Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2001, Blaðsíða 4
24
MÁNUDAGUR 9. APRÍL 2001
Sport
Úrslitin
5 km ganga kvenna, 16 ára
og eldri (frjáls aöferö):
1. Elsa G. Jónsdóttir, Ólafsf. 16:28 mín.
2. Katrína Ámadóttir, ísaf. 17:00 min.
3. Hanna D. Maronsd., Ólafsf,18:50 mín.
10 km ganga karla, 17-19
ára (frjáls aðferð):
1. Jakob E. Jakobsson, ísaf. 28:31 mín.
2. Hjörvar Maronss., Ólafsf. 29:23 min.
3. Rögnvaldur S. Bjömss., Ak.30:44 mín.
15 km ganga karla, 20 ára
og eldri (frjáls aöferö):
1. Ólafur Th. Árnason, ísaf. 42:27 min.
2. Baldur H. Ingvarsson, Ak. 42:50 mín.
3. Ámi G. Gunnarsson, Ólafsf. 44:45 mín.
10 km ganga kvenna 16 ára
og eldri (hefðbundin aöf.):
1. Katrín Árnadóttir, Isaf. 36:48 mín.
2. Hanna D. Maronsd., Ólafsf. 39:30 mín.
15 km ganga karla 17-19
ára (heföbundin aöferö):
1. Jakob E. Jakobsson, ísaf. 46:53 mín.
2. Hjörvar Maronss., Ólafsf. 47:17 mín.
3. Andri Steinþórsson, Ak. 47:22 mín.
30 km ganga karla 20 ára
og eldri (hefbundin aöf.):
1. Baldur H. Ingvarss., Ak. 1:32,20 klst.
2. Ólafur Th. Árnason, ísaf. 1:34,59 klst.
3. Haukur Eiríksson, Ak. 1:39,19 klst.
3x10 km boðganga karla
1. Sveit Ólafsfjaröar 1:41,45 klst.
2. A-sveit ísafjarðar 1:41,55 klst.
3. A-sveit Akureyrar 1:43,50 klst.
Stórsvig kvenna
1. Dagný L. Kristjánsd., Ak. 1:52,23 mín.
2. Brynja Þorsteinsd., Ak. 1:56,36 mín.
3. Harpa D. Kjartansd., Brei. 1:56,41 mín.
Stórsvig karla
1. Björgvin Björgvinss., Dalv. 2:08,75 mín.
2. Kristinn Magnússon, Ak. 2:10,75 mín.
3. Jóhann F. Haraldss., SLR. 2:11,73 mín.
Svig kvenna
1. Harpa R. Heimisd., Dalv. 1:55,57 mín.
2. Brynja Þorsteinsd., Ak. 1:56,51 mín.
3. Helga B. Ámadóttir, Árm. 1:56,75 mín.
Svig karla
1. Björgvin Björgvinss., Dalv.l:44,14 mín.
2. Jóhann F. Haraldss., SLR. 1:46,19 mín.
3. Ingvar Stelnarsson, Ak. 1:46,60 mín.
Bikarmeistarar 2001
Á Skíðamóti íslands réðust úr-
slit í bikarkeppni Skíðasambands
íslands og voru Akureyringar í
efstu sætum í bæði karla- og
kvennaflokki.
1 kvennaflokki sigraði Áslaug
Eva Bjömsdóttir, SKA, með 496
stig, önnur varð Ama Arnardóttir,
SKA, með 442 stig og þriðja Erika
Stefanía Pétursdóttir, Ármanni,
meö 381 stig.
íkarlaflokki varö Ingvar Stein-
arsson, SKA, hlutskarpastur með
650 stig, annar varð Arnar Gauti
Reynisson, Ármanni, með 571 stig
og þriðji Óskar Örn Steindórsson,
SLR, með 380 stig. -ÓK
Baldur H. Ingvarsson er 0 íy
af miklu göngufólki
kominn og sýndi það
sannarlega um helgina.
I>V
Skíðamót íslands í Hlíðarfjalli við Akureyri:
Tvöfaldur sigur
- i svigi og stórsvigi hjá Björgvini Björgvinssyni frá Dalvik
Skíðamóti íslands 2001 lauk á
sunnudag með keppni í 10 km
göngu kvenna, 15 km göngu pilta,
17-19 ára, og 30 km göngu karla.
