Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2001, Síða 9
MIÐVIKUDAGUR 28. MARS 2001
9
DV
Fréttir
Vegaskemmdir
Einar Freyr Magnússon 10 ára, stendur á veginum niöur á Dyrhólaey þar
sem Dyrhólaós er langt kominn meö aö grafa hann í sundur.
Vinsæl ferðamannaleið lokast:
Vegurinn í Dyrhólaey
er nánast uppétinn
DV, VlK I MÝRDAL:
„Ósinn er uppi sem viö köllum, út-
fallið úr honum hefur lokast," sagði
Jón Hjálmarsson hjá Vegagerðinni í
Vik um lokun á veginum að Dyrhóla-
ey. Þama er Dyrhólaós langt kominn
með að éta garðinn upp til agna á
næstum 200 metra kafla og þar með er
öllum bílum ófært á Dyrhólaey. Jón
segir að þetta ástand hafi varað undan-
famar vikur og ekki óvenjulegt að
vatnið í ósnum skemmi veginn, þegar
íshrannir skella á honum í rokinu.
Framundan er að gera við veginn þeg-
ar ósinn hefur náð eðlilegri hæð. í ós-
inn renna þrjár litlar bergvatnsár.
Reynir Ragnarsson, yfirlögreglu-
Lokað
Dyrhólaeyjarvegur lokaöur rétt viö
bæinn Loftsali í Dyrhólahverfi.
þjónn í Vík, sagði fréttamanni DV að
lögreglan þyrfti oft að fara til að að-
stoða bíla sem lent hafi í vandræðum á
þessum slóðum. Vegurinn er samt lok-
aður rétt við bæinn Loftsali. -SH/JBP
Glæsilega hönnuð og kraftmikil hljómtækjstæða með 2x100W
útgangsmagnara, Power Bass hátalara og funkyblárri baklýsingu.
Einingar sem auðvelt er að taka sundur, gegnsætt lok fyrir CD spilara
og allt það sem þú vilt hafa í alvöru hljómtækjastæðu og meira til.
—
»
HLJOMTÆKI
Lágmúla 8 • Sími 530 2800
Misbrestur á Schengen-tilkynningaskyldu erlendra skipa:
Flutningaskip nærri
lent upp í fjöru
- sigldi án vitundar yfirvalda inn í íslenska landhelgi
Norska flutningaskipið Arold
Var nærri lent upp í fjöru á Djúpavogi á mánudag
DV-MYND RAGNAR EIDSSON
Einhverjir hnökrar virðast vera á
Schengen-samstarfinu varðandi kom-
ur erlendra skipa til landsins. Þannig
kom norska flutningaskipið Arold
óvænt til Djúpavogs á mánudags-
morgun án þess að yfirvöld vissu
nokkuð um ferðir þess í íslenskri
landhelgi. Þá gátu skipverjar með
naumindum foröað skipinu frá
strandi er þeir renndu að landi án
þess að leita aðstoðar hafnsögumanns.
Að sögn sjónarvotts mátti engu
muna að illa færi þegar skipið kom til
Djúpavogs rétt fyrir klukkan 11 í gær-
morgun. Skipið kom þangað til að
sækja 630 tonn af fiskimjöli hjá Gauta-
vík.
“Þeir voru rétt komnir upp í harða
grjót,“ sagði sjónarvottur. „Það var
hásjávað og skipið tómt og það bjarg-
aði skipinu frá því að rekast á sker
sem þarna eru.“ Skipstjórinn hafði
hvorki tilkynnt sig inn í landhelgi
eins og nýjar reglur um Schengen-
samstarf gera ráð fyrir né kallaði
hann eftir aðstoð frá hafnsögumanni.
Það var ekki kallað í lóðs fyrr en skip-
verjum hafði tekist að snúa frá eftir
að hafa nærri strandað skipinu sem
er um 60 metrar að lengd.
Stefán Guðmundsson hafnarvörður
segir allan gang á því hvort menn
biðji um aöstoð við að komast að
bryggju. „Þeir ætluðu að koma lóðs-
lausir inn en það gekk nú ekki hjá
þeirn," sagöi Stefán. Þegar hann sá
hvernig málum var komið ákvað
hann sjálfur að fara um borð. Eftir
það hefði gengið áfallalaust að koma
skipinu að bryggju.
Frá elnum til annars
Tilkynningaskylda íslenskra skipa
upplýsti að Landhelgisgæslan færi
með mál er varðaði tilkynninga-
skyldu erlendra skipa i íslenska lög-
sögu. Starfsmaður Landhelgisgæsl-
unnar staðfesti það í samtali við DV
að skipið hefði ekki tilkynnt sig inn í
íslenska landhelgi eins og reglur gera
ráð fyrir. Vitneskja um skipið hefði
borist eftir að það var komið að
bryggju. Gæslumönnum hafði þá held-
ur engin vitneskja borist um vand-
ræði skipsins við að leggjast að
bryggju. Hjá utanríkisráðuneytinu
vísuðu menn hver á annan þar til
bent var á starfsmann í dóms- og
kirkjumálaráðuneyti sem sjá ætti um
þessi mál. Þar var hins vegar bent á
að málið hefði komið til kasta embætt-
is Ríkislögreglustjóra. Þar var fyrir
svörum Smári Sigurðsson. Hann
sagði reglurnar um upplýsingaskyldu
skipa mjög skýrar. í reglugerð sem
gefin hefur verið út stendur m.a.:
“Stjórnandi skips á leið til landsins
yfir ytri landamæri skal tilkynna
Landhelgisgæslu íslands um komu
minnst 12 klukkustundum áður en
siglt er inn í landhelgina. Á sama
tíma skal einnig tilkynna áætlaða
brottfór. Staðfesting á brottfór úr höfn
skal tilkynna Landhelgisgæslunni að
minnsta kosti sex klukkustundum fyr-
ir brottfór."
Smári segir að Landhelgisgæslan
komi tilkynningum til Schengen-skrif-
stofu hjá Ríkislögreglustjóra. Þar eru
bornar saman upplýsingar sem fram
koma um skip og áhöfn við upplýs-
ingakerfi Schengen. Þá er viðkomandi
lögreglustjóra, þar sem skipið kemur
að landi, tilkynnt um niðurstöðu þess
samanburðar. Þeim lögreglustjóra er
síðan í sjálfsvald sett hvort hann
framkvæmir frekara persónueftirlit
eða ekki. Smári segir þetta þó algjör-
lega óháð tollaeftirliti.
Geta komiö án vitundar yfir-
valda
Smári viðurkennir að þrátt fyrir
aukið eftirlit Schengen-samstarfs sé
til í dæminu að skip geti eftir sem
áður komið hingað án vitneskju ís-
lenskra yfirvalda.
Að sögn Smára var haft samband
við skipverja á norska skipinu Arold
og þótti þeim mjög leitt að hafa ekki
tilkynnt sig. Þeir höfðu ekki áttað sig
á breytingunum. Engin viðurlög eru
þó við því ef tilkynning misferst.
Norska skipið átti síðan að láta úr
höfn eftir lestun á mjölinu á Djúpa-
vogi. -HKr.
DV-MYND GUNNAR KRISTJÁNSSON
Frá löndun í Grundarfiröi
Rótfiskirí á línuna:
Skreppa heim í
mat áður en þeir
fara að vitja um
DV, Grundarfiröi:_____________
Það er líflegt við höfnina þótt
stóru skipin liggi bundin við
bryggju og annar dagur í verkfalli.
Smábátamir í Grundarfirði hafa
verið að róta upp fiski á línu á firð-
inum og ekki spillir veðráttan.
Þeir geta farið og lagt línurnar í
nokkurra mínútna stím frá
bryggju. Síðan er skroppið í land í
mat áður en þeir fara aftur út og
vitja um. -DVÓ/GK