Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2001, Page 10
V i K p mi 1§. maí til 24. maí
Ifókus
1 l-jjf-i-ð.
■E-E-T-J-B Y-L M bl U-
Davíð Ólafsson
bassí fer níður úr
öllu valcli í Ými
pu
num
Þegar Davíö Ólafsson bassa-
söngvari var að alast upp í Kefla-
vík bjó Rúnar Júlíusson erkipopp-
ari hinumegin við götuna. Það
leyndist víða söngfólk í Keflavík
og á lognkyrrum sumarmorgnum
mátti heyra óminn af sögn íbú-
anna berast um garðana.
Davíð ólst upp við söng og hljóð-
færaslátt á heimilinu og lærði að
blása í trompet af töluverðri snUld
þótt systir hans hafi skotið honum
ref fyrir rass á þessu sviði og orð-
iö organisti en Davíð hefur löngu
lagt trompetinn á hilluna.
Davíð lærði söng i Vínarborg og
er nú kominn á svokallaðan byrj-
endasamning við Óperuna í
Lubeck í Þýskalandi og unir hag
sínum því allvel. Hann er samt
kominn aftur heim á klakann
stutta stund og þýðir og djúpir tón-
ar bassaraddar hans munu hljóma
í tónlistarhúsinu Ými í kvöld.
„Ég verð með hefðbundna efnis-
skrá með undirleikara mínum
Ólafi Vigni Albertssyni. Við mun-
um flytja óperuaríur og íslensk og
skandinavísk sönglög. Það eina
sem ég get lofað áheyrendum mín-
um er að ég ætla ekki að syngja
Ol’man River sem ég hef þó alltaf
gert á tónleikum hingað tU,“ segir
Davíð í samtali við Fókus.
Davíð segir að íslenskir óperu-
söngvarar séu ótrúlega duglegir
við að hasla sér vöU í Evrópu við
hin ýmsu óperuhús og getur þess
tU gamans að þrír starfandi bassa-
söngvarar í Evrópu séu aUir úr
Keflavík en þeir eru auk hans
Bjarni Thor Kristinsson og Jó-
hann Smári Sævarsson. Það er því
ljóst að Suöurnesin hafa alið upp
tónlistarmenn af fleiri toga en
bítlasöngvara og rokkara.
„Það er búiö að taka mig tíu ár
að læra söng. Trompetleikurinn
reyndist ekkert sérlega góður und-
irbúningur því það kallar á mjög
ólíka tækni hvað varðar öndun og
líkamsstöðu," segir Davíð og segir
frá því að tveir kennarar hans frá
því fyrr á námsferlinum hafl látið
í ljós gleði og undrun þegar þeir
fréttu hve langt hann hafði náð.
„Þeir reiknuðu sennUega aldrei
með þvi að mér tækist þetta,“ seg-
ir Davíð og hlær.
Nú er það alkunna að tenór-
söngvarar eru fleiri en tölu verði á
komið. Þeir eru sannanlega miklu
frægari en bassar og allir kannast
viö nokkrar frægustu einsöngsarí-
ur tónbókmenntanna þar sem ten-
órar þenja sig þar tU þeir blána í
framan. En hverjar eru frægustu
bassaaríur heimsins?
„Það er trúlega aría Osmins úr
óperunni Brottnámið úr kvenna-
búrinu. Þar fer bassinn nokkuð
langt niður og þá aríu ætla ég
einmitt að syngja í kvöld. Tenórar
eru aUtaf hinar björtu og fögru
hetjur meðan við bassar erum
gömlu og vondu en valdamiklu
mennimir. Við stöndum kannski í
skugganum en við syngjum miklu
lengur en tenórarnir," segir Davíð
að lokum.
www.gaukurinn.is