Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.2001, Side 24

Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.2001, Side 24
40 MÁNUDAGUR 26. MARS 2001 Tilvera DV Fergie huggar særðan dreng Hertogaynjan af Jórvík, Sara okkar Ferguson, brá sér í gervi hins líknandi eng- ils um daginn þegar hún heimsótti íjórtán ára gamlan dreng sem slasaðist alvar- léga í sprengingu í breskri herstöð í síðasta mánuði. Pilturinn missti sjónina í slysinu og einnig aðra hönd- ina. „Þetta er alveg hræði- legt. Við verðum að veita birtu inn í líf hans,“ sagði hertogaynjan góðhjartaða. Stráksi hefur mikinn áhuga á aö hitta gúmmí- karlinn Jim Carrey og hef- ur Fergie lofað að redda því. HYunoni . 1 BESTU KAUPIN í USA utnt ■ m Fitness eru bragðgóðar og stökkar heilhve/tiflögur. Hver 30 g skammtur gefur þér um 50% af daglegri vítamín- og jarnþörf og er jafnframt ríkur af kalk/. Fitness er góður kostur til að byrja daginn á, eða sem hollur og fljótlegur biti á milli mála. Streymi Rokkríó - gitaríeikarí, bassaleikarí og trommarí. Þriöja músíktilraunakvöldið 2001 Misöflugar rokkhljómsveitir og rappgengi í góðum fílingi Trenikin Svalir rapparar meö fullt af flottum hugmyndum. «r y. ' . m ■ -:v'i I 5 y Lime Tölvarinn Emil H. Petersen úr Kópavogi. Þriðja músíktilraunakvöld ársins 2001 fór fram í Tónabæ síðasta fóstu- dagskvöld. Það voru menn vikunnar, Jagúar, sem voru nýbúnir að opinbera nýja plötusamninginn, sem hituðu upp og voru mjög þéttir að vanda. Fyrsta tilraunasveitin að þessu sinni var skipuð meðlimum úr Mos- fellsbæ og Stykkishólmi. Það var hljómsveitin Bölverkur. í henni eru söngvari, gitaristi, bassisti og trommari sem spila þungt rokk. Þeir byrjuðu frekar luralega en hresstust heldur þegar á leið. Annað lagið þeirra var óður til klámmyndanna og skart- aöi viðlaginu hábókmenntalega „Ég vil bara drekka bjór og ríða“. Þriðja lagið fjaliaði svo um leitina að hinni fullkomnu konu. Kynhormónarokk sem sagt, en frekar slakt þrátt fyrir sæmilega punkta. Menn framtíðarinnar. Næstir á sviðið voru yngstu strák- amir þetta árið, allir á 12. og 13. ári. Hljómsveitin Natar er skipuð söngv- ara, sem spilar á bassa, gítarista, hljómborðsleikara og trommara sem hafði verið kallaður til á síðustu stundu þegar gamli trommarinn for- fallaðist. Það er alltaf flott sjón að sjá svona litla stráka með hljóðfæri sem auðvitað em í fullri stærð. Þeir fengu sviðsmann tO að stilla gítarinn áður en þeir byrjuðu, rétt eins og U2 eða Stones myndu gera. Lögin þeirra þrjú vom ágæt, sérstaklega annað lagið, en í því einbeitti söngvarinn sé að söngn- um og sleppti bassanum. Það var tölu- verður byrjendabragur á Natar og það vantaði herslumuninn í samæfing- unni en þetta eru auðvitað menn fram- tíðarinnar. Þriðja atriðið á dagskránni var hljómsveitin Andlát sem skipuð er meðlimum úr Reykjavík og Kópavogi. Það er skemmst frá því að segja að þarna var komin kraftmesta rokk- hljómsveitin í keppninni hingað til. Þetta var frekar þungt hjá þeim og mikO keyrsla. Andiát er skipuð tveim- ur gítarleikurum, bassaleikara, trommara og söngvara sem er í harð- kjamadeOdinni. Þeir