Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2001, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2001, Blaðsíða 13
Hún var eitt af nöfnunum sem Rolling Stone spáði góðu gengi á árinu 2001. Margir hafa tekið eftir henni í myndbandinu við smáskífulagið l’m Like a Bird og platan hennar, Whoa Nellyl, gerir það gott beggja vegna Atlantshafsins. T)rausti Júlíusson skoðaði kanadísk-portúgölsku söngkonuna Nelly Furtado. Nelly Furtado er 22 ára. Hún er fædd í Kanada en er dóttir portú- galskra innflytjenda. Nelly er alin upp i Victoriu i bresku Columbiu. Þegar hún var 17 ára flutti hún tii Toronto og hafði meö sér þangaö stórar hugmyndir - ætlaði m.a. aö stofna sitt eigið plötufyrirtæki. Hún hætti við það eftir að hún komst að því að hún væri of löt í þess háttar framkvæmd. Hún lærði á „ukulele" (fjögurra strengja portúgalskur smágítar) og trombónu þegar hún var krakki og allt frá því hún var átta ára og eignaðist sitt fyrsta seg- ulbandstæki hefur hún verið að taka upp eigin tónlist. Þegar plötu- fyrirtækisdraumurinn varð að engu ákvað hún að gerast tóniistar- maður. Fyrsta platan hennar, Whoa Nelly!, kom út í Kanada í fyrra og er löngu búin að ná gullsölu þar, auk þess sem hún vann nýlega til Qögxura Juno-verðlauna (kanadísk tónlistarverðlaun, sambærileg við Brit og Grammy). Fyrsta smáskifan af plötunni I’m Like a Bird er ný- komin út í Evrópu og fær góðar við- tökur - fór m.a. beint í fimmta sæti breska listans. Líkt við Beck Nelly Furtado hefur stundum verið likt við Beck og þó að tölu- verður munur sé á tónlist þeirra eiga þau það sameiginlegt að sækja efnivið jafnt í rokktónlist, þjóð- lagatónlist og hip-hop. Nelly á sér margar fyrirmyndir í tónlistinni. Hún er t.d. mikill aðdá- andi JefTs Buckleys og segist vera undir miklum áhrifum frá honum í lagasmíðum sínum og söng. Á tíma- bili hlustaði hún eingöngu á r&b og hip-hop. Það voru hlutir eins og Salt-N-Pepa, TLC, De La Soul, Ice T og Digable Planets. í seinni tíð hefur hún svo veriö að víkka sjón- deildarhringinn enn frekar með því að kynna sér heimstónlistarmenn á borð við Amaliu Rodrigues og Nusrat Fateh Ali Kahn. Auk þess nefnir hún fólk eins og Björk, Tricky og Portishead sem áhrifa- valda. Hún hefur þetta að segja um plötuna: „Ég gerði þessa plötu undir áhrif- um frá „When I Was Bom for the Seventh Time“, með Comershop. Það er popptónlist en samt sam- bland af poppi og indverskri tónlist sem mér fannst mjög spennandi. Odelay með Beck virkaði svipað á mig - ótrúlega mikil sköpunargleði, frábært sánd og mjög heilsteypt og einlæg tónlist." Efnilegur lagasmiður Nelly er sem sagt undir áhrifum frá alls konar tónlist á plötunni. Það má t.d. heyra bæði portúgalska og brasilíska tónlist hér og þar og gott ef þar eru ekki smávegis áhrif frá enn einu átrúnaðargoðinu hennar, Bob Marley, einhvers staðar líka (lagið Party er með prýðilegu reggí-grúvi). Það er óhætt að segja að Whoa Nelly! sé óvenju fjölbreytt og vel heppnuð frumsmíð og þó að áhrifm komi víða að er að- aieinkenni plötunnar samt fyrst og fremst frambærilegar lagasmíðar með efnilegri söngkonu. Langt ferðalag Hljómsveitin Sigur Rós bætti í vikunni tvenn- um tónleikum vió Evróputúr sinn sem hún hyggst leggja upp í í næsta mánuBi. Alls munu drengirnir spila á 18 tónleikum í mánuBinum, í