Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2001, Page 13
c
fókus
Vikan 18.maí til 24. maf
^LmJL—aLwJwJ 111 Fi
JS
Þotuliðið sér um almenna gleöi á Cata-
línu í Kópavogi.
•Klassík
■ VORTÓNLEIKAR LÓGREGLUKÓRS
REYKJAVÍKUR Lögreglukór Reykjavíkur
heldur sína árlegu vortónleika í Seltjarn-
arneskirkju klukkan 16. í ár eru sérstak-
ir gestir Kvennakórinn Léttsveit Reykja-
víkur. Þær hafa einstaklega skemmtileg
lög á dagskrá sinni sem byggö er á suð-
rænni og léttri stemningu. Á dagskrá Lög-
reglukórsins veröa m.a. lög eftir Árna
Thorsteinson og Oddgeir Kristjánsson,
einnig ýmis erlend lög með Islenskum
eöa erlendum textum.Einsöngvari meö
Lögreglukórnum er Eiríkur Hreinn Helga-
son. í heild er dagskrá tónleikanna byggö
uppá lögum fyrir alla aldurshópa þar sem
bæöi má heyra þessi Ijúfu og rómantísku
sem og hin kraftmiklu karlakórslög.
Stjórnandi Lögreglukórsins er Guölaugur
Viktorsson og stjórnandi Kvennakórsins
Léttsveitar Reykjavíkur er Jóhanna V.
Þórhallsdóttir. Verö á þessa einstöku
tónleika veröur einungis 1.000 krónur.
• S veitin
■ BSG Á OPPVITANUIVI Það verður
sannkallaöur stjörnudansleikur á Oddvit-
anum á Akureyri í kvöld þegar hljóm-
sveitin BSG stígur á stokk. Meölimir
sveitarinnar eru engin önnur en Björgvin
Halldórsson, Sigriöur Beinteinsdóttir,
Grétar Örvarsson og Kristján Grétars-
son. Sannkallaö eöaldjamm hjá dreifur-
unum í kvöld.
■ STUÐMENN Á AKUREYRI Hinir sl-
hressu Stuömenn mæta I Sjallann á Ak-
ureyri og rokka feitt aö venju I eina skipt-
iö þetta sumarið. Forsala aögöngumiöa
er I Pennanum/Eymundsson, Glerár-
torgi, og I Pizzunni og dýrinu. Miðaverð
1800kall I forsölu og 2000kall við dyrn-
ar.
■ HAFRÓT í GRINPAVÍK Stuöbandiö
Hafrót sér um stemninguna á Sjávar-
perlunni, Grindavík.
■ HEIOURSMENN Á HÓTEL ÖRK Heið-
ursmenn og Kolbrún sjá um fjöriö á Hót-
el Örk.
■ LÍNUPANS Á BREIÐINNI Elsa sér um
tónlistina á línudansleik á Breiöinni,
Akranesi, sem hefst kl. 22. Einnig veröa
spiluö almenn danslög seinna um kvöld-
ið.
■ STÓRDANSLEIKUR Á VIÐ POLLINN
Sveiflukóngurinn Gelr Ólafs mætir ásamt
sínum furstum á Viö pollinn, Akureyri.
Þeim til fulltingis verður fyrrum söngvari
The Platters, Harold Burr.
■ SÓLON Á HVAMMSTANGA Hljóm-
sveitin Sólon rífur upp roknastemningu á
Hótel Seli, Hvammstanga.
■ TRÚBARDORKVQLP Á RÓSTINNj Það
er sannkallaöur stórkonsert sem haldinn
veröur þegar Röstin, Hellissandi, stend-
ur fyrir trúbadorkvöldi. Fram koma Sig-
urður Höskuldsson frá Ólafsvík, Þorkell
Cýrusson frá Hellissandi, Þorkell Simon-
ar frá Göröum (úr Hundslaþpadrlfu) og
Ólína frá Ökrum ásamt Björgvini Gísla-
syni gitarleikara.
•Leikhús
■ FEÐGAR Á FERÐ Feögarnir Árni
Tryggvason og Örn Árnason eru höfund-
ar og leikarar I leikritinu Feögar á ferö
sem er sýnt kl. 20 I kvöld I Iðnó. Örfá
sæti laus.
