Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2001, Page 23

Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2001, Page 23
27 FÖSTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2001 DV Tilvera Afmælisbarnið Mia Farrow Leikkonan Mia Farrow er 56 ára í dag. Hún á að baki þrjú hjónabönd, hefur verið gift André Previn, Frank Sinatra og Woody Allen. Far- row á fjögur böm en hefur auk þess ættleitt 10 börn. Elsta ættleidda dóttir hennar, Soon-Yi Farrow Previn, er nú gift fyrrum eiginmanni hennar, Woody Allen. Farrow var aðeins 23 ára þeg- ar hún sló í gegn i myndinni Rose- mary’s Baby. i viuummn </ ' burðalítill. 1 Gildir fyrir laugardaginn 10. febrúar Vatnsberinn t?o, ian.-is. fehr.r . ímyndunarafl þitt er ‘ frjótt í dag og þú ættir að nýta þér það sem best. Þú þarft að tréysta á sjálfan þig því samvinna gengur ekid sem best. Rskarnlr(l9. febr-20, mars): Þú ert i góðu ástandi Itil að taka ákvarðanir í sambandi við minni háttar breytingar. Þú átt auðvelt með að gera upp hug þinn. Hrútiirinn (21. mars-19. anríH: I. Þú getur lært margt af ' öðrum og ættir að líta til annarra varðandi tómstimdir. Þú verður elagslífinu á næstunni. Nautið (20. april-20. maíl: Hætta er á að fólk sé of upptekið af sínum eigin málum til að ____ samskiptin gangi vel. Astarmálin ganga þó vel þessa dagana. Tvíburarnir (21. maí-21. iúníi: Seinni hluti vikunnar ’verður hagstæðari fyr- ir þig og dagurinn verður fremur við- burðaBtill. Farðu varlega varð- andi öll útgjöld. Krabbinn (22. iúní-22. íúií): Þú ert ekki hrifinn af I þvi að fólk sé að skipta sér of mikið af þér. Þú ert dálítið spenntur og fað reyna að láta spennuna ekki ná tökum á þér. UÓnlð (23. iúlí- 22. áeústl: Til að forðast misskilning í dag verða upplýsingar að vera nákvæmar og þú verður að gæta þess að vera stundvís. Annars er hætta á að mikil togstreita skapist á milli fólks. Mevian (23. aaúst-22. sept.i: <1- Þú færð margar góðar fréttir í dag. Félagslíf- ^^^ÉLið er með besta móti ^ í enþú þarft að taka þig á í námi eða starfi. Vogin (23. sept-23. okt.l: J Dagurinn verður frem- Oy ur rólegur og vanda- \ f málin virðast leysast r f af sjálfu sér. Kvöldið verður ánægjulegt i faðmi fjöl- skyldunnar. Sporðdrekl (24. okt.-21. nóv.l: I Þú skalt nýta þér þau tækifæri sem gefast jeins vel og þú getur. Dagurinn gæti orðið nokkuð erfiður en þú færð styrk frá góðum vini. Bogamaður (22. nóv.-21. des.l: LÞað gengur ekki allt rupp sem þú tekur þér fýrir hendur f dag. Ekki taka gagnrýni nærri þér. Happatölur þínar eru 4, 9 og 23. Steingeitin <22. des.-19. ian.l: Þú uppskerð eins og þú sáir og ættir því að leggja hart að þér 1 dag. Taktu þér þó frí f kvöld og gerður eitthvað skemmtilegt. Fyrstu kiðlingar ársins á Ljótsstöðum: Auðvelt að gera geiturnar gæfar „Ég reikna fastlega með að þetta séu fyrstu kiðlingar ársins 2001. Þeir fædd- ust þriðja þessa mánaðar sem er um mánuði fyrr en á undanfömum árum. Það er ljóst að fleiri bætast við á næstu dögurn," sagði Sölvi Traustason á Ljótsstöðum í Skagafirði þegar hann sýndi fréttamanni blaðsins tvo spræka kiðlinga á búi foreldra sinna. Á Ljóts- stöðum hafa verið liðlega tuttugu geit- ur undanfarin ár. Þær hafa oft byijað að bera snemma í mars en haustið var óvenjugott og það kann að vera skýr- ingin á hvað burðurinn hefst snemma í ár. Að sögn Sölva fær hafurinn að ganga með geitunum allt árið, ekkert sé á móti því að kiðin byrji að fæðast í mars, þá verði þau einfaldlega vænni um haustið. Sölvi segir að mjög auð- velt sé að gera geitumar gæfar, þær em sólgnar í brauð og hænast þannig fljótt aö manninum. Fellciade Leikur suöræna tónlist sem kemur öllum í gott skap. Víkverji orðaði það í Morgunblað- inu fáeinum dögum eftir hið fág- aða tónlistarkvöld þar sem einnig mátti taka sporið. Efnisskrá Felici- ade samanstendur sem fyrr af samba