti röngum aðferð-
um og fór út fyrir umboð sitt. Hitt er
svo alveg í stíl Shárons að hann kom
sjálfur af stað þeirri fjöldauppreisn
meðal araba sem Barak réð ekki við
og þess vegna sneri fólk sér til hans
til að heimta öryggi fyrir þeim múg
sem Sharon spanaði upp viljandi.
Þar er hann, hinn ísraelski Eiríkur
blóðöx, á heimavelli.
Of langt mál væri að telja upp öll
þau mannvíg og hryðjuverk sem
hann er ábyrgur fyrir. En á stundu
sem þessari nýtur hann trausts jafn-
„Menn eru fljótir að gleyma, og Sharon og fylgismenn
hans meðal hinna öfgafyllstu (haredim) hafa aldrei
látið sér til hugar koma að gefa eftir svo mikið sem
millímetra af Jerúsalem. Þar er ekkert í vœndum nema
ný ofbeldisverk og tvíeflt hatur. “
Með og á móti
Ef menn sýna vilja
vel til að ná fram friði.
Hann hefur sannað að hann
kann vel til herstjórnar. Um
framtíðina er minna talað,
sem von er,
Friður Sharons
í áratugi hefur Sharon
haft eina meginhugmynd
um frið: Burt með all araba
af israelsku landi. Hann
segir að þeir eigi sér þegar
heimaland í Jórdaníu, og
þangað skuli þeir allir rekn-
ir í þeim þjóðemishreins-
unum sem upphófust 1947... í fram-
haldi af þessu eru að sjálfsögðu allar
tilslakanir gagnvart aröbum útilok-
aðar. Nú í síðustu tíð talar hann um,
ósamifærandi þó, að hugsanlegt væri
að þéir gætu fengið að hírast á 10%
landsins á Vesturbakkanum og
Gaza/Barak bauð 90%).
Menn hafa gleymt þvi hver það
var sem nýtti hernaðargáfu sína til
að gera hernámssvæðin óbyggileg
aröbum. Sem húsnæðisráðherra í
stjórn Begins, og síðar hjá Shamir,
skipulagði hann flest öll nýju land-
námssvæöin á hernámssvæðunum
og tengdi þau innbyrðis með vega-
kerfi, byggðu á landi araba, sem ger-
ir þessar byggðir að miklu leyti sjálf-
bærar og útilokar í raun og veru að
þær verði nokkru sinni lagðar niður.
Sá raunveruleiki sem blasir við á
hemámssvæðunum er ekki pólitísk-
ur heldur strategískur hernaðarleg-
ur veruleiki sem Israel mun aldrei
gefa eftir. Þetta er „friðarstarf ‘ Shar-
ons sem gerir allar tilslakanir
ómögulegar af „öryggisástæðum".
Litil furða að fátt sé rætt um friðar-
hugmyndir Sharons. Hins vegar er
Gunnar
Eyþórsson
blaöamaöur
sma
hann vís til að beita hern-
um í enn ríkari mæli en
Barak til að stöðva allt
múður í aröbum. Út á þetta
var hann kjörinn, með
þeim undirtexta að gefa
ekkert eftir og halda hug-
myndinni um Jórdaníu
sem heimaland araba til
streitu.
Jerúsalem
Menn eru fljótir að
gleyma, og Sharon og fylg-
ismenn hans meðal hinna
öfgafyllstu (haredim) hafa aldrei lát-
ið sér til hugar koma að gefa eftir
svo mikið sem milliímetra af Jer-
úsalem. Þar er ekkert í vændum
nema ný ofbeldisverk og tvíeflt hat-
ur. Sharon og hans menn líta á borg-
ina sem einkaeign gyðinga og ætla
sér ekki að gefa aröbum þar nein
réttindi af neinu tagi. Þar er eitt
meginatriði sem enn hefur ekki ver-
ið tekið nægilega vel með í reikning-
inn erlendis. Jerúsalem er þriðja
helgasta borg Islams, og fylgjendur
Islams um allan heim eru hátt á ann-
an milljarð.
