Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2001, Síða 5
Ifókus
Vikfl.n. 1§,»maí.................t»i.J..»..........rnð..j..
ULJLiA
.E—E—X—I—B y I—N-N-JJ-
Eiríkur Viner Smith, sem er annar höfundur stuttmyndarinnar Örlítið verk um Víðáttufælni, segir að
draumurinn sé að búa til kvikmynd í fuliri lengd.
Lærir af
reynslunni
Stuttmyndin Örlítiö verk
um Viðáttufælni er sam-
starfsverkefni þeirra Eiríks
Viner Smith og Teits M.
Sveinssonar. Að sögn Eiríks
fjallar myndin, sem er fimm
mínútur að lengd, um ungan
mann sem haldinn er víð-
áttufælni og aðferðir hans
við að ná tökum á sjúkleika
sínum. „Hugmyndin að
myndin vaknaði bara einn
daginn," segir Eiríkur.
Eiríkur og Teitur hafa
áður gert stuttmyndir saman
sem verkefni í Kvikmynda-
skóla íslands þar sem þeir
stunduðu nám en þetta er
fyrsta sameiginlega verkefn-
ið fyrir utan skólann. „Sam-
starfið gekk bara vonum
framar," segir Eiríkur og
bætir viö að sjálfur hafi hann
gert stuttmyndir frá unga
aldri.
Hann segir að stuttmynda-
formið sé góð leið til að búa
verk eftir sjálfan sig á ódýr-
an hátt. „Ef maður ætlar tU
að mynda í skóla til útlanda
er gott að eiga eigin verk til
að sýna og það er líka gott
fyrir framtíðina að hafa gert
eitthvað sjálfur." Eiríkur seg-
ir að í framtiðinni langi
hann einnig að reyna sig við
kvikmyndir í fullri lengd og
það sé draumurinn.
Aðspurður hvað það gefi
að taka þátt í stuttmyndahá-
tíð sem þessari segir Eirikur
að með því sé hægt aö ná sér
í góða reynslu. „Maður lærir
á þessu því maður gerir hell-
ing af mistökum en getur þá
í kjölfarið tekið á þeim og
gert betur næst,“ segir Eirík-
ur. Hann segir að þeir félag-
ar séu spenntir fyrir hátíð-
inni og einnig fyrir því
hvernig hljóðið í myndinni
komi út því þaö sé mikilvæg-
ur þáttur í henni.
Vildi ekki
nein
áhættuatriði
„Það er langerfiðast að
fá hugmynd þegar þú
þarft að fá hugmynd. Ég
skrifa allt niður sem mér
dettur í hug og á því svo-
lítiö safn af hugmynd-
um.“
„í hnotskurn fjallar myndin um
andlegt og tilfinningalegt gjald-
þrot verðbréfasala," segir Halldór
B. Bergþórsson, höfundur og leik-
stjóri myndarinnar Línan. „Hug-
myndin kviknaði þegar ég var
staddur á bar með nokkrum verð-
bréfasölum og ég sagði við þá að
mig langaði að gera mynd um þá.
í henni myndu þeir vera settir í
lítið hvítt herbergi þar sem væri
sjónvarp sem sýndi bara eina
línu. Þarna yrði mældur allur til-
finningaskalinn. Þeim fannst
þetta ekki sniðugt og eyddu tal-
inu fljótlega."
Línan fjallar um mann sem er í
verðbréfabransanum og þegar
hann fer til geðlæknis og er sett-
ur í sams konar próf og nefnt var
fyrr. Alls eru 12 leikarar í mynd-
inni, með aðalhlutverkið fer Vagn
Leví en aðrir eru i minni hlut-
verkum.
„Mér finnst myndin taka á því
sem hefur verið að gerast í þess-
ari stétt. Ég hef sjálfur þekkt
nokkra sem hafa verið nokkuð
langt niðri þannig að þetta lá
nokkuð beint við,“ segir Halldór.
