Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2001, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2001, Qupperneq 2
2 MIÐVIKUDAGUR 28. MARS 2001 Fréttir I>V Hugmyndaríkir heimamenn og bæjarstjóri á Húsavík: Vilja krókódílaeldi - yrðu „endurvinnslugæludýr“ sem myndu laða að ferðamenn Húsvíkingar eru að skoða hvort leyfi mun fást fyrir krókódOaeldi á Húsavík. Hugmyndin er að nýta kæli- vatnslón undir krókódílana og ala þá í 25-30 gráðu heitu vatni. Bæjarstjór- inn á Húsavik segir að fyrirhugað sé að sækja um leyfi til yfirdýralæknis til að flytja inn krókódílaegg eða jafn- vel litla krókódilaunga. Hnattstaða íslands og Húsavíkur gerir það að verkum að ísbirnir koma frekar upp í hugann en krókódílar. Tilraunir með krókódíla hafa þó ver- ið gerðar á norðlægum slóðum með ágætis árangri. Þannig hafa Húsvík- ingar fylgst með krókódílaeldi í Colorado í Bandarikjunum sem þykir hafa gefist með ágætum. “Að öllu gamni slepptu þá er þetta þannig að við erum hér nokkrir starfsmenn að velta þessu fyrir okkur og það er nú aðallega vegna annríkis -sem við erum ekki enn búnir að kanna hvort leyfi fáist til að flytja inn egg eða litla unga,“ sagði Rein- hard Reynisson, bæjarstjóri á Húsavík, í samtali við DV í gær. Upphaf málsins má rekja til þess að veitustjóranum á Húsavík barst ljósrit af grein um eldið í Colorado en greinin birtist í fagblaði amer- ísku Orkustofnunarinnar. Aðstæðum á Húsavík svipar um margt til þeirra sem lýst er í blaðinu. „Aukinheldur þurfum við að losna við lífrænan úr- ang héma, bæði frá fisk- og kjöt- vinnslu, þannig að okkur dettur ým- islegt í hug i þeim efnum,“ segir Rein- hard. - Emm við þá að tala um einhvers konar „endurvinnslugæludýr"? Krókódíllinn spennandi -Húsvíkingar vilja freysta þess aö draga ferðamenn á noröurslóöir með því aö rækta krókódíla. “Já, við getum kallað þau það. Þau éta rusl og svo geta menn notið þess að horfa á þau,“ segir bæjarstjórinn sem telur að verkun skinna og neysla krókódílakjöts verði í lágmarki hjá heimamönnum þótt kjötið sé sagt bragðgott og svipað kjúklingi. Bæjarstjórinn segist alveg klár á því að svamlandi krókódilar geti lað- að að sér einhvern fjölda ferðamanna en engum sögum fer enn af hugmynd- um um öryggisráðstafanir. Reinhard tekur fram að alls ekki sé ljóst hvort af hugmyndinni verðu, enda ráði yfir- dýralæknir að miklu leyti þeirri af- greiðslu. En veit bæjarstjórinn til að gin- og klaufaveiki eða kúariða hafi komið upp í krókðdílum undanfarið? “Nei, ætli krókódilar séu nokkuð klaufdýr, þannig að ég er ekki hrædd- ur við gin- og klaufaveiki og það hef- ur ekkert frést heldur af kúariðu í þessum dýrum!“ segir bæjarstjórinn á Húsavík. -BÞ Reinhard Reynisson: -hugar aö krókódílaeldi. Lögbrot bílstjóra: Áróður hjá Sleipni Gunnar M. Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Sérleyfisbila Akureyr- ar, kannast ekki við að atvinnurek- endur þrýsti á bílstjóra um að vinna meir en lög leyfa á annatímum og stofna þar með öryggi farþega í hættu. í DV í gær sagði Óskar Stef- ánsson, formaður bifreiðastjórafé- lagsins Sleipnis, að brögð væru að þessu. “Þetta er svona áróðursbragð hjá Óskari, það er enn þá ósamið við þá. Ég kannast ekki við þetta. Yflrleitt er það þannig með bílstjórastéttina að það þarf ekki að ýta þeim til vinnnu og það er gömul lumma að þeir vinni allt of mikið. Þetta er bara tiska í dag að nota svona málflutning af því að þeir hafa ekki náð samkomulagi við stéttar- félög,“ segir Gunnar M. Guðmundsson. Alvarleg slys hafa orðið undanfar- ið þar sem ýmsar reglur hafa verið brotnar og m.a. hefur tilskilinn hvíldartími ekki verið virtur. Fram- kvæmdastjóri SBA segir hins