Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.2001, Side 15
15
MÁNUDAGUR 26. MARS 2001
X>v____________________________________________________________________________________________Meiming
Bandvídd náttúrunnar
Paul Klee skilgreindi eitt
sinn krókótta teikningu sína
sem „labbitúr meö línu“. Þau
orð koma iðulega upp í huga
minn þegar ég lít víravirki
Guðrúnar Gunnarsdóttur
sem nú sýnir verk sín í Lista-
safni ASÍ. Nú eru ár og dagur
síðan þessi ágæta listakona
sneri baki við þéttofnum
vefnaði, þcir sem hún var
ótvírætt í fremstu röð, og tók
að handhnýta opin, loftkennd
verk úr ýmiss konar þráðum,
aðallega vír og tágum.
Kveikja þessara breytinga
var örugglega ekki óánægja
með sjálfa veflistina eða hefð-
bundinn efniviðinn - ull eða
bómull - heldur miklu frekar
löngun listakonunnar til að
gera verk sín aðsópsmeiri í
því rými sem þeim var út-
hlutað hverju sinni. Þar hef-
ur hún sjálfsagt staðið
frammi fyrir að minnsta
kosti tveimur kostum - að
gera sjálft efnið efnislegra, ef
svo má segja - umfangsmeira,
grófara, litrikara - þannig að
það drægi að sér meiri at-
hygli, eða að fara í hina átt-
ina, nefnilega að teikna í
sjálft rýmið með fingerðri,
þjálli línu, og innlima það
þannig í verkin.
Mynsturgerð
nattúruaflanna
Út af fyrir sig er löng hefð fyrir
rýmisteikningu af þessu tagi; hún sprettur
upp úr konstrúktífum skúlptúr á þriðja og
ijórða áratugnum og fær svo aftur byr undir
báða vængi með logsuðuverkum Gonzalez,
Picassos og Davids Smith. Á sjöunda ára-
tugnum tók hún á sig enn nýja mynd með
svokölluðum „sérvisku-afstraksjónum“
(eccentric abstractions) listamanna á borð
við Evu Hesse, Louise Bourgeois og Bruce
Naumann, þar sem hrár efniviður, líkamleg-
ar skírskotanir og jafnvel erótík eru virkjuð
í eins konar þrívíðum teikningum.
Myndlist
Helsta einkenni á víravirkjum Guðrúnar
er hins vegar náttúruleg bandvíddin, svo not-
að sé ljósvíkingamál. Rætur þeirra liggja
nánast alltaf í ljóðrænni skynjun hennar á
margbrotinni mynsturgerð náttúruaflanna,
jafnt varanlegri sem timabundinni. Ef til vill
er þetta líka einkenni á hefðbundna víravirk-
inu okkar. Sum þessara verka líta út eins og
þrivíðar útsetningar á fíngerðum krákustíg-
um í uppþornuðum jarðvegi eða brotabrot-
um í skæni, önnur eru eins og tilbrigði um
lóðrétt regn eða taktfastan öldugang. Og enn
önnur spretta fram úr veggjunum eins og
fossar úr bergstáli.
Upprunalegur ilmur
Upp úr skynjun listakonunnar, fremur en
fyrirframgefnum huglægum forsendum,
spretta sömuleiðis óvæntar birtingarmyndir
línunnar. „Fjölskyldumynd í mars 1999“ er
línuteikning úr álmstöngum sem skráir hæð
ellefu fjölskyldumeðlima listakonunnar á
ákveðnum tímapunkti. Lærdómsríkt er að
bera þessa jarðbundnu notkun línunnar sam-
an við margvíslegar hugmyndalínur Krist-
jáns Guðmundssonar.
Og „Ilmur“, samsett verk í 41 hluta, er nið-
ursneiddur einir sem varðveitir í sér bæði
upprunalegan Um og náttúrulega línuteikn-
ingu kvistanna.
