Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2001, Qupperneq 11

Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2001, Qupperneq 11
FÖSTUDAGUR 11. MAÍ 2001 11 I FBI leyndi gögnum í máli sprengjuvargsins í Oklahoma: Verjendurnir íhuga að i fá aftökunni frestað Bandarlsk stjórnvöld viður- kenndu í gær að alríkislögreglan FBI hefði leynt gögnum fyrir verj- endum Timothys McVeighs, sem til stendur að taka af lífi með eitur- sprautu í næstu viku fyrir sprengju- tilræðið við alríkisbygginguna í Oklahomaborg árið 1995. Lögmenn McVeighs íhuga nú að fara fram á frestun aftökunnar. Dómsmálaráðuneytið í Was- hington sagði í yfirlýsingu sem það sendi frá sér að starfsmenn FBI hefðu uppgötvað fjöldann allan af skjölum sem verjendurnir hefðu eldd fengið í hendumar á sínum tíma. Embættismaður ráðuneytisins sagði að stjórnvöld teldu að gögnin hefðu ekki haft nein áhrif á niður- stöðu réttarhaldanna. Ekkert kæmi þar fram sem sýndi fram á sakleysi McVeighs og Terrys Nichols, sem einnig var sakfelldur fyrir tilræðið Vettvangur glæpsins Svona var umhorfs viö Atfred P. Murrah alríkisbygginguna í Oklahomaborg eftir sprengjutilræöi Timothys McVeighs undir vor árið 1995. sem varð 168 manns að bana, versta hryðjuverk sem framið hefur verið i Bandaríkjunum. Og enda þótt McVeigh hafi marg- sinnis lýst því yfir að hann vilji ekki áfrýja frekar dauðadóminum eru lögmenn hans engu að síður aö meta hvað þeir geti gert í þeirri nýju stöðu sem upp er komin. „Við erum að skoða alla mögu- leika,“ sagði Nathan Chambers, lög- maður McVeighs, við fréttastofu Reuters. Charmbers sagði að það væri áhyggjuefni að þessi gögn kæmu í ljós tæpri viku fyrir fyrirhugaða af- töku. McVeigh hefur verið upplýst- ur um gang mála. Mannréttindasamtökin Amnesty International fóru fram á það við George W. Bush Bandaríkjaforseta í gær að hann breytti dauðadóminum yfir McVeigh. Samtökin sögðu að slíkt myndi vera sögulegt fordæmi. Umdeildur frambjóðandi Sigri Beriusconi í kosningunum á Ítalíu er refsiaögeröa aö vænta. Útilokar ekki refsiaðgerðir Utanríkisráðherra Belgíu, Louis Michel, ítrekaði í gær að hann útilok- aði ekki refsiaðgerðir Evrópusam- bandsins gegn Ítalíu sigri fjölmiðla- kóngurinn Silvio Berlusconi, fram- bjóðandi mið- og hægrimanna, i kosn- ingunum á sunnudaginn. Stjómmála- skýrendur höfðu velt því fyrir sér hvort Michel færi ekki varlega í sak- irnar vegna meints dómgreindarleys- is flæmska innanríkisráðherrans Jo- hans Sauwens er fyrir viku tók þátt í fagnaði gamalla félaga í Waffen SS í Belgíu þar sem þeir báru bannaða ein- kennisbúninga. Sauwens sagði af sér á miðvikudaginn. Michel segir mál Sauwens sýna að ástæða hafi verið til að refsa Austurríki á sínum tíma vegna stjórnarþátttöku Haiders. - ' ... \ Wvv í WFrWjj \ 7 V f Gengið í skrokk á norninni Bööuil gengur í skrokk á galdranorn úti á götum miðaldabæjarins Sighisoara í miöhluta Transylvaníu i Rúmeníu þar sem veriö var aö sýna nornaréttarhöld eins og þau tíökuöust í eina tíö. Tilefniö er málþing í bænum um hinn umdeilda Vlad prins sem er fyrirmynd blóðsugunnar Drakúlu í samnefndri skáldsögu Brams Stokers. Rúmenar ætla aö reisa sérstakan skemmtigarö þar sem Drakúla veröur í aöalhlutverkinu. Útlönd Með tösku fulla af fé Njósnaforingi Perú flýöi ekki tóm- hentur. Montesinos fékk 1,5 milljarða með sér Aðstoðarfjármálaráðherra Perú, Alfredo Jalilie, sagði af sér í gær í kjölfar blaðafrétta um að hann heföi verið milligöngumaður í 1,5 millj- arða króna greiðslu til njósnafor- ingjans Montesinos nokkrum klukkustundum áður en hann flýði land i september síðastliðnum. Montesinos flýði land um viku eftir að sýnt var myndband í sjónvarpi sem sýndi hann múta stjórnmála- manni. Hefur njósnaforinginn farið huldu höfði síðan. Alfredo Fujimori, fyrrverandi Perúforseti, var rekinn úr embætti í nóvember. Hann var þá í heimsókn í Japan en hann er af japönskum ættum. vi -í-WfflTna.-—- G\eðilegt suttiat Öll tæki drifin m. 12 volta rafmótor. Hleðslutæki fylgir. Áfram og afturábak / hæg/hraðar stilling. Ljós-hljóð-speglar-símar o.fl. Verð frá kr. 30.000 - 40.000 Dalbrekku 22, Kóp. S. 544 5770 L 1 \ I I Tippaðu slrax því nú er enski potturinn alveg að springa! \jið tipputy'

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.