Færið í Hlíðarfjalli var nokkuð
mjúkt á sunnudag og á keppnis-
svæðinu i alpagreinum uppi í
Strompbrekku var nokkuð blint en
gripið var til þess ráðs að strá
grenistubbum i brautina og nota
litarefni við stangirnar.
í öllum göngugreinunum var
sigurinn nokkuð öruggur hjá þeim
Katrínu Ámadóttir, Isaflrði, í 10
km göngu kvenna, Jakobi Einari
Jakobssyni, ísaflrði, í göngu pilta,
17-19 ára, og Baldri Helga Ingvars-
syni, Akureyri, í 30 km göngu.
Katrín Árnadóttir sagði braut-
irnar hafa verið finar og sigurinn
hefði ekki verið erfiður - nokkur
sárabót eftir að piltamir töpuðu
boðgöngunni á föstudag gegn
Ólafsfirðingum, en Hanna Dögg
Maronsdóttir varð í 2. sæti.
„Það er ekki skemmtilegra aö
vinna neina aðra en Ólafsfirðinga
en það hefur verið nokkur rígur
milli þessara tveggja staða að und-
anfornu á göngubrautunum," sagði
Katrín sem má una vel við sinn
hlut á þessu landsmóti.
Baldur Helgi Ingvarsson, Akur-
eyri, varð sigurvegari í erfiðustu
göngukeppninni, 30 km, og það
kom nokkuð á óvart hversu mikla
yfirburði hann haföi yfir Ólaf Th.
Ámason frá ísafirði, eða 2,5 sek-
úndur. Þriðji varð gamla brýnið
Haukur Eiríksson frá Akureyri.
Á heimavelli
Baldur Helgi sagði það sérstak-
lega ánægjulegt að vinna í þessari
grein á heimavelli; að þessu heföi
verið stefnt, hann hefði verið að
hugsa um þessa göngu allt síðan í
haust er æfingar hófust af fullum
krafti, og hann þekki auk þess
brautina út og inn. „Það var þó
ekki fyrr en eftir 25 km sem ég
hafði það á tilfmningunni að ég
mundi vinna þessa grein; átti nóg
eftir og þurfti bara að halda mínu
striki til þess að innbyrða sigur-
inn. Brautin var býsna góð; þeim
hefur tekist að þjappa hana vel nið-
ur. Það var svolítið blindað hér og
það olli svolitlum erfiðleikum nið-
ur brekkurnar við að greina braut-
irnar frá öðrum snjó. Þegar maður
einbeitir sér að því að horfa á
brautina er þetta ekkert mál,“
sagði Baldur Helgi Ámason.
Sagan frá 1986 endurtók sig
Harpa Rut Heimisdóttir, Dalvík,
vann sigur í svigi kvenna en Dal-
víkingur hefur ekki unnið í svigi
síðan Inga Júlíusdóttir vann
svigið árið 1986. Þá vann Daníel
Hilmarsson sigur í svigi og stór-
svigi og nákvæmlega það sama
gerðist nú því Björgvin Björgvins-
son sigraði bæði í stórsvigi og
svigi. Björgvin er unnusti Hörpu
og það er örugglega einsdæmi að
par vinni svigkeppnina á skíða-
landsmóti.
„Ég er búin að stefna að þessu
síðan í fyrra, er ég fór út til Nor-
egs, og það tókst. Þetta er fyrsti sig-
ur minn á landsmóti, sem er meiri-
háttar tilfmning, en vonandi ekki
sá síöasti. Ég var í 2. sæti eftir
fyrri umferð, á eftir Helgu Björk
Árnadóttur úr Ármanni, svo það
varð að gefa allt sem ég átti í síðari
umferðinni og það tókst. Ég vissi
líka að Brynja Þorsteinsdóttir yrði
mjög sterk, enda kom það í ljós að
hún fór einnig fram úr Helgu
Björk og náði 2. sætinu. Mér gekk
ágætlega í fyrri umferðinni í stór-
sviginu á föstudag en keyrði út úr
í seinni ferðinni, aðallega vegna lé-
legs skyggnis. Ég á eftir að keppa á
nokkrum mótum í Noregi fram á
vor, þá tekur við undirbúningur í
sumar, og svo er að koma sterk til
leiks næsta vetur,“ segir Harpa.
