Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2001, Side 28

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2001, Side 28
tilboAsverA kr. 2.750,- Merkilega he milistækið Nú er unnt aö merkja allt á heimilinu, kökubauka, spólur, skóla- Rafnort Nýbýlavegi 14 Sími 554 4443 Veffang: www.if.is/rafport_ Samtök iðnaðarins: Sex lækkanir til viðbótar „Þetta er gott sem fyrsta skrefið til frekari lækkunar vaxta,“ segir Sveinn Hannesson, framkvæmda- stjóri Samtaka iðnaðarins. Til- kynnt var á árs- fundi Seðlabanka íslands í gær um lækkun stýri- vaxta bankans um hálft pró- sentustig. „Það er alltaf erfitt að segja hver er rétti tíma- punkturinn til hækkunar vaxta, en ég tel að þetta hafi mátt gerast nú,“ segir Sveinn. Hann bendir á að á sið- ustu tveimur árum hafi vextir í landinu hækkað sjö sinnum og þvl vænti hann þess að vaxtalækkunin i gær sé aðeins sú fyrsta og að sex slíkar fylgi í kjölfarið. „Meðalútláns- vextir hér eru nítján prósent og það er tvöfalt meira en gerist í þeim samkeppnislöndum okkar þar sem evran hefur verið tekin upp.“ Nánar á bls. 8 -sbs Sveinn Hannesson. Gin- og klaufaveiki: Bændur loka fjósunum - vísa hópum frá Bændur sem reka svokölluð ferðamannafjós hér á landi hafa ýmist lokað þeim fyrir erlendum ferðamönnum eða vísað tilteknum hópum frá til að varna þvi að gin- og klaufaveiki berist i gripi þeirra. Stefán Tryggvason á Þórisstöðum á Svalbarðsströnd, sem rekur ferðamannafjós, hefur ákveðið að loka því í sumar. Hann hefur sent ferðaskrifstofum, sem hann hefur gert samninga við, viðvörun þessa efnis. Ólöf Hallgrímsdóttir, sem rekur Vogafjós í Mývatnssveit, kvaðst vera að íhuga málið. Hjá sér yrði engin áhætta tekin og erlendum ferðamönnum ekki hleypt í fjósið eins og málin stæðu nú. Hanna Sigurgeirsdóttir á Lauga- bökkum í Árnessýslu sagði að þar á bæ færi enginn útlendingur í ferðamannafjósið nema hafa hreinsað sig með sótthreinsilegi og klæðst I þar til gerða hlífðarskó, kápu og húfu. Tveimur hópum Breta hefði nýlega verið vísað frá. „Það er eðlileg og skynsamleg ákvörðun að loka ferðamannafjós- unum,“ sagði Ari Teitsson, formað- ur Bændasamtaka Islands. Ari sagði að hinn almenni kúa- bóndi hlyti að þurfa að huga að vörnum ef svo héldi fram sem nú horfði. Það kallaði á mjög erfiðar og hertar aðgerðir hérlendis. -JSS Forsætisráðherra á ársfundi „Gera má ráö fyrir aö auka þurfi eigiö fé bankans um nær 14 milljaröa úr 22 milljöröum viö árslok, “ sagöi Davíö Oddsson á ársfundi Seölabankans í gær. Yfirdýralæknir heimilar gæludýraverslun innflutning: Tugir páfagauka frá Bretlandi - taliö óhætt þrátt fyrir gin- og klaufaveikifaraldur Yfirdýralæknisembættið hefur ákveðið að heimila innflutning á páfagaukum frá Bretlandi hingað til lands. Um er að ræða tugi páfa- gauka sem gælu- dýraverslun í Reykjavík hefur fengið leyfi til að flytja inn. Gauk- amir hafa verið í sóttkví í London frá því um miðj- an janúar. Gin- og klaufa- veiki geisar enn á Bretlandseyjum og í fyrradag höfðu 633 tilfelli greinst frá upphafi. Sama dag var tilkynnt um 27 ný tilfelli. Gin- og klaufaveiki hefur Halldór Runólfsson. einnig greinst í Frakklandi, Holiandi og á írlandi. Halldór Runólfsson yfirdýralækn- ir sagði við DV í gær að fáránlegt væri að halda að búrfuglar og -fisk- ar bæru gin- og klaufaveiki hingað til lands. Þessi dýr væru að koma úr sóttkvíum erlendis. Fuglarnir væru síðan settir í aðra sóttkví eftir kom- ina hingað. Tengslin við landbúnað væru rofin meðan hugsanlegur hættutími gengi yfir. Dvölin í sótt- kví væri 6-8 eða 10-12 vikur hér eft- ir því um hvaða dýr væri að ræða. Prufur, s.s. salmonelluprufur, væru teknar af fuglunum áður en þeim væri hleypt inn í landið. Yfirdýralæknir hefur jafnframt veitt undanþágu á banni á innflutn- ingi gæludýra frá fjórum löndum, Svíþjóð, Noregi, Finnlandi