Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2001, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2001, Page 10
10 Útlönd FÖSTUDAGUR 25. MAÍ 2001 DV Áflótta 100 Albanar flýðu heimili sín í bæn- um Vakcince í Makedóníu í gær. Hert sókn gegn skæruliðum í Makedóníu Um 100 skelfmgu lostnir Albanar flýðu í gær heimili sín í bænum Vakcince þegar makedónskir her- menn gengu hús úr húsi i leit að skæruliðum. Sókn hersins í gær gegn fjölda bæja i haldi skæruliða var sú harðasta í yfir þrjár vikur. Skæruliðar fullyrtu að sjö óbreyttir borgarar hefðu fallið í sókn hersins. Víst þykir að fréttin af falli óbreyttra borgara muni auka á spennuna meðal Albana. Albönsku flokkarnir í ríkisstjórninni hafa hótað að yfirgefa hana falli óbreytt- ir borgarar í sókn hersins. Slavar í stjórninni er æfir eftir fregnir í gær um að Albanir í stjórninni hefðu gert leynilegan friðarsamning viö skæruliða og náð samkomulagi um sameiginlega pólitíska stefnu. Kúariðusmit af urðuðum hræjum Breskur vísindamaður sagði í gær að svo gæti farið að grafa þyrfti upp hræ dýra sem fargað var vegna gin- og klaufaveikinnar, af ótta við að þau beri kúariðusmit. Gert er ráð fyrir að vísindamenn muni í næsta mánuöi ráðleggja stjórnvöldum að kanna alla urðun- arstaði næstu fimm árin og ákveða hvort grafi eigin hræin upp og brenna þau. UPPBOÐ Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálf- um sem hér segir: Flétturimi 31, 0202, íbúð á 2. hæð t.v. og stæði nr. 11 í bílskýli, merkt 0104, Reykjavík, þingl. eig. Auður Magnús- dóttir, gerðarbeiðandi Greiðslumiðlun hf. - Visa Island, þriðjudaginn 29. maí 2001, kl. 13.30._______________________ Gullengi 33,0202, 85,5 fm 3ja herb. íbúð á 2. hæð, önnur frá vinstri, m.m., ásamt bflastæði nr. 0003, Reykjavík, þingl. eig. Eva Lind Þuríðardóttir, gerðarbeiðendur Ibúðalánasjóður, Kvos ehf., Tollstjóra- embættið og Tryggingamiðstöðin hf., þriðjudaginn 29. maí 2001, kl. 14.00. Mosarimi 2, 0102, 2. íbúð f.v. á 1. hæð, 67,7 fm m.m., Reykjavík, þingl. eig. Am- þór Haraldur Stefánsson og Vilborg Stef- anía Gísladóttir, gerðarbeiðendur Ibúða- lánasjóður, Íslandsbanki-FBA hf., útibú 527, og Tollstjóraembættið, þriðjudaginn 29. maí 2001, kl. 15.00. Neðstaleiti 26, Reykjavík, þingl. eig. Sig- ríður Arsælsdóttir. gerðarbeiðendur Bún- aðarbanki íslands hf., Hellu, Eftirlauna- sjóður atvinnuflugmanna, Islandsbanki- FBA hf. og Lífeyrissjóður verslunar- manna, þriðjudaginn 29. maí 2001, kl. 10.30.___________________________ Sogavegur 192, 0201, íbúð í risi, Reykja- vík, þingl. eig. Gunnar Andri Þórisson, gerðarbeiðendur Dagsprent hf., Ibúða- lánasjóður og Tollstjóraembættið, þriðju- daginn 29. maí 2001, kl. 11.00. Vættaborgir 3, 0204, íbúð á 2. hæð ásamt geymslu, merkt 0208, Reykjavík, þingl. eig. Rósa Jónasdóttir og Ami Geir Jóns- son, gerðarbeiðendur Ibúðalánasjóður og Islandsbanki-FBA hf„ þriðjudaginn 29. maí 2001, kl. 14.30. SÝSLUMAÐURINN í REYKJAVÍK 22 létust og hundruð slösuðust er samkomuhús hrundi í brúðkaupsveislu: Gólfið opnaðist undir gestunum Björgunarmenn úr Israelska hern- um leituðu í morgum með aðstoð hunda í rústum samkomuhússins í Jerúsalem i ísrael sem hrundi í gær- kvöld í miðri brúðkaupsveislu með hundruðum gesta. Að minnsta kosti 22 létu lífið, þar á meðal mörg börn, og um 300 slösuðust. Búist er við að tala látinna eigi eftir að hækka þar sem margir eru enn fastir í rústun- um. Talið er að björgunarstarfið geti tekið allt að þrjá daga. í morgun var enn ekki vitað hversu margir væru í rústunum. Þó var vitað að margir væru enn á lífi í rústunum því þeir höfðu hringt úr farsímum sínum til ætt- ingja til að láta vita að þeir væru lif- andi. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, segist geta sannfært breskan almenning um að kjósa evr- una í þjóðaratkvæðagreiðslu ef Verkamannaflokki hans verður gef- ið tækifæri til að stjóma í fjögur ár enn. Meirihluti breskra kjósenda er á móti því að kasta pundinu fyrir evru og samkvæmt skoðanakönnun- um þykir einungis 28 prósentum Breta það vera góð hugmynd aö vera áfram i Evrópusambandinu. Blair segir það vel mögulegt að vera fóðurlandssinni og Evrópusinni í senn. Hann segir Bretland geta komist í leiðandi stöðu í ESB i fram- tíðinni. Ihaldsflokkurinn á stuðning flestra kjósenda í Evrópumálum en umræða síðustu daga hefur ekki skilað sér til hans í skoðanakönnun- Samkvæmt lögreglunni hrundi samkomuhúsið, sem var reist fyrir 15 