Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2001, Page 7
FÖSTUDAGUR 25. MAÍ 2001
7
Fréttir
Blikur sagðar á lofti í atvinnumálum Vopnfirðinga:
■ ••
Ibuar norðan Smjorfjalla sveltir
- að mati hreppsnefndar sem vill hitta þingmenn
Áhyggjur vegna atvinnumála
Vopnfiröingar telja sig afskipta í atvinnumálum þar
sem stjórnvöld koma viö sögu.
Nýlega var sam-
þykkt á fundi sveitar-
stjórnar Vopnafjarð-
arhrepps sameiginleg
ályktun hreppsnefnd-
arinnar, Vopnafjarð-
arhrepps, forsvars-
manna Tanga hf. og
atvinnumálanefndar
Vopnafjarðarhrepps
en á fundi þessara að-
ila þann 3. apríl sl.
kom fram að miklar
blikur eru á lofti í at-
vinnumálum Vopn-
firðinga. Fundurinn
var sammála því að
koma þyrfti á fundi
með þingmönnum
kjördæmisins hið
fyrsta þar sem þeim
yrði gerð grein fyrir
þeim vanda í atvinnu-
málum sem Vopnfirðingar búa við.
Bolfiskvinnsla á Vopnafirði hefur
að uppistöðu til verið byggð á rússa-
fiski og hefur vinnsla þessi veitt um
60 manns stöðuga vinnu fram að
þessu. Erfitt hefur verið aö fá slíkan
fisk keyptan að undanfórnu á við-
unandi verði fyrir vinnsluna.
Vinnsla þessi hefur verið einn af
meginburðarásum í atvinnulífi
Vopnfirðinga og þvi ríkir alger
óvissa um starfsöryggi þessa fólks.
Síðan segir m.a. í samþykktinni:
„Með einhverjum hætti verður að
tryggja öryggi í landvinnslunni og
jafnhliða þarf að vinna að uppbygg-
ingu nýrra atvinnutækifæra til
framtíðar. Aðgerðir stórnvalda í
virkjana- og stóriðjumálum og sam-
göngumálum eru ekki þess eðlis að
íbúar norðan Smjörfjalla eygi von í
auknum fjölda starfa vegna þessara
framkvæmda ef ekki verður gripið
til sértækra ráðstafana fyrir þetta
svæði.
Nú á sér stað mikil atvinnuupp-
bygging tengd laxeldi í sjó á Austur-
landi þar sem mjög auðvelt er að ná
í þekkingu og fjármagn. Vopnafjörð-
ur hefur verið útilokaður frá því að
vera þátttakandi í þeirri uppbygg-
ingu með aðgerðum ríkisvaldsins.
Þorsteinn Steinsson sveitarstjóri
segir Vopnfirðinga hafa verið í sam-
bandi við þingmenn kjördæmisins
og reynt sé að finna tíma sem henti
öllum. Fólk sé þó fullt tiltrúar á
staðinn og þessa dagana sé m.a. ver-
ið að dýpka höfnina en framtíðar-
innsiglingin verður innan við
Skipshólma og innsiglingarleiðinni
milli Skipshólma og Miðhólma síð-
an lokað. Aðalfjárveitingarnar til
verksins eru hins vegar á árunum
2002 og 2003. Arnbjörg Sveinsdóttir,
þingmaður Sjálfstæðisflokks í kjör-
dæminu, segist nýlega hafa frétt af
þessari samþykkt sveitarstjórnar
Vopnafjarðarhrepps en væntanlega
verði hægt að koma fundinum á
fljótlega þar sem Alþingi komi ekki
saman aftur fyrr en að hausti eða í
októbermánuði nk. -GG
Loœrutsala
6 fþrétta-eg fóftb®ioflcém
Diadora-fotboltaskor
Margar gerðir í barna- og
fullorðinsstœrðum
Verðfrákr. 1.000
Diadora -íþróttaskór
Margar gerðir í barna- og
fullorðinsstœrðum
Verð frá kr. 900
Póstsendum
Háaleitisbraut 68 • Sími 568 4240
Kraftvélaveisla
, AHNIYERSARY,
KOMATSU beltagröfur
Þér er boðið á vélasýningu
hjá Kraftvélum ehf.r Dalvegi 6-8 Kópavogi,
föstudaginn 25. maí frá kl. 17-19 eða laugardaginn
26. maífrá kl. 13-16
KOMATSU minigröfur
KOMATSU smáskóflur
KOMATSU smágröfur
Nýjung
DIGGA jarðvegsborar á smágröfur,
traktors- og beltagröfur.
KRAFTVÉLAR
Kraftvélar ehf. Dalvegi 6-8 • 200 Kópavogi • Sími 535 3500 • Fax 535 3501 • www.kraftvelar.is