Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2001, Síða 6
6
FÖSTUDAGUR 25. MAl 2001
x>v
Fréttir
Umdeilt ferðalag Mæðrastyrksnefndar til Portúgals:
Söfnunarfé fari
til málefnisins
óheppilegt mál að mati Hjálparstarfs kirkjunnar
Oheppileg orlofsferö
Mæóur hafa staöiö í löngum biörööum eftir úthlutunum frá Mæörastyrksnefnd. Mikil vinna liggur aö baki vinnu
Mæörastyrksnefndar en orlofsferö stjórnarinnar fyrir söfnunarfé þykir orka tvímælis.
Framkvæmdastjórar Hjálpar-
starfs kirkjunnar og Rauða krossins
telja mikilvægt að almenningur geti
treyst að þeir peningar sem fólk gef-
ur til góðra mála fari óskiptir til
málefnisins eða að nákvæmlega
liggi fyrir hve mikill hluti Qárins
fari i annað. Aðskilja verði rekstur
og ráðstöfun söfnunarijár með af-
gerandi hætti, burtséð frá því hvort
starfsmenn þiggi laun fyrir vinnu
sína eða ekki.
Ákvörðun stjórnar Mæðrastyrks-
nefndar að halda í sólarlandaferð til
Portúgals fyrir söfnunarfé hefur
sætt ámæli. Rökin með þeirri
ákvörðun voru að sögn formanns
stjórnar að ódýr ferð hefði boðist og
algjörlega væri um ólaunaða vinnu
að ræða. Hjá Rauða krossinum eru
safnanir mikilvægar og þar eru
starfsmenn á fóstum launum en Sig-
rún Árnadóttir segir að grundvall-
aratriðin verði að vera skýr í þessu
efni. „Mér finnst að peningarnir
verði að fara til þess verkefnis sem
tilgreint er í söfnuninni. Hjá okkur
er þetta algjörlega aðgreint," segir
Sigrún.
Þessu er Jónas Þórisson, fram-
kvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkj-
unnar, sammála og hann telur að öll
neikvæð umræða um ráðstöfun fjár-
muna hjá líknarfélögum geti haft
áhrif. „Þetta skaðar alla, hvort sem
hin neikvæða umræða er sanngjörn
eða ekki,“ segir Jónas.
Dæmi hafa verið um að óprúttnir
aðilar hafi siglt undir fölsku flaggi
hvað varðar „góðu málin“ svoköll-
uðu og því hafa góðgerðarmál átt
undir högg að sækja. Mál Mæðra-
styrknefndar er af allt öðrum toga
og enginn efast um mikið og óeigin-
gjarnt starf þeirra kvenna sem þar
starfa að sögn Jónasar. Hann segir
hins vegar: „Það er ósköp óheppi-
legt að þetta skuli gerast á þennan
hátt. Það er miklu einfaldara fyrir
almenning að skilja að það kostar
að reka hluti. Allir skilja launa-
greiðslur, jafnvel þó að taka þurfi
einhverjar prósentur af söfnunar-
fénu til rekstrar á einhverju en
ferðalög eru alltaf viökvæm."
Mjög skýrar reglur eru um þessi
mál bæði hjá Rauða krossinum og
Hjálparstarfi kirkjunnar eins og
m.a. má lesa á heimasíðum samtak-
anna.
-BÞ
Arnarnesvogur
Hollustuvernd ríkisins vísar alfariö á bug ásökunum Péturs Björnssonar um
aö umsögn stofnunarinnar um Arnarnesvog hafi veriö pöntuö af bæjaryfir-
völdum.
Hollustuvernd vísar á bug ásökunum Péturs Björnssonar:
Ekki svaravert
Davíð Egilsson, forstjóri Holl-
ustuverndar ríkisins, og Helgi
Jenssen, forstöðumaður mengun-
arsviðs stofnunarinnar, hafa sent
frá sér yfirlýsingu vegna ummæla
Péturs Björnssonar, í Coke og
áhugamanns um Arnarnesvog,
þess efnis að skýrsla stofnunarinn-
ar hafi verið pöntuð af bæjaryfir-
völdum til að greiða fyrir því að
hægt verði að ráðast þar í fram-
kvæmdir við landfyllingu. Segir í
yfirlýsingu Hollustuvemdar að
þessar fullyrðingar Péturs séu al-
rangar og ekki svaraverðar. Þeir
Davíð og Helgi ítreka að umrædd
skýrsla sé lögbundin umsögn stofn-
unarinnar um skýrslu fram-
kvæmdaaðila um mat á umhverfis-
áhrifum vegna landfyllingar í vog-
inum og byggi umsögnin á gögnum
sem sett eru fram í þeirri mats-
skýrslu. í yfirlýsingunni segir sið-
an: „í matsskýrslunni er birt ein
greining á styrk mengandi efna í
botnseti í Amarnesvogi. Greining-
in sýnir mjög háan styrk meng-
andi efna í setinu og mælast sum
þeirra í styrk umfram það sem
greinst hefur áður í sjávarseti hér
við land. Þessar staðreyndir liggja
að baki eftirfarandi tillögum stofn-
unarinnar sem settar voru fram í
umsögninni." Eins og fram hefur
komið telur stofnunin að frekari
mælinga sé þörf og að gerð verði
sérstök áætlun um framkvæmdirn-
ar áður en í þær verður ráðist. Þá
telur stofnunin að gera þurfl meng-
unarefnin óvirk hvort sem af fram-
kvæmdurm verður eða ekki.
Tveir fengu 5 ára fangelsi en einn var sýknaður í 8 kílóa amfetamínmáli:
Refsing stytt vegna
tafa á rannsókn
Gæsluvarðhald sem átta sinn-
um var framlengt á meðan á rann-
sókn stóð, í samtals 313 daga þang-
að til dómur féll á miðvikudag,
var eitt af refsilækkandi atriðum í
máli ákæruvaldsins gegn tveimur
mönnum sem fluttu 8 kíló af am-
fetamini til íslands á fyrri hluta
sumars á síðasta ári. Mennimir
tveir, Ingi Magnússon og Atli
Finnbogason, voru dæmdir í 5 ára
fangelsi fyrir að hafa tekið við efn-
unum í Amsterdam og sent til ís-
lands frá Hamborg á nafni Atla.
Þriðji maðurinn í málinu, sem sat
svo vikum skipti í gæsluvarð-
haldi, var sýknaður af ákæru um
að hafa skipulagt innflutninginn,
látið Atla og Inga í té farareyri og
lofað þeim greiðslu fyrir verkið.
Þegar efnin höfðu verið þurrk-
uð reyndust þau 4,7 kíló. Það sem
einnig var virt þeim Atla og Inga
til refsilækkunar var að þeir voru
ekki taldir höfuðpaurar í þessum
skipulagða innflutningi, efnið var
veikt og þeir játuðu brot sín greiö-
lega. Dómurinn tók einnig, eins og
áður segir, mið af því að rannsókn
dróst á langinn. Lögreglan, sem á
síðari hluta árs 2000 þurfti að und-
irgangast eins konar yfirvinnu-
bann og vann samtímis að mörg-
um fíkniefnamálum, gaf þær skýr-
ingar fyrir dómi að drátturinn
heföi m.a. stafað af því að aðrir
hefðu legið undir grun í am-
fetamínmálinu. Hins vegar hefði
ekki verið unnt að yfirheyra hina
þar sem verið var að rannsaka að-
ild þeirra að öðrum fíkniefnamál-
um. Á meðan sátu Atli og Ingi í
gæsluvarðhaldi.
Málsmeðferð ríkissaksóknara
taldist ekki löng og heldur ekki
meðferð dómsins. Málflutningi
lauk um hádegisbilið á mánudag
og lýsti dómurinn því þá yfir að
dómur yrði upp kveðinn klukkan
15.30 á miðvikudag, aðeins tveim-
ur dögum síðar, og gekk það eftir.
Vaninn er að dómur í stærri saka-
málum gangi innan þriggja vikna.
-Ótt
Urnsjón: Höröur Kristjánsson
netfang: hkrist@ff.is
Valtaö yfir Framsókn
Kristinn H. Gunnarsson er
sagður hafa valdið því að sjávarút-
vegsráðherrann Árni M.
Mathiesen náði.
ekki að koma í
gegn málamiðlun-'
artillögu um lög I
gegn frjálsum
veiðum smábáta á |
utankvótategund-
um. Ráðherrann I
mun hafa gengið
stíft á Einar ’
Kristinn Guðfinnsson og Einar
Odd Kristjánsson um að slá af
andstöðu sinni við gildistöku lag-
anna. Einar Oddur mun fljótlega
hafa slegið til og Einar K. fylgt í
kjölfarið með semingi. Kiddi er
hins vegar sagður hafa sagt þvert
nei við þessum hugmyndum. Hann
vildi frestun og engar refjar, enda
lögin í andstöðu við samþykkt
flokksþings frá í vetur. Ráðherra
gerði sér þá lítið fyrir og valtaði
yfir stefnu Framsóknar með gildis-
töku óbreyttra laga. Menn velta því
fyrir sér hvort ekki sé farið að
hrikta verulega í stjórnarsamstarf-
inu...
Erfiður róður
Og meira af Kristni H. Gunnars-
syni. Sagt er að þreytu sé farið að
gæta innan ríkisstjórnarflokkanna
vegna erfiðrar
sambúðar við
þennan fyrrver-
andi allaballa að
vestan. Hann þyki
erfiður í taumi i
stj ómarsamstarf-
inu og einnig inn-
an Framsóknar-
lokksins. Benda
menn líka á vinnubrögð Kristins
sem stjórnarformanns Byggðastofn-
unar sem vakið hafa athygli að und-
anfornu. Þykir ljóst að Kristinn
komi til með að eiga mjög erfiða
baráttu fyrir höndum við forystu
Ookksins um sæti á lista í nýju
norðvestur kjördæmi...
Hallbjörn I Evróvísjón
Hallbjörn Hjartarson, kántrí-
stjaman frá Skagaströnd, er á góðri
leið með að verða bjartasta von ís-
lendinga á öldum
ljósvakans. Ólíkt
öðrum íslenskum
stöðvum nýtur út-
varpsstöð hans nú
ómældra vinsæla á
„erlendri" grundu,
það er að segja á
yfirráðasvæði
Bandaríkahers á
Keflavíkurflugvelli. Sagt er að kán-
trímúsíkin að norðan hafi bjargað
mörgum hermanninum frá að sökkva
í þunglyndi hér norður á klakanum.
í ljósi þess að Hallbjörn er ekki síðri
lagahöfundur og söngvari sjálfur en
þeir flytjendur sem heyrast í stöðinni
hans, þá hugsa margir sér gott til
glóðarinnar. Þvi er talið meira en
liklegt að aðdáendaklúbbar Hall-
bjarnar víða um land muni skora á
Markús Öm Antonsson útvarps-
stjóra að hefja þegar undirbúning að
því að senda Hallbjörn í Evróvísjón-
keppnina 2003...
Heimta svör frá Halldóri
Ritstjórar Hrifluvefs framsóknar-
manna í Reykjavík hafa sent Hall-
dóri Ásgrlmssyni, formanni flokks-
Iins, heldur betur
tóninn. Heimta
; þeir skýringar á
því hvers vegna
I frestun laga um
s kvótasetningu
| smábáta hafi farið
j á annan veg en yf-
j irlýsingar þing-
: flokks Framsóknar-
flokksins í fjölmiðlum. Minnt er á
að nefndin sem stofnuð var á flokks-
þinginu í vetur vegna tillagna Krist-
ins H. Gunnarssonar um kvótamál-
in hafi ekki enn tekið til starfa.
Telja ritstjórarnir málið hið alvar-
legasta og virðist alvarlegs klofnings
nú gæta meðal framsóknarmanna
um sjávarútvegsstefnuna...