árum, vegna byggingargalla. Rannsóknamefnd hefur þegar verið skipuð. Israelska sjónvarpið greindi frá því að eigandi hússins hefði ver- ið handtekinn. Björgunarsveitir og sjúkrabílar úr öllu landinu voru kölluð á vett- vang. Þegar húsið hrundi voru að minnsta kosti 650 gestir að fagna með brúðhjónunum á þriðju hæð. Skyndilega gaf dansgólfið sig og síð- an hvert gólfið á fætur öðru. Veislu- gestirnir hröpuðu með og grófust undir veggjum og þaki hússins. „Það heyrðist engin sprenging. Gólfið opnaðist bara undir mér. Ég Tony Blalr Nær ekki kjósendum á sitt band í Evrópumálum - enn þá. sá bræður mína detta og svo datt ég sjálf ofan á þá,“ sagði einn veislugestanna. Einn gestanna kvaðst hafa haldið í hönd 10 ára sonar síns þegar hann féll niður í gegnum allar hæðir hússins. Feðgunum var báðum bjargað. Brúöhjónin, Keren og Assaf Dror, komust bæði lífs af. Þau liggja hlið við hlið á sjúkrahúsi í Jerúsalem, að sögn fóður brúðgumans sem einnig bjargaðist. Brúðurin hlaut meiðsl á mjaðmagrind en brúðguminn er með lítils háttar meiðsl. Brúðarbíllinn, sem skreyttur var rósum, stóð enn óskemmdur í morgun í um 100 metra fjarlægð frá samkomuhúsinu. um, þar sem forskot Verkamanna- flokksins er allt frá 11 til 25 pró- sentustiga. Hvorki William Hague, leiðtogi íhaldsmanna, né Tony Blair segjast trúa þessum tölum, en Blair óttast að gott gengi stjórnarflokks- ins í skoðanakönnunum leiði til minni kosningaþátttöku. Blair hefur upp á síðkastið fengið til liðs við sig vinsælar sjónvarps- stjörnur til að mæra Verkamanna- flokkinn. Hann hefur verið gagn- rýndur fyrir froðu og sýndar- mennsku og fyrir að rökræða fyrst og fremst við fólk undir kosninga- aldri. William Hague endurnýjaði í gær mánaðagamla áskorun á Blair um að mæta honum í sjónvarpsrökræð- um. Blair hefur ekki svarað. Aftöku ekki frestað Dómsmálaráð- herra Bandaríkj- anna, John Ash- croft, sagði í gær að ekki væri nein ástæða til að fresta aftöku Oklahoma- sprengjumannsins Timothys McVeighs. Ekkert hefði komið fram á síðunum 4 þúsund sem alríkislög- reglan kynnti ekki verjendum. Aftakan mun því fara fram 11. júní, að sögn Ashcrofts. Jarðskjálfti í Kína Einn lét líflð og 73 slösuðust er jarðskjálfti, sem mældist 5,8 á Richt- er, reið yfir Yunnan í Kína í gær. 1400 hús eyöilögðust í skjálftanum. Létust í eyðimörkinni Björgunarmenn hafa fundiö lík 14 ólöglegra innflytjenda frá Mexíkó í eyðimörkinni í suðvesturhluta Arizona í Bandaríkjunum. Smygl- ari, sem yfirgaf hópinn, hefur verið handtekinn. Tólf manns lifðu af eyðimerkurgönguna. Hætta á verri efnahag Alan Greenspan, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, sagði í gær að hætta væri á að efnahagur landsins ætti eftir að versna meir en gert hafði verið ráð fyrir. Ekki er því talið útilokað að vextir verði lækk- aðir á ný. Lög gegn peningaþvotti ONeðri deild rúss- neska þingsins samþykkti í gær frumvarp gegn pen- ingaþvotti. Frum- varpið er liður í herferð Vladimirs Pútíns Rúss- landsforseta gegn griðarlegu þvætti á peningum. Enn deilt um njósnavéi Talsmaður bandaríska sendiráðs- ins í Kína sagði í gær að Banda- ríkjamenn reyndu enn að semja um að fá að gera við njósnavél sína og fljúga henni heim þrátt fyrir yfirlýs- ingar Kínverja að samið hefði verið um að hún yrði tekin sundur og flutt þannig frá Kína til Bandaríkj- anna. Ákærður fyrir fjöldamorð Rikissaksóknari ■ Perú hefur ákært I Alberto Fujimori, P, brottrekinn forseta B - l landsins, fyrir ‘ÆÆ fjöldamorð. Fu- jimori er ekki bara Wj talinn hafa vitað um rnorð dauða- sveitar hersins á 15 manns 1991 heldur einnig óskað sveitinni til hamingju eftir morðin og greitt henni bónus. Heyrnarlaus skotinn Heyrnarlaus 18 ára palestínskur piltur var í gær skotinn til bana fyr- ir utan heimili sitt á Gazasvæðinu í átökum Palestínumanna og ísraela. Skömmu síðar skutu ísraelar 15 ára Seiur gull vegna aðstoðar Vladimir Pútin Rússlandsforseti sagði ríkisstjórn sína reiðubúna að selja gull og demanta til að aðstoða fórnarlömb flóðanna í austurhluta Serbíu. Bjargað úr rústunum Veislugesti bjargaö úr rústum samkomuhússins í Jerúsalem sem hrundi eins og spilaborg er dansinn dunaöi í brúökaupsveislu sem yfir 650 gestir skemmtu sér í. Fjöldi gesta er enn fastur í rústunum. Aö minnsta kosti 22 létu lífiö og um 300 slösuöust. Brúöhjónin voru meöal þeirra sem komust lífs af. Blair vill sannfæra Evrópufælna Breta

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.