Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.2001, Side 32

Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.2001, Side 32
* % Bflhelmar f/ • n FRÉTTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 FRJÁLST, ÓHÁÐ DAGBLAÐ MÁNUDAGUR 26. MARS 2001 Leiguflug ísleifs Ottesens: Slæmt umtal aldrei gott - segir sonur eigandans „Við merkjum þetta á rekstrin- um. Slæmt umtal er aldrei gott,“ sagði Friðrik Már Ottesen, flugmað- ur hjá Leiguflugi ísleifs Ottesens og sonur eigandans, um þær ávirðing- ar sem fram hafa komið á félagið í kjölfar skýrslu Rannsóknarnefndar flugslysa um flugslysið í Skerjafirði Lelguflug ísleifs Samningar um sjúkraflug í hættu í ágúst síðastliðnum. Bæði heil- brigðis- og samgönguráðuneyti hafa beint fyrirspum til Flugmálayfir- valda um hvort ástæða sé til að end- urskoða samninga sem gerðir hafa verið við félagið um sjúkraflug á Vestfjörðum og Suðurlandi. „Ég hef ekki séð nein bréf frá ráðuneytunum í þessa veru,“ sagði Friðrik Már en ísleifur faðir hans er staddur erlendis í einkaerindum. Leiguflug ísleifs Ottesens er með þrjár flugvélar í rekstri og þar af eru tvær notaðar í samningsbundið sjúkraflug. Ekki hefur verið keypt ný vél í stað þeirrar sem fórst í Skerjafirðinum í sumar. Hjá félag- inu eru fjórir fastráðnir flugmenn auk annarra lausráðinna. Félagið er með aðstöðu á Reykjavíkurflugvelli, á bak við Hótel Loftleiðir. -EIR - Sjá nánar á bls. 2. Lampar til fermingargjafa m $$if -- Rafkaup Ármúla 24 • sími 585 2800 m tllbo6aver6 kr. 2.750,- Merkilega heimilistækióS Nú er unnt aö "o merkja allt á o heimilinu, ^ kökubauka, spólur, skóla- dót, geisla- diska o.fl. Nýbýlavegi 14 Slmi 554 4443 Veffang: www.it.is/rafport Rafport Sorg í Grindavík vegna drukknunar stúlku í skólasundi: Afallahjálp fyrir börn og fullorðna - samverustund með nemendum í grunnskólanum í morgun „Það hvílir sorg yfir bænum og bæjarstjómin mun gera alit sem í hennar valdi stendur til að lina þján- ingar þeirra sem nú eiga um sárt að binda,“ sagði Pálmi Ingólfsson, kenn- ari og bæjarfulltrúi í Grindavík, um ástandið sem ríkir í Grindavík eftir að stúlka á sjöunda ári drukknaði þar í skólasundi á fóstudaginn. Stúlkan hafði aðeins verið búsett í Grindavik í nokkra mánuði ásamt foreldrum sínum sem era frá Nepal. „Við verð- um með samverustund með nemend- um grunnskólans á mánudagsmorg- un þar sem við ræðum málið sem snertir fiölda fólks hér í bænum,“ sagði Pálmi. Lögreglan í Reykjanesbæ hefur rannsakað tilurð slyssins og hafa starfsmenn, kennarar og nemendur verið yfirheyrðir. Að auki hafa allir sem málið snertir fengið áfallahjálp frá sérfræðingum úr Reykjavík sem kvaddir voru á staðinn. Þá hófst leit að túlki svo hægt væri að ræða við foreldra stúlkunnar sem drukknaði en þeir tala mjög takmarkaða ensku og enga íslensku: „Það tókst að finna túlka í Sand- gerði og einnig kom kona frá Reykja- vík sem er gift manni frá Perú,“ sagði Jón Gröndal, kennari í Grindavík, sem eins og aðrir bæjarbúar er djúpt snortinn af þeirri sorg sem ríkir í bænum. „Hér leggjast allir á eitt og samhugurinn er alger,“ sagði Jón Gröndal. Hermann Guðmundsson, forstöðu- maður íþróttahússins og sundlaugar- innar í Grindavík, segir að farið verði yfir alla öryggisþætti í starfsemi sundlaugarinnar þó menn sjái ekki í fljótu bragði að neitt hafi farið úr- skeiðis: „Sundkennarinn var á laugarbakk- anum hjá bömunum en sá ekki hvað hafði gerst fyrr en of seint. Við verð- um að gera allt sem hægt er til að þetta endurtaki sig ekki,“ sagði Her- mann Guðmundsson. Sundlaugin í Grindavik er 25 metra löng útilaug, aðeins nokkurra ára gömul og þar er aðstaða og aðbún- aður allur hinn besti. Ekki verður ástandi sundlaugarinnar um kennt þegar leitað er skýringa á því hörmu- lega slysi sem varð í skólasundi bam- anna síðdegis á fóstudaginn. -EIR Fyrstu Schengen-farþegarnir komu í gær: Útsendarar Rússamafíu hefðu ekki komist í gegn - segir Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra og fagnar gagnabanka „Útsendarar rússnesku mafíunn- ar, sem fóru um Reykjavík með rán- um á rafbúnaði í siðustu viku, hefðu ekki komist inn í landið ef upplýsingabanki Schengen hefði verið í notkun þá,“ sagði Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra eftir gildistöku Schengen-samkomulags- ins í gær. Samfara gildistöku samkomulags- ins var tekinn í notkun gagnabanki með nöfnum eftirlýstra einstaklinga og annarra sem taldir eru óæskileg- ir í aðildarlöndum Schengen. Islendingar urðu tilfinnanlega varir við vöxt alþjóðlegra glæpa- samtaka á dögunum þegar þrír lit- háískir útsendarar rússnesku mafíunnar voru staðnir að þaul- skipulögðum ránsferðum í versl- anir vandaðra raftækja i Reykja- vík. Mörgum hrýs hugur yfir kostnaði Islendinga vegna yfirvof- andi fangelsunar mannanna sem metin hefur verið á 9 milljónir króna á ári. Hefði gagnabanki Schengen verið i notkun þegar Lit- háamir komu til landsins fyrir rúmri viku hefði þeim ekki verið hleypt inn i landið, með til- heyrandi sparn- aði. Gagnabank- inn var prufu- keyrður á Kefla- Halldór víkurflugvelli í Ásgrímsson fyrrakvöld og utanríkisráð- Var þá þegar vís- herra aö þremur frá á grundvelli upplýsinga hans. Hall- dór segir erfitt mál hafa komist í höfn í gær. „Ég er búinn að vinna í þessu árum saman og oft verið mikið í fangið. Schengen-samkomulagið er mikilvægt og nauðsynlegt skref fyrir íslendinga og ég tel að það sé meiri skilningur á því nú en oft áður. Baráttan gegn glæpasamtök- um og útbreiðslu fíkniefna er al- þjóðleg og hana heyjum við ekki nema í samvinnu við aðrar þjóð- ir,“ segir Halldór utanríkisráð- herra. -jtr 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.