Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2001, Blaðsíða 24
28
_____________________________________________________FÖSTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2001
Tilvera I>V
1í f í ö
F T I R V I N N U
2000 góðar
minningar
í dag kl. 14.00 verður opnuð á
1. hæð Kringlunnar sýning á úr-
vali Ijósmynda, sem bárust í ljós-
myndasamkeppnina 2000 góðar
minningar. Jafnframt verður til-
kynnt um vinningshafa sam-
keppninnar og afhent verðlaun
fyrir tiu bestu myndirnar. Sam-
liða myndunum úr samkeppninni
verður einnig til sýnis úrval
mynda frá menningarborgarárinu
úr ljósmyndasafni Morgunblaðs-
ins. Þátttaka í samkeppninni var
góð og myndefnið á sýningunni
mjög fjölbreytt; allt frá ljósmynd-
um af formlegum viðburðum til
persónulegra mynda, sem tengjast
yfirskrift ársins með einhverjum
hætti.
Leikhús ___________________
■ LOMA Leikritiö Lóma - mér er al-
veg sama þótt elnhver sé aö hlæja
aö mér eftir Guörúnu Ásmundsdótt-
ur verður sýnt í Möguleikhúsinu viö
Hlemm kl. 10.00 í dag. Uppselt.
■ JÁ. HAMINGJAN Já, hamingjan
eftir Kristján Þórö Hrafnsson er
-sýnd í kvöld klukkan 20.30 á Litla
sviöi í Þjóöleikhúsinu.
■ MEÐ FULLA VASA AF GRJÓTI
Leikritiö Meö fulla vasa af grjóti eft-
ir Marie Jones veröur sýnt í kvöld kl.
20 á Smíðaverkstæöi Þjóölelkhúss-
ins. Nokkur sæti laus.
■ RAUÐA KLEMMAN Leikfélag Fé-
lags eldri borgara í Reykjavík,
Snúöur og Snælda, frumsýnir í Ás-
garöi í Glæsibæ í dag kiukkan 17
gamanleikritiö Rauöa klemman eftir
Hafsteinn Hansson.
Kabarett
■ HANDMALAÐUR BILL HJA
BENNA A milli kl. 12 og 13 veröur
nýstárleg uppákoma hjá Bílabúö
Benna í Kringlunni. Þar mæta 22
leikskólabörn á aldrinum 4-5 frá
Leikskólanum Gullborg ásamt leik-
skólakennurum og handmála nýjan
Daewoo-bíl á sérstökum palli fýrir
utan verslun Bílabúðar Benna. Börn-
in ætla aö skreyta bílinn meö hönd-
unum einum saman.
Opnanir
I I STURf jjji I GÁLLÉRÍ NÉMÁ
HVAÐ Edda Yr Garöarsdóttir, út-
skriftarnemi í Listaháskólanum, opn-
ar sýningu í Gallerí nema hvaö viö
Skólavöröustíg í dag, klukkan 17. ,
Verkið sem sýnt veröur ber nafniö í
sturtu og er innsetning meö hljóöi.
Gestum er boöið til sætis fyrir fram-
an sturtuklefa þar sem þeir geta í
hlutverki áhorfanda og áheyranda
notið verksins.
■ MYNPASÝNING í RÁÐHÚSINU í
gær var opnuð í Tjarnarsal Ráöhúss
Reykjavíkur óvenjuleg sýning sem
ber yfirskriftina Myndabanki.is. Um
er að ræöa bæöi Ijósmyndir og
teikningar. Þeir sem aö sýningunni
standa eru Brooks Walker, Hreinn
Hreinsson, Jóhann ísberg, Jóhann
Óli Hilmarsson, Jón Baldur Hlíð-
berg, Lárus Karl Ingason, Ragnar
Axelsson og Siguröur H. Stefnis-
son.
Fundir
■ HAPEGISFUNDUR VOKU UM AL-
NÆMI Alnæmi hefur ekki verið nógu
mikiö í umræöunni á síðustu árum
en síðustu rannsóknir hafa leitt í
Ijós að gagnkynhneigt fólk á aldrin-
um 18-30 ára er í mesta áhættu-
hópnum. Á síðasta ári greindust tólf
manns með alnæmi og af þeim voru
ellefu gagnkynhneigöir. Þessi staö-
reynd hefur ekki skilaö sér sem
skyldi til ungs fólks. Á fundinum
ræöa þau Magnús Gottfreösson
smitsjúkdómalæknir og Sigurlaug
Hauksdóttir félagsráðgjafi um stóöu
alnæmis í dag.