vegar að vandinn liggi á öðrum sviðum. Hann segir málið ekki snúast um að bílstjórar séu ofhlaðnir störfum yflr hásumarið. Menn ættu fremur að horfa til hins almenna öryggisþáttar svo sem herða ráðningarskilyrði á starfsmönnum. -BÞ Stökkpallur á leió á Arnarhól Hafist var handa í gær viö smíöi stökkpalls fyrir snjóbrettastökkmót sem haldið veröur á Arnarhóli. Þessir rösku smiö- ir, Guömundur og Guöjón, voru aö störfum inni í Laugardal í gær þar sem þeir höföu sett upp smíöaverkstæði utandyra. Pallurinn veröur síöan fluttur niöur á Arnarhól í dag en mótiö fer fram á morgun, fimmtu- dag, kl. 20. Valdir hafa veriö 7 strákar og 3 steipur til þátttöku og má búast viö haröri keppni, enda er hér um úrval bestu brettamanna landsins aö ræöa. Starfsmannafélag Akureyrabæjar felldi kjarasamninginn: Stuttar fréttir Útvegsmenn semja ekki Grétar Mar Jóns- son, formaður Far- manna- og Fiski- mannasamband ís- lands, segist viss um að útvegsmenn ætli sér ekki að semja heldur ætli að fá sett lög á kjaradeilu sjó- manna. Hann segir samningaviðræður hjá ríkissáttasemjara tímasóun. - Vis- ir.is greindi frá. Einkaleikskólar fá styrk Borgarráð samþykkti í dag tillögu leikskólaráðs um að greiða einkarekn- um leikskólum húsnæðisstyrk. Styrk- urinn verður greiddur mánaðarlega og nemur hann tæplega 400 krónum á fer- metra. Keikó úr kvínni Háhymingurinn Keikó verður flutt- ur út fyrir Vestmannaeyjar um mán- aðamótin apríl/maí. Reyna á að láta hann dvelja lengur en áður utan Klakksvikur, á háhymingaslóðum. Sjúkiingar á göngum Sex sjúklingar lágu á gangi hjarta- deildar (B-7) Landspítalans í Fossvogi i morgun, þar af einn í hægindastól. Þetta hefur verið viðvarandi ástand á deildinni í tvö ár eftir að einni af þremur lyflækningadeildum sjúkra- hússins var lokað. - RÚV greindi frá. Sendiherra Rússa á teppið Rússneski sendi- herrann í Reykjavík var kallaður í utan- ríkisráðuneytið síð- degis eftir að íslensk stjómvöld höfðu fengið það staðfest að Rússar hefðu sett allsherjarinnflutn- ingsbann á matvæli, þar með talið fisk og fiskafurðir hvers konar. Skiðakappa gengur vel Guðmundur Eyjólfsson gekk á þremur dögum frá Brú í Hrútafirði til Hveravalla. Hann er einn á skíðum á leið úr Homvík til Vopnafjarðar. Á fóstudaginn var hvíldist Guðmundur á Brú eftir erfiða ferð úr Homvík. Guð- mundi hvíldi sig á Hveravöllum í gær. Gjaldþrotum fækkar Gjaldþrotum einstaklinga hefur fækkað á undanfómum árum að þvi er fram kom í svari Sólveigar Pétursdótt- ur dómsmálaráðherra við fyrirspum Jóhönnu Sigurðardóttur þingmanns Samfylkingarinnar. Samstarfið í óvissu Nýir kjarasamningar Starfsmanna- félags Akureyrarbæjar, sem áttu að gOda frá 1. janúar sl., vom felldir i at- kvæðagreiðslu félagsmanna um helg- ina. í STAK era 320 félagsmenn, 62% þeirra greiddu atkvæði um samnings- tilboðið. 57% sögðu nei, 38% já en 3% seðla vora auð svo skilaboð félags- Doppa, Eyja, Flekka, Kotlaug, Ópera, Skjalda, Skál og Skrauta era nöfn þeirra 10 heppnu ungkúa sem komast i undanúrslit í keppninni um titilinn Ungfrú Gateway 2001. Alls tóku 65 kýr frá 52 bæjum þátt í forvali. Kýmar era metnar út frá því hversu líkar þær era Gateway-kúnni frægu sem er fyrirmynd að vöramerki Gateway-tölvufyrirtækisins. Að auki verða kýmar vegnar út frá fagurfræði- legu sjónarhorni sem og nyt, hvernig þær era í mjöltun og skapgerð. Af því tilefni hefúr verið opnuð ný heimasíða keppninnar þar sem al- manna STAK era mjög afgerandi. Samningar Kjamafélaga, en Kjami er samflot nokkurra bæjarstarfsmannafé- laga sem klufu sig út úr Samfloti bæj- arstarfsmanna, era í atkvæðagreiðslu um þessar mundir. Húsavík, Siglu- fjörður og Seltjamarnes hafa