Það sem kannski helst einkennir þessa
sýningu Guðrúnar er aukinn áhugi hennar á
„mössun" - mér skilst að vaxtarræktarmenn
noti þetta orð - það er að þétta innviði op-
inna verka sinna. Það gerir hún ýmist með
því að fjölga þráðum og þykkja vafninga til
muna eða hnýta fjölda litaðra þráða víðs veg-
ar í sjálfa meginþræðina. Við þetta verða
verkin bæöi umfangsmeiri og litríkari, auk
þess sem þau opna fyrir frekari túlkanir á
inntaki þeirra. Þetta skynjar Guðrún sjálf
mætavel - sjá til dæmis verk sem hún kallar
„genateikningar" (verk 1 & 13), vísan tU fyr-
irbæris sem er orðið hluti af hversdagslegum
veruleika okkar. Umfram allt er hér um að
ræða hrífandi sýningu og eftirminnUega.
Aðalsteinn Ingólfsson
Sýning Guörúnar „á þrivíöum Ijóöum" stendur til 1.
april. Listasafn ASÍ viö Freyjugötu er opiö alla daga
nema mán., kl. 14-18.
Tonlist
Geðveikt
Efnisskráin á tónleikum þeirra Nicole
Völu Cariglia seUóleikara og Árna
Heimis Ingólfssonar píanóleikara í Saln-
um í Kópavogi á fimmtudagskvöldið var
sérlega forvitnileg. Eingöngu tuttugustu
aldar tónverk voru leikin, þar á meðai
glæsitónsmíð eftir Alberto Ginastera
sem er þjóðartónskáld Argentínu. Tón-
list Ginastera er einstaklega skemmti-
leg. Hún einkennist af suður-amerískri
danshrynjandi sem helst í hendur við
dulúðuga stemningu og er engri annarri
lík. Einnig var áhugavert aö heyra ein-
leikssvítu nr. 3 eftir Benjamin Britten
en kaflar hennar eru áUir tUbrigði við
rússnesk stef sem eru þó ekki leikin í
upprunalegri mynd fyrr en í lokin. Svít-
an eftir Britten gerir miklar kröfur tU
seUóleikarans og heyrist ekki oft hér á
landi.
Nicole Vala er um þessar mundir að
ljúka meistaranámi í Bandaríkjunum,
en áður stundaði hún nám við Tónlistar-
skólann á Akureyri. Hún sýndi mögnuð
tilþrif í svítu Brittens og átti auðvelt
með að setja sig inn í ólíkar stemningar.
Verkið er margbrotið og litríkt en
Nicole Vala tapaöi aldrei þræðinum og
lifði sig inn í hverja hendingu. Tæknin
var fullkomin, seÚóleikarinn hafði af-
burða vald á tónmynduninni, hver tónn
var prýðilega mótaður og var þetta afar
áhrifaríkur flutningur.
í öUum hinum verkunum lék Ámi
Heimir með Nicole Völu og var samleik-
ur þeirra hvað glæsilegastur i sónötunni
opus 119 eftir Sergei Prokofiev. Hér var
sellóhljómurinn breiður og faUegur eins
og hann átti að vera, og fullkominn pi-
anóleikur Árna Heimis var ekki síðri.
Samspil hljóðfæraleikaranna var út-
hugsað og í góðu jafnvægi, hrynjandin
hámákvæm og styrkleikabrigðin mark-
viss. Hin flóknustu hlaup eftir hljóm-
borðinu voru skýr og örugg og hefur
undirritaður sjaldan heyrt þessa sónötu
eins vel leikna á tónleikum.
Lakasta atriðið á efnisskránni, og
jafnframt hið fyrsta, var d-moU sónata
Debussys. Merkja mátti nokkum tauga-
óstyrk hjá seUóleikaranum sem birtist í
ögn ónákvæmri inntónun hér og þar.
Enn fremur var píanóleikurinn nokkuð
sterkur, sérstaklega' í lokin. En í
Pampeana nr. 2 eftir Ginastera var hins
vegar sniUdarlega leikið þótt sellóka-
densan í byrjun hafi verið örlítið óná-
kvæm. Kyrrlátur kaUi verksins var
prýðilega útfærður og geðveikur tryU-
ingurinn þar á eftir svo ógnandi að
manni varð um og ó. GreinUegt er að
þau Nicole Vala og Ámi Heimir vaða í
hæfileikum og verður spennandi að
fylgjast með þeim í framtíðinni.
Jónas Sen
DV-MYND ÞÖK
Nicole Vala Cariglia og Arni Heimir Ingólfsson
Samspil þeirra var úthugsaö og í góöu jafnvægi, hrynjandin hár-
nákvæm og styrkleikabrigöin markviss.