SJá nánar: Lífiö eftir vinnu á Vísi.ls
Jóhanna Vigdís Arnardóttir heldur tónleika í Borgarleikhúsinu í kvöld:
Öll lögin fjalla
um ástina
Leik- og söngkonan Jóhann Vig-
dis Arnardóttir, eða Hansa, held-
ur tónleika í Borgarleikhúsinu i
kvöld, kl. 20. „Þetta eru min uppá-
haldslög og mikill hluti er jass.
Hvert og eitt einasta lag fjallar
reyndar um ástina. Það er alger
tilviljun, ég er bara svona væm-
in,“ segir Jóhanna Vigdís og hlær
við.
Skemmtilegt samstarf
Meö Jóhönnu Vigdísi koma
fram á tónleikunum Óskar Ein-
arsson, sem leikur á píanó og út-
setti öll lögin, Halldór Gunnlaug-
ur Haukson sem leikur á tromm-
ur, Birgir Bragason á bassa og
Sigurður Flosason sem leikur á öll
sín hljóðfæri: saxófón, klarínett,
flautu og fleira. „Þetta er í raun 10
manna hljómsveit vegna þess
hvað Sigurður spilar á mörg hljóð-
færi, það er verst að hann spilar
ekki á mörg í einu.“ Regína Ósk
Óskarsdóttir syngur með Jóhönnu
Vigdísi í tveim lögum og tvær
stúlkur í íslenska dansflokknum
dansa með henni í tveim lögum,
þær Hlín Diego Hjálmarsdóttir og
Katrín Johnson. „Það er gaman að
því að þetta er allt fólk sem hefur
verið aö vinna mikið saman hér í
húsinu, það er gaman að gera
svona hluti saman.“
Jóhanna Vigdís var beðin að
nefna dæmi um lög sem hún ætl-
aði að syngja á tónleikunum: „Ég
er mikið með Cole Porter-lög, til
dæmis Night an day, Just one og
those things og Let’s do it. Svo er
ég með fullt af Fats Waller-lögum,
eins og I’ve got a feeling I’m fall-
Bíógagnrýni
Gaman í vinnunni
Jóhanna Vigdís Arnardóttir, eöa Hansa, læröi bæöi píanóleik og óperu-
söng auk leiklistarinnar.
ing og Meen to me. Ég er líka meö
franskt lag eftir Jaques Brel sem
er i miklu uppáhaldi hjá mér og
reyndar annað franskt lag. Þetta
er sem sagt mjög mikið sambland
en ég hugsa að jassáhugamenn
hefðu áhuga á að kíkja.“
Röddin nálægt hjartanu
Jóhanna Vigdís lærði óperu-
söng og píanóleik, auk leiklistar-
innar, og þar að auki segist hún
hafa byrjaö í frönskunámi í Há-
skólanum. „Ég komst ftjótlega að
því að óperusöngurinn var ekki
alveg min rödd. Lögin sem ég
valdi á þessa tónleika eiga það öll
sameiginlegt að þetta eru fallegir
ástartextar og textinn í þeim
skiptir miklu máli. Min rödd er
fyrir svoleiðis lög. Ég var sópran í
óperusöngnum en mín rödd er
dýpri, hún liggur nær hjartanu."
Jóhanna Vigdís venti svo sinu
kvæði i kross og sneri sér að leik-
listinni. „Leiklistin sameinar
þetta allt,“ segir hún. „Mér finnst
ekki svo mikill munur á því aö
syngja og leika. Maður þarf að
gera þetta hvort tveggja af mikilli
einlægni og leggja sig alveg jafn-
mikið í það.“
Jóhanna Vigdís er um þessar
mundir aö leika í barnasýningu
Borgarleikhússins, Móglí, og
einnig að æfa í farsanum Blúndur
og blásýra. „Ásdís Þórhallsdóttir
leikstýrir þessu verki sem er al-
veg frábært. Það er sem sagt mjög
skemmtilegt í vinnunni þessa dag-
ana.“
-ss
ssiffimm&mó -;
Regnboginn - A Hard Day’s Night 'á' ★ ★ "Á
Fjórir fræknir
Hilmar
Karlsson
skrifar gagnrýni
um kvikmyndir.