Hollandi, Frakklandi, Spáni, Portúgal, Ítalíu, Tékklandi, Þýskalandi og Englandi. AB Evrópu- túrnum loknum er stefnan tekin á fyrsta túr sveitarinnar um Bandaríkin. í framhaldinu hyggst hljómsveitin seinna á árinu heflast handa viB upptökur á næstu plötu sinni sem fylgja mun I kjölfariö á hinni geysivinsælu Ágætls byrjun. Ekki ætti aB væsa um piltana vifl upptökurnar því þeir hafa komiö sér upp mjög fullkomnu stúdiói í Mosfellsbæ. Útgáfu frestað Tilkynnt hefur verifl aB útgáfu á næstu plötu Bjarkar, Vespertlne, hafi verifl frestaB fram á haust. Talsmaflur hennar lýsti því yfir í vikunni aB ekki næBist aB Ijúka plötunni fyrir fyrirhug- aBan útgáfudag, 22. maí. Er nú stefnt aB því aB platan verfli gefin út í lok ágúst. Björk haföi planaö fjöldann allan af tónleikum um heim allan en þeim verflur nú einnig frestaö til aö þeir falli aö útgáfu plötunnar. Þegar hafa veriö tekin upp þrjú myndbönd vifl lög af Vespertine, Hidden Place, Cocoon og It's Not Up to You, og er taliö afl Hidden Place verfli fyrsta smá- skífa plötunnar þó ekkert hafi verifl staöfest í þeim efnum. plötudómar ★★★ Flytjandi: Wheatus Platan: WheatUS Útgefandi: Columbia/Skífan Lengd: 33:15 mín. ★★★,★ Flytjandi: Ymsir Platan: Last Night a DJ Saved My Life Útgefandi: Nuphonic/Þruman Lengd: 73:55 mín. k'k'k.'k lytjandi: YmSÍr latan: True Kings of \lorway tgefandi: Spikefarm/12 tónar engd: 58:15 mín. ★★★ Flytjamdi: Orb piatan: Cydonia Útgefandi: Island/Skífan Lengd: 68:48 mín. hvaðf Hljómsveitin Wheatus er hér komin meö sína fyrstu breiflskífu en bandiö kemur frá New Jersey og eiga mefllim- ir sveitarinnar rætur aö rekja til pönk- hardcore senunnar I New York. Þessi plata á hins vegar lltifl skylt við pönk efla hardcore heldur er hér á ferðinni mjög amerískt popp með áhrifum frá Weezer annars vegar og Bare Naked Ladies hins vegar (= gott og slæmt). Þessi safnplata inniheidur 15 perlur úr sögu plötusnúflsins. Hún er tekin saman af Frank Broughton og Bill Brewster en þeir eru höfundar sam- nefndrar bókar sem rekur dj söguna frá upphafi. Platan kemur víða viö, byijar á broti af .Largo“ meö Hándel (fyrsta lagifl sem var útvarpafl) og end- ar á hljómsveitinni Visage. Þetta er safnplata meö ijómanum af norsku svartmálms-fjölskyldunni. Hljómsveitirnar Emperor, Immortal, Dimmu Borgir, Ancient og Arcturus eru hér allar meö gamlar upptökur frá fyrri hluta síöasta áratugs af sjö tommum sem eru illfáanlegar I dag. Þetta er sjötta plata bresku hljóm- sveitarinnar Orb. Hún hefur verifl starf- andi I rúm tíu ár I mismunandi útgáf- um en alltaf undir stjórn Alex Pater- son. Platan, sem er búin afl vera tilbú- in til útgáfu I tvö ár en tafflist vegna deilna Patersons við Island, inniheldur m.a. smásklfulagiö .Once More". fyrir hvernf Þetta er frekar grunn en gripandi popptónlist sem gæti höfflaö til þeirra sem hafa almennt gaman af öllu sem heitir popp-rokk. Hljómurinn er mjög Kanalegur og því gætu fyrrverandi að- dáendur Hootie and the Blowfish kannski melt þetta með ágætum. Platan inniheldur popp, reggae, hip- hop, diskó og house, svo afl eitthvafl sé tlnt til. Þetta eru flest lög og/eða flytjendur sem hafa sérstaka merkingu I sögunni en frá þvl er skýrt I bæk- lingnum sem fylgir plötunni. Þetta er plata fyrir þá sem hafa áhuga á þvi afl kynnast þessari sögu mefl vel völdum tóndæmum. Hinir veikhjörtuöu eru ekki