og Sviss. „Samkvæmt áhættumati er mjög ólíklegt að gin- og kiaufaveiki sé í þessum löndum og þau hafi alla burði til þess að halda veikinni frá. Við megiun ekki ganga of langt þar sem áhættan er metin engin,“ sagði Haildór. „Viö verðum að geta rök- stutt okkar ákvarðanir. í öðrum löndum erum við taldir ákaflega stífir en megum ekki ganga út fyrir öll velsæmismörk." Halldór sagði að töluverður þrýst- ingur hefði verið á ráðuneytið um að opna aftur fyrir innflutning gælu- dýra frá ofangreindum löndum. Bæði væri um að ræða ræktendur sem gengið hefðu frá kaupum á dýrum er- lendis svo og fólk sem væri að flytj- ast búferlum heim. -JSS Fjórar nýjar þotur bætast í flugflotann: Atlanta aö vaxa yfir Flugleiðir - komnir með 20 þotur og tvo þriðju af veltu Flugleiða „Við erum enn undir Flugleiðum í veltu en með þessum nýju þotum eru við komnir með 20 vélar í rekst- urinn og þar af eigum við 6 sjálfir," sagði Amgrimur Jóhannsson, eig- andi Atlanta-flugfélagsins, sem hef- ur fest kaup á tveimur nýjum Boeing 767-200 breiðþotum og leigt tvær til viðbótar. „Auðvitað er mað- ur á tánum en ég er kominn með gott starfslið sem tekur af mér mesta stressið." Velta Atlanta-flugfélagsins var um 13 milljarðar í fyrra en með nýju breiðþotunum má búast við enn Arngrímur Flugleiöir enda Jóhannsson. með allt annan rekstur. Við erum heildsalar sem leggjum fram vélar og áhafnir en kaupum til dæmis ekki eldsneyti. Það kemur í hlut leigutakans. Við erum ekki að selja sæti eins og Flug- leiðir og erum ekki með neitt sölu- batterí eins og þeir,“ sagði Amgrim- ur. Stærstur hluti af starfsemi At- lanta fer fram erlendis sem sést best á því að aðeins 6 prósent af veltunni verður til á íslandi. „Ég er ánægður. Ég hef gaman af þessu,“ sagði Arngrímur Jóhanns- son þar sem hann var að lesa í gamalli bók á heimili sínu í Mos- fellsbæ snemma í morgun. Og átti hann þar bæði við bókina og flug- reksturinn. -EIR f i HER GALA GAUKAR! DV-MYND ÞORSTEINN G. KRISTJANSSON Sprengja í nótinni Áhöfnin á Sæljóni prísaöi sig sæla þegar Landhelgisgæslan sótti djúp- sprengju sem þeir höföu fengiö í dragnótina hjá sér. Sæljón RE: Djúpsprengja í dragnótina Áhöfnin á Sæljóni RE 19 fékk djúp- sprengju í dragnótina laust eftir há- degið í gær þegar þeir voru að veið- um skammt undan Grindavík. Telja má það mikla mildi að ekkert kom fyrir þvi sprengjan var að öllum lík- indum virk. Ásgeir Baldursson skip- stjóri sagði að sprengjan hefði litið ótrúlega vel út og alveg með ólíkind- um að hún skyldi koma í nótina vegna þess að það væri margbúið að kasta þarna á svæðinu. Hann taldi það líklegast að sprengjan hefði verið grafin í sandinn. Áhöfnin fór strax í land með sprengjuna. Sprengjusérfræðingar frá Landhelgisgæslunni komu svo og tóku sprengjuna með sér til að gera hana óvirka. Mannskapurinn um borð i Sæljóni prísaði sig sælan með að vera laus við þennan ófognuð og hélt strax aftur á veiðar. Komu þeir svo í land um kvöldið með rúm 2 tonn af blönduðum afla og sagði Ás- geir skipstjóri að vel hefði veiðst undanfarið. -ÞGK Ljót aðkoma Eldur kom upp í plastbátnum Antoni á sjötta tímanum í morgun. Eldur í bát Eldur kom upp í 12 tonna plastbáti Anton GK 68, sem lá við Grindavíkur- höfn, snemma í morgun. Eldsins varð vart um klukkan 5.30 í morgun og hafði slökkvilið bæjarins lokið við að slökkva eldinn um sjöleytið í morgun. Að sögn Ásmunds Jónssonar, slökkviliðsstjóra í Grindavík, var eld- urinn staðbundinn í stýrishúsinu en breiddist ekki út um bátinn. Skemmd- ir eru töluvert miklar í stýrishúsinu. Báturinn var mannlaus er eldurinn kom upp og kannaði rannsóknarlög- reglan upptök eldsins í morgun. SMK/ÞGK FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 FRJALST, OHAÐ DAGBLAÐ MIÐVIKUDAGUR 28. MARS 2001

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.