■ PÍKUSÖGUR Píkusögur eftir Eve
Ensler veröur aftur sýnt í kvöld klukkan
22 I Borgarleikhúsinu. Leikstjóri er Sig-
rún Edda Björnsdóttir en leikkonur eru
þær Halldóra Geirharðsdóttir, Sóley Elí-
asdóttir og Jóhanna Vigdís Arnardóttir.
Uþpselt.
■ PÍKUSÖGUR Píkusögur eftir Eve
Ensler veröur sýnt I kvöld klukkan 19 I
Borgarleikhúsinu. Leikstjóri er Sigrún
Edda Björnsdóttir en leikkonur eru þær
Halldóra Geirharösdóttir, Sóley Elías-
dóttir og Jóhanna Vigdís Arnardóttir.
Uppselt.
■ SYNGJANPI í RIGNINGUNNI Leikritið
Syngjandi I rigningunni eftir Comden,
Green, Brown og Fred verður sýnt klukk-
an 15 I dag á Stóra sviöi Þjóöleikhúss-
ins. Uppselt.
■ PLATONOF Nemendaleikhúsiö sýnir I
kvöld Platonof eftir Anton Tjékhov I
Hafnarfjaröarleikhúsinu. Sýningin hefst
klukkan 20 og miöinn kostar 700 krónur.
■ SNIGLAVEISLAN Sniglaveislan eftir
Ólaf Jóhann verður sýnd I Loftkastalan-
um klukkan 20 I kvöld. Örfá sæti eru
laus.
■ SYNGJANDI í RIGNINGUNNI Leikritiö
Syngjandi í rigningunni eftir Comden,
Green, Brown og Fred veröur sýnt klukk-
an 20 I kvöld á Stóra sviöi Þjóöleikhúss-
ins. Uppselt.
■ BALL i GÚTTÓ Leikfélag Akureyrar
sýnir I kvöld leikritið Ball í Gúttó eftir
Maju Árdal. Sýningin hefst klukkan 20
og þetta er næstsíöasta sýningarhelgi.
■ FÍFL í HÓFI Gamanleikritið Fífl í hófi
veröur sýnt klukkan 22 I kvöld I Gamla
bíól (húsi íslensku óperunnar). Leikstjóri
er María Siguröardóttir. Miöasala I sima
511 4200. Nokkur sæti eru laus.
■ SKÁLDANÓTT Skáldanótt eftir Hall-
grím Helgason veröur sýnd á Stóra svlöi
Borgarleikhúsins klukkan 19 I kvöld.
Nokkur sæti eru laus.
•Kabarett
■ KÁNTRÍ Á BROAPWAY Sýningin
Country festival 2001 heldur áfram á
Broadway. Sveitasöngvar og sveitaball.
Eftir sýninguna leikur Hljómsveit Geir-
mundar Valtýssonar fyrir dansi fram eftir
nóttu.
•Opnanir
■ SÖLUSÝNING í LISTASAFNI KÓPA-
VOGS I dag klukkan 15 opnar sölusýning
I Listasafni Kópavogs á um 80 verkum
eftir marga af fremstu listamönnum þjóö-
arinnar. Á sýningunni eru meöal annars
málverk eftir Ásgrím Jónsson, Jón Stef-
ánsson, Júlíönu Sveinsdóttur, Gunnlaug
Scheving, Gunnlaug Blóndal, Finn Jóns-
son, Jón Engilberts og hátt á annan tug
málverka eftir Jóhannes S. Kjarval.
Einnig eru á sýningunni abstraktverk eft-
ir Guömundu Andrésdóttur, Karl Kvaran,
Svavar Guönason og Valtý Pétursson.
Loks eru teikningar og vatnslitamyndir
eftir ýmsa listamenn s.s. Snorra Arin-
bjarnar, Flöka, Jón Engilberts og þrykk
eftir þekkta erlenda listamenn s.s. Ro-
bert Jakobsen og Bram van Velde. Sýn-
ingin er opin alla daga nema mánudaga
frá 11-17 og stendur til 2. júní.