Það er kvikmyndafélagið Grjót-
skór sem stendur að myndinni og
segir Halldór að Grjótskór sé
áhugahópur um kvikmyndir sem
tók sig saman og ákvað að gerð
stuttmyndar væri fyrsta skrefið í
átt að einhverju stærra. Var
stefnan strax tekin á Stuttmynda-
daga.
Halldór hefur áður gert stutt-
myndir í grunnskóla og fram-
haldsskóla en segist hafa ákveðið
að verða fullorðinn og fara i við-
skiptafræðina. „Ég komst samt
fljótt að því að það var hið eina
rétta að gera það sem ég hef unun
af.“
Myndin tók nokkra mánuði í
Útlitið má
eiga sig
Mynd Halldórs fjallar um andlegt og tilfinningalegt gjaldþrot verðbréfasala.
vinnslu með hléum og gekk
vinnslan vel að sögn Halldórs.
Hann segir þó að samkvæmt
venju klárist vinnslan ekki fyrr
en á síðustu stundu. í upphafi
hafi einungis verið settar tvær
grundvallarreglur um myndina.
„Ég ákvað bara að ég vildi ekki
gera mynd sem væri lengri en tíu
mínútur og ég vildi ekki hafa
nein áhættuatriði," segir hann
ákveðinn.
„Myndin fjallar um strák sem
byrjar með stelpu og svo gerist
það að besti vinur hans tekur
stelpuna frá honum. Út frá því
fléttast atburðarásin," segir Sævar
Sigurðsson sem gerði myndina
Júdas. „Það hljómar ekki mjög
spennandi en þetta er atburðarás
sem svíkur engan,“ bætir hann
spekingslega við. Klám og ofbeldi
er af skornum skammti í Júdasi,
það örlar varla á andlegu ofbeldi,
en Sævar segir eitthvað við mynd-
ina höfða til þeirra sem hafa séð
hana, þó erfitt sé að benda á hvað
það sé.
„Sagan skiptir mestu máli í
myndinni. Ef sagan kemst til skila
má útlitið eiga sig,“ segir hann um
stuttmyndagerðina. „Hugmynd að
handriti getur dottið inn hvenær
sem er. Það er langerfiðast að fá
hugmynd þegar þú þarft að fá hug-
mynd. Ég skrifa allt niður sem
mér dettur í hug og á því svolítið
safn af hugmyndum," segir hann.
„Ég geng ailtaf með litla bók í vas-
anum, en er reyndar ekki með
hana núna,“ segir hann og kannar
vasana. Sævar er þó ekki smeykur
um að bókinni verði stolið og ein-
hver annar framleiði meistara-
stykki hans. „Sá þyrfti fyrst að
skilja skriftina og stikkorðin. Það
er ýmislegt sem þyrfti að rýna í.“
Mynd Sævars var fyrst sýnd á
Ljósinu, stuttmyndahátíð Verzlun-
arskólans, og var þar valin best
mynda, bæði af dómnefnd og
áhorfendum, og fékk að auki verð-
laun fyrir handrit Breka
Logasonar og leik. Þetta er á
hinn bóginn í fyrsta skipti
sem Sævar tekur þátt í Stutt-
myndadögum og hann er
spenntur að sjá hvemig Júdas
stendur sig í samanburði við
hinar myndirnar. Sævar hefur
verið við stuttmyndagerð loð-
andi mikinn hluta ævinnar og
byrjaði á námskeiði í grunnskóla.
Nú er hann formaður Vídeónefnd-
ar í Verzló og hefur þar greiðan
aðgang að góðum tækjakosti.
Hann segir sterklega koma til
greina hjá sér að leggja linsuna
fyrir sig sem framtíðarstarf. „Ég
er einmitt að leita mér að vinnu
viö þetta fyrir sumarið," bætir
hann við, auglýsingunni feginn.