Harpa fótbrotnaði fyrir fimm ár-
um og hefur farið í tvær aðgerðir
eftir það, en það er klemmd sin í
fætinum. Hún gekk því ekki alveg
heil til skógar á skíðamótinu og
því er sigurinn enn athyglisverð-
ari. Harpa æfir að jafnaði tvisvar á
dag með skólanum sem hún er í í
Noregi.
Björgvin segist vona að Dalvík-
ingar fari aftur að láta að sér
kveða í alpagreinum á skíðalands-
mótum. Björgvin var, eins og
Harpa, með 2. besta tímann eftir
fyrri umferð en Jóhann F. Haralds-
son, Skíðaliði Reykjavíkur, var
með besta tímann eftir fyrri um-
ferð.
Mistökin skiptu ekki máli
„Það eina sem komst að í seinni
umferðinni var að keyra á þetta.
Ég fann að það var gott rennsli á
skíðunum en ég gerði mistök í
miðri braut. Það skipti þó greini-
lega ekki máli því hinir hlutar
brautarinnar gengu upp. En ég
hafði strax góða tilfmningu fyrir
því að mér hefði tekist vel. Það var
líka rosalega góð tilfinning að
vinna stórsvigið og alþjóðamótið,“
sagði Björgvin.
Björgvin hefur æft með sænska
skíðalandsliðinu í vetur en fer lík-
lega nú til Noregs að keppa þar.
Björgvin segir veturinn hafa verið
erfiðan, ekki hafi gengið vel fram-
an af, en eftir að hann tók í notk-
un skíði sem eru 1,60 m aö lengd í
stað 1,70 hafl farið að ganga betur.
-GG
Þeir voru ekki allir háir í loftinu sem reyndu með sér á Skíöamóti íslands og hér má
sjá einn ungan keppanda leggja í göngubrautina í Coca Cola-keppni barna.
Björgvin Björgvinsson og unnusta hans, Harpa Rut Heimisdóttir, sýndu þaö
og sönnuöu um helgina aö þau eru meöal fremstu skíöamanna landsins og
aö sjálfsögöu stolt Dalvíkinga. DV-myndir GG
Dæmið gekk upp
- segir Egill Jóhannsson, formaður SKÍ
Egill Jóhannsson, formaður Skíðasambands Islands, var ánægður með
að það skyldi hafast að ljúka skíðamótinu. Dæmið hefði gengið upp þrátt
fyrir að einn dagur hefði dottið út vegna veðurs, laugardagurinn, þegar
keppa átti í svigi.
„Maður er alltaf glaður þegar íslandsmót klárast en aðeins tvisvar á
síðustu sjö áratugum hefur ekki tekist að ljúka skíðalandsmóti.
Það sem stendur upp úr á þessu móti er að mínu mati það hversu vel
unglingarnir standa sig og eru að sækja sig. Það er kannski lán í óláni í
snjóleysinu í vetur að skíðalandsmótið skyldi haldið hér i Hliðarfjalli, en
keppendur hafa sótt hingað til æfinga svo kannski eru þeir flestir á sama
plani. Það er þó slæmt hversu lítill snjór hefur verið á höfuðborgarsvæð-
inu.
Mér brá nokkuð þegar ég heyrði að það væri enginn keppandi frá ísa-
flrði í alpagreinunum. Þeir hafa verið að glíma við vandamál eins og
snjóflóð á skíðasvæðum, sem tekið hefur lyftur, og það hefur verið þeim
mikið áfall. Það er oft þannig að þegar krakkar missa úr einn vetur í
íþróttum þá sækja þeir í aðrar íþróttagreinar og þá er erfitt að byrja aft-
ur. Bæði felögin og Skíðasambandið hafa verið að auka fræðslustarfsem-
ina og undirbúa krakkana fyrr á haustin og það hjálpar. Nú er verið að
vinna skipulegar að skíðamálum en oft áður - gott fólk um allt land er
að vinna fórnfúst starf," sagði Egill formaður. -GG