■ SÖLUSÝNING 1 LISTASAFNI KÓPA-
VOGS I dag klukkan 15 veröur opnuö
sölusýning I Listasafni Kópavogs á um
80 verkum eftir marga af fremstu lista-
mönnum þjóöarinnar. Á sýningunni eru
meöal annars málverk eftir Ásgrím Jóns-
son, Jón Stefánsson, Júlíönu Sveinsdótt-
ur, Gunnlaug Scheving, Gunnlaug Blön-
dal, Finn Jónsson, Jón Engilberts og hátt
á annan tug málverka eftir Jóhannes S.
Kjarval. Einnig eru á sýningunni abstrakt-
verk eftir Guömundu Andrésdóttur, Karl
Kvaran, Svavar Guðnason og Valtý Pét-
ursson. Loks eru teikningar og vatnslita-
myndir eftir ýmsa listamenn, s.s. Snorra
Arinbjarnar, Flóka, Jón Engilberts og
þrykk eftir þekkta erlenda listamenn s.s.
Robert Jakobsen og Bram van Velde.
Sýningin er opin alla daga nema mánu-
daga frá 11-17 og stendur til 2. júní.
■ FENKE KUILING í GALLERÍ GEYSI
Fenke Kuiling opnar einkasýningu I Gall-
erí Geysi, Hinu húsinu, viö Ingólfstorg, I
dag kl. 16-18. Fenke er frá Hollandi og
nam listir 94-99 við Academy of Arts I
Kampen, Hollandi. Hún hefur haldiö tvær
einkasýningar I heimalandi sinu áriö
1999. Fenke hefur dvalist á íslandi frá
því I maí I fyrra. í verkum sínum reynir
hún aö gefa I skyn tilveruhluta sem eru
ekki endilega til staöar í verkunum. Á
sýningunni I Gallerí Geysi sýnir hún Ijós-
myndir teknar á íslandi þar sem hún
reynir aö fanga andrúmsloftiö I landslag-
inu, þar sem eitthvaö augljóst getur litiö
út fyrir aö vera eitthvaö annaö séö I
gegnum linsu myndavélarinnar. Sýningin
stendur til 3. júnl og eru allir velkomnir á
opnunina eöa síðar.
■ MESSÍANA TÓMASPÓTTIR í HAFN-
ARBORG Sýning Messiönu Tómasdótt-
ur, Selló, veröur opnuö I Hafnarborg I
Hafnarfiröi I dag klukkan 16. Á sýning-
unni veröa plexi-skúlptúrar og verk fyrir
barnaóperuna Skuggaleikhús Ófelíu.
Messíana er fædd áriö 1940 og stundaöi
nám I myndlist og fleiru I Danmörku og
Frakklandi auk heimalandsins. Hún hefur
sett upp átta myndlistarsýningar og nær
sextíu leikmyndir fyrir leikhús og sjónvarp
I hinum ýmsu löndum. Sýningin er opin
frá 11-17 alla daga nema þriöjudaga og
stendur til 3. júní.
■ SÝNING í HAFNARBORG í Hafnar-
borg eru nú til sýnis hluti þeirra lista-
verka sem safnið hefur fengiö aö gjöf
eöa keyþt hafa veriö til safnsins undan-
farin ár. Sýningin stendur til 4. júnl.
■ MÓSAÍK 2001 í LISTHÚSI ÓFEIGS
Hópur kvenna, sem kallar sig Mósaík
2001. opnar sýningu á verkum sínum I
Listmunahúsi Ófeigs viö Skólavöröustlg I
dag. Á síöasta ári hóf listakonan Kurigej
Alexandra Argunova aö halda námskeiö
I gerö mósalksverka og er hópurinn af-
rakstur þeirra námskeiöa. Meölimirnir
eiga það sameiginlegt aö hafa áhuga á
að fegra umhverfi sitt, endurnýja gamalt
og brotiö og komast I tengsl viö sköpun-
arkraftinn, aö því er fram kemur I frétta-
tilkynningu. Markmiö félagsins er aö
halda sýningu á verkum sínum einu sinni
á ári og auka með þeim áhuga almenn-
ings á aö gera hlutina sjálfir. Þá hefur
hópurinn fullan hug á aö bjóöa fram
krafta sína til aö fegra borgina á einn
eöa annan hátt meö mósaíkverkum. Sýn-
ingin nú markar upphafiö á starfi hóps-
ins og stendur til 6. júní.