The Beatles eru fjórir strákar sem
fyrst og fremst eru þekktir fyrir að
hafa breytt popptónlistinni þegar
þeir komu fram snemma á sjöunda
áratugnum. Það voru þeir sem
komu poppinu úr sykurhúðuðu um-
búðunum sem hafði verið einkenn-
andi fyrir létta tónlist allt frá því El-
vis Presley var upp á sitt besta á
sínum sokkabandsárum. Það að
endurnýja kynni sín við A Hard
Day’s Night er því eins og að setja
eina af uppáhcddsplötunum sínum á
fóninn. Sumt eldist ekki, verður
bara klassískt. Þegar ég miða A
Hard Day’s Night frekar við uppá-
haldsplötu en uppáhaldskvikmynd
þá er það bæði vegna þess að mynd-
in varð til vegna tónlistar Bítlanna
og svo eru eftirminnilegustu atriði
myndarinnar órjúfanlega tengd
þeim frábæru lögum sem þeir flytja
í myndinni.
Bónusinn sem aðdáendur Bítl-
anna fengu var svo kvikmynd sem
var ólík öllum öðrum kvikmyndum
með poppstjörnum i aðalhlutverki.
Svo er fyrir að þakka að ungur og
hugmyndaríkur leikstjóri, Richard
Lester, var valinn til að leikstýra
þessum nýfrægu strákum sem
höfðu enn þá mjög gaman af frægð-
inni. Með samþykki Bítlanna ákvað
Lester að hafa myndina í heimilda-
myndaformi og gerist hún á 36
klukkutímum í lífi þeirra. Það var
samt aldrei ætlunin að A Hard
Day’s Night yrði heimildamynd.
Alun Owen fékk tilnefningu til ósk-
arsverðlauna fyrir handitið og fáir
litu á myndina sem slíka í upphafi.
Örugglega er þó mikið til í því sem
haldið hefur veriö fram á síðustu
árum að myndin sé sannari heim-
ildamynd en margur ætlaði.
Bítlarnir voru aldrei reiðir ungir
menn. Þeir voru í upphafi nákvæm-
lega eins og þeir koma fram í mynd-
inni: saklausir, spennandi og sjarm-
erandi. Myndin er gerð 1964 þegar
heimurinn var búinn að uppgötva
þá og þeir nýkomnir úr mikilli sig-
urfor til Bandaríkjanna. Þeir gátu
enn leikið lausum hala um stórborg-
ina London og sum atriði myndar-
innar sýna raunverulega atburði,
eins og þegar hópur ungra stúlkna
eltir þá. Vinskapur þeirrá var mik-
ill á þessum tíma og það sést best
þegar verið er að vinna að upptöku
laga. John og Paul vinna saman
eins og vel smurð vél og hinir eru á
sömu breiddargráðu og eru nauð-
synlegir hlekkir í heildarmyndinni.
Þeir hafa leikhæfileika, sem er
sjaldgæft hjá poppstjörnum, og
kannski er það Ringo sem kemur
hvað sterkastur út úr myndinni að
því leytinu til, Hann hefur húmor,
er aldrei stressaður fyrir framan
myndavélina og kann að vera trúð-
ur á meðan hinir eru meira að leika
sér.
A Hard Day’s Night var tíma-
mótaverk, þó ekki kvikmyndalega
séð, eins og haldið var fram af
mörgum. Hún náði þvílíkum vin-
sældum að meirihluti áhorfenda
hélt að um byltingu væri að ræða í
kvikmyndatökum og klippingu. Ric-
hard Lester var ekki svo frumlegur
og var ekkert að leyna því. Hann
gengur í smiðju frönsku snilling-
anna Goddard og Truffaut hvað það
varðar og kannski var það af virð-
ingu við þá að myndin er i
svart/hvítu, sem að vísu heppnast
fullkomlega. Það sem aftur á móti
gerir A Hard Days’ Night að tíma-
mótaverki er að í góðri kvikmynd
eru aðalleikaramir fjórir allt öðru-
vísi poppstjörnur en áður höfðu sést
í kvikmynd - virka saklausir og
glaðir og tala frjálslega eins og text-
inn komi beint frá hjartanu. Það er
því ótrúlegt að hugsa til þess að að-
eins sex árum síðar gerðu Bítlarnir
Let It Be, þar sem varla sést bros á
vörum piltanna og þar sem greini-
lega sést að samstarfiö er í molum.
í tónlistinni eru þeir sömu snilling-
arnir en sakleysið er horfið og gleð-
in ekki til.
Lelkstjóri: Richard Lester. Handrlt: Alun
Owen. Kvikmyndataka: Gilbert Taylor.
Tónlist: Lennon/McCartney og George
Martin. Leikarar: John Lennon, Paul
McCartney, George Harrison, Ringo Starr
og Wilfrid Brambell.