sam- þykkt Kjamasamningmn en enn á eft- menningi gefst færi á að fara inn og kjósa. Þar era litmyndir af kúnum og ýmsar upplýsingar um þær. Menn geta valið sigurvegara í fyrstu þrjú sætin. Síðan er vistuð hjá Aco í Skaftahlíð og er slóðin www.aco.is. Landsmenn geta tekið þátt i valinu á heimasíðunni til 5. apríl. Hinar tíu heppnu og umboðs- menn þeirra fá ýmis verðlaun, svo sem hreinlætispakka, júgúrúða og kjam- fóður auk plakats með myndum af ís- lenskum kúm. Ungfrú Gateway 2001 verður svo valin þann 6. apríl og færir Aco henni og eiganda hennar tölvu frá Gateway að verðmæti 180.000 kr. ir að fjalla um hann og greiða atkvæði á ísafirði. Ekki er vitað hvaða afleið- ingar þessi niðurstaða hefur á Kjama- samstarfið en talsmaður Kjama er for- maður STAK, Ama Jaköbína Bjöms- dóttir. Samflot sex bæjarstarfsmanna- félaga SSB mun hefja samningavið- ræður við SNR væntanlega eftir helgi. SSB mun einnig eiga fund með LN þann 28. mars nk. Fulltrúar SSB munu hittast á mánudag eftir fund með SNR til frekari undirbúnings gagnvart LN. Ama Jakobína Bjömsdóttir, for- maður STAK, segir enga ákvörðun hafa enn verið tekna um næsta skref í kjarasamningamálum, hvorki hvemig né hvenær. Gamli kjarasamningurinn verður því áfram í fullu gildi. STAK hafði samflot með nokkrum öðrum starfsmannafélögum sem kusu að kalla sig Kjama og er Ama Jakobína tals- maður þeirra en í Samfloti bæjar- starfsmanna verða áfram allnokkur bæjarstarfsmannafélög. Ama Jak- obína segir engin áform um að að ganga til samstarfs við Samflot og hún viti heldur ekki hvaða áhrif þetta hafi á Kjamasamstarfið. Samningurinn er kynntur hjá síðustu félögunum í vik- unni og á meðan fást efnisatriði hans ekki uppgefm. „Fólk hafði meiri væntingar til beinnar launahækkunar i krónutölu og við í forystusveit félagsins vissum af þeim væntingum en samningurinn innihélt margt annað og við vildum at- huga hvort það væri ásættanlegt. Það reyndist svo hreint ekki vera. Þessi staða er nú rædd á vinnustöðunum en við munum svo hittast í næstu viku og taka þá ákvörðun um hvemig og hvenær við fórum af stað,“ segir Ama Jakobína Bjömsdóttir. Aðspurð hvort óánægjan með samn- inginn beindist að einhverju leyti gegn henni sem formanni taldi Ama Jak- obína það ekki vera. „Enda væra það auðvitað snarvitlaus viðhorf því aðal- fundur hvers félags á að takast um for- ystuna, menn eiga ekki að gera það í gegnum kjarasamninga. Þetta era hins vegar skýr skilaboð til okkar viðsemj- enda um að þeir hafi ekki boðið nógu vel.“ -GG I hrakningum á Vatnajökli Tveir jeppar með níu manns innan- borðs lentu í hrakningum á Vatnajökli í gærkvöld og vora bílamir orðnir ol- íulitlir. Björgunarsveitin á Höfn var kölluð út og fór hún með olíu á bílana sem vora þá staddir á Skálafellsjökli, um 3 km frá Jöklaseli. Haldið til haga í grein sem birtist í DV i gær um fikniefnaleit í heimavist Fjölbrauta- skólan Norðurlands vestra féll út að um samstarfsverkefni á milli heima- vistarinnar, tollgæslunnar, lögregl- unnar á Sauðárkróki og Ríkislögreglu- stjóra var að ræða. Jafnframt er rétt að taka það fram að tollverðir komu frá höfuðborgarsvæðinu með leitarhunda en ekki rannsóknarlögreglan, eins og sagði í greininni. I grein sem birtist í DV í gær um ósk um lögreglurannsókn á öðru flugi Leiguflugs ísleifs Ottesens ehf. daginn sem flugvél flugfélagsins fórst í Skerja- firði í ágúst siðastlðnum komu fram rangar upplýsingar um sætisskipan far- þega. Hið rétta er að bamshafandi kona sat í sæti, unnusti hennar sat óspenntur á gólfinu og dóttir flugstjórans sat óspennt í fangi unnusta síns. -HKr. 10 kýr keppa í fegurð

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.