Bíóborgin
Memento
Sýnd kl.: 5,45, 8,
10,15
Pay it Forward
Sýnd kl.: 5,40, 8,
10,20
Traffic ★ ★★★
„Soderbergh hefur
gert frábæra kvik-
mynd sem ekki er
hægt aö seg'a að sé
ádeilumynd, heldur
frekar okkur öllum til
aðvörunar," HK
Sýnd kl.: 5, 8.10,40
Bíóhöl1in
Sweet November ★ „Þessi bíómynd kann
ekki aö skammast sin. Hún notar hvert ein-
asta trikk I bókinni til að koma út tárum á
áhorfendum og væri nær aö gefa henni vasa-
klúta en stjórnur," SG
Sýnd kl.: 5,40, 8,10,20
Mummy returns Múmian er ekki eins og
flestir aðrir vafningar. Það er hægt aö kveikja
I henni, reykja hanna og stubba, en hún kem-
ur alltaf aftur. Aftur og aftur. HDM
Sýnd kl.: 4, 5,30, 8,10,30
Exit Wounds „Sagan sem boöið er upp á
myndinni er götótt eins og svissneskur ostur
og fátt I töluðu máli sem vit er I. Að ööru leyti
er ekkert sem gleður augað og ekki hefur
Seagal, meö aukinni reynslu, farið fram I leik-
listinni," HK
Sýnd kl.: 5,55, 8,10,10
Miss Congeniality ★ „Vinsælasta stúlkan er
stórkostlega fyrirsjáanleg," SG
Sýnd kl.: 3,50, 5,55, 8
Thirteen Days Sýnd kl.: 8
Traffic ★★★★ (Sjá Bíóhöll)
Sýnd kl.: 10,05
Nýi stillinn keisarans
Sýnd kl.: 4, 6
Way of the gun ★★ Sýnd kl.: 10,20
Pokemon 3 Glæsileg skemmtun fyrir fólk á
þermistiginu og uppúr.
Sýnd kl.: 4, 6
Háskólabíó
Mummy returns
(Sjá Bióhöll)
Sýnd ki.: 3,
5,30, 8,10,30
The Mexican
(Sjá Háskólabíó)
Sýnd kl.: 5,30,
8, 10,30
State & Maine
Sýnd kl.: 5,45,
8, 10,15
Blow ★★ (Sjá
Háksólabió)
Sýnd kl.: 5,30,
8,10,30
Kringlubíó
Sweet November ★ „Þessi bíómynd kann
ekki að skammast sín. Hún notar hvert ein-
asta trikk I bókinni til að koma út tárum á
áhorfendum og væri nær aö gefa henni vasa-
klúta en stjörnur," SG
Sýnd kl.: 5,40, 8,10,20
Pokemon 3 (Sjá Bíóhöll)
Sýnd kl.: 4, 6
Exit Wounds (Sjá Bióhöll)
Sýnd kl.: 5,55, 8,10,10
Nýi stíllinn keisarans Sýnd kl.: 3,50
Save the Last Dance Sýnd kl.: 8, 10,15
102 Dalmatíuhundar Sýnd kl.: 3,50
Laugarásbíó
Mummy returns (Sjá Bióhöll)
Sýnd kl.: 2, 5, 8,10,30
Enema at the Gates
SG
Sýnd kl.: 8, 10,30
Blow ★★ „Eftir
Traffic, sem sýndi
hinn margslungna
heim eiturlyfjanna
svo meistaralega,
er erfitt að fá sam-
úö með dilernum
George Jung, eða
finnast hann eigin-
lega áhugaveröur.
Samt leikur Depp
hann af slíkri innlif-
un að hann segir
heilar sögur með
augnaráðinu einu saman,
Sýnd kl.: 2, 5, 8,10,30
The Wedding Planner Það er sama hvað hún
dansar, alltaf er rassgatið á Jennifer Lopez
jafn viðbjóðslega stórt og ógeðslegt.
Sýnd kl.: 3, 5,50
Regnboginn
Get over it Jafnaöu þig! Þetta er hörku grin
og glens og glaumur og spé fyrir ungt fólk ó
je.
