Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2001, Síða 7
MIÐVIKUDAGUR 28. MARS 2001
Akureyri-Norðurland
7
DV
Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri og Urður, Verðandi, Skuld:
Samstarf um krabba
meinsrannsóknir
MYND BRINK
Viö undirritun samningsins
F.v.: Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, framkvæmdastjóri hjá Uröl, Veröandi, Skuld, Halldór Jónsson, framkvæmda-
stjóri FSA, og Þorvaldur Ingvarsson, lækningaforstjóri FSA.
Undirritaður var í gær samn-
ingur milli Fjórðungssjúkrahúss-
ins á Akureyri og líftæknifélags-
ins Urðar, Veröandi, Skuldar og
fjallar hann um væntanlegt sam-
starf þessara aðila í Islenska
krabbameinsverkefninu. Samning-
urinn er gerður í framhaldi af
samstarfssamningi FSA og UVS
frá 5. október 1999. Samingurinn
er til 12 ára.
Gunnlaugur Sævar Gunnlaugs-
son, framkvæmdastjóri UVS, sagði
m.a. við undirritun samningsins að
hann væri liður í viðamiklum rann-
sóknum á krabbameini á íslandi
þar sem markmiðið væri að leita
skýringa á hækkandi tíðni krabba-
meins og betri meðferðarúrræða við
sjúkdómnum. Verkefnið nefndist
„íslenska krabbameinsverkefnið"
en í því felast m.a. rannsóknir á líf-
sýnum úr einstaklingum með
krabbamein og skyldmennum
þeirra. Áhersla verður lögð á að
skilgreina þau líffræðilegu ferli sem
tengjast myndum krabbameins en
slíkar upplýsingar geta nýst við þró-
un nýrra lyfja og greiningaraðferða
i tengslum við krabbamein. Rann-
sóknir munu í upphafi beinast að
krabbameini i brjóstum, legi, leg-
hálsi, eggjastokkum, nýrum, þvag-
blöðru, eistum, blöðruhálskirtli,
skjaldkirtli, vélinda, maga, lifur og
galli, brisi, ristli og endaþarmi.
í tengslum við samniriginn mun
FSA sækja um starfsleyfi til heil-
brigðisráðuneytisins til að stofna
„Lifsýnasafn FSA.“ Leitað verður
eftir skriflegu samþykki þeirra
sjúklinga á FSA sem hafa áhuga á
aö taka þátt í íslenska krabbameins-
verkefninu en slíkt skriflegt sam-
þykki heimilar jafnframt varðveislu
lífsýna í Lífsýnasafni FSA og Líf-
sýnasafni UVS. Samningurinn tak-
markar ekki möguleika annarra til
rannsókna á krabbameini eða að-
gangs að Lífsýnasafni FSA að því
tilskildu að rannsóknaraðilar leiti
eftir skriflegu samþykki lífsýna-
gjafa og að rannsóknaráætlanir
þeirra séu samþykktar af Visinda-
siðanefnd og persónunefnd. Lífsýna-
safn FSA útheimtir sérstakt hús-
næði og sérhæfðan tækjabúnað og
það skapar nokkur störf við FSA.
Um þessar mundir gefa að jafnaði 30
aðilar á dag blóð til að taka þátt í ís-
lenska krabbameinsverkefninu en
um 7.000 íslendingar eru á lífi i dag
sem greinst hafa með krabbamein.
Þorvaldur Ingvarsson, lækninga-
forstjóri FSA, sagði að samningur-
inn væri mikilvægur, hann þróaði
og þroskaði alla starfsemi FSA um
leið og hann stuðlaði aö aukinni
þjónustu við krabbameinssjúklinga
á svæði FSA. -GG
Merkileg tilraun gerð í Eyjafjarðarsveit:
Seyru úr rotþróm
breytt í áburð
Lífríki Eyjafjaröarár mun ekki stafa nein hætta af þessari tilraun með seyruna.
Spáin stóð!