markhópur þessarar útgáfu en sannir Black Metal aðdáendur mega alls ekki láta þennan grip fram hjá sér fara. Þetta er líka kjöriö fyrir þá sem þekkja ekki vel til þessa listforms og vilja fá þverskurð- inn af því besta á einu bretti. Orb voru I fararbroddi þegar slökunar- teknóið (danstónlist fyrir setustofuna) varfl til I byijun tlunda áratugarins. Þessi plata er enn eitt framlagiö þeirra til þeirrar tónlistarstefnu. Þetta er mjúk og þægileg tónlist sem passar vel í bakgrunninn. skemmtilei staðreynd Lagið þeirra, .Teenage Dirtbag" hefur slegifl ærlega I gegn á rokkútvarps- stöövum úti um allan heim og I Ástral- iu fór singullinn I þrefalda platinum sölu. Á þessari plötu er afl finna kover- lag eftir gamla hommabandifl Erasure en lagiö „A Little Respect" ferst hljóm- sveitinni Wheatus ágætlega úr hendi. Bókin „Last Night a DJ Saved My Life“, sem kom út I fyrra, er mjög frófl- leg og skemmtileg lesning, hvort sem þú hefur áhuga á salsoul-diskói og Studio 54, U-Roy og sánd-systemun- um á Jamaica eða Afrika Bambaataa og fæöingu hip-hopsins. Tlmaritiö Q valdi bókina nýlega eina af 50 bestu tónlistarbókum allra tíma. Allar þessar sveitir hafa gegnt leiöandi hlutverki I upphafi Black Metal sen- unnar sem varpafli skugga á norskt þjóflllf og breytti dagfarsprúðum mömmustrákum I villtustu óargadýr I lok tuttugustu aldarinnar. í umslagi plötunnar er aö finna áhugavert ættar- tré svartmálmsins sem sýnir að allar sveitirnar tengjast á einn eða annan hátt. Platan hefur fengið mjög misjafna dóma. Allt frá miklu lofi I tlmaritinu Muzik, sem útnefndi hana plötu mán- aflarins og gaf henni 5/5, út í meðferð franska blaflisins Libération, en þeirra gagnrýnandi neitaöi afl eyfla plássi I plötuna, lét nægja afl segja afl hún staflfesti aö Paterson væri afdankaöur hippi sem væri búinn að éta of mikið ecstacy. niöurstaöa Þessi hljómsveit er alveg örugglega hundraö sinnum betri en Bare Naked Ladies og væri þaö því ósanngiarnt að setja Wheatus niflur á þeirra stali þrátt fyrir augljós áhrif frá fýrrnefndri sveit. Það sem er skemmtilegast við þetta band eru Weezer-áhrifin en hvort Wheatus muni einhvern tímann komast með tærnar þar sem þeir höfðu hælana verður timinn einn aö leiða I Ijós. frosti logason Þeir Frank og Bill búa greinilega yfir mikilli þekkingu. Lögin á plötunni eru öll flott og uppbyggingin er líka I góflu lagi. Aðaláherslan hér er á áttunda og níunda áratuginn, sem kemur svo sem ekki á óvart. Eins og bókin er þetta flottur gripur og þaö fer vel á þvi afl gæðamerkiö Nuphonic gefi út. trausti júlíusson Þetta er ein eigulegasta plata sem mér hefur borist I hendurnar á þessu ári þó ekki væri nema bara fyrir sögu- legt gildi hennar. Þar að auki er hér á ferðinni mjög vönduð tónlist þrátt fyrir hráar upptökur. Hljómsveitin Dark Throne er sú eina sem er saknað á þessu stykki en hún hefði eflaust lyft dómnum upp I fimm stjörnur. frosti iogason Það kveflur kannski ekki við nýjan tón á þessari plötu, þetta er meira og minna I þessum kunnuglega Orb stíl, en þetta er samt ágætisplata. Hún rennur Ijúft I gegn, bæöi sungnu popp- lögin og instrúmentalarnir. Sándið er oft flott og bltin sem mala undir fjöl- breytt. Orb-aðdáendur verða ekki fyrir vonbrigðum. trausti júlíusson 16. mars 2001 f ó k u s f.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.