Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.2001, Síða 11
11
MÁNUDAGUR 26. MARS 2001
I>V Útlönd
Broyhill
frekari hryðjuverk
Rússnesk stjórnvöld bjuggu sig í
gær undir enn frekari hryöjuverk
og ofbeldi í kjölfar þriggja bíl-
sprengna í suðurhluta Rússlands á
laugardag þar sem 22 týndu lífi og
143 hlutu sár, þar af 25 lífshættuleg.
Lögregla og hermenn gerðu um-
fangsmikla leit að tilræðismönnun-
um í gær, komu upp vegartálmun-
um og handtóku fjölda manna.
Heimildarmenn innan rússnesku
öryggisþjónustunnar sögðu aö fund-
ist hefðu þrjár bílsprengjur til við-
bótar í Tsjetsjeníu og að þær hefðu
verið gerðar óvirkar. Uppreisnar-
mönnum í Tsjetsjeníu var kennt um
sprengjutilræði helgarinnar og
hvatti Vladímír Pútín Rússlandsfor-
seti til þess í gær að gripið yrði til
harkalegra aðgerða gegn tilræðis-
mönnunum.
Vladímír Ústínov, rikissaksókn-
ari í Rússlandi, sagði að rannsókn
hefði leitt í ljós að árásirnar hefðu
veriö skipulagðar af uppreisnarfor-
ingjanum Khattab, sem fæddur er í
Jórdaníu og menn óttast mjög.
Lögreglan tilkynnti að hún hefði
handtekið þrjár manneskjur sem
grunur léki á að hefðu staðið fyrir
svipuðum sprengjutilræðum áður.
Talsmaður Aslans Maskhadovs,
forseta Tsjetsjeníu, vísaði á bug
allri ábyrgð á þessum mannskæðu
tilræðum. Óljóst er hvort allir upp-
reisnarmenn í Tsjetsjeníu eru undir
beinni stjórn Maskhadovs nú. Vikt-
or Kazantsev, sendimaður Pútíns í
sunnanverðu Rússlandi, sagðist
fullviss um að glæpamennirnir
yrðu handsamaðir og þeim refsað.
Ein bílsprengnanna sprakk á
markaöstorgi i bænum Mineralnje
Vodíj og önnur við vegartálma lög-
reglunnar i Jesentúkíj, þrjátíu kíló-
metra frá Mineralnje Vodíj.
Þriðja sprengjan sprakk í ná-
grannalýðveldinu Karatsjajevó-
Tsjerkessíu.
Þetta eru verstu hryðjuverk sem
framin hafa verið í Rússlandi frá
þvi stjórnvöld í Moskvu hófu bar-
áttu sína gegn hryðjuverkamönnum
í Tsjetsjeníu, eins og þeir eru kall-
aðir, í október 1999.
Fórnarlömb sprengjutilræöis
Lík nokkurra fórnarlamba sprengjutil-
ræöis liggja á götunni í borginni
Mineratnje Vodíj í sunnanverðu
Rússlandi. Tuttugu manns týndu lífi
þegar bílsprengja sprakk á markaös-
torgi í miöborginni á iaugardag.
Þýskalandskansl-
ari ánægður með
kosningaúrslitin
Gerhard Schröder Þýska-
landskanslari og andstæðingar hans
í kristilega demókrataflokknum
gátu verið ánægðir með úrslitin í
tveimur fylkiskosningum í gær, síð-
asta stóra prófsteininum á fylgi
Qokkanna fyrir þingkosningamar á
næsta ári. Samkvæmt útgönguspám
og fyrstu tölum hafði jafnaðar-
mannaQokkur Schröders aukið fylgi
sitt um níu prósent í Baden-
Wúrttemberg.
Kristilegir juku líka fylgi sitt og
héldu völdum en smáQokkar eins og
Græningjar töpuðu fylgi.
í nágrannafylkinu Rheinland-
Palatinate juku jafnaðarmenn við
meirihluta sinn.
Tugir létust í bílsprengjum í suðurhluta Rússlands um helgina:
Rússar búnir undir
Vatnsagl í París
Miklir vatnavextir eru í ánni Signu og þurftu þeir gangandi vegfarendur í París
sem hættu sér nærri henni aö vera vel búnir til flótanna.
Tveií
Laugardagur 31. mars
Bakkafjörður kl. 11.00
Laugardagur 31. mars
Raufarhöfn kl. 17.00
Sunnudagur1.apríl
Þórshöfn kl. 14.00
XÆ
HÚSGAGNAHÖLUN
Bíldshöfða, 110 Reykjavik
s.510 8000, www.husgagnahollin.is
Vönduð amerisk borð frá Broyhill þar sem stíll og notagitdi
fara saman. Littu við og skoðaðu fleiri gerðir.
Hornboro kr. 37.350,
Teg. Broyhill3356
Sófaborð kr. 37.350
Teg. Broyhill3355
- 70% AFSLATTUR
bók/didk ✓túderv.tfc.
Stúdentaheimilinu vid Hringbraut * Sími 5700 777