Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2001, Qupperneq 25
29
FÖSTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2001
DV Tilvera
LEIÐ TIL BETRA LIFS
DV býður í sund og á skauta:
Fjölskyldudagur í Laugardal
Samvera fiölskyldunnar er mikil-
vægur þáttur í góðu lífi og ekki
spillir það samverunni ef fjölskyld-
an er að gera eitthvað uppbyggilegt
saman. Fjölmargar íþróttagreinar
eru upplögð skemmtun og heilsubót
fyrir alla fjölskylduna og má þar
nefna skiðaiðkun, skauta og sund.
Ekki viðrar til skíðaiðkunar enn
sem komið er hér sunnanlands en
skauta og sund getum við stundað
og býður DV bæði á skauta og í
sund í Laugardalnum um helgina.
Frítt verður fyrir fullorðna í fylgd
með börnum í Skautahöllina i Laug-
ardal bæði laugardag og sunnudag,
allan daginn, en opið er frá kl. 13 til
18. Verslunin Útilíf verður með
kynningu á skautavörum og skauta-
íþróttinni og munu leiðbeinendur
þaðan hjálpa byrjendum á skauta-
svellinu. Einnig veitir Leppin
drykki, bæði heita og kalda, auk
þess sem fyrirtækið verður með get-
Gaman á skautum
Skautaíþróttin er í stööugri sókn hérlendis og er Skautahöllin í Laugardal
kærkomin fyrir skautaunnendur.
Sund er hressandi
Sund er bæöi holl og skemmtileg íþrótt og sömuleiöis er fátt notalegra á
köldum degi en aö skella sér í notalega laugina.
raunaleik þar sem vegleg verðlaun
verða í boði. í Skautahöllinni er
skautaleiga þar sem þeir sem ekki
eiga skauta geta leigt slíka. Foreldr-
um er því ekkert að vanbúnaði að
skella sér á skauta með börnum sín-
um um helgina. Þetta er tilvalið
tækifæri fyrir þá sem einu sinni
voru flinkir skautahlauparar að
sýna börnum sínum hvað í þeim
býr og einnig er þetta tækifæri fyr-
ir hina sem ekki hafa stundað
skauta að drífa sig, það er nefnilega
aldrei of seint!
Á laugardaginn, milli kl. 13 og 18,
verður ókeypis í sund fyrir alla í
Laugardalslauginni í boði DV.
Sundiðkun er einhver vinsælasta
íþrótt sem stunduð er hérlendis og
einstaklega fjölskylduvæn. DV skor-
ar á lesendur sína að stunda holla
samveru með fjölskyldunni og
þiggja boðið um helgina.
Langholtskirkja í fyrrakvöld:
Minningartónleikar
um Lárus Sveinsson
Það var þétt setinn bekkurinn á
minningartónleikum um Lárus
Sveinsson trompetleikara sem haldn-
ir voru í Langholtskirkju í fyrra-
kvöld. Þennan dag hefði Lárus orðið
sextugur og tO að heiðra minningu
hans stendur Starfsmannafélag Sin-
fóníunnar fyrir stofnun minningar-
sjóðs í nafni hans. Tilgangur sjóðsins
verður að styrkja efnilega málmblást-
urshljóðfæraleikara til framhalds-
náms í útlöndum, einkum í Vínar-
borg. Á tónleikunum komu fram Sin-
fóníuhljómsveit íslands, Karlakórinn
Stefnir, Kór íslensku óperunnar,
Reykjalundarkórinn, Skólahljóm-
sveit Mosfellsbæjar, Sigrún
Hjálmtýsdóttir og Anna Guðný Guð-
mundsdóttir. Kynnir á tónleikunum
var Flosi Ólafsson.
Við stjórnvölinn
Garöar Cortes stýrir kór íslensku óþerunnar.
DV-MYNDIR EINAR J.
Rosi í pontu
Kynnir á tónleikunum var hinn góökunni leikari, Flosi Ólafsson.
Hlé
Tónlistarfólkiö tekur sér hlé; sumir setjast, aörir nota tækifæriö og æfa sig.
Kynþokkafullir
og duglegir
Breski leikarinn Jude Law þykir
vera með einstaka útgeislun. Les-
endur kvennablaðsins Cosmopolit-
an hafa valið hann á lista yflr 10
kynþokkafyllstu karla heims. Á list-
anum er einnig Joseph Fiennes.
Þess vegna valdi franski leikstjór-
inn Jean-Jacques Annaud þá báða í
aðalhlutverk í myndinni Enemy at
the Gates. Þeir voru einnig valdir
vegna þess að þeir þykja duglegir.
Jude Law hafði aldrei snert á byssu
áður en hann lék í myndinni. Nú
veit hann allt um byssur, að því er
hann segir.
Antiksali rændi
Jerry Hall
Antiksali í London hefur verið
handtekinn vegna gruns um þjófnað
heima hjá fyrirsætunni Jerry Hall,
fyrrverandi eiginkonu Micks Jag-
gers í Rolling Stones. Við innbrotiö
27. september í fyrra hurfu skart-
gripir, kertastjakar og tölva. Voru
munirnir metnir á rúmlega 1,5
milljónir íslenskra króna, að því er
breskir fjölmiðlar greina frá. Ántik-
salinn var gripinn í Wembledon.
Jerry Hall, sem leikur nú á sviði í
London, saknar að vonum skart-
gripanna sinna og vonar að þeir
komi í leitirnar.
Britney kaupir
sér vardhunda
Poppprinsessan Britney Spears er
svo hrædd við við ágenga aðdáend-
ur að hún er búin að útvega sér tvo
fjórfætta lífverði. En áður en varð-
hundarnir fá aö koma inn í hús
Britney verða þeir sendir á átta
vikna hlýðninámskeið. Fyrirhugað
er að hundarnir verði í húsi Britn-
ey í Los Angeles sem hún er nýbúin
aö festa kaup á. Á meðan söngkon-
an er á tónleikaferðalögum munu
lifverðirnir fjóifættu dvelja á heim-
ili foreldra hennar í Louisiana. Að-
dáendur Britney verða nú að halda
sig í fjarlægð frá henni.