Marsspá Veðurklúbbsins á Dal-
bæ Dalvík gerði ráð fyrir að eftir
25. mars yrði að vænta breytinga
og líklegt væri að vindur yrði
meira i norðlægum áttum. Þann
25. mars kviknaði nýtt tungl í há-
norðri á boöunardegi Maríu,
páskatunglið, og þá gerði Veður-
klúbburinn ráð fyrir einhverri
snjókomu eða hríðargeyfu um ein-
hvern tíma, jafnvel fram að pásk-
um. Sú spá virðist ætla að standa.
Ef votviðri er riddaradaginn (9.
mars) verður gott sumar en hart ef
frost er þann dag. Það sem viðrar
á boöunardag Maríu (25. mars)
mun oftast standa í 30 daga, aðrir
vilja meina í 14 daga. Á sunnudag-
inn síðasta var sem kunnugt er
nokkur gaddur norðanlands en
bjart. -GG
Akureyri:
Framkvæmdir í
Borgarhverfi
DV, AKUREYRI:
Bæjaryfirvöld á Akureyri hafa
ákveðið að taka tilboði frá GV-gröfum
í gatnagerðarframkvæmdir í hinu nýja
Borgarhverfi.
Borgarhverfi er nýjasta íbúðahverf-
ið á Akureyri og verður í slakkanum
sunnan Borgarbrautar vestan við
verksmiðjumar á Gleráreyrum. Húsin
verða byggð þar í hlíðinni og verður
útsýni frá þeim án efa mjög skemmti-
legt - út allan Eyjafjörð og til fjaila
bæði í vestri og austri. í hverfinu
verða 119 lóðir fyrir einbýlishús og 36
raðhúsaíbúðir.
GV-gröfur bauðst til að vinna gatna-
gerðina fyrir 31 milljón króna sem var
ekki nema 67% af kostnaðaráætlun.
Gatan Klettaborg sem nú er fyrir ofan
verksmiðjuhúsin á Gleráreyrum verð-
ur framlengd og mun ganga í gegn um
nýja hverfið allt vestur að Dalsbraut
sem á að tengjast Borgarbraut. -gk
DV, AKUREYRI:_________________________
„Þetta er brautryðjandastarf hér á
landi og að mínu mati merkileg tilraun.
Sorpeyðing Eyjafjarðar hefur kynnt sér
hvemig staðið hefur veri að svona mál-
um bæði í Færeyjum og Danmörku.
Gámaþjónusta Norðurlands sem verður
verktaki við þetta hefur kynnt sér þetta
líka sérstaklega. Þetta er afmörkuð til-
raun sem fer fram á Möðruvallareyrun-
um en vonandi gengur þetta vel og vind-
ur upp á sig í framtíðinni. Þá hætti
menn að farga þessum verðmætum og
nýti þetta til þess að bæta jarðveg og til
uppgræðslu á stöðum sem em afsíðis og
afgirtir!" segir Alfreð Schiöth, heiibrigð-
isfullriúi í Eyjafirði, um tilraun sem er
að hefjast með móttöku og hreinsun á
seyru í Eyjafiarðarsveit en um að ræða
tilraunavekefhi til tveggja ára.
Farið í öll hús
Þetta er í fyrsta skipti sem tilraun á
þessu sviði er gerð hér á landi. Farið
verður í rotþrær við öll íbúðarhús í
Eyjafiarðarsveit og dælt úr þeim á tank-
bíla. Bíiunum verður síðan ekið á Núp-
áreyrar í landi Möðruvaiia, þar verður
dælt úr þeim og seyran kalkblönduð.
Seyrunni verður síðan komið fyrir þar
og hún geymd þar til hún hefur „brotið
sig niður“ og verður tilbúin sem áburð-
ur. Almenn sátt virðist um þessa starf-
semi í Eyjafjarðarsveit þótt henni kunni
að fylgja einhver mengun, reiknað er
með að um ólykt geti orðið að ræða
timabundið, t.d. á meðan blöndun kalks
í seyruna stendur yfir.