og bossa nova-tónlist frá Brasilíu sem hljómað hefur í ára- tugi með flytjendum eins og t.d. Joáo og Astrud Gilberto, Stan Getz, Luiz Bonfa og hinum ástsæla lagasmið, Antonio Carlos Jobim, en einnig verða leikin nýrri lög eftir Arto Lindsay, Susan Vega o.fl. og er áhersla lögð á að skapa ástleitna og hamingjuríka stemn- ingu þar sem gestum gefst færi á að stíga nokkur dansspor ef svo ber undir. Feliciade skipa þau Teena Pal- mer, Hilmar Jensson, Guðjón Þor- Feliciade í Kaffileikhúsinu: Samba og bossa nova í tilefni af Valentínusardeginum ætlar hljómsveitin Feliciade að halda aðra tónleika í Kaffileikhús- inu í kvöld, en allt of margir þurftu frá að hverfa á bóndadag- inn. Tónleikagestir voru hrifnir af leik sveitarinnar og eimir enn eft- ir af hrifningarvímunni eins og láksson, Matthías Hemstock og Óskar Guðjónsson sem tekur sæti Jóels Pálssonar í þetta sinn. Tón- leikarnir hefjast klukkan 22. Öll í sömu veislunni Karl Bretaprins skemmti sér í veislu bresku pressunnar ásamt syni sínum, Vilhjáhui prinsi, og ástkonu sinni, Camillu Parker Bowles. Veisl- an var haldin í tilefni 10 ára afmælis kvörtunarnefndar bresku pressunn- ar. Karl og Vilhjálmur komu saman í veisluna og 10 mínútum seinna kom Camilla með Tom syni sínum. Þetta var í fyrsta sinn sem Karl, Vilhjálm- ur og Camilla komu saman opinber- lega öll þrjú. Litið var á þátttöku Vil- hjálms í veislunni sem þakklæti til pressunnar fyrir að hafa látið hann í friði. Formaður kvörtunamefndarinnar, Wakeham lávarður, hét því á ný í gær að vernda Vilhjálm fyrir fiöl- miðlum og notaði tækifærið til að Camllla kom með syninum Camilla Parker Bowles, ástkona Karls prins, kom meö syni sínum, Tom, til veislunnar í tilefni 10 ára afmælis kvörtundarnefndar pressunnar. hvetja ritstjóra til að virða einkalíf prinsins. Auk prinsanna og Camillu var fjöldi annarra frægra gesta í veislunni. Jagger semur viö barnsmóður Rokkarinn Mick Jagger hefur komist að samkomulagi við brasil- iska barnsmóður sína, Luciönu Morad, um fjárgreiðslur til hennar og barnsins. Þá höfðu þau karpað í réttarsölum í New York í nærri tvö ár. Ekki var greint frá innihaldi samningsins en vitað er að Luciana krafðist þess að fá hátt í þrjár millj- ónir króna á mánuði í meðlag. Jag- ger var hins vegar ekki til í að greiða nema rúma hálfa milljón króna. Jagger var ekki í réttarsalnum í New York um daginn en hann var aftur á móti í símasambandi. Luci- ana sagði fréttamönnum eftir aö allt var af staðiö að hún væri mjög ánægð með niðurstöðuna. „Ég er ánægð með að þetta skuli vera búið. Ég gerði hið rétta fyrir son minn. Mér finnst ég hafa gert mitt besta,“ sagði brasilíska fyrirsætan. Sonur hennar og Jaggers heitir Lucas og er 21 mánaðar gamall. Vilhjálmur prins Prinsinn er alþýölegur og vill losa sig viö gamaldags ímynd konungdæmis- ins. Vill láta kalla sig Vilhjálm Opinber titill Vilhjálms prins er Hans konunglega hátign Vilhjálmur Artúr Filippus Lúðvík af Wales en frá og með miðvikudeginum 7. febr- úar vill prinsinn bara vera kallaður Vilhjálmur. Prinsinn hefur einnig beðið um að vera ekki ávarpaður herra. Hann vill heldur ekki að fólk hneigi sig fyrir honum, að því er breskir fjölmiðlar greina frá. Vilhjálmur hefur ákveðið að feta i fótspor móður sinnar, Díönu prinsessu, sem kölluð var prinsessa fólksins, og losa sig við gamaldags ímynd konungdæmisins. Prinsinn tók sér ársleyfi að lokn- um námi við Etonskólann. Komandi haust hefur hann nám í listasögu í St. Andrewsháskólanum í Skotlandi. Þar verður hann skráður sem William Wales. Skæibrosandi á frumsýningu Gamli popparinn David Bowie og eiginkona hans, fyrirsætan Iman, voru meöal gesta á frumsýningu nýju myndarinnar um mannætuna Hannibal í Ziegfeld-leikhúsinu í New York. Þau voru greinilega ánægö meö lífiö.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.