Sýnd kl.: 6, 8, 10
Cherry Falls
Sýnd kl.: 6, 10.20
Dýflissur og drekar ★ „Það er ákveöið metn-
aðarleysi sem einkennir Dungeons &
Dragons. I stað þess að gera þessum
skemmtilega leik hátt undir höfði er leitast við
að vera eins og allir aðrir og treysta á að
tæknimennirnir sjái um að myndin verði vin-
sæl," HK
Sýnd kl.: 6, 8,10
Men of Honor ★★ „Men of Honor er að
sumu leyti ágæt spennumynd meö kjarnyrt-
um texta ,“ HK
Sýnd kl.: 10
Malena ★★★
„Malena er samt
gefandi kvikmynd,
fallega kvikmynduð
og tónlist Ennio
Morricone svíkur
engan," HK
Sýnd kl.: 8
Crouching Tiger
Hidden Dragon
★★★★
Sýnd kl.: 8
Pokemon 3 (Sjá
Bíóhöll)
Stjörnubíó
Crimson River ★★★ „Helsti kostur Les rivi-
ers porpres er þétt atburöarás með góðum
fléttum. Áhorfandinn er visvitandi leiddur I
gildru oftar en einu sinni I þaulhugsuð plotti,"
HK
Sýnd kl.: 5,45, 8,10,10
Dracula 2000 „Handritshöfundi og leikstjóra
hefur tekist aö gera þessa ódauölegu mýtu
um blóðsugugreifann ótrúlega óáhugaveröa,
Þeir reyna ekki einu sinni að bjarga sér með
húmor," SG
Sýnd kl.: 6, 8,10
Borgarbíó(Akureyri)
Blow (Sjá Háskólabió)
Sýnd kl. 5,45, 8,10,20
Almost Famous
Sýnd kl. 8 og 10.10
Enemy at the Gates
Sýnd kl. 5.45
Nýja Bíó(Akureyri)
Sweet November (Sjá Kringlubíó)
Sýnd kl. 5,40, 8, 10,20
Exit Wounds (Sjá Bíóhöll)
Sýnd kl. 8 og 10
Pokemon 3 (sjá Bióhöll)
Sýnd kl. 6
t ó n 1 i s t
Gaukurinn heldur í kvöld annað Reverb-kvöld sitt. Þar munu
Dj-arnir Frímann, Bjössi, Grétar, Tommi, Ýmir og Mad-Erb þeyta
skífur til helvítis.
Stemningin brotin upp
Gaukurinn hélt í desember
Reverb-kvöld meö útlendum snúð-
um og heppnaðist uppákoman
prýðilega. Nú er komið að
Reverbi númer tvö því nokkrir ís-
lenskir plötusnúðar munu í kvöld
þeyta skífur á öllum hæðum
Gauksins.
„Það verða væntanlega fleiri
svona kvöld i sumar og haust. Það
verður að brjóta upp þessa sveita-
ballastemningu með Dj-um og
danstónlist. Reverb er eitt af
mörgum nöfnum sem eflaust á eft-
ir að festast í sessi,“ segir Dj
Bjössi sem er illa við gælunöfn
þrátt fyrir að nafniö brunahani
hafi fest við hann fyrir tilviljun.
Tvær og hálf plata á dag
„Ég byrjaði að spila þegar ég
var fjórtán ára en það eru fimm
ár síðan ég byrjaði að spila á
skemmtistöðum,“ segir Bjössi
sem nú er 22 ára. Hann þurfti því
að smygla sér inn á staðina til að
dídjeia.
„Það sást líka að það var bara
barn á bak við plötuspilarann.
Það skipti bara ekki máli.“
Þróunin í tónlistinni sem
Bjössi hefur fengist viö í átta ár
er hröð en búnaðurinn hefur ver-
ið staðlaður í um átta ár.
„Það er hröð þróun í þessu,“
segir Bjössi sem á um fimm
þúsund vínylplötur. Hann
hefur því keypt um 2,4 plöt-
ur á hvem virkan dag síð-
ustu átta árin. „Það er
nóg sem kemur inn af
vínylplötum, meira
en nóg. Maður eyð-
ir svo miklu í
þetta.“