Hér er ekki við Arafat einan að
eiga né heldur arabaríkin ein heldur
lönd á borð við Indónesíu og Pakist-
an, Bangladesh og Malasíu, meðal
annarra. Sharon mun einfaldlega
ekki komast upp með þá stefnu sem
hann boðar nú, sama hversu mikla
aðstoð hann fær frá pabbadrengnum
í Hvíta húsinu. Kjör hans er ávísun
á algera og fullkomna höfnun á ísra-
el, og ef hann endist lengi í embætti
vísar það á meira hættuástand í
þessum heimshluta en ríkt hefur í
áratugi.
t „Ég er bjart-
sýnn á að hægt sé
ip að ná samningum
■IBP’ í þessari deilu án
verkfails, en til að
það gerist þurfa menn að setj-
ast niður, einbeita sér að
verkefninu og láta lönd og
leið skítkastið sem einkennt
hefur samskipti deiluaðila.
Gerist þetta á að vera hægt
að ná samningum.
En menn verða að talast
við eins og fullorðnir menn en ekki
nota hvert tækifæri sem gefst til þess
að gera hinn aðilann tortryggilegan.
Hér er ekki um neina venjulega
samningagerð að ræða, þessir menn
Sverrir
Leósson
útgeröarmaöur
fara með fjöregg þjóðarinnar,
og það er beinlínis skylda
þeirra að ná samningum án
verkfalls.
Ég krefst þess að þessir
menn setjist niður og fari að
vinna að því verkefni að ná
samningum. Geri þeir þaö,
þá nást samningar, ég er full-
viss um það.
En fari hins vegar svo að
_____ þessir menn geti ekki náð
saman, þá eiga þeir að vera
menn til að stíga fram og fela öðrum
samningsgerðina."
Engar líkur
r„Ef ég á að
svara þessari
spurningu hér og
nú þá tel ég engar
líkur á að samn-
ingar takist fyrir 15. mars. Það
sem á undan er gengið bendir
ekki til þess að samningar séu
í sjónmáli. Við erum búnir að
ganga eins langt með okkar
tilboði og okkur er mögulegt,
með tilboðinu um skamm-
tímasamning til eins árs, út-
gerðarmenn höfnuðu því til-
boði alfarið og við leggjumst ekkert
meira í duftið fyrir þá. Það er komið
að þeim að koma með eitthvert inn-
legg í þessari deilu.
Konráð
Alfreðsson
varaformaöur Sjó-
mannasambands
íslands
Það er líka forsenda að
menn vUji setjast niður og
ræða málin en á það hefur
skort hjá útgerðarmönnum.
Við settum fram skynsamlegt
tUboð og vorum t.d. ekki þar
með kröfuna um aUan fisk á
markað. Við vUdum hins veg-
ar lagfæringar á verðmyndun-
armálunum en þessi samning-
ur átti að vera til eins árs og
menn notuðu samningstím-
ann til að leysa helstu ágrein-
ingsmálin. Útgerðarmenn eiga
að finna það að það er vUji hjá okkur
tU samninga, en það bendir allt tU
þess að þeir ætli að stefna þessu í
verkfaU."
imningar án verkfalls
Allt bendlr til þess að tll verkfalls sjómanna um allt land komi 15. mars. Samningar sjómanna hafa veriö lausir í eitt ár, en í samningsgeröinnl eru menn
enn á byrjunarreit. Þeir eru þó til sem telja aö hægt sé aö ná samningum fyrir 15. mars.
Lestarsamgöngur?
„TU framtíðar litið
hljótum við að velta
fyrir okkur nýjum
leiðum. Lestarsam-
göngur hefur þar bor-
ið á góma. Að mínu
mati er tímábært að
fram fari héUdstæð og
umfangsmikU athugun á hagkvæmni
þess að reka lestarkerfi á höfuðborg-
arsvæðinu sem gæti jafnt verið ofan
jarðar og neðan. Þær athuganir sem
þegar hafa verið gerðar eru nokkuð
misvísandi og því ættu sveitarfélögin
hér, í samvinnu við ríki, raforkufyr-
irtæki, rannsóknarstofnanir o.fl. að
taka höndum saman og kanna þessi
mál tU hlítar."
Árni Þór Sigurösson, form. skipulags-
og bygginganefndar Reykjavíkur,
í Mbl. 8. febrúar.
Ruglar kjósendur
„Umræðan um
ReykjavíkurflugvöU
fór vel af stað með
rökföstum málflutn-
ingi en hefur að und-
anfórnu breyst í taut
og raul sem betur á
heima innan um
týnda ketti í lesendabréfum dagblað-
anna. Haldi þetta nöldur áfram með
skipulögðum hætti ruglar það kjós-
endur i ríminu þegar tU kastanna
kemur... Betur er þá heima setið en
af stað farið.“
Ásgeir Hannes Eiriksson verslunar-
maður í Degi 8. febrúar.