Greinir á um staðsetningu
Staðsetning fórgunarsvæðisins er
nánast eina atriðið sem einhver
ágreiningur er um og hefur t.d. íbúi
sem býr ekki langt frá fórgunarstaðn-
um lýst yfir áhyggjum sinum vegna
þess að seyran eigi að liggja þarna í
gömlum árfarvegi. Alfreð Schiöth heil-
brigðisfúlltrúi var spurður út í þetta
og þá í leiðinni hvort Eyjafjarðará sem
er þama skammt frá stafaði einhver
hætta vegna afrennslis frá förgunar-
staðnum.„Þetta verður þarna á Möðru-
vallareyrunum en ekki í neinum árfar-
vegi. Það er algjörlega rangt að segja
það. Gamall árfarvegur er þama sunn-
an við en seyran verður ekki í honum.
Mér er kunnugt um að einn nágranni
hefur gert athugasemd við staðsetning-
una og fullyrt þetta en það er ekki rétt.
Það hefur hinsvegar einhvem tíma
flætt þama vatn en þetta er ekki árfar-
vegur,“ segir Alfreð.
Engin hætta
Um það hvort Eyjafiarðará stafi ein-
hver hætta af þessari starfsemi segir
Alfreð að það sé ekkert þannig að það
sé algjörlega hættulaust. „Það sem get-
ur gerst er að áburðarefhi berist ofan í
jarðveg og næsta víst að grunnvatns-
streymi frá þessum stað nái til Eyja-
fiarðarár. En það er þá ekki annað en
hliðstæöa þess sem gerist með allan
húsdýraáburð sem borinn er á öll tún
í Eyjafiarðarsveit eða hvar sem er í
þúsunda tonna tali. Ég tel ekki að þetta
sé nein hætta fyrir lífríki Eyjafiarðar-
ár en auðvitað getur þama orðið við-
bót á köfnunarefni og fosfór sem berst
i ána. Hann segir svæðið á eyrunum
muni verða vel varið bæði meö girð-
ingu og yfirbreiðsludúk og þá segir
hann að vel mætti hugsa sér að tryggja
staðinn með lágum jarðvegsgarði um-
hverfis haugstæðið og það komi mjög
vel til greina.“ -gk
Hyundai Sontar GLSi 05/95, hvítur,
ssk., ek. 135 þús. km,
útvarp/kassettut., rafdr. rúður og
speglar, samlæsingar. Verð 590.000.
Tilboð 480.000.
Ford Escort CLX st. '97, blár, 5 g.,
ek. 62 þús. km, útvarp/kassettut.,
rafdr. rúður, samlæsingar.
Verð 710.000. Tilboð 590.000.
Nissan Almera GX1400 '98,
svartur, 5 g., ek. 42 þús. km, rafdr.
speglar og rúður, samlæsingar.
Verð 900.000. Tiiboð 690.000.
Nissan Almera LX1400 '99, grænn,
5 g., ek. 21 þús. km,
útvarp/kassettut., samlæsingar, loftp.
Verð 940.000. Tilboð 790.000.
Subaru Impreza GT turbo '99,
svartur, 5 g., ek. 21 þús. km, álfelgur,
rafdr. rúður og speglar, samlæsingar,
spoiler, leðursæti. Verð 2.060.000.
Peugeot 4061800 ‘97 ,rauður, 5 g.,
ek. 106 þús. km, útvarp/kassettut.,
samlæsingar, loftp. Verð 950.000.
Tilboð 790.000.
Honda Civic 1,4 iS 04/97, grænn,
5 g., ek. 70 þús. km,
útvarp/kassettut., rafdr. rúður, speglar
og loftnet, ABS.samlæs., þjófavörn,
spoiler. Verð 890.000.
BÍLASALAN <S> SKEIFAN
• BILDSHOFÐA 10 •
S: 577 2800 / 587 1000
Akureyri: BHasalan Os - Hjalleyrargotu 10 - Simi 462 1430