DV-MYND HARI
Gleöi-Giaumur Bláa hnattarins í stuöi.
Kjartan Guöjónsson leikur hann.
Börn élska leikhús
Á umræðufundi í Borgarleikhúsinu á
alþjóðlega barnaleikhúsdaginn 20. mars
kom fram að íslensk börn þurfa ekki að
kvarta undan áhugaleysi leikhúslista-
manna. Stóru leikhúsin setja upp sínar
hefðbundnu sýningar handa þeim árlega,
og á síðasta ári einu sýndu sjálfstæðu
leikhúsin 25 leikverk fyrir fólk á aldrin-
um tveggja ára og upp úr, alls 763 sýning-
ar fyrir rösklega hundrað þúsund manns!
Þetta kom fram í máli Péturs Eggerz
Möguleikhússtjóra, og taldi hann að um
helmingur leikhúsgesta á ári hverju
væru börn. Þó fengu aðeins tveir sjálf-
stæðir aðilar fé í ár frá menntamálaráðu-
neyti af þeim fimmtán sem sóttu um
styrk til að setja upp barnasýningar.
Sjálfstæðu leikhúsin sýna að meiri-
hluta ný íslensk verk og ekki allt jafngóð-
ar bókmenntir. En það er góöur skóli að
sjá margar sýningar og af margvíslegu
tagi, með því safna börnin í viðmiðunar-
sarpinn, og eins og allir vita sem hafa far-
ið með börn í leikhús (eða hafa sjálfir ver-
ið börn í leikhúsi) þá finnst þeim ekkert
skemmtilegra. Fundarmenn voru á einu
máli um að fyrir bömum væri leikhúsið
mun raunverulegra en kvikmyndir eða
sjónvarp. Leikhúsið er í alvöru.
„Krafan er að allir skemmti sér, börn
og fullorðnir," sagði Þorvaldur Þorsteins-
son í sínu spjalli en er það endilega rétt?
Börn hafa annan smekk en fullorðnir og
þó að gaman sé þegar allir skemmti sér
saman eiga þau fyrsta rétt í sínu eigin
leikhúsi.
Sniglaveisla
Sniglaveisl-
an er komin
suður og stefn-
ir í að verða
mikill smell-
ur. Það er
heldur ekki á
hverjum degi
sem maður sér
leik á borð við
þann sem
Gunnar Eyj-
ólfsson sýnir
þar. Geir stór-
kaupmaður
verður í með-
förum hans
smeðjulegur ruddi og „dirty old man“ -
þrátt fyrir allan yfirborös-kúltúrinn -
sem hollt er að sjá tekinn í bakariið. Svið-
ið hjá Elínu Eddu Árnadóttur er hárrétt
umgerð um verkið og Sigurþór Albert
Heimisson gaf Gunnari góðan mótleik,
einkum undir borðum. Máltíðin var
vissulega hápunkturinn. Aldrei gleymist
þegar Gunnar saug upp í sig íslenskan
brekkusnigil...
En leikritið er heldur teygt. Eins og
bókin var nóvella eða löng smásaga þá
færi langbest á að leikritið væri langur
einþáttungur þar sem textinn væri þétt-
aður og spennan ekki brotin upp með
hléi.
Fjölþœtt samfélag
Gaman var aö sjá hvernig nýja
Eurovision-myndbandið brýtur á bak aft-
ur þá ímynd að „hér á landi á“, eins og
skáldið sagði, séum við öll björt á hörund
með ljóst hár og blá augu. Meðan sungið
er hið frísklega lag og „sjúr winner“ um
engilinn Birtu á ensku gælir myndavélin
við stúlkur (engla?) af ólíkasta uppruna
og meðal þeirra sá ég bara eina ljósku.
Auk þess eru söngvarinn og gítarleikar-
inn dökkir yfirlitum og gæti annar sem
best verið af sömu ætt og Björk og hinn
verið af frönsku bergi brotinn.
Þetta er sterkur leikur í baráttunni fyr-
ir því að við séum öll tekin gild sem ís-
lendingar, bleiknefjar jafnt sem blökku-
menn, skáeyg jafnt sem bláeyg. Lifi fjöl-
breytnin!