stóðu sig aOir vel en bassaleikarinn fær aukastig fyr- ir flott tilþrif. Lögin þrjú vora öll yfir meðaflagi en annað og þriðja lagið vora enn þá betri en það fyrsta. Það sem gerir tónlist Andláts svona flotta er kannski helst að þrátt fyrir lætin og kraftinn þá nær hún að anda - hljóð- færin njóta sín hvert og eitt. Hugmyndir og úrvinnsla. Fyrsta hljómsveit eftir hlé var Streymi frá Reykjavík. Þetta er rokk- ríó: gítarleikari, bassaleikari og trommari. Fyrsta lagið hennar var instrúmental rokklag og hljómaði ágætlega þrátt fyrir smámistök trommarans. I öðru laginu, sem var áberandi besta lagið, fékk hljómsveit- in tO liðs við sig gestarappara með mjög sérstaka og flotta rödd og ótrú- legt flæði. Þriðja lagið var svo kassagitar-instrúmentalstykki. Það góða við svona sveit er hvað hún er opin fyrir ólíkum hlutmn og hug- myndarík. Næstur var á sviðið tölvarinn EmO H. Petersen frá Kópavogi en hann kemur fram undir nafninu Lime. Hann var lengi í gang vegna tækni- legra vandamála sem hafa vfljað loða við tölvutónlistarmennina á músíktO- raunum. Hann spOaði einhvers konar teknó. Uppbyggingin á lögunum var mjög ómarkviss - það var yaðið úr einu í annað án samhengis og lögin virtust næstum endalaus. Það var heU- ingur af hugmyndum í gangi hjá hon- um og margar góðar en hann þarf að vinna mikið í þessu áöur en þetta verður boðlegt. Rappgengi í góðum fílingi Næstsíðasta atriðið var rappsveitin TrenUdn sem skipuð er fimmmenn- ingum af Reykjavíkursvæðinu. Þeir eru aUir á 15. aldursári. Þetta er al- vöra rappsveit, með tvo rappara, for- ritara, hljómborðsleikara, skratsara og trommara innanborðs. Það tók þá smátíma að koma sér í gang en þegar þeir vora komnir af stað heyrði mað- ur að þetta var ágætlega samsett rapp í rólegri kantinum og flæddi vel. Þeir vora líka afslappaðir og svalir á svið- inu. Bítin og grúvin hjá þeim vora oft flott og skratsið og ýmsir hljóðeffektar bragðbættu útkomuna enn frekar. Þriðja lagið var salsa-rappafbrigði sem var brotið upp með mjög flottum ásláttarköflum. Það vantaði kannski aðeins upp á finstiUinguna hjá þeim, en þetta era greinUega strákar með fuUt af flottum hugmyndum. Síðasta sveitin í keppninni þetta kvöld var svo hljómsveitin Dice frá Hveragerði og Reykjavík. Hún spOaði rokk sem er svolítið í takt við nu metal hljómsveitir eins og Limp Bizkit og Kom. Þetta var svona tO skiptis ró- legt og lágstemmt og hratt og hávært. Hún var ágætlega spUandi og söngvar- inn þeirra er einn af fáum í keppninni sem er með sinn eigin stíl. Þeir fengu finar undirtektir í salnum. Það var svo óvænt hljómsveitin Miðnes sem spUaði í lokin þegar at- kvæðin vora talin og dómnefndin gerði upp hug sinn. Delphi, sem hafði verið áður auglýst, klikkaði á því að mæta og Miðnesiö var því kaUað tU og mætti með engum fyrirvara. Niður- staða kvöldstns var sú að salurinn kaus Dice en dómnefndin ákvað að tvær hljómsveitir færa áfram í þetta skiptið, Andlát og Trenikin. Síðasta tUraunakvöldið er í Tónabæ á fimmtu- daginn og svo er úrslitakvöldið á fóstudaginn. Trausti Júlíusson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.