íslandspóstur í rugli
„Það liggur alveg ljóst fyrir að
starfsmannastjóri Islandspósts sagði
við Morgunblaðið og fleiri fjölmiðla
að fyrirtækið hefði leitað óformlega
eftir upplýsingum hjá lögreglu. Nú
reynir fyrirtækið að halda því fram
að hann hafi ekki sagt það. Svona
málflutningur er stórfyrirtæki á borð
við Póstinn tU lítUs sóma. Ef menn
gefa rangar upplýsingar opinberlega
er við hæfi að leiðrétta þær.“
Úr forystugreinum Mbl. 8. febrúar.
Endurskoöun kvótalaga
„Ég veit ekki tU
þess að starf nefndar-
innar sé farið að
stranda á neinu enn
þá, en eftir því sem
lengra líður minnka
líkurnar á þvi að
hægt verði að taka
lögin um stjóm fiskveiða tU endur-
skoðunar og afgreiða málið fyrir vor-
ið. En það er heldur ekki hundrað i
hættunni þótt ekki náist að afgreiða
málið fyrir vorið. Það frestast þá
bara um eitt ár.“
Árni Mathiesen sjávarútvegsráöherra
í Degi 8. febrúar.
Sumir íhaldsmerm beina
sjórmm sínum að samborgurum
sxnum, trúnni og lífsgildum.
velja á miUi þess að búa í framtíð-
inni á Álfsnesi eða i 102 Reykjavík
þarf vart að spyrja um úrslitin. Ég
spái því að yfirgnæfandi meirihluti
borgarbarna myndi velja miðborgar-
hverfi fram yfir enn eitt úthverfið.
En þó munu þeir einnig verða áfram
tU sem kjósa kyrrláta nesja- og
heiðabyggð, og barnvæna botnlanga
utan hringiðunnar. Af slíku er líka
nóg framboð. Það sem skortir er öfl-
ug miðborg.
Það miðborgarkrUi sem enn tórir
virðist i augum atvinnulífsins eiga
svo litla framtíðarmöguleika að ekki
einu sinn flugfélögin og ferðaskrif-
stofurnar treysta sér tU þess að
halda þar úti einni skrifstofu. Þó er
það ferðabransinn sem hefur hvað
hæst um að hann lifi og deyi með
ReykjavíkurflugveUi í Vatnsmýr-
inni. Þeir skUja það ekki enn í
skammsýni sinn, að Reykjavík með
öflugri og fagurri miðborg hefði
margfalt meira aðdráttarafl á ferða-
menn en tíu úthverfi og einn flug-
vöUur 1 Vatnsmýri. Ekkert mun
stuðla meir að eflingu ferðamanna-
iðnaðarins en miðborgarhverfið 102
Reykjavik.
Steinunn Jóhannesdóttir
Mannréttindasýn
Morgunblaðsins
Kalda stríðið virðist ætla
að skUja eftir sig varanlegri
merki í íslenskri umræðu
en víðast hvar annars stað-
ár. Þeirra gætir greinUega i
þeirri mannréttindaum-
ræðu sem sprottið hefur í
kjölfar öryrkjadóms Hæsta-
réttar. Morgunblaðið tekur
efnahagsleg og félagsleg
réttindi tU umræðu í sið-
asta Reykjavíkurbréfi.
Þrátt fyrir metnaðarfuUa
umQöllun feUur blaðið ______
kyUiflatt í kaldastríðsgryfi- ~
una. Einkum verður blaðinu hált á
röksemdum fyrir því að borgaraleg
og stjórnmálaleg réttindi séu algUd
en efnahagsleg, félagsleg og menn-
ingarleg réttindi ekki.
Algiidi mannréttinda
Morgunblaðið færir ekki önnur
rök fyrir þessari afstöðu sinni en
þau að fyrrnefndu réttindin séu
„klassísk", en hin síðarnefndu ekki.
Með nokkurri einfóldun má segja að
þetta deiluefni hafi í aðalatriðum
verið útkljáð fyrir fimmtíu árum. Þá
var mannréttindayfirlýsing Samein-
uðu þjóðanna samþykkt þar sem öU-
um réttindaflokkunum var gert jafn-
hátt undir höfði.
Flest rök hniga að því að þau
mannréttindaákvæði sem i yfirlýs-
ingunni felast hafi nú öðlast stöðu
hefðaréttar í skilningi alþjóðalaga.
Einstök réttindaákvæði hafa verið
styrkt og útfærð í fiölda mannrétt-
indasamninga. Þótt heimspekUeg
umræða um algUdi mannréttinda sé
áhugaverð er miklu eðlilegra að
horfa til staðfestingar þjóðríkja á
þessum samningum til að svara því
hvort efnahagsleg, félagsleg og
menningarleg réttindi séu almennt
viðurkennd.
Áhrif kalda stríösins
Mannréttindayfirlýsing Samein-
uðu þjóðanna spratt af viðleitni al-
þjóðasamfélagsins tU að læra af
hörmungum heimsstyrjaldarinnar
síðari. TUdrög hennar má rekja tU
merkrar ræðu Roosevelts Banda-
ríkjaforseta árið 1941 þar sem hann
skUgreindi frelsin fiögur sem heim-
ur framtíðarinnar ætti að byggja á:
tjáningarfrelsi, trúfrelsi, frelsi frá
nauð og frelsi frá ótta. Skipting
mannréttinda í tvo hópa er bam
kalda stríðsins.
Vegna átaka austurs og vesturs
Dagur B.
Eggertsson
læknir
voru gerðir tveir samning-
ar á vettvangi Sameinuðu
þjóðanna tU að fylgja mann-
réttindayfirlýsingunni eftir.
Annars vegar um borgara-
leg og stjórnmálaleg rétt-
indi og hins vegar um eftia-
hagsleg, félagsleg og menn-
ingarleg réttindi. Tvískipt-
ingin átti ekki við meiri rök
að styjast en svo að nær öll
ríki heims hafa staðfest
báða samningana og eru
staðfestingarríki samnings-
ins um efnahagsleg, félags-
leg og menningarleg réttindi raunar
fleiri en hins fyrrnefnda.
Múrinn fellur
Eftir faU Berlínarmúrsins og enda-
lok kalda stríðsins hefur tvískipting
mannréttinda nánast liðið undir lok.
Þeir alþjóðasamningar sem gerðir
hafa verið eftir 1989 endurspegla
þetta. Samningur um rétt barna er
gott dæmi. Stuðningurinn við hann
er einnig óumdeUanlegur. Aðeins ör-
fáum árum eftir að hann var tilbú-
inn tU undirritunar höfðu 191 stað-
fest hann. Aðeins Bandaríkin og
Sómalía sitja hjá.
Á mannréttindaráðstefnu Samein-
uöu þjóðanna í Vín 1993 voru jafn-
framt tekin af tvímæli um að borg-
araleg og stjórnmálaleg réttindi
væru samofin efnahagslegum, félags-
legum og menningarlegum réttind-
um, jöfn að virðingu og gUdi. Saman
mynda þau órofa heUd til verndar
öllum mönnum.
Reaganismi á íslandi?
Bandaríkin stóðu ásamt öðrum
þátttökuþjóðum á Vínarráðstefnunni
að áöurnefndri samþykkt. Bandarík-
in hafa þó sérstöðu meðal þjóða í
mannréttindamálum. Vegna and-
stöðu íhaldssamra afla á Bandaríkja-
þingi hefur forsetum landsins reynst
nánast ógerlegt að leita staðfestingar
þess á mannréttindasamningum.
Ríkisstjórn Ronalds Reagan var fuU-
trúi þessara íhaldssjónarmiða. Hún
vék allri viðurkenningu á efnahags-
legum, félagslegum og menningar-
legum réttindum tU hliðar og vUdi
jafnvel hverfa frá notkun hugtaksins
mannréttindi.
Þótt þetta megi að hluta rekja til
öfga kalda stríðsins einkenndist end-
urskoðun íslensku stjómarskrárinn-
ar árið 1995 því miður af sjónarmið-
um sem sótt voru í sömu kalda stríðs
skotgrafir. Umræðan sem Morgun-
blaðið efnir tU er löngu tímabær.
Stjómarskrá íslands ætti að breyta
tU samræmis við alþjóðlegar skuld-
bindingar landsins og kveða á um
efnahagsleg, félagsleg og menningar-
leg réttindi ekki síður en önnur
mannréttindi.
Dagur B. Eggertsson
,Morgunblaðið tekur efnahagsleg og félagsleg réttindi
til umræðu í síðasta Reykjavíkurbréfi. Þrátt fyrir
metnaðarfulla umfjöllun fellur blaðið kylliflatt í
kaldastríðsgryfjuna. “