Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2001, Síða 10
10
MIÐVIKUDAGUR 28. MARS 2001
Útlönd
DV
Setlð á kjarnorkulestinni
Kjarnorkuandstæöingur gefur sigur-
merkiö meö fingrunum þar sem
hann situr ofan á umdeildri lest sem
flytur kjarnorkuúrgang.
Stöðvuðu járn-
brautarlest með
kjarnorkuúrgang
Kjarnorkuandstæðingum í norð-
urhluta Þýskalands tókst í nótt að
stöðva ferð jámbrautarlestar með
geislavirkan úrgang um borð með
því að hlekkja sig við brautartein-
ana, þrátt fyrir mikla öryggisgæslu
í kringum lestina.
Lögreglan skar mótmælendurna
hins vegar lausa og notaði til þess
miklar borvélar.
Lestin umdeilda flytur nokkra
gáma af endurunnu kjamorkuelds-
neyti úr þýskum kjarnorkuverum
aftur til Þýskalands frá Frakklandi.
Svo mikill fjöldi lögregluþjóna sá
um að vernda lestina að annað eins
hefur ekki sést á friðartímum.
Gámana á að flytja til Gorleben.
Tölvumynd af Jesú
Breska sjónvarpsstööin BBC hefur
látiö gera nýtt andlit afJesú í tölvu.
Stuöst var viö ýmsar fornleifar.
Jesú gefið nýtt
andlit í tölvu
Breska sjónvarpsstöðin BBC hef-
ur með því að láta gera tölvumynd-
ir af höfuðkúpum gyðinga frá fyrstu
öld eftir Krist skapað nýtt andlit á
Jesú. Nýja útlitið er öðruvísi en við
erum vön. Á tölvumyndinni er frels-
arinn ekki með sítt hár, ljóst hör-
und og blá augu heldur með dökkt
hár og dökk augu og stuttklippt
skegg. Búist er við að heitar umræð-
ur verði um þáttaröð BBC um son
guðs sem útsendingar hefjast á 1.
apríl næstkomandi.
Samkvæmt breska blaðinu The
Guardian hefur auk höfuðkúpanna
verið stuðst viö ýmsar fornleifar og
lágmyndir frá Sýrlandi til þess að
tölvumyndin af andliti Jesú yrði
sem nákvæmust.
UPPBOÐ
Uppboð mun byrja á skrifstofu
embættislns að Bjarnarbraut 2,
Borgarnesi, sem hér segir á eft-
Irfarandi eign:
Helgugata 4, Borgamesi, þingl. eig.
Guðni Haraldsson, gerðarbeiðandi sýslu-
maðurinn í Borgamesi, föstudaginn 30.
mars 2001, kl. 10.
SÝSLUMAÐURINN í BORGARNESl
Þrír fórust í sprengjutilræði í ísrael í morgun:
Skæruliðar Hamas
játa á sig ódæðið
Hernaðararmur skæruliðasam-
takanna Hamas lýsti í morgun yfir
ábyrgð sinni á sprengjutilræðum í
ísrael, þar á meðal tilræði í morgun
þar sem þrír týndu lífi, og sagði að
fleiri sjálfsmorðsárásir væru í bí-
gerð.
Sjálfsmorðsárásarmaður varð
sjálfum sér og tveimur öðrum að
bana í morgun þegar hann gekk að
hópi ungmenna sem biðu eftir
skólarútu í miðhluta ísraels, ekki
langt frá landamærunum að Vestur-
bakkanum.
Björgunarsveitarmenn sögðu að
þrjú ungmenni á aldrinum tólf til
fimmtán ára hefðu slasast alvarlega
í tilræðinu og að einn hefði fengið
lítils háttar áverka. Sprengjan
sprakk nærri bensínstöð við Newe
Yamin, skammt frá ísraelska bæn-
um Kfar Saba. Naglar úr sprengj-
unni stungust inn í ungmennin.
Sprengjan í morgun fylgdi í kjöl-
far tveggja sprenginga í Jerúsalem í
gær þar sem þrjátíu slösuðust og
Breitt yfir líkið
ísraelskir lögregluþjónar þreiöa yfir
líkamsleifar manns sem sprengdi
sig í tætlur viö biöstöö strætisvagns
í Jerúsalem í gær og særöi 22.
þar sem einn maður fórst. Lögregl-
an sagði að það hefði verið sá sem
bar sprengjuna.
ísraelska lögreglan sagði að fyrr í
morgun hefði sprengja verið gerð
óvirk nærri markaðstorgi í strand-
bænum Netanya.
Nissim Trasidi var í bil sínum í
aðeins um eitt hundrað metra fjar-
lægð þegar sprengjan sprakk við
Newe Yamin í morgun.
„Ég heyrði allt í einu mikla
sprengingu og ég bara fraus. Þetta
var virkilega öflug sprenging,“
sagði Trasidi í viðtali við ísraelska
útvarpið í morgun.
Bandarikin beittu í nótt neitunar-
valdi sínu i Öryggisráði SÞ til að
fella tillögu um að stofnuð yrði al-
þjóðleg eftirlitssveit til að vernda
óbreytta borgara á Vesturbakkan-
um og Gaza. Níu ríki greiddu at-
kvæði með tillögunni, fjögur sátu
hjá og Bandaríkjamenn voru einir á
móti. Fulltrúi Bandarikjanna sagði
að tillagan hefði verið óráðleg.
Lestarslys i Belgíu
Átta létu lífiö og níu slösuöust þegar tvær farþegalestir rákust á í suöurhluta Belgíu í gær. Annar lestarstjóranna, sá
sem ók mannlausri lest, er sagöur hafa veriö á röngu spori auk þess sem hann hirti ekki um viövörunarljós. Báöir
lestarstjórarnir voru meðal þeirra sem létu lífiö. Táningur, sem var farþegi I hinni lestinni, kvaöst ekkert hafa vitaö af
árekstrinum fyrr en hann steig út.
Makedóníustjórn varar við
skæruhernaði í borgunum
Stjómvöld í Makedóníu sögðu í gær
að sæi fyrir endann á neyðarástand-
inu í borginni Tetovo eftir að stjórnar-
herinn stökkti albönskum skærulið-
um í hæðunum í kring á flótta. Ráða-
menn vöruðu þó við hættunni á borg-
arskæruhernaði.
„Ég vona að þetta ófremdarástand
sem við höfum unnið bug á muni að-
éins skilja eftir sig lítils háttar ör til
að minna á sig,“ sagði Antonio
Milosovski, talsmaður ríkisstjómar-
innar, á fundi með fréttamönnum i
höfuðborginni Skopje.
Hann sagði að ekki væri útlit fyrir
annað en að líf myndi senn færast í
eðlilegt horf og að hægt yrði að halda
áfram viðræðum á pólitískum nótum.
Talsmaður innanríkisráöuneytis-
ins, Stevo Pendarovski, sagði hins
vegar að menn skyldu ekki gera sér of
miklar gyllivonir um að allt væri af-
Talað í farsímann við Tetovo
Makedónskur lögregluþjónn talar í
farsímann sinn í hæöunum fyrir ofan
borgina Tetovo.
staðið.
„Það er enn hætta á borgarhryðju-
verkum," sagði Pendarovski.
Javier Solana, utanríkismálastjóri
Evrópusambandsins, heimsótti
Tetovo fyrstur vestrænna embættis-
manna í vikubyrjun og sagði við það
tækifæri að best væri fyrir albönsku
skæruliðana að leggja niður vopn.
Makedónski herinn hóf stórsókn
gegn skæruliðum i hæðunum fyrir of-
an Tetovo á sunnudag og hrakti þá á
brott frá stöðvum þar sem þeir höfðu
haldið til í tólf daga.
Friðargæsluliðar í Kosovo sögðu í
gær að þeir hefðu tekið i sína vörslu
átján menn af rúmlega eitt hundrað
sem komu yfir landamærin frá
Makedóníu og sögðust tilheyra al-
bönskum skæruliðahópi þar. Átján-
menningarnir voru hnepptir í varö-
hald af því að þeir voru vopnaðir.
Neitar að bera vitni
Franski dómar-
inn, sem rannsakar
ásakanirnar um að
flokkur Jacques
Chiracs forseta hafi
tekið við mútum
gegn bygginga-
samningum, hefur
kallað forsetann
sem vitni í málinu. Forsetinn neitar
að koma í vitnastúku.
Búddamunkar fíklar
Tíundi hver búddamunkur í
Taílandi hefur leitað sér aðstoðar
vegna flkniefnaneyslu. Munkarnir
eru alls 300 þúsund. Sex prósent
þjóðarinnar eru háð fikniefnum.
Gíslum sleppt
Sex hjálparstarfsmönnum, sem
byssumenn rændu í Sómalíu í gær,
var sleppt í morgun. Fíórir gíslar
voru í morgun enn í haldi ræningj-
anna.
Zapatistar í þingsal
Fjórir grímuklæddir leiðtogar
zapatista í Mexíkó munu í dag stíga
í ræðustól á þingi og hvetja þing-
menn til að samþykkja tillögur um
stjórnarskrárbreytingar sem veita
frumbyggjum aukna sjálfstjórn.
Stefna Bandaríkjunum
Hópur gyðinga, sem lifði af hel-
forina, krefst nú 40 milljarða dollara
af Bandaríkjunum fyrir að hafa
ekki varpað sprengjum á Auschwitz
í seinni heimsstyrjöldinni.
Fordæmir þingræðu
William Hague,
leiðtogi íhalds-
flokksins á Bret-
landi, fordæmdi í
gær ummæli eins
þingmanna sinna
um innflytjendur.
John Townend
sagði að innflytj-
endur hefðu grafíð undan hinu eins-
leita engilsaxneska þjóðfélagi.
Sprengt í Aþenu
Öflug sprengja sprakk skömmu
eftir miðnætti í úthveri í Aþenu.
Sprengjunni hafði verið komið fyrir
í bíl utan við herstöð, að sögn lög-
reglu.
Rútubílstjóri kærður
Lögreglan i Kaupamannahöfn
hefur kært 22 ára rútubílstjóra fyrir
manndráp af gáleysi í kjölfar slyss-
ins við Knippelsbrú í febrúar. Tveir
létu lífið er þak rútunnar rifnaði af.
íhugar dauðarefsingu
John Ashcroft,
dómsmálaráðherra
Bandaríkjanna,
kvaðst í gær vera
að íhuga að fara
fram á dauðarefs-
ingu yfir Robert
Hanssen sem sak-
aður er um njósnir
fyrir Rússa. Hanssen seldi Rússum
leyndarmál síðustu 15 árin af þeim
25 sem hann var i þjónustu
bandarísku alríkislögreglunnar.
Eldgos á La Réunion
Eldgos varð í gær á frönsku
eyjunni La Réunion í Indlandshafi.
Spúði eldfjallið Piton de la
Fournaise upp hrauni úr Dolomieu-
gígnum. Eldfjallið